Morgunblaðið - 05.01.2006, Page 42
✝ BjarnfríðurHjördís Guð-
jónsdóttir fæddist á
Ísafirði 5. mars
1957. Hún lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi í
Fossvogi á aðfanga-
dag 24. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar eru
Lára Hjartardóttir,
f. 24. apríl 1930, frá
Barðaströnd, og
Guðjón Ásgeir Hálf-
dánarson, f. 20. nóv-
ember 1920, d. 2. september 1993,
frá Þingeyri. Systur Bjarnfríðar
eru: 1) Erna Ósk Guðjónsdóttir, f.
25. ágúst 1951. Hún á tvær dætur.
2) Þórdís María Guðjónsdóttir, f.
5. mars 1957, gift Margeiri Elent-
ínussyni. Þau eiga fjögur börn.
Uppeldissystir Lára
Samira Benjnouh, f.
2. ágúst 1972, gift
Yann Le Polotek.
Þau eiga tvö börn.
Börn Bjarnfríðar
eru: 1) Ester Gísla-
dóttir, f. 5. desem-
ber 1974, í sambúð
með Hauki Barkar-
syni, hún á tvö börn,
Telmu Rún og Mika-
el Elí. 2) Eyrún
Helga Jónsdóttir, f.
16. september 1980,
í sambúð með Sig-
urði Sigurðarsyni og eiga þau eitt
barn, Sóleyju Nadíu. 3) Elva Rut
Jónsdóttir, f. 13. nóvember 1984,
nemi í Danmörku.
Útför Bjarnfríðar verður gerð
frá Árbæjarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Elsku mamma. Þetta er það erf-
iðasta sem ég hef þurft að gera, það
er að kveðja þig. Á aðfangadags-
morgun var ég vakin upp með hring-
ingu, þá varst þú að fara frá okkur,
við vorum beðin að koma til þess að
geta kvatt þig. Læknirinn sagði við
okkur að líkaminn þinn væri að gef-
ast upp, gæti bara ekki meir. Ég var
hjá þér þegar þú dróst síðasta and-
ardráttinn, klappaði þér og sagði þér
hvað ég elskaði þig mikið. Svo fann
ég mikinn frið með þér og vissi að
þér leið miklu betur. Það er erfitt að
geta ekki hringt í þig á hverjum degi,
eins og maður gerði, og sagt þér frá
öllu sem væri að gerast. Ég gat alltaf
hringt í þig þegar ég hafði þörf fyrir
að gráta, hlæja eða tala, þú varst allt-
af til staðar. Við áttum margar góðar
stundir saman og það var mikið hleg-
ið. Ég mun varðveita þær minningar
vel í hjarta mínu. Ég er svo ánægð að
þú fékkst að sjá hana Sóleyju Nadiu,
ég mun segja henni frá því þegar þú
komst og sagðir að hún væri svo fal-
leg og vildir ekki sleppa henni. Ég
gæti skrifað endalaust um þig, hvað
þú varst yndisleg og falleg, ég veit að
þú verður ávallt hjá okkur. Guð
blessi þig, mamma mín. Ég elska þig.
Þín dóttir,
Eyrún Helga.
Elsku mamma mín. Einhvern veg-
inn datt mér aldrei í hug að ég mundi
missa þig þótt ég hefði átt að vita að
þessi dagur mundi koma í framtíð-
inni en alls ekki svona snemma.
Þú varst mér allt, þú vissir alltaf
nákvæmlega hvernig mér leið, og þú
varst alltaf til staðar þegar ég þurfti
á hjálp þinni að halda og þú varst
alltaf þarna til að taka utan um mig
þegar mér leið illa þótt ég leyfði þér
það ekki alltaf.
Þú varst alltaf svo þögul, þegar
eitthvað var að angra þig. Þá vildirðu
ekkert segja en ég hefði óskað þess
að þú hefðir sagt mér það, því ég vildi
vera þarna fyrir þig alveg eins og þú
fyrir mig. Auðvitað áttum við okkar
ósáttu stundir en það stóð yfirleitt
ekki lengi því eitt það versta sem ég
vissi um var að vera ósátt við þig.
Ég veit að það á eftir að taka mig
langan tíma að skilja að þú ert farin
og kemur ekki aftur en ég veit að við
eigum eftir að hittast á ný þegar
minn tími kemur.
Ég sit hérna inni í íbúðinni að
skrifa þetta til þín og mér finnst eins
og þú eigir eftir að koma inn á hverri
stundu og brosa til mín og segja eins
og alltaf „hæ“, en það gerist því mið-
ur ekki í dag.
Á Þorláksmessu þegar þú varst
lögð inn á spítalann baðst þú um mig
seinna um kvöldið og ég er mjög
þakklát fyrir það. Þó að þú værir
frekar ringluð þá held ég að þú hafir
kallað á mig til að kveðja.
Ég stóð þarna hjá þér og hélt í
höndina á þér og sagði þér hvað ég
elskaði þig mikið og svo spurðirðu
mig af hverju ég væri svona döpur.
Mig langaði til að fara að hágráta og
taka utan um þig en í staðinn reyndi
ég að vera sterk fyrir þig og sagði
þér að ég væri bara að hugsa.
Þegar ég fór af spítalanum þetta
kvöld eftir að við sögðumst elska
hvor aðra og vorum búnar að kveðja
þá fékk ég þessa hræðilegu tilfinn-
ingu að ég ætti eftir að fá símtal með
slæmar fréttir sem ég fékk svo
klukkan rúmlega níu á aðfangadags-
morgun. Mín versta martröð varð að
veruleika, sem sagt þú varst komin í
öndunarvél og við fjölskyldan áttum
að koma til að kveðja þig.
Ég hélt í höndina á þér og grét og
gat ekki hugsað um annað en af
hverju ég hefði farið frá þér kvöldið
áður. Við stóðum þarna hjá þér og ég
hélt enn í höndina þína og fann hana
kreista mína. Þegar þú hafðir andað í
hinsta sinn og varst ekki í líkaman-
um þínum lengur þá vissi ég samt að
þú varst þarna hjá okkur.
Hringinn sem þú gekkst með fékk
ég og mun varðveita hann svo lengi
sem ég lifi. Hann á eftir að minna
mig á þig á hverjum degi. Það eru
ekki til orð yfir hvað ég sakna þín
mikið.
Með þessum orðum ætla ég að
kveðja þig í bili þangað til við hitt-
umst aftur.
Ég elska þig, mamma mín, og mun
alltaf hugsa blítt til þín.
Þín litla dóttir,
Elva Rut.
Nú er lífsins leiðir skilja,
lokið þinni göngu á jörð.
Flyt ég þér af hljóðu hjarta,
hinstu kveðju og þakkargjörð.
Gegnum árin okkar björtu,
átti ég þig í gleði og þraut.
Umhyggju sem aldrei gleymist,
ávallt lést mér falla í skaut.
Þín
móðir.
Jólahátíðin fer senn að renna í
garð, það er komin Þorláksmessa,
síminn hringir, þú varst komin á
sjúkrahús mikið veik. Ég keyri í bæ-
inn að heimsækja þig, kyssi þig og
rabba við þig, en gat ekki stöðvað
grátinn, svo kveð ég og fer út í bíl. Og
græt þar enn meir, fann einhverja
ónotatilfinningu. Fer heim til þín og
tek jólapakkana eins og við höfðum
talað um. Fer heim til mín og sest í
stólinn minn og ákvað að hátta mig
ekki. Hringi niður á spítala klukkan
tvö um nóttina og spyr um þig og fæ
þokkalegt svar, en ákvað samt að
sitja í stólnum í fötunum. Síminn
hringir og það er kominn aðfanga-
dagsmorgunn, klukkan er níu. Þú ert
orðin mikið veik og fjölskyldan sam-
einast hjá þér. Þú varst komin í önd-
unarvél og það stefndi bara á einn
veg. Læknarnir gerðu allt hvað þeir
gátu, og þökkum við þeim fyrir það
og góðar útskýringar. Líffærin eru
að gefa sig. Ég horfi út um gluggann
hjá þér. Það er fallegt veður og ró að
færast yfir umhverfið. Klukkan er
korter yfir fimm, þegar þú dregur
síðasta andann, falleg ró er yfir þér.
Reiðin grípur mig, mig langar að
sópa öllu af borðunum í aðstand-
endaherberginu, en læt nægja lítið
jólatré sem ég hendi í vegginn í reiði-
kasti. Jólin eru gengin í garð og við
bíðum meðan búið er um þig og
kveðjum síðan. Klukkan er tíu um
kvöld þegar við rennum heim.
Elsku systir, móðir okkar segir að
strengurinn á milli okkar hafi aldrei
slitnað, en núna slitnaði hann harka-
lega. Við vorum mjög nánar, enda
eineggja tvíburar. Núna er skrítið að
geta ekki hringt í þig þrisvar til fjór-
um sinnum á dag og rætt allt og ekk-
ert. Þú áttir þrjár yndislegar stelpur
og þrjú barnabörn sem þú sást ekki
sólina fyrir, yngsta ekki nema mán-
aðargamalt og eitt á leiðinni í febr-
úar. Þú varst yndisleg móðir og
amma og voru þau öll háð þér. Núna
finnst mér börnin og ömmubörnin
þín vera orðin mín og skal ég reyna
að standa mig í því hlutverki.
Líf þitt var ekki alltaf dans á rós-
um. Marga höfnun fékkstu. En
reyndir alltaf að harka af þér, en ég
vissi meira. Þó svo þú reyndir að fela
það fyrir öðrum.
Margar utanlandsferðir fórum við
saman. Í haust fórum við til Spánar,
þú, ég, Erna systir, mamma, dóttir
mín, barnabörn þín, systurdóttir
okkar og dóttir hennar. Þetta var
mjög skemmtileg ferð. Þess má geta
að systurdóttir okkar og uppeldis-
systir eignaðist lítinn snáða á Þor-
láksmessukvöld í Ósló.
Þú varst mikið hjá mér í Keflavík
eftir fyrsta skilnaðinn og eiga dætur
þínar góðar minningar þar með þér.
Ég hef alltaf verið tengd dætrum
þínum.
Eins og þú vissir, á jóladag kom-
um við öll saman hjá mér til að leyfa
krökkunum að opna pakkana og það
var svolítið sérstakt því það fundust
ekki allir pakkarnir og þeir síðustu
fundust núna 30. desember og er ég
viss um að þú hafir verið að stríða
okkur.
Við höfum alltaf haldið upp á stór-
afmælin okkar saman, þrítugar í
Glasgow, fertugar á Ítalíu og vorum
farnar að velta fyrir okkur hvernig
fimmtugsafmælið ætti að vera eftir
rúmt ár. En ég mun gera eitthvað
skemmtilegt án þín sem ég veit að þú
hefðir viljað taka þátt í.
Elsku, elsku systir, ég sakna þín,
og er hjartað mitt kramið af sorg.
En allar minningar mun ég varð-
veita og geyma.
Guð gefi okkur öllum styrk til að
takast á við sorgina.
Þín systir,
Þórdís (Þóra).
Jólin eru að ganga í garð, undir-
búningur hefur gengið með miklum
ágætum. Konan mín hefur orð á því
að sjaldan höfum við verið jafn vel
undir þau búin og nú, þá er eins og
öllu sé snúið á hvolf. Síminn hringir
og Fríða mágkona er orðin eitthvað
veik. Konan mín hraðar sér til
Reykjavíkur til þess að huga að tví-
burasystur sinni. Það er Þorláks-
messa og hún kemur heim um kvöld-
ið með þær fréttir að Fríða systir sé
orðin afskaplega veik og hún liggur á
spítala.
Ég kynntist Fríðu fyrir rúmum 30
árum. Vinur minn og barnsfaðir
Fríðu, Gísli Einarsson, fór að vera
með Fríðu. Mér leist strax vel á
Fríðu og hann sagði mér að það væri
til önnur svona og hún héti Þóra.
Þetta hljómaði alveg eins og ég
þyrfti að kynnast henni og varð hún
síðar konan mín. Samband Fríðu og
Þóru minnar var mikið og það var
alltaf sterkur strengur á milli þeirra.
Það fór ekki framhjá mér þegar
Fríða fluttist til Namibíu og virtist
vera að alltaf þegar eitthvað bjátaði
á hjá Fríðu í annarri heimsálfu þá
tók Þóra upp símann og hringdi til
hennar. Ég kynntist því fljótlega að
fjölskylda Fríðu og Þóru minnar var
með ólíkindum samheldin. Ég kynnt-
ist þessu fólki öllu og áttum við
margar góðar stundir saman. Farið
var á ættarmót hvert ár um versl-
unarmannahelgi og eru frá þeim
ferðum ómetanlegar minningar. Þar
var margt brallað, mikið hlegið og
margs að minnast. Þegar systurnar
urðu þrítugar fórum við saman til
Glasgow og áttum þar frábærar
stundir. Einnig þegar þær urðu fer-
tugar fórum við öll saman til Mílanó
og nú var konan mín farin að hugsa
til þess hvert yrði farið þegar þær
yrðu fimmtugar. Annað kom ekki til
greina en að Fríða kæmi með. Fríða
var einstaklega góð og blíð kona og
BJARNFRÍÐUR H.
GUÐJÓNSDÓTTIR
42 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Okkar ástkæri
SNORRI SKAPTASON
arkitekt,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn
6. janúar kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vilja
minnast hans, er bent á líknarfélög.
Lone Ries,
Skapti Ólafsson, Kolbrún Gunnarsdóttir,
Stella Skaptadóttir, Ólafur Elísson,
Sævar Skaptason, Bryndís Óladóttir,
Steinn Skaptason
og aðrir aðstandendur.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför okkar ástkæru
LÁRU HALLDÓRSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Birkihlíð,
dvalarheimilinu Hlíð, fyrir góða umönnun.
Við óskum ykkur öllum gleðilegs nýárs.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Elín Ásta Káradóttir, Lúther Steinar Kristjánsson,
Rósfríður María Káradóttir, Magnús Friðriksson.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur, bróðir
og mágur,
GUÐBJARTUR INGI BJARNASON,
Feigsdal,
Ketildölum, Arnarfirði,
verður jarðsunginn frá Bíldudalskirkju laugar-
daginn 7. janúar kl. 14.00.
Víðir Hólm Guðbjartsson, María Friðgerður Bjarnadóttir,
Bjarnveig Guðbjartsdóttir, Ólafur Felix Haraldsson,
Bjarki Guðbjartsson,
Sunna Guðbjartsdóttir,
Tinna Guðbjartsdóttir,
Alexsandra Hólm Felixdóttir,
Melkorka Marsibil Felixdóttir,
Guðbjartur Ingi Felixson
Ragnhildur G. Finnbogadóttir,
Sigríður Bjarnadóttir, Kristján Bersi Ólafsson,
Jónína Gunnarsdóttir,
Margrét Bjarnadóttir, Guðni Sigurjónsson,
Guðbjörg Bjarnadóttir, Ægir Jóhannsson,
Kristófer Bjarnason, Valdís Bjarnadóttir,
Marinó Bjarnason, Freyja Magnúsdóttir,
Jón Bjarnason, Halla Hjartardóttir,
Ingibjörg H. Bjarnadóttir, Albert S. Albertsson,
Elín Bjarnadóttir, Smári Adolfsson,
Gestný Bjarnadóttir,
Katrín Bjarnadóttir, Einar Aðalsteinsson,
Dagur Bjarnason, Valborg Mikaelsdóttir,
Ragnar Bjarnason
og aðrir aðstandendur.
Systir okkar og mágkona,
ELÍN BJÖRG GÍSLADÓTTIR
frá Naustakoti á
Vatnsleysuströnd,
verður jarðsungin frá Kálfatjarnarkirkju á Vatns-
leysuströnd laugardaginn 7. janúar kl. 13.00.
Guðríður Gísladóttir, Haukur Einarsson,
Hrefna Gísladóttir, Ingimundur Ingimundarson,
Lóa Gísladóttir, Geir Valdimarsson,
Þorgerður Þorleifsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HULDA FINNBOGADÓTTIR,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag, fimmtu-
daginn 5. janúar, kl. 15.00.
Gunnar Smárason, Christine Vinum,
Elín Smáradóttir, Hjalti Nielsen,
Hrafnhildur Huld Smáradóttir, Alexander Wiik
og barnabörn.