Morgunblaðið - 05.01.2006, Síða 22

Morgunblaðið - 05.01.2006, Síða 22
Langanes | Hval hefur rekið á norðanvert Heið- arnes á Langanesi. Hvalurinn, sem er um 7–8 metrar á lengd, var trúlega nýrekinn því fuglinn hefur lítið farið í hann. Sjómaður sem skoðaði dýrið taldi hugsanlegt að þetta væri andanefja en þar sem hvalurinn var ekki alveg kominn upp í fjöruna var ekki hægt að skoða hann nógu vel til að ganga úr skugga um það. Morgunblaðið/Líney Hvalreki á Heiðarnesi Andanefja? Höfuðborgin | Akureyri | Landið | Austurland | Suðurnes Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Ár- borgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guð- rún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu Farsíma- og netsamband | Félag ungra framsóknarmanna í Dala- og Strandasýslu skorar á ríkisstjórnina að setja í forgang að tryggja GSM-samband og háhraða-net- samband á öllu landinu. Farsímasamband er eitt mikilvægasta öryggistækið á af- skekktari stöðum m.a. þegar að slys ber að höndum, segir í ályktun félagsins. Netsamband er sá upplýsingamiðill sem hvað mest er notaður í þekkingarþjóðfélagi nútímans. Því krefst félagið þess að allir landsmenn sitji við sama borð og njóti jafnréttis í að- gengi að þessum upplýsingamiðlum. Félag- ið skorar á ríkisstjórnina að verja hluta af ágóða sölu Símans til þess að byggja upp nútíma fjarskipti í formi GSM- og netsam- bands í allri Dala- og Strandasýslu.    Sverrir maður ársins | Útvarp Norður- lands stóð á dögunum fyrir vali á manni árs- ins 2005 á Norðurlandi. Það voru hlustendur útvarpsins á öllu Norðurlandi sem völdu Sverri Ingólfsson, forstöðumann Samgöngu- minjasafnsins Ystafelli í Kinn, mann ársins. Margir hlustenda töldu það Sverri til tekna að hann léti fötlun ekki hindra sig í að byggja upp eitt glæsilegasta samgönguminjasafn landsins en verið er að tvöfalda húsakost safnsins um þessar mundir að því er fram kemur á vef Þingeyjarsveitar. ins. Bandalag íslenskra skáta mun vinna með for- ystu félagsins að þessu verkefni eftir því sem Margrét Tómas-dóttir skáta-höfðingi og Júl- íus Aðalsteinsson, félagsmálastjóri Banda- lags íslenskra skáta, funduðu með forsvars- mönnum Skátafélagsins Stróks í Hveragerði í vik- unni vegna brunans í skátaheimilinu á gaml- ársdag, en skátaheimilið var sambyggt húsnæði Hjálparsveitar skáta í Hveragerði. Skátaheim- ilið sjálft er gjörónýtt eft- ir brunann. Fjölmargir sögulegir munir í eigu félagsins brunnu sem og innbú. Miklu tókst að bjarga af búnaði félagsins, svo sem tjöldum og öðrum við- legubúnaði. Fram kemur í tilkynningu frá BÍS að hugur er í skátum í Hveragerði að byggja upp nýja aðstöðu fyrir skátastarf og blása um leið nýju lífi í starf félags- heimamenn óska. Þeim sem vilja styrkja félagið er bent á að hafa sam- band við skrifstofu BÍS. Hugur í skátum að byggja upp Hagyrðingakvöldog ball Kveðandaog Harmóníku- félags Þingeyinga verður á Breiðumýri nk. laug- ardagskvöld. Ósk Þor- kelsdóttir stígur á stokk ásamt öðrum hagyrð- ingum Kveðanda og svar- ar því meðal annars hvort er snjallari uppfinning tala eða rennilás. Hún yrkir: Víst er það létt að loka með lásnum og vænt til sölu ónýtir lásar ergja mitt geð en auðvelt að festa tölu. Oft verður tala svekkjandi og súr sýnd en ei gefin krásin því karlarnir sem að klæða mann úr kunna betur á lásinn. Guðni Ágústsson var sæmdur stórriddara- krossi. Davíð Hjálmar Haraldsson orti: Glæstur blautar granir á gaf hann fyrsta kossinn. Stoltur bera í staðinn má stórriddarakrossinn. Tala og rennilás pebl@mbl.is Húsavík | Hundrað ár eru liðin frá því fyrsta póstafgreiðslan var opnuð á Húsa- vík. Bjarni Benediktsson var fyrsti póst- meistari þar og rak póstafgreiðsluna frá 1. janúar 1906 til loka árs 1955 eða í 49 ár, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Ís- landspósts. Fyrir 1906 var bréfhirðing á Húsavík eins og á nágrannabæjum en póstaf- greiðsla á Svalbarðseyri, Grenjaðarstað og Þórshöfn. Póstafgreiðslan á Grenjaðarstað var til margra ára aðal póstskiptistöðin fyr- ir Þingeyjarsýslur eða allt frá 1873. Bréf- hirðingar voru þá á Húsavík, Víkingavatni, Ærlæk og Svalbarði á leið til póstafgreiðsl- unnar á Þórshöfn. Á Melrakkasléttu var bréfhirðing á Kópaskeri og Raufarhöfn. Núverandi stöðvarstjóri Íslandspósts á Húsavík er Jónasína S. Skarphéðinsdóttir. Hún og starfsfólk hennar tóku sérlega vel á móti viðskiptavinum í tilefni dagsins og buðu upp á rjómatertu. Póstaf- greiðsla í hundrað ár BÁRAN stéttarfélag hefur sent frá sér ályktun um niðurstöðu kjaradóms og launahækkanir til handa æðstu embættis- mönnum ríkisins. Félagið telur það óverj- andi niðurstöðu að kjaradómur hækki laun æðstu embættismanna ríkisins, forseta, ráðherra og þingmanna langt umfram það sem aðilar vinnumarkaðarins töldu vera al- menna sátt um í landinu. „Úrskurður kjaradóms er einungis til þess fallinn að auka enn á sívaxandi launa- mun í landinu milli almennings og þjóð- kjörinna fulltrúa landsmanna og reisa með því múr á milli þessara hópa. Úrskurður kjaradóms er jafnframt köld kveðja til verkafólks sem hefur stöðugt axlað ábyrgð á stöðugleika í efnahagslífinu og tekið á sig að halda verðbólgu í skefjum með hófstillt- um kjarasamningum. Kjaradómur ætlast greinilega ekki til að æðstu embættismenn þjóðarinnar axli neina ábyrgð í þessum efnum. Báran stéttarfélag gerir þá kröfu að þjóðkjörnir fulltrúar og æðstu embættis- menn þjóðarinnar axli sömu ábyrgð á stöð- ugleikanum og almenningur í landinu,“ segir í ályktun Bárunnar stéttarfélags á Selfossi. Báran mót- mælir kjaradómi ♦♦♦ HÉÐAN OG ÞAÐAN Menning borgar sig | Menning sem mik- ilvægur þáttur í eflingu sveitarfélaga er inntak erindis sem Júlía B. Björnsdóttir heldur á Bæjarbókasafni Ölfuss í Þorláks- höfn, í dag, fimmtudag, kl. 18. Erindið byggir Júlía á BA-ritgerð sinni úr stjórn- málafræði við Háskóla Íslands: Menning borgar sig. Hlutur menningar í eflingu sveitarfélaga. Í ritgerð sinni tekur Júlía bæinn Holste- bro í Danmörku sem dæmi um það hvernig menning getur nýst við að efla og bæta ímynd sveitarfélags. Bærinn Holstebro var þekktur fyrir að vera „leiðinlegasti bær“ Danmerkur. Til að breyta þeirri ímynd var ákveðið að nýta menningu bænum til fram- dráttar. Útgjöld til menningarmála voru hækkuð og litið á þau sem fjárfestingu en ekki fjárveitingu. Í kjölfarið fjölgaði íbúum í bænum, atvinnulífið varð fjölbreyttara og ímynd bæjarins breyttist í að vera álitinn áhugaverður menningarbær. Erindið er liður í átaki til að kynna kvöl- dopnun bókasafnsins á fimmtudögum.                                                 ! ! " #$ %& ' ( )  * + ,- -   .  /,0  , 0   /, 0 2   30 4 5  ,- 6  0 ,$ 7 8$ $0 " #$ 9: #'  #     77 +$ ,, 7 8"  0 ,,  ;- ,  '!< - ' #-,      4 -      , 7= >     , 5  ? 2' ,0! 7 MÁLIÐ ER Í MIÐJUN NI Á MOG GANUM Í DAG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.