Morgunblaðið - 05.01.2006, Page 10

Morgunblaðið - 05.01.2006, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÁTINN er á Land- spítalanum Jóhann Eyjólfsson heildsali og kunnur kylfingur. Jó- hann var fæddur í Reykjavík 19. maí árið 1919 og voru foreldrar hans Eyjólfur Jó- hannsson forstjóri Mjólkurfélags Reykja- víkur og Helga Péturs- dóttir. Að loknu verslunar- skólaprófi frá Verzlun- arskóla Íslands árið 1938 stofnaði Jóhann trésmiðjuna Silfurtún ásamt föður sínum. Síðar stofnuðu þeir trésmiðjuna Akur og eftir lát föður síns rak Jó- hann heildverslunina Akur hf. um áratugaskeið. Jóhann gat sér gott orð sem knattspyrnumaður á sínum yngri árum og varð Íslandsmeistari með Val fimm sinnum. Þekktastur var Jóhann þó sem golfleikari en þá íþrótt stundaði hann í 70 ár og vann til fjölda verð- launa. M.a. varð hann Íslandsmeist- ari árið 1960 og heimsmeistari öld- unga árin 1975, 1979 og 1981 í Bandaríkj- unum. Jóhann sat í sveit- arstjórn Garða- bæjar frá 1950 til 1965 og var einn af stofnendum Lions- klúbbsins Ægis í Reykjavík árið 1957. Þá var hann fyrsti formaður Sjálfstæð- isfélags Garðabæjar og gegndi formennsku og stjórn- armennsku í Golfklúbbi Reykja- víkur um margra ára skeið. Eftirlifandi eiginkona Jóhanns er Fríða Valdimarsdóttir og eign- uðust þau tvær dætur. Fyrri kona Jóhanns heitir Elísabet Markús- dóttir og eignuðust þau tvo syni. Barnabörn Jóhanns eru alls tólf og barnabarnabarn eitt. Andlát JÓHANN EYJÓLFSSON MAGNÚS Ásgeirsson, innkaupa- stjóri eldsneytis hjá Esso, kveðst ekki sammála þeirri túlkun FÍB að þær hækkanir sem urðu á bens- ínverði um áramótin hafi ekki verið nauðsynlegar. Hann bendir á að á síðasta skráningardegi fyrir ára- mót hafi heimsmarkaðsverð á bensíni verið um 550 dollarar fyrir tonnið. FÍB hafi skoðað verð í kringum 10. desember sérstaklega, en í vik- unni þar á undan hafi meðalbens- ínverð numið 526,25 dollurum fyrir tonnið. „Því er um að ræða 25 doll- ara hækkun frá þeim tíma sem vitnað er í og fram til áramót- anna,“ segir hann. Hann telji ekki duga að taka jafn stutt tímabil og FÍB geri til þess að fá rétta mynd af verðþróun. „Við erum á þeirri skoðun að það verði að taka langt tímabil til þess að hafa réttan sam- anburð. Okkur finnst þessi sam- anburður ekki vera réttur út frá þeim forsendum.“ Að minnsta kosti þurfi að taka mánaðartímabil og helst heilt árið þegar slíkur sam- anburður sé gerður. Staðan skoðuð á hverjum degi Spurður hvernig félagið taki ákvarðanir um bensínverð segir Magnús að staða mála sé skoðuð á hverjum degi. Einu sinni í viku sé farið nákvæmlega yfir þróun mála og reiknað út hver þörfin sé út frá því. „Það var út frá þeirri forsendu sem verðinu var breytt núna um áramótin. Það hefði verið óeðlilegt að taka ekki þessa ákvörðun. Við værum að senda röng skilaboð inn á markaðinn með því að hækka ekki verðið þegar þörf er á hækk- un,“ segir Magnús. Ákvörðun um verð hverju sinni byggist alltaf á því að „viðskiptavinurinn geti treyst því að verðmyndunin sé ná- kvæmlega eins og þróun heims- markaðsverðs og gengis er á hverj- um tíma,“ Magnús segir ekkert hægt að fullyrða um það hvort útsöluverð bensíns muni koma til með að lækka á næstunni. Þó sé hugs- anlegt, þegar horft er nokkrar vik- ur fram í tímann, að eldsneytisverð kunni að lækka frá því sem nú er. Örar verðbreytingar til marks um aukna samkeppni Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri hjá Atlantsolíu, segir félagið hafa tekið þátt í verðsamkeppni af fullri einurð frá upphafi. „Ef við værum ekki hér á mark- aði væri verð á bensíni að minnsta kosti 3 til 5 krónum hærra á lítra en það er nú og um 4 til 6 krónum hærra á lítra af díselolíu,“ fullyrðir hann. „Það er hins vegar auðvelt að taka út tiltekna daga þar sem í ljós kemur að verðið er of hátt, en líka er hægt að finna daga þar sem verðið er of lágt,“ segir hann. Fremur ætti að skoða meðal- álagningu síðasta árs og meðal- álagningu áranna þar á undan. „Það þarf stundum að horfa á breiðari mynd. Ef árin 2004 og 2005 væru borin saman við næstu þrjú til fjögur ár þar á undan kæmi í ljós að til lækkunar hefur komið, ekki bara í álagningu á þjónustu- verði, heldur einnig í álagningu á sjálfsafgreiðsluverði. Bilið á milli sjálfsafgreiðsluverðs og þjónustu- verðs er að aukast og afleiðingar þessa eru að mönnuðum bensín- stöðvum fækkar,“ segir Hugi. Hann bendir á að með tilkomu Atlantsolíu hafi samkeppnisum- hverfið gjörbreyst. Örari verð- breytingar á bensínmarkaði séu til marks um aukna samkeppni. Ekki gengið lengra en efni var til Stefán Karl Segatta, fram- kvæmdastjóri hjá Skeljungi, segir að heimsmarkaðsverð hafi farið hækkandi í lok desember og byrj- un janúar og við því hafi verið brugðist með verðhækkun í fyrra- dag. Hann telur að ekki hafi verið gengið lengra en efni voru til. „Við höfum reynt að vera samkvæmir sjálfum okkur, hækkað þegar því miður hefur þurft til og lækkað þegar lækkanir hafa verið á mark- aðnum,“ segir Stefán. Þegar hann er spurður um full- yrðingar FÍB á þá leið að olíufélög- in hafi nýtt sér þær aðstæður sem uppi voru í kringum náttúruham- farirnar í Bandaríkjunum síðasta haust, segist Stefán vísa þeim á bug. „Framlegð okkar frá því í byrjun ársins hefur aukist óveru- lega, en þó aðeins. Það má fyrst og fremst rekja til þess að í okkar rekstri höfum við orðið fyrir tölu- vert auknum kostnaði út af hækk- andi heimsmarkaðsverði. Þar má tala um atriði eins og rýrnun, farmtryggingar, fjárbindingu og fraktkostnað, sem hefur hækkað.“ Skoða þarf lengra tímabil FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) telur að ekki hafi verið ástæða til þess að hækka verð á eldsneyti hér á landi í janúarbyrj- un um eina og hálfa krónu á lítr- ann, líkt og stóru olíufélögin þrjú gerðu á mánudag. Félögin sögðu ástæðu hækkunarinnar vera hækk- un á heimsmarkaðsverði og Atl- antsolía og Orkan tilkynntu svo hækkanir hjá sér á þriðjudag. Run- ólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir þróunina hafa verið þá síðustu mánuði ársins að álagning á bensín hafi hækkað. „Síðasta ársfjórðunginn er álagningin á hvern bensínlítra á bilinu 2-3 krónum meiri en hún var fyrstu níu mánuði ársins,“ segir Runólfur. Meðalálagning síðustu þriggja mánaða ársins hafi verið um 2,78 krónum hærri á hvern bensínlítra en fyrstu níu mánuði ársins. Svipað heimsmarkaðsverð og í kringum 10. desember FÍB hefur skoðað álagningu olíu- félaganna á bensín fyrir allt síðasta ár. Miklar sviptingar urðu á olíu- markaði en þær náðu hámarki þeg- ar náttúruhamfarir urðu við Mexíkóflóa í lok sumars. Þá hækk- aði bensínverð og telur FÍB greini- legt að olíufélögin hafi nýtt sér þetta til þess að bæta í álagningu sína. Um hækkanir á bensínverði í janúarbyrjun bendir Runólfur á að heimsmarkaðsverð sé um þessar mundir mjög svipað því sem það var í kringum 10. desember 2005. Þá hafi verð til íslenskra bifreiða- eigenda hins vegar verið um krónu lægra en það sé nú orðið. „Í upp- hafi árs hækkaði bensínið á heims- markaði, ekki er hægt að líta framhjá því,“ segir Runólfur en segir FÍB telja að breytingar á heimsmarkaðsverði hafi ekki verið svo miklar frá 10. desember að þær réttlæti þá hækkun útsöluverðs sem gripið var til í janúarbyrjun. „Svo virðist vera sem menn telji sig vera búna að ná ákveðinni kjörálagningu sem er mun hærri en hún hafði verið síðustu mán- uðina á undan,“ segir hann. Sé árið 2005 skoðað í heild sinni komi í ljós að fyrstu mánuði þess hafi félögin dregið úr álagningu miðað við árið á undan. Á milli 600 og 700 milljónir úr vasa neytenda á ári „Þetta var greinilega vegna áhrifa samkeppnisúrskurðarins, sem kom í lok árs 2004 og vegna þess að slagkraftur Atlantsolíu á markaðnum var að aukast,“ segir hann. Það skjóti skökku við að um leið og varan úti hækki, verði hækkun á verði hér á landi. „Við höfum oft kvartað yfir því að verðið lækki ekki jafn hratt og það hækk- ar. Ef nægt innra aðhald er ekki fyrir hendi á markaðnum þá er það hlutverk samtaka eins og okkar að vekja athygli á þeirri óeðlilegu og neikvæðu þróun sem við teljum að eigi sér stað á markaðnum.“ Runólfur rifjar upp að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráð- herra, hafi á sínum tíma sagt að hann hefði litla trú á því að olíufé- lögin myndu sjálf greiða þann skaða sem þau þyrfti að taka á sig vegna úrskurðar samkeppnisyfir- valda um ólögmætt verðsamráð, heldur yrði þessu hleypt út í verð- lagið. „Það var alls ekki hægt að finna þessu stað fyrri hluta ársins í fyrra en það má kannski segja að ákveðin spor hræði síðustu mánuði ársins.“ Haldist þessi aukna álagn- ing muni íslenskur almenningur greiða á milli 600 og 700 milljónir króna aukalega fyrir bensínið á einu ári. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir embættið fylgjast grannt með tímasetningum ákvarð- ana og tilkynninga um hækkun bensínverðs. Þetta sé gert með til- liti til hugsanlegs samræmis í ákvörðunum um hækkanir á verð- inu. Framkvæmdastjóri FÍB um hækkanir á bensínverði Ekki hægt að rétt- læta hækkanirnar                   ! "# $% Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell STEFÁNI Rögnvaldssyni, bónda á Leifsstöðum í Öx- arfirði í Norður-Þingeyj- arsýslu, brá heldur betur í brún á föstudaginn þegar ær- in Lykkja, sem hann hafði ekki séð frá því í fyrravor, skilaði sér á næsta bæ. Það má með sanni segja að Lykkja hafi lagt lykkju á leið sína þá átta mánuði sem hún hefur verið fjarri Leifsstöðum. Lykkja átti lamb, sem hafði ekki heldur skilað sér, en kom einnig óvænt fram í fyrradag ásamt þremur öðrum kindum. „Rollan hefur sjálfsagt ver- ið að þvælast einhvers staðar, en maður veit ekkert hvar það hefur ver- ið,“ segir Stefán, sem þakkar góðri tíð það sem af er vetri það að Lykkja og lambið skuli bæði hafa skilað sér. „Hún hefur verið á einhverjum stað þar sem hún hefur náð til jarðar. Hún á að öllu jöfnu að ganga í svokallaðri Búrfellsheiði en hún kemur fram þannig að maður veit ekkert hvaða leið hún hefur farið. Sennileg- ast er þó að hún hafi farið út í Núpasveit og komið þaðan til baka,“ segir Stefán. Hann nefnir það einnig sem hugsanlega skýringu á ratvísi Lykkju að náttúran hafi einfaldlega kallað, enda hafi Lykkja verið að hitta hrút þegar hún skilaði sér á næsta bæ. Lykkja lagði lykkju á leið sína Ljósmynd/Svala Rut Stefánsdóttir Ævintýraærin Lykkja skilaði sér ekki í haust en skaut upp kollinum um ára- mótin til að hitta hrút á næsta bæ. MARVIN Ólafsson, starfsmaður Landhelgisgæslunnar, mun á næstu dögum halda til Sri Lanka þar sem hann mun sinna vopnahléseftirliti fyrir íslensku friðargæsluna. Marvin mun starfa við samnorræna verkefnið SLMM. Hlutverk SLMM er að hafa eftirlit með vopnahléi stjórn- arhersins og upp- reisnarmanna Tamíla í norður- hluta landsins. Í starfi sínu mun Marvin sinna vopnahléseftirliti á sjó við bæinn Trincomalee á norð- austurströnd Sri Lanka. Aðspurður segir Marvin að ekki steðji mikil hætta að starfsmönnum friðargæsl- unnar á þessu svæði. Marvin hefur að undanförnu starfað í sprengju- sveit Gæslunnar og telur hann að sú reynsla eigi eftir að nýtast sér að ein- hverju leyti: „Ég held þó að reynsla mín af varðskipum Landhelgisgæsl- unnar muni vega þyngra en þar sinntum við svipuðu sjóeftirliti og ég mun sinna í Sri Lanka en þó að sjálf- sögðu við allt aðrar aðstæður.“ Í friðargæslu á Sri Lanka Marvin Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.