Morgunblaðið - 05.01.2006, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 05.01.2006, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 37 MINNINGAR ✝ Friðfinnur Páls-son fæddist í Skriðu í Hörgárdal 21. maí 1919. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð 27. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Páll Þorlákur Guð- mundsson, f. 12. nóv. 1892, d. 8. mars 1929, og Pálína Sig- ríður Friðfinnsdótt- ir, f. 2. ágúst 1895, d. 8. nóv. 1926. Þau voru búandi í Skriðu. Friðfinnur var einbirni. Foreldrar Friðfinns voru náskyld, barnabarnabörn Friðfinns Þor- lákssonar, Hallgrímssonar bónda í Skriðu, í báðar ættir. Páll Þor- lákur var sonur Guðmundar Júl- íusar Jónssonar, f. 1866, d. 1938, og Pálínu Pálsdóttur, f. 1867, d. 1929, sem bjuggu í Þríhyrningi í Hörgárdal. Foreldrar Pálínu Sig- ríðar voru Friðfinn- ur Pálsson, f. 1863, d. 1917, og Steinunn Jónsdóttir, f. 1864, d. 1932, en þau bjuggu í Skriðu. Eft- ir lát foreldra sinna var Friðfinnur hjá Steinunni ömmu sinni í Skriðu, en þegar hún lést flutt- ist hann um ferm- ingaraldur í Þrí- hyrning til Guð- mundar afa síns og barna hans Stein- dórs og Sigríðar. Þar átti hann heima alla tíð síðan og vann að mestu að búinu í Þríhyrningi. Hann dvaldist síðustu tólf æviárin á dvalarheimilum aldraðra, fyrst í Skjaldarvík, síðan í Kjarnalundi og að lokum í Hlíð. Útför Frið- finns fer fram frá Möðruvalla- kirkju í Hörgárdal í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elskulegur frændi minn Friðfinnur Pálsson, Finni í Þríhyrningi Hörgár- dal, er látinn á 87. aldursári. Minn- ingin um Finna er samofin öllum mín- um bernskuminningum, enda bjó hann í Þríhyrningi allan þann tíma sem ég bjó þar og raunar mun lengur. Síðustu árin bjó hann þó í Skjaldar- vík, þá í Kjarnalundi, heimili aldraðra og nú síðast á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Hlíð á Akureyri. Finni var ókvæntur og barnlaus. Finni bjó í kjallaraherberginu í ömmuhúsi og man ég eftir hvað mér fannst spennandi að koma þangað þegar ég var krakki. Fyrir ofan rúmið hans var mynd af Finna og mömmu hans, en Finni missti móður sína barnungur og man ég eftir því að hann talaði um móður sína með mikl- um söknuði. Í herberginu hjá Finna var líka gamalt orgel sem gaman var að fá að glamra á og svo átti hann líka harmóníku sem var mjög áhugaverð- ur gripur fyrir ungar hendur. Annað sem ég man eftir að hafi ver- ið í eigu Finna og var merkilegt í mín- um augum voru bílarnir hans. Fyrst þegar ég man eftir mér átti Finni gul- an Willys-jeppa sem var alveg frá- bær. Síðar átti hann Ford Cortinu, árg. ’72 minnir mig, og var sérlega gott að leita til Finna með að fá bílinn lánaðan ef maður þurfti á að halda. Ég eignaðist þennan bíl um tíma á menntaskólaárunum og kom sér vel. Síðasti bíllinn sem Finni átti var hvít- ur Ford Taunus og var það mikill eð- albíll sem átti sér langa lífdaga. Finni var sérlega góður við okkur krakkana og mér hefur verið sagt að hann hafi verið einkar duglegur við að sitja með okkur sem smábörn og iðinn við að hafa ofan af fyrir okkur. Eftir að við urðum eldri vorum við alltaf eitthvað að sniglast í kringum Finna, hvort sem það var við fjósverkin, að gera við girðingar, tína grjót eða ann- að. Alltaf var hann til í að hafa okkur með sér, þótt við værum frekar til trafala en gagns. Aldrei man ég eftir því að hann hafi skipt skapi, skammað okkur eða hækkað róminn. Hann var með alveg einstakt jafnaðargeð. Hann hafði þó þann ávana að tvinna saman blótsyrðum, en aldrei í illsku, svo þeim sem á hlýddu þótti nóg um. Ég veit að mamma er mjög fegin því að við krakkarnir skyldum ekki taka þetta upp eftir honum. Enn eitt sem kemur upp í hugann þegar Finna er minnst eru jólagjaf- irnar sem hann færði okkur krökk- unum. Það var alveg merkilegt hvað hann var naskur að finna handa okkur skemmtilegar gjafir og man ég ennþá að okkur þótti alltaf mjög spennandi að opna pakkana frá Finna. Alltaf nennti hann að tala við okkur krakkana og hafði gaman af því að segja sögur af ýmsu sem hann upp- lifði á sínum yngri árum. Eftir að ég varð fullorðin og flutti að heiman hafði hann mjög gaman af því að segja frá gangi mála í sveitinni. Eitt var það þó sem hann minntist á í nán- ast hverju einasta samtali okkar. Þannig var að í ágúst 1992 fluttum við Þorgils frá Fáskrúðsfirði til Dalvíkur með allt okkar hafurtask. Kristján frændi minn Gunnþórsson sendibíl- stjóri á Akureyri kom austur til að ná í dótið okkar og bauð Finna að koma með sér. Þetta fannst Finna hið mesta ævintýri og talaði löngum stundum um þetta ferðalag þeirra Kristjáns. Elsku Finni minn, það var gott og gaman að alast upp í návist þinni. Megi guð geyma þig að eilífu. Helga Steinunn Hauksdóttir. Það var að kvöldi hins þriðja dags í jólum að okkur hjónunum barst sú fregn að Friðfinnur Pálsson frá Þrí- hyrningi hefði andast síðdegis þann dag á Dvalarheimilinu Hlíð á Akur- eyri. Eins og oft vill verða komu þessi umskipti mér nokkuð á óvart, e.t.v. vegna þess að er ég sat hjá honum stundarkorn fáum dögum fyrir jól virtist hann nokkuð hress, mun betur á sig kominn en fyrr í vetur er ég þá leit inn til hans. Heilsa hans var þó þannig orðin að við þessu mátti búast og allir hljóta raunar að fagna um- skiptunum, ekki síst vegna þess að sjálfur hafði hann fyrir löngu gert sér grein fyrir því að um bata var ekki að ræða og framundan aðeins bið eftir endalokunum. Þeim kveið hann ekki, vænti þeirra og því fyrr því betra. Finna í Þríhyrningi, en þannig var hann gjarna nefndur af vinum og ná- grönnum, hef ég þekkt næstum því jafnlengi og minni mitt nær. Hann missti barnungur báða foreldra sína og átti sjálfur á þeim árum við mikil og þrálát veikindi að stríða. Mun hann aldrei hafa náð fullri heilsu eftir það. En fyrir fermingaraldur fluttist hann frá Skriðu í Þríhyrning til afa síns og föðursystkina. Þar ólst hann upp síð- an sem einn af fjölskyldunni og átti heima alla tíð. Að eigin frumkvæði flutti hann á Dvalarheimilið í Skjald- arvík er árin færðust yfir og þrekið dvínaði, þá nokkuð kominn á áttræð- isaldur. Það má því ljóst vera að ég sem bjó á næsta bæ við Þríhyrning allan þennan tíma þekkti Finna vel og átti með honum margar samveru- stundir bæði í starfi og leik. Minnist ég þess nú hlýjum huga. Finni var ekki áberandi maður í samfélaginu og fjarri var það honum að sækjast eftir forystu eða öðrum vegtyllum í félagsmálum. En víst er að þau störf sem honum voru falin á þeim vettvangi hefur hann rækt af trúmennsku og heilindum. Hann gerðist ungur félagi í Ungmenna- félagi Skriðuhrepps, starfaði þar ára- tugum saman og varð heiðursfélagi þess fyrir mörgum árum. Finni hafði alla tíð yndi af tónlist og söng. Ungur átti hann harmoniku, lék á hana og einnig orgel, bæði heimafyrir og á samkomum ásamt öðrum. Oft vann hann tíma og tíma utan heimilis, þá aðallega við vegagerð eins og algengt var á þeim árum. En aðalstarf hans um ævina var við búskapinn í Þrí- hyrningi. Þar var hugur hans allur. Þó að hann væri ekki rekstraraðili að búinu átti hann ætíð nokkrar kindur sjálfur sér til ánægju. En umhyggjan fyrir velferð og velgengni búskapar- ins á bænum var einstök og einlæg enda sparaði hann ekki krafta sína við það að verða þar að liði meðan hann mátti. Minnisstætt er mér hve mikill dýravinur hann var og lét sér annt um þær skepnur sem hann umgekkst. Sum dýr hændust líka meira að hon- um en algengt er. Hann talaði stund- um við kettina og hundana eins og við menn væri. Veit ég fyrir víst að held- ur hefði hann viljað vera svangur sjálfur en að þeir hefðu ekki nóg að éta. Þetta segir sína sögu og þarf ekki að orðlengja frekar. Eftir að Finni flutti að heiman fylgdist hann ótrúlega vel með því sem gerðist í sveitinni. Gat jafnvel frætt mig um eitt og annað sem ég ekki vissi þá. Stundum gátum við brosað að einhverju eða einhverjum. En aldrei lagði Finni neinum illt til. Það var ekki hans háttur. Einnig fylgdist hann vel með búskapnum heima í Þríhyrningi. Veitti það honum ánægju og lífsfyllingu að vita þar allt í góðu gengi. Síðustu árin urðu Finna erfið. Sjón- inni tók að hraka verulega og tókst ekki að ráða þar bót á. Varð hann að lokum alblindur. Þarf ekki að eyða um það orðum hversu mikil raun það hlýtur að vera hverjum og einum að sjá ekki umhverfi sitt. Áður hefur í þessu greinarkorni verið minnst á það hve Finni hafði mikla ánægju af því að hlusta á tónlist og söng. Vona ég að það hafi getað stytt honum stundirn- ar er svona var komið. Þessi fáu minn- ingarorð verða ekki fleiri. Auðvitað gæti ég haldið áfram og rakið ýmsar minningar og atvik sem við hafa borið á langri vegferð. Það verður þó ekki gert hér, enda býður mér í grun að minn gamli vinur hefði tæpast talið ástæðu til að gera svo. Að leiðarlokum þakka ég samfylgdina af heilum hug og bið Guð að geyma góðan dreng. Arnsteinn Stefánsson. Það var sannkallað hrífulandslið á túnunum í Þríhyrningi á sumrin með Finna í fararbroddi. Þær voru ófáar ferðirnar sem farnar voru á Taunus eftir skrykkjóttum vegaslóðum með hrífurnar út um gluggann, seinna meir átti kagginn sá eftir að þjóna stóru hlutverki í lífi okkar systra á rúntinum á Ráðhústorgi. Þegar við hugsum um Finna dettur okkur ým- islegt í hug; sérstöku gúmmístígvélin, uppstoppaði krumminn, köflótti jakk- inn, mögnuðu spariskórnir, risastóru hnífapörin, gervigæsirnar, húmorinn og síðast en ekki síst glottið hans. Margar góðar stundir áttum við í sveitinni með Finna en ekki síður góð- ar er hann fluttist í Skjaldarvík þar sem við unnum við sumarafleysingar. Þá gafst oft góður tími til að rifja upp gamlar stundir sem voru skemmtileg- ar og ekki síður fræðandi. Ein sú eft- irminnilegasta er þegar Finni notaði stóran, svartan kött sem harmonikku þegar hann var lítill pjakkur í Skriðu. Seinna meir fékk hann sér alvöru harmonikku og spilaði á böllum í sveitinni. Elsku Finni okkar, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og með okkur. Hvíl þú í friði. Þínar Sigríður og Rannveig. Hann Finni er farinn. Ég kynntist Finna þegar ég fór að venja komur mínar í Þríhyrning með verðandi konu minni árið 1988. Finni var mikill sveitakall enda verið í Hörgárdalnum alla sína tíð Hann hafði gaman af því að segja manni sögur af mannskapnum úr sveitinni hér áður fyrr, og voru þær oft skondnar. Á meðan Finni var í Þrí- hyrningi voru sveitin og skepnurnar honum afskaplega hugleiknar, hann gat dundað lengi við að snyrta kýrnar þegar þær voru inni á veturna og hafði gaman af að stjana í kringum þær. Eftir að hann fór frá Þríhyrningi þótti honum vænt um að fá fréttir úr sveitinni, af kúm og kindum, t.d. vildi hann fylgjast vel með á haustin hvernig fé skilaði sér af fjalli og í hvernig holdum það væri. Hann reyndi eins lengi og hann gat að koma eins oft og mögulegt var í Þríhyrning og kom þá oft í kringum sauðburð eða réttir og þótti það afskaplega skemmtilegt. Finni kom einu sinni til Reykjavík- ur eftir að ég kynntist honum og þótti honum það alveg nóg og vildi bara halda sig í sveitinni. Eftir að Finni fór í Skjaldarvík og síðan Kjarnalund og Hlíð þá var oft helsta umkvörtunar- efnið um dvalarheimilin það að hann fengi ekki nógu feitt kjöt, annað var yfirleitt í lagi. Við reyndum að heim- sækja hann reglulega þegar við vor- um fyrir norðan og þá var alltaf auð- velt að grínast með honum og spyrja hvort hann væri ekki að atast í hjúkk- unum og alltaf tók hann létt í það. Eins þótti stelpunum okkar voða gott að koma til Finna því þá var klárt að þær fengju konfektmola eða annað góðgæti. Þær minnast Finna sem gamla góða frænda sem gott var að heimsækja. Þess sama geri ég, Finni, það var gaman að kynnast þér. Megi góður Guð varðveita þig Felix. FRIÐFINNUR PÁLSSON ✝ Þórnýr HeiðarÞórðarson fæddist í Reykjavík 13. nóvember 1937. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 26. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórður Ág. Þórðar- son, f. 7.8. 1907, d. 6.8. 1985, og Aðal- heiður Þorsteins- dóttir, f. 2.11. 1917. Systkin hans voru Þórný, f. 24.3. 1935, d. 29.5. 1935; Guðrún Jóhanna, f. 7.4. 1940, gift Ingvari Ásmunds- syni, þau eiga þrjá syni, Þorstein Víði, f. 6.8. 1943, kvæntur Kristínu Tryggvadóttur, þau eiga tvö börn, og Hlyn Smára, f. 5.10. 1946, í sambúð með Ágústu Árnadóttur, hann á þrjú börn. Heiðar kvæntist Elínu Þórarins- dóttur og ættleiddu þau soninn Trausta Má, f. 18.7. 1966, hann á tvær dætur, Elínu Rós, f. 23.10. 1989, og Mónu, f. 6.2. 1995. Heiðar og Elín skildu. Síðar kvæntist Heiðar Huldu Guð- mundsdóttur, d. 1999. Vinkona Heiðars hin síðari ár er Sig- ríður Gunnarsdótt- ir. Heiðar starfaði hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur og Bílaleigunni Fal fyrr á árum. Meginhluta ævi sinnar starfaði hann við akstur eigin leigubifreiða og rekstur þeirra. Útför Heiðars fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Í dag kveð ég sambýlismann minn og vin Þórný Heiðar Þórðarson, eða Dodda, eins og hans nánustu nefndu hann. Við Heiðar kynntumst fyrir nokkrum árum í tengslum við sam- eiginlegt áhugamál, bridgespila- mennsku. Við spiluðum mikið og þá sérstaklega bridge með eldri borgur- um á höfuðborgarsvæðinu. Heiðar var auk þess ágætur skákmaður og tefldi skák um árabil m.a. fyrir Hreyfil og Sjálfsbjörg bæði hérlendis og erlendis. Heiðar var vel gefinn, trygglyndur og mörgum góðum kost- um búinn. Hann var nægjusamur, skipulagður og snyrtilegur og sýndi öðru fólki oft mikla hjálpsemi. Heiðar keyrði leigubíl um áratugabil. Mér finnst vel við eiga að geta þess að við- skiptavinur sem hann hjálpaði eitt sinn svo vel sá ástæðu til að senda honum þakkarskeyti með vísu þess- ari eftir Bólu-Hjálmar: Víða til þess vott ég fann, þótt venjist oftar hinu, að guð á margan gimstein þann, sem glóir í mannsorpinu. Ég sakna góðs vinar og félaga. Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir. Nú er hann Doddi farinn. Kannske of snemma, en kannske var hann orð- inn þreyttur. Þreyttur á veikindum og ósigrum í lífinu. Hann fékk löm- unarveiki sem ungur drengur og bar þess aldrei bætur. Hjartað gaf sig hjá honum 68 ára gömlum. Ekki hár aldur hjá fullfrísku fólki, en hans þrek var minna en margra annarra. Heiðar Þórðarson var vel gefinn maður, en því miður fór hann ekki til náms. Tölur voru honum leikandi léttar. Hann var góður skákmaður og bridge-spilari, en líkamlegar íþróttir voru honum ofraun. Skopskyn hafði hann mjög gott og hlýr í viðmóti og sinnti öllum sem áttu erfitt. Mátti ekkert aumt sjá. Móður sinni aldraðri sinnti hann eftir bestu getu meðan heilsa hans sjálfs leyfði. Það skiptust á skin og skúrir í lífi hans, eins og okkar allra. Það gustaði stundum á milli okkar, en það var auðvelt að sættast. Hann var á ýmsan hátt veikari fyrir umhverfinu en aðr- ir. En vinmargur. Átti þó einn slæm- an óvin, vínið. En svo var nú komið undir það síðasta, að það truflaði hann ekki. Heilsan leyfði það ekki. Vinkonu Heiðars, Sigríði Gunnars- dóttur, er þökkuð umhyggjan og vin- semdin í hans garð á síðustu árum. Kveðja, með þökk fyrir 45 ára gömul kynni, sjáumst, þín Stína mág- kona, Kristín Tryggvadóttir. Mágur minn Heiðar Þórðarson er látinn á 69. aldursári. Hann hafði lengi átt við vanheilsu að stríða. Á barnsaldri varð hann illa úti í lömunarveiki, sem þá geisaði hér í borginni. Síðan þá gekk hann ekki heill til skógar. Heiðar byrjaði snemma að vinna fyrir sér. Fyrsti varanlegi vinnustað- urinn var birgðastöð Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Barónsstíg. Hann tók virkan þátt í félagslífi starfs- manna Rafmagnsveitunnar, meðal annars í skáklífi, sem þar blómstraði á þessum árum. Heiðar varð fljótlega allsterkur skákmaður. Á Rafmagns- veitunni kynntist hann verðandi tengdaföður sínum Þórarni Árna- syni. Þórarinn var sonur séra Árna Þórarinssonar á Stóra-Hrauni. Þór- arinn var mikill húmoristi og áttu þeir Heiðar skap saman þótt aldurs- munur væri mikill. Skömmu eftir að Heiðar kvæntist Elínu Þórarinsdótt- ur fór hann að vinna á Bílaleigunni Fal hjá Stefáni Gíslasyni svila sínum. Þau Elín tóku kjörbarn, Trausta Má, sem nú starfar sem leigubílsjóri. Heiðar og Elín skildu. Kvæntist hann síðar Huldu Guð- mundsdóttur en hún er látin fyrir nokkrum árum. Hulda átti við alvar- leg veikindi að stríða í áratugi og reyndist Heiðar henni einkar vel í veikindunum. Hann lauk starfsævinni sem leigu- bílstjóri á Hreyfli. Þar var hann virk- ur í félagslífi, einkum í skáklífi og tefldi oft í sveitakeppni sem Hreyfill tók þátt í meðal starfsfélaga í öðrum löndum. Heiðar var glaðsinna að eðl- isfari og hafði yndi af skemmtilegum sögum. Hann hafði þann eiginleika að geta spunnið upp skemmtisögu úr litlu eða engu um leið og hann sagði hana. Nokkrar slíkar sögur eru enn í minnum hafðar áratugum eftir að þær voru sagðar. Að leiðarlokum vil ég þakka Heiðari samfylgdina og skemmt- unina. Blessuð sé minning hans. Ingvar Ásmundsson. HEIÐAR ÞÓRÐARSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.