Morgunblaðið - 05.01.2006, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ENDURSKIPULAGNING
LÖGREGLU OG ÁKÆRUVALDS
Sú endurskipulagning lögreglu-mála og ákæruvalds í landinu,sem Björn Bjarnason dómsmála-
ráðherra hefur tekið ákvörðun um, á að
geta stuðlað að betri löggæzlu og skil-
virkara réttarkerfi, gangi framkvæmd
hennar vel.
Ráðherra hyggst fækka lögreglu-
embættum í landinu úr 26 í 15. Með
þessu er ekki jafnlangt gengið og í til-
lögum verkefnisstjórnar, sem skilaði af
sér skýrslu fyrir tæpu ári og vildi fækka
lögreglustjórum í landinu í sjö. Farin er
millileið, sem felst í því að sjö lögreglu-
embætti eru gerð að svokölluðum lyk-
ilembættum, sem verða í nánu sam-
starfi við smærri umdæmi í sama
landshluta.
Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri
skoðun að fækkun og stækkun lög-
regluumdæma sé ein leiðin til að bæta
löggæzluna. Stærri embætti eru for-
senda fyrir aukinni sérhæfingu og fag-
þekkingu, sem er nauðsynleg í nútíma-
löggæzlu. Markmiðið hlýtur auðvitað að
vera að spara í yfirstjórn og rekstri,
þannig að hægt sé að fjölga lögreglu-
mönnum, sem starfa úti á meðal borg-
aranna.
Mikilvægt er að gott samstarf náist
við sveitarfélög um þessar breytingar.
Tekið hefur verið tillit til margra at-
hugasemda, sem bárust við upphafleg-
ar tillögur. Hins vegar verður það að
vera á hreinu að gamaldags hreppa-
rígur á ekki heima í umræðum um þessi
mál. Allra sízt á höfuðborgarsvæðinu,
þar sem rökin fyrir sameiningu lög-
regluliða eru hvað augljósust og reynsl-
an af t.d. sameiningu slökkviliða afar
góð.
Samfara breytingum á lögregluum-
dæmum leggur dómsmálaráðherra til
breytingar á skipan ákæruvaldsins.
Lögreglustjórar verði eingöngu með
ákæruvald í algengustu lögreglumálun-
um, svo sem umferðar- og áfengislaga-
brotum. Þá verði ákæruvald flutt frá
embætti ríkislögreglustjóra. Á móti
verði til millistig saksóknara, sem starfi
undir yfirstjórn ríkissaksóknara. Þess-
ir saksóknarar fari með ákæruvald í
ákveðnum landshlutum eða málaflokk-
um en fái lögreglumenn til samstarfs
við rannsókn mála. Þetta þýðir m.a. að
efnahagsbrotadeild færist frá ríkislög-
reglustjóra, en saksóknari efnahags-
brota mun fá lögreglumenn frá embætt-
inu til að rannsaka mál.
Með þessari þrískiptingu ákæru-
valdsins á að vera betur tryggt að hægt
sé að skjóta ákvörðunum lögreglu til
æðra setts stjórnvalds, en í dag hefur
ríkissaksóknari bein afskipti af rann-
sókn lögreglu í ýmsum málum. Sömu-
leiðis á breytingin að geta stuðlað að því
að meiri kraftur verði settur í rannsókn
efnahagsbrota. Efnahagsbrotadeild
ríkislögreglustjóra sinnir nú ýmsum
öðrum verkefnum, en sérstakt embætti
saksóknara efnahagsbrota myndi ein-
göngu einbeita sér að þeim málum.
Mikilvægt er að við þessa breytingu
verði tryggður nægur mannskapur og
fé til rannsókna á efnahagsbrotum,
bæði til að stytta þann tíma sem slíkar
rannsóknir taka og eins til að yfirvöld
geti að eigin frumkvæði hafið rannsókn
efnahagsbrota, í stað þess að þau hafi
varla við að sinna málum, sem eru kærð.
Ennfremur má sjá fyrir sér að með
nýrri skipan gæfist færi á að gefa ein-
stökum brotaflokkum sérstakan for-
gang. Þar eru efnahagsbrotin auðvitað
ofarlega á baugi, en jafnframt mætti
hugsa sér sérstakan saksóknara og lög-
reglulið honum til aðstoðar, sem rann-
sakaði og ákærði í kynferðisbrotamál-
um. Slíkt fyrirkomulag gæti bætt til
muna rannsókn slíkra mála og fjölgað
sakfellingum fyrir þá andstyggilegu
glæpi.
Á SJÓRÆNINGJAVEIÐUM
Það kann að hljóma undarlega að ís-lenskur sjávarútvegsráðherra
haldi blaðamannafund í byrjun 21. ald-
arinnar og segi sjóræningjum stríð á
hendur. En sú er raunin – og aðgerða
þörf af hálfu íslenskra stjórnvalda.
Talið er að tæpir tveir tugir svokall-
aðra sjóræningjaskipa stundi ólöglegar
veiðar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg
og að árlegur afli þeirra sé allt að 30
þúsund tonnum. Veiðarnar fara fram á
alþjóðlegu hafsvæði, þar sem Íslend-
ingar ásamt öðrum ríkjum í Norðaust-
ur-Atlantshafsfiskveiðinefndinni,
NEAFC, eiga rétt á að veiða. Til sam-
anburðar má geta þess að úthafskarf-
aafli Íslendinga í fyrra var aðeins 16
þúsund tonn, en var 48 þúsund tonn ár-
ið 2003 og 40 þúsund tonn árið 2004.
Nú stendur til að grípa til víðtækra
aðgerða til að stöðva þessar ólöglegu
veiðar. Þær felast meðal annars í því að
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráð-
herra hefur ritað bréf til erlendra
stjórnvalda og sjávarútvegsfyrirtækja,
einkum í Evrópu. Þar er vandinn reif-
aður, bent á leiðir til lausnar og leitað
eftir stuðningi við aðgerðir íslenskra
stjórnvalda. Bréfinu fylgir listi yfir þau
18 skip sem staðin hafa verið að verki.
Einnig verður reynt að koma í veg fyrir
að ólöglegu skipin fái þjónustu, s.s. að
landa afla eða kaupa vistir.
Þá hefur verið ákveðið að Landhelg-
isgæslan herði eftirlit sitt á vertíðinni á
þessu ári verulega, bæði með auknu
flugi og úthaldi varðskipa. Eftirlitið
verður skipulagt í samvinnu við sam-
svarandi stofnanir í nágrannalöndun-
um. Lagt er upp með að svæla sjóræn-
ingjana af Reykjaneshrygg með því að
gera þeim svo erfitt fyrir að veiðarnar
verði óarðbærar.
Aldrei verður nógsamlega undir-
strikað hversu mikilvægt það er fyrir
Íslendinga að standa vörð um fisk-
stofnana í hafinu umhverfis Ísland.
Fiskveiðar eru og hafa verið undir-
stöðuatvinnuvegur þjóðarinnar. Ís-
lendingar hafa barist í áratugi fyrir
réttinum til að veiða úr þessum fisk-
stofnum og oftar en ekki fórnað
skammtímahagsmunum til að nýta
fiskstofnana með ábyrgum og skyn-
samlegum hætti.
Úthafskarfaaflinn á Reykjaneshrygg
er mikilvægur íslensku þjóðarbúi og
nauðsynlegt er að eftirlit sé með veið-
um úr þeim stofni til að hægt sé að
leggja drög að skynsamlegri nýtingu.
Til þess að mark verði tekið á mál-
flutningi Íslands í þessum efnum má
það að sjálfsögðu ekki gerast aftur, að
íslenskar útgerðir geri út skip undir
hentifánum, eins og m.a. gerðist í
Smugudeilunni á síðasta áratug. Við
verðum að vera sjálfum okkur sam-
kvæm í þessum efnum.
YFIRVÖLD á Seyðisfirði og í Borg-
arnesi eru ósátt við þær breytingar
á skipan lögreglumála í landinu,
sem Björn Bjarnason dómsmála-
ráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi
í fyrradag. Óánægju gætir einnig í
Kópavogi og í Hafnarfirði.
Samkvæmt tillögunum verður
lögregluumdæmunum í landinu
fækkað úr 26 í 15. Lögreglan í
Reykjavík, í Hafnarfirði og í Kópa-
vogi mun heyra sögunni til en í stað-
inn kemur lögreglan á höfuðborg-
arsvæðinu.
Sjö embætti á landinu verða skil-
greind sem lykilembætti, m.a. emb-
ættin á Akranesi og á Eskifirði, en í
tillögum framkvæmdanefndar um
nýskipan lögreglumála frá því í
október sl. var lagt til að embættin í
Borgarnesi og á Seyðisfirði yrðu
lykilembætti í sínum landshlutum.
Stefán Skarphéðinsson, sýslu-
maður í Borgarnesi, er ósáttur við
að ekki skyldi farið eftir upphafleg-
um tillögum framkvæmdanefndar-
innar um að embættið í Borgarnesi
yrði lykilembætti. Hann sagði að
nefndin hefði m.a. stutt þá niður-
stöðu sína með landfræðilegum rök-
um, þ.e. að Borgarnes væri mið-
svæðis í landshlutanum.
„Mér virðist hins vegar sem öllum
faglegum rökum hafi verið snúið á
haus,“ segir hann um fyrirliggjandi
tillögur. „Við erum miðsvæðið og við
erum m.a. með sérþekkingu á þessu
svæði í hálendiseftirliti og í veiðieft-
irliti, sem við höfum sinnt mjög vel.“
Hann bætir því við að embættið í
Borgarnesi hafi verið með mun fleiri
mál til rannsóknar en embættið á
Akranesi, þrátt fyrir að síðarnefnda
embættið hafi á að skipa fleiri
starfsmönnum. Auk þess segir hann
að allt stefni í að íbúum sveitarfé-
lagsins fjölgi á næstunni vegna sam-
einingar hreppa og fjölgunar á m.a.
Bifröst. „Þá erum við með stórt
sumarbústaðasvæði sem við teljum
okkur hafa ákveðna sérþekkingu á.“
Stefán segir að mikil ólga sé í
sveitarfélaginu vegna þessara til-
lagna. „Fólk hringir í mig og er al-
veg hlessa á þessu,“ segir hann.
„Það er alveg klárt mál að land-
fræðilegu rökin hafa ekkert breyst
frá því í október.“ Hann segir enn-
fremur að ýmsir velti því fyrir sér
hvort rekja megi þessar nýju tillög-
ur til þess að engir þingmenn séu
búsettir í héraðinu.
Fjarðabyggð hafi lagt
stein í götu Seyðfirðinga
Tryggvi Harðarson, bæjarstjóri á
Seyðisfirði, segist einnig afar ósátt-
ur. „Fagnefnd á vegum dómsmála-
ráðuneytisins, sem skilaði niður-
stöðum í október, lagði til að
lykilembættið á Austurlandi yrði á
Seyðisfirði. Þegar það lá fyrir var
greinilega mjög þungt í ráðamönn-
um Fjarðabyggðar. Þeir gerðu sér-
stakar samþykktir þar um og
þrýstu á um að embætti
Eskifirði. Það er greinilegt
málaráðuneytið hefur láti
þeim þrýstingi. Seyðfi
sárnar það, því þeir hafa
áralangri baráttu með Fjar
um að atvinnulífið verði by
upp. Með tilstuðlan ríkisva
verið að byggja þar upp s
fyrir eitt til tvö þúsund m
þegar hillir undir að tvö til þ
komi til Seyðisfjarðar af h
isvaldsins rjúka forráða
Fjarðabyggð upp til handa
og fara að leggja stein í götu
segir Tryggvi.
Hann segir að bæjars
fundur verði haldinn í dag
þessi mál verði líklega rædd
Bæjarstjórarnir í Kópav
Hafnarfirði eru einnig
Óánægja með bo
ingar á skipan l
Viðbúnaður lögreglu á Holtavörðuheiði.
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
AÐ SÖGN Björns Bjarnasonar
dómsmálaráðherra gerði fram-
kvæmdanefnd um nýskipan lög-
reglumála lokatillögu um að tvö af
sjö lykillögregluembættum yrðu á
Akranesi og á Eskifirði með vísan
til þess að þar væri mest reynsla
innan þessara landshluta við rann-
sóknir mála. Í tillögu nefndarinnar
frá því í október sl. var hins vegar
lagt til að lykilembættin tvö yrðu í
Borgarnesi og á Seyðisfirði.
„Nefndin efndi að ósk minni til
funda um land allt og ræddi við
sveitarstjórnarmenn, sýslumenn
og lögreglumenn. Hún gerði síðan
lokatillögu og lagði til að lykilemb-
ættin yrðu á Akranesi og Eskifirði
með vísan til þess, að þar væri
mest reynsla innan þessara lands-
hluta við rannsóknir mála. Auk
þess er ráðgert að embættið á
Seyðisfirði eflist til að sinna aukn-
um millilandaferðum um flugvöll-
inn á Egilsstöðum og Seyðisfjarð-
arhöfn. Ráðuneytið hefur þegar
gert ráðstafanir til að efla emb-
ættið á Seyðisfirði með því að
skipa þar yfirlögregluþjón, Óskar
Bjartmarz, stuðla að auknu sam-
starfi við sýslumannsembættið á
Keflavíkurflugvelli og fjárveitingu
til að kaupa betri tæki til vega-
bréfaskoðunar. Embættið í Borg-
arnesi tekur að sér lögreglustjórn,
sem áður féll undir sýslumanninn í
Búðardal.“
Spurður út í sameiningu lögregl-
unnar í Reykjavík, lögreglunnar í
Hafnarfirði og lögreglunnar í
Kópavogi í lögregluna á höfuð-
borgarsvæðinu segir hann: „Lög-
reglan á höfuðborgarsvæðinu á að
vera tiltæk með skömmum fyrir-
vara alls staðar á svæðinu. Skipu-
lag snöggra viðbragða byggist á
hreyfanlegu lögregluliði, góðum
tækjakosti og öflugum fjarskipta-
búnaði, allt er þetta fyrir hendi á
höfuðborgarsvæðinu. Með samein-
ingu lögregluliðanna eykst við-
bragðskrafturinn auk þess sem
samstarf rannsóknardeilda gefur
færi á markvissari viðbrögðum og
dregur úr líkum á tví- eða jafnvel
þríverknaði.“
Inntur eftir því
hvar lögreglan á höf-
uðborgarsvæðinu eigi
að vera til húsa segir
hann ljóst að húsa-
kostur lögreglustöðv-
arinnar í Reykjavík
sé fullnýttur og að
skipulagi umhverfis
stöðina sé háttað á
þann veg að þrengt
sé að henni. „Til
framtíðar litið þarf
að huga að nýjum
höfuðstöðvum lög-
reglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu og er
tímabært að hefja umræ
hvaða staður myndi henta
ir þær og hvers eðlis þær
vera.“
Undirbúningur haf
að flutningi verke
Eins og fram kom í
blaðinu í gær hefur dóms
herra samhliða breytingum
an lögreglumála tilkynnt
Meiri reynsla vi
mála á Akranesi
Bj
Ekki hefur verið ákveðið hvar miðstöð Lögreglunn