Morgunblaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
TALSMENN tryggingafélaganna eru nokkuð
uggandi vegna geymslu flugelda í ljósi stórbrunans
í Hveragerði þar sem tugmilljónatjón varð á gaml-
ársdag þegar hús Hjálparsveita skáta við Austur-
mörk brann.
Að sögn Sveins Segatta framkvæmdastjóra á
fyrirtækjasviði Sjóvár lítur félagið á það sem hlut-
verk sitt að vekja athygli á hættunni sem fylgir því
að vera með mikið magn flugelda nálægt íbúða-
hverfum. „Ástandið hér á Íslandi fer að líkjast tif-
andi tímasprengju,“ segir Sveinn. „Staðsetning á
sölulager flugelda varðar almannaheill og að mínu
mati ættu að gilda jafnstrangar reglur um flugelda
og geymslu sprengiefna hjá verktökum. Þá á ég við
ferlið allt frá því að flugeldarnir eru fluttir inn að
hausti og þar til sölunni er lokið.“
Karl Hjartarson tryggingastjóri eignatrygginga
hjá Vátryggingafélagi Íslands vekur athygli á mik-
ilvægi þess að geyma flugelda í gámum eða sölu-
skúrum fjarri byggingum sem gætu brunnið ef
kviknaði í flugeldageymslu.
„Þegar menn hefja sölu eða geymslu í húsnæði
sem tryggt er hjá okkur og öðrum vátrygginga-
félögum þá ber viðkomandi aðilum að tilkynna það
til okkar og fá samþykki tryggingafélagsins fyrir
áhættubreytingunni. En því miður er alltof lítið
gert af þessu. Ef til tjóns kemur, getur það hugs-
anlega valdið skerðingu bóta. Þetta er í skilmálum
flestallra tryggingafélaga.“
Flugeldageymslurnar fjarri mannabyggð
Hjá TM hafa menn einnig áhyggjur og segir
Hjálmar Sigurþórsson framkvæmdastjóri tjóna-
þjónustu það höfuðatriði að flugeldar séu geymdir í
eldtraustum geymslum og helst fjarri íbúðabyggð.
„Auðvitað hafa hrikalegir flugeldabrunar orðið í
Asíu en eftir brunann í Kolding má segja að þetta
gerist varla nær okkur en það,“ segir hann. „Þessir
eldsvoðar segja okkur hvað það skiptir miklu máli
að hafa flugeldageymslurnar fjarri mannabyggð-
um. Eignatjón er eitt en mannslíf er annað og þau
er ekki hægt að bæta. Við hjá TM höfum einnig
talsverðar áhyggjur af því þegar sölustaðir flug-
elda eru settir upp í húsnæði með annarri atvinnu-
starfsemi.“
Flugeldageymslur tímasprengja
Morgunblaðið/Ómar
Tryggingafélögin uggandi vegna stórbrunans í Hveragerði á gamlársdag
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
MIKIL hlýindi stefndu þjóðvegum landsins í
hættu í gær og varð Vegagerðin að grípa til
þess ráðs að setja 10 tonna öxulþungatakmörk
á hringveginn og víðar, allt frá Borgarnesi
austur á firði að Vestfjörðum meðtöldum. Um
og yfir 10 stiga hiti á landinu orsakaði þessar
aðgerðir sem oftast er gripið til á vorin en ekki
um hávetur. Þó er þetta
langt í frá í fyrsta skipti
sem takmarka þarf öx-
ulþunga á vegum að vetri
til vegna ótímabærra hlý-
inda.
Að sögn Víglundar Pét-
urssonar, yfirverkstjóra
Vegagerðarinnar í Skaga-
firði, er með aðgerðunum
reynt að létta þunganum
af vegum með bundnu slit-
lagi þegar skyndilega
hlýnar í veðri. „Það þiðnar
yfirleitt ofan frá og við
þær aðstæður japlar veg-
þunginn malbikinu fram og til baka og endar á
því að sprengja það og eyðileggja,“ segir hann.
„Þess vegna eru menn að reyna að hlífa klæðn-
ingunni með öxulþungatakmörkunum. Maður
skyldi nú ætla að þetta teldist til vorverka en
við ráðum lítið við móður náttúru í því sam-
bandi. Hitinn hefur verið 10–15 stig í dag og
það er augljóst að klakinn æðir niður. Þetta er
ekki ósvipað því sem var upp á teningnum í
fyrra og það má segja að undanfarnir vetur
hafi verið óvenju undarlegir.“
Á Vopnafirði var 15 stiga hiti í gær. Jón Sig-
urðsson fréttaritari sagði að ástandið hefði
verið mjög sérkennilegt. „Það var hlýrra úti
en inni og gamla fólkið hefur tekið þessu fagn-
andi og hefur fengið sér góða göngutúra.“
Á morgun, föstudag, er gert ráð fyrir sunn-
an 8–13 metrum á sekúndu og éljum en úr-
komulitlu veðri norðanlands.
Víða þunga-
takmarkanir
vegna hlýinda
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
ÞAÐ munaði 75% á kílóverði
á íssalati hjá Bónus og Krón-
unni, 65,8% verðmunur var
á tveggja kílóa poka af kart-
öflum og 51,5% á tveggja
lítra flösku af Egils Kristal.
Þetta kom í ljós þegar far-
ið var í Krónuna í Mos-
fellsbæ og Bónus í Holta-
görðum í gær og keypt í
matinn.
Hinsvegar munaði ein-
ungis einni krónu á nítján
vörutegundum af þeim þrjá-
tíu sem keyptar voru í búð-
unum.
5,7% verðmunur var á
heildarverði vörukörfunnar
í Bónus og Krónunni, Bónus
í hag. | 32
Einni krónu
munaði í 19
tilfellum
ALLS bárust um 45 uppsagnir
frá starfsfólki á leikskólum í
Kópavogi í gær, að sögn Sesselju
Hauksdóttur, leikskólafulltrúa
Kópavogsbæjar.
Ástæða uppsagnanna er
óánægja meðal starfsfólks með
launakjör og segir Sesselja að
langflestir hafi lýst því yfir að
verði kjörin löguð verði uppsagn-
ir dregnar til baka. Hún segir að
á þeim leikskólum þar sem hvað
flestir hafi sagt upp sé um að
ræða stóran hluta eða meirihluta
starfsmanna á viðkomandi skóla.
Starfsmenn leikskólanna hafi
hins vegar þriggja mánaða upp-
sagnarfrest og uppsagnirnar taki
því ekki gildi fyrr en 1. apríl eða
1. maí næstkomandi, þar sem
sumar uppsagnir miðist við 1.
febrúar. Að sögn Sesselju er því
enn tími til að leysa málið.
„Það verður fundur í leikskóla-
nefnd á morgun [í dag]. Ég mun
ræða við leikskólastjórana en það
liggur alveg ljóst fyrir hvað fólki
finnst vera að, í stórum dráttum
að minnsta kosti,“ segir Sesselja
og bætir við að horft verði til
launamálaráðstefnu sveitarfélag-
anna, sem fram fer 20. janúar
næstkomandi.
Kópavogsbær rekur alls 16
leikskóla og fulltrúar frá for-
eldrafélögum allra skólanna hitt-
ust á fundi á leikskólanum Dal í
gærkvöldi og fóru yfir stöðu
mála.
Samráð ekki verið haft
Þorvaldur Daníelsson, talsmað-
ur foreldrafélaganna, segir að
fundurinn hafi verið góður og
fundarmenn sammála um að
halda áfram að hreyfa við málinu.
Hópurinn skori á oddvita flokk-
anna í bæjarstjórn Kópavogs að
hitta sig sem fyrst og ræða
hvernig eigi að leysa málið en
ekkert samráð hafi verið haft við
starfsfólk. Því sé allt í kalda koli.
„Foreldrar eru uggandi um stöðu
barna sinna,“ segir Þorvaldur.
Uppsagnirnar bárust einkum
frá þremur leikskólum, Rjúpna-
hæð, Fífusölum og Núpi, en ein
og ein uppsögn barst frá starfs-
fólki á öðrum leikskólum.
Í tilkynningu frá bæjarfulltrú-
um Samfylkingarinnar í Kópa-
vogi í gærkvöldi segir að meiri-
hlutinn í bæjarstjórn hafi sýnt
þessu alvarlega ástandi ótrúlegt
fálæti og vill minnihlutinn að
strax verði rætt við starfsfólk
leikskólanna og því tryggð sam-
bærileg kjör og á leikskólum
Reykjavíkur.
Uppsagnir 45 leikskóla-
starfsmanna í Kópavogi
Morgunblaðið/Ómar
Fulltrúar foreldrafélaga á leikskólum Kópavogs hittust í gærkvöld. Hópurinn vill fund með oddvitum flokka nna í bæjarstjórn.
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
HRINGVEGINUM vestan við Jökulsá í Lóni
var lokað kl. 23.30 í gærkvöld vegna mikilla
vatnavaxta. Að sögn Reynis Guðmundssonar
hjá Vegagerðinni á Höfn rann ein árkvíslin yfir
veginn og fór straumþunginn vaxandi og var
því hætta á að vegurinn færi í sundur þegar liði
á nóttina. Hugað verður að veginum þegar
birtir í dag. Byrjað verður að svara í síma
Vegagerðarinnar 1777 kl. 6.30 fyrir hádegi.
Hringveginum
lokað í Lóni
♦♦♦