Morgunblaðið - 05.01.2006, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Lokað í dag
Útsalan
hefst á morgun klukkan 11.00
Barnafataverslun • Skólavörðustíg 20 • sími 561 5910
FRÉTTIR þess efnis að Fjármálaeftirlitið hefði tilkynnt embætti ríkislög-
reglustjóra grun um að lög um fjármálafyrirtæki hefðu verið brotin við
kaup á stofnfjárhlutum í Sparisjóði Hafnarfjarðar síðastliðið sumar, koma
stjórn sjóðsins gjörsamlega í opna skjöldu. Þetta segir Ingólfur Flygenr-
ing, varaformaður stjórnar SPH.
Í frétt í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að samkvæmt heimildum
blaðsins hefði lögreglan hafið rannsókn á þessu máli. Fram kom í fréttinni
að grunur um brot á lögum um fjármálafyrirtæki beinist m.a. að því að
virkur eignarhlutur hafi orðið til í sparisjóðnum og að upplýsingum hafi
verið leynt fyrir FME ásamt því að gefnar hafi verið rangar upplýsingar í
því sambandi.
„Við höfum talið okkur fara að lögum og vorum því í góðri trú,“ segir Ing-
ólfur. „Að öðru leyti verð ég að vísa á FME. Þetta er alfarið komið frá þeim.
Við höfum reynt að fá upplýsingar frá stofnuninni en fáum engar.“
Hann segir að allar breytingar á stofnfjárhlutum í SPH hafi eðlilega far-
ið í gegnum stjórnina, eins og lög um fjármálafyrirtæki kveði á um. „Og við
höfum borið hverja einustu breytingu undir FME og engu gengið frá nema
með þeirra vitneskju. Þetta kemur okkur því gjörsamlega í opna skjöldu.“
FME upplýst um viðskipti Íslandsbanka
Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka keypti bankinn nokkra stofn-
fjárhluti í SPH á árinu 2005 og miðlaði hluta þeirra til þriðja aðila. Segir
bankinn að Fjármálaeftirlitið hafi verið upplýst um þessi viðskipti.
Kemur stjórn SPH
í opna skjöldu
MORGUNBLAÐINU barst í
gær eftirfarandi athugasemd
frá stjórn Sparisjóðs Hafnar-
fjarðar:
„Vegna fréttar sem birtist á
forsíðu Morgunblaðsins í morg-
un, um rannsókn á viðskiptum
með stofnfé í Sparisjóði Hafn-
arfjarðar, vill stjórn sparisjóðs-
ins koma eftirfarandi á fram-
færi:
Í júní s.l. tilkynnti Fjármála-
eftirlitið stjórn sparisjóðsins, og
öllum stofnfjáraðilum, að það
hefði til skoðunar hvort virkur
meirihluti hefði hugsanlega
stofnast í sparisjóðnum. Sú
rannsókn sem nú er hafin er
væntanlega hluti af þeirri skoð-
un. Stjórn sparisjóðsins getur
ekki tjáð sig um nein efnisatriði
þessarar rannsóknar enda hefur
hún engar forsendur til þess.“
Athugasemd
stjórnar SPH
SEMJI stjórnarformaður félags
sem skráð er í Kauphöll Íslands um
kjör við forstjóra þess án þess að
starfskjaranefnd félagsins komi þar
að máli er það ekki í samræmi við
leiðbeiningar um stjórnhætti fyrir-
tækja. Í nefndinni eiga samkvæmt
leiðbeiningunum að sitja að minnsta
kosti tveir fulltrúar sem eru óháðir
félaginu. Þetta kom fram í máli
Þórðar Friðjónssonar, forstjóra
Kauphallar Íslands, í Kastljósi Sjón-
varpsins í gærkvöldi.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Þórður að mælst sé til þess í reglum
Kauphallarinnar að farið sé eftir
þessum leiðbeiningum. Hann segir
að það grunnatriði sé í leiðbeining-
unum að verði frávik frá þessum til-
mælum sé það rökstutt í árs-
skýrslum eða ársreikningum hvers
vegna þau hafi orðið.
Þórður var í þættinum spurður
hvort þetta ætti við ef Skarphéðinn
Berg Steinarsson, stjórnarformaður
FL Group, hefði samið beint við
Hannes Smárason, forstjóra félags-
ins, um kjör án þess að launanefnd
kæmi þar nærri og svaraði Þórður
því játandi.
Skarphéðinn Berg segir í samtali
við Morgunblaðið að staðið hafi verið
að launasamningum við Hannes
samkvæmt lögum. „Þessir samning-
ar voru gerðir af stjórninni enda á
ábyrgð hennar, nákvæmlega eins og
lög segja til um,“ segir Skarphéðinn
og leggur áherslu á að leiðbeinandi
tilmæli séu einmitt leiðbeinandi.
Þórður Friðjónsson leggur
áherslu á að upplýsingar um kjör
forstjóra FL Group komu fram í
skráningarlýsingu félagsins og segir
það mjög mikilvægt atriði að upplýs-
ingar af þessu tagi liggi fyrir þannig
að markaðurinn geti tekið mið af því.
Aðspurður segist Þórður ekki
vera að gera athugasemd við samn-
inga FL Group og Hannesar Smára-
sonar á þessu stigi málsins.
Leiðbeiningar
eru leiðbeiningar
Stjórnarformaður FL Group segir að
rétt hafi verið staðið að samningum
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur
komist að þeirri niðurstöðu að ekki
sé ástæða til að gera athugasemdir
við skipun forsætisráðherra á nýjum
umboðsmanni barna, en tveir um-
sækjenda kærðu skipunina til um-
boðsmanns Alþingis.
Sextán sóttu um stöðu umboðs-
manns barna, þ.á m. fimm lögfræð-
ingar og var Ingibjörg Rafnar ein
þeirra. Hún var skipuð í stöðuna, en
tveir umsækjendur, sem ekki voru
löglærðir, sendu umboðsmanni Al-
þingis kvörtun vegna skipunarinnar,
þeir Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu, og Jón Björns-
son, sálfræðingur og fyrrverandi
framkvæmdastjóri félags- og menn-
ingarsviðs Reykjavíkurborgar.
Umboðsmaður Alþingis segir að
með lögum um umboðsmann barna
hafi löggjafinn kveðið skýrt á um þær
menntunarkröfur sem gera eigi til
þess sem gegni embættinu og að ým-
iss konar háskólamenntun geti komið
að góðum notum við rækslu starfans.
Eftir sem áður telji hann að forsætis-
ráðherra hafi almennt á grundvelli
skipunarvalds síns heimild til að
meta eftir aðstæðum hvaða menntun
verði helst talin mæta þörfum starf-
seminnar hverju sinni og þeim mark-
miðum sem liggja henni til grund-
vallar.
„Ef tekið er mið af þeim rökum
sem forsætisráðuneytið hefur fært
fyrir þeirri ákvörðun að skipa lög-
fræðing í embættið fæ ég ekki séð að
ólögmæt markmið liggi henni til
grundvallar,“ segir umboðsmaður.
Þá segir hann að þær upplýsingar
sem komið hafi fram í umsóknum og
fylgigögnum þeirra hafi sem slíkar
nægt ráðherra til að taka ákvörðun
um skipun í embætti umboðsmanns
barna á grundvelli þeirra sjónarmiða
sem hann hafði ákveðið að byggja á,
þ.e.a.s. að æskilegt væri að lögfræð-
ingur yrði skipaður. Þegar litið sé til
þeirra fimm umsókna frá lögfræðing-
um og þess munar sem var á þeim
hvað varði starfsreynslu og sérstak-
lega reynslu af málefnum barna „tel
ég mig ekki geta fullyrt að sá skammi
tími sem ráðherra tók sér til að fjalla
um fyrirliggjandi umsóknir hafi leitt
til þess að undirbúningur ákvörðunar
og þar með rannsókn málsins hafi
ekki uppfyllt þær lágmarkskröfur
sem leiða af rannsóknarreglu 10. gr.
stjórnsýslulaga“, segir umboðsmað-
ur ennfremur.
Starfsviðtöl ekki skylda
Hann fjallar einnig um þá kvörtun
viðkomandi að umsækjendum hafi
ekki gefist tækifæri til að gera grein
fyrir sér í sérstöku viðtali en það sé
óskráð regla í þessum efnum. Það sé
ekki talið leiða af rannsóknarreglu
stjórnsýsluréttarins að stjórnvöldum
sé ávallt skylt að gefa umsækjendum
tækifæri til þess að gera nánari grein
fyrir sér í starfsviðtölum eða með því
að afla frekari upplýsinga. Það ráðist
af því „hvaða upplýsinga er talið
nauðsynlegt að afla til að málið sé
nægjanlega upplýst með tilliti til
þeirra sjónarmiða sem veitingarvald-
hafinn hefur ákveðið að byggja á við
val sitt á milli umsækjenda“.
Niðurstaða umboðsmanns Alþingis vegna kæru í kjölfar
skipunar forsætisráðherra í embætti umboðsmanna barna
Ekki gerðar athuga-
semdir við skipunina
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
VIÐ liggur að vor sé í lofti og skarfarnir farnir að huga
að sumrinu þótt enn sé hávetur og ekki komið að þorra.
Þótt hitastigið geti blekkt er skammdegið enn samt við
sig og sveiflast ekki í takt við umhleypinga. Þessir
skarfar í Örfirisey leiða hugann þó tæpast að þessum
atriðum, hugsa líklega um næstu máltíð.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Þenkjandi skarfar í Örfirisey
ÖSSUR Skarphéðinsson, þingmaður
Samfylkingarinnar, segist vera að
undirbúa frumvarp til laga sem
skylda félög af tiltekinni stærð til að
leggja starfslokasamninga stjórn-
enda fyrir hluthafafund til sam-
þykktar eða synjunar. Frumvarpið
mun fela í sér breytingar á hluta-
félagalögum og verður að sögn Öss-
urar lagt fram á Alþingi er þing kem-
ur saman nú í janúar. Meðflutn-
ingsmenn verða aðrir þingmenn úr
Samfylkingunni.
Össur segir að síðustu daga hafi
komið fram að tilteknir einstaklingar
hafi fengið ríflega starfslokasamn-
inga, jafnvel samninga sem svari til
nærri einnar milljónar króna fyrir
hvern unninn dag. „Ég tel að samn-
ingar sem þessir geti í mörgum til-
vikum verið í beinni andstöðu við
hagsmuni einstakra hluthafa, s.s.
smærri hluthafa, þótt það kunni hins
vegar að henta tilteknum stjórnend-
um t.d. til að tryggja að viðkomandi
einstaklingur þegi yfir því sem
stjórnin vill síður að komist í há-
mæli.“
Össur segir að svipuð tillaga hafi
komið fram í áliti nefndar viðskipta-
ráðherra um íslenskt viðskiptaum-
hverfi í september 2004. Þar er lagt
til að stjórnum verði skylt að fá sam-
þykki hluthafafundar á starfskjara-
stefnu fyrir stjórnendur, þar á meðal
varðandi kaupréttarsamninga, ár-
angurstengdar greiðslur, hlunnindi,
uppsagnarfrest og starfslokasamn-
inga. Í álitinu er mælt með því að
starfskjarastefnan verði leiðbeinandi
fyrir stjórnir, en þeim verði skylt að
greina frá því ef vikið er frá stefnunni
og rökstyðja ástæður þess. Stefna
varðandi kaupréttarsamninga skuli
þó vera bindandi fyrir stjórnir félaga.
Össur segir í samtali við Morgun-
blaðið að tillögur sínar muni þó
ganga lengra, því með frumvarpinu
verði lagt til að stjórn fyrirtækis
verði gert skylt að fara að samþykkt
hluthafafundar. „Við, sem erum
áhorfendur að átökum og glímu stór-
kapítalsins, getum auðvitað fellt okk-
ar siðferðilegu dóma og hrist höfuð af
hneykslun. Í slíkum tilvikum eru hins
vegar engir í færum með að fella
dóma sem geta haft áhrif – nema
hluthafarnir í viðkomandi fyrirtækj-
um,“ segir Össur ennfremur á vef-
síðu sinni um þessi mál.
Össur Skarphéðinsson undirbýr
frumvarp um starfslokasamninga
Verði bornir undir
hluthafafund