Morgunblaðið - 05.01.2006, Side 20

Morgunblaðið - 05.01.2006, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT NÆR fimmtíu manns létu lífið í sprengju- árásum í Írak í gær, þar af að minnsta kosti 34 í sjálfsmorðsárás sem gerð var á líkfylgd í bænum Mukdadiyah í norður- hluta landsins. Einn íbúa bæjarins grætur hér við lík ættingja síns sem beið bana í sprengjuárásinni. Tilræðismaðurinn sprengdi sig í loft upp nálægt um 100 sjítum sem stóðu við grafreit í Mukdadiyah þegar verið var að grafa mann sem beið bana í skotárás. Auk þeirra sem létu lífið særðust 48 í spreng- ingunni. Að minnsta kosti tvær bílsprengjur sprungu í Bagdad í gær og kostuðu alls alls átta manns lífið. Nokkrir til viðbótar lágu í valnum eftir sprengju- og skotárásir annars staðar í Írak. AP Nær 50 manns féllu í Írak MIKILL uggur ríkir nú meðal margra þing- manna í báðum deildum Bandaríkjaþings vegna þeirrar ákvörðunar þekkts hagsmunavarðar (lobbíista), Jacks Abramoffs, að gangast við ýms- um afbrotum og samþykkja að vinna með ákæruvaldinu í máli sem höfðað var gegn honum vegna meintra fjársvika, samsæris og skatta- svindls. Fjöldi þingmanna hefur þegið fé eða aðra fyrirgreiðslu af Abramoff. Er fullyrt að mál- ið geti undið upp á sig og sumir þingmenn hafnað í fangelsi. Hagsmunaverðir er samheiti yfir fólk sem hef- ur þá atvinnu að reka gegn greiðslu erindi þrýstihópa í þingsölum í Washington. Eru nú um 700 manns í félagi þeirra í Bandaríkjunum. Skiptir mestu í málinu gegn Abramoff hvort hann geti fært sannfærandi rök fyrir því að hann hafi hyglað ákveðnum þingmönnum með fé eða öðrum hætti í trausti þess að þeir greiddu at- kvæði í samræmi við vilja skjólstæðinga hans, að sögn fréttavefjar BBC. Geri hann það gætu allmargir þingmenn hafa gerst sekir um alvarleg afbrot og þeir gætu hlot- ið fangelsisdóma. Segir BBC að athygli embætt- ismanna dómsmálaráðuneytisins vestra beinist að um 20 þingmönnum og aðstoðarmönnum þeirra. Hneykslið er einkum mikilvægt vegna þess að í haust eru þingkosningar, þá verða þriðja hvert sæti í öldungadeildinni og öll sætin í fulltrúadeildinni í húfi. Sumir fréttaskýrendur líkja málinu við mikið bankahneyksli í full- trúadeildinni árið 1992 sem olli því að alls 77 þingmenn urðu að hætta fyrir tímann eða segja af sér. Fullur iðrunar Abramoff, sem er 46 ára, segist nú iðrast beisklega afbrota sinna en hann gæti hlotið allt að 11 ára fangelsi. Hann samdi um refsilækkun gegn því að eiga fullt samstarf við yfirvöld um rannsókn málsins. „Ég vonast eftir fyrirgefningu frá Almættinu og þeim sem ég hef gert rangt eða bakað þjáningar,“ sagði Abramoff í gær. Yfirvöld munu meðal annars fá aðgang að tölvuskeytum hans og öðrum gögnum sem talið er að geti orðið afar hnýsileg. Hann hefur þótt vel tengdur og kraftmikill í erindrekstri sínum. Fékk hann meðal annars yfir 30 milljónir dollara (um 1.900 milljónir króna) frá einum af ætt- bálkum indíána í Louisiana fyrir rösklega tveggja ára þjónustu við þá. Abramoff er m.a. sakaður um að hafa látið hluta af fé sem hann hafði út úr nokkrum indíánaættbálkum renna í sérstakan sjóð sem hann hafi notað til að múta þingmönnum. Einnig fór hann með þingmenn í dýrar lysti- reisur til útlanda og gaf mönnum eftirsótta miða að íþróttaleikjum. Hann bauð þeim út að borða á fokdýrum veitingastöðum og útvegaði ný störf handa ættingjum þingmanna og fyrrverandi að- stoðarmönnum þeirra. Mörg indíánasamfélög hagnast vel á rekstri spilavíta og Abramoff tókst á sínum tíma að hindra að samþykkt yrði frumvarp sem hefði gert stjórnvöldum kleift að banna fjárhættuspil á netinu. Slík spilamennska er orðin eitt helsta vandamál þeirra sem eiga við spilafíkn að etja. Ýmsir þingmenn úr báðum flokkum en eink- um repúblikanar hafa þegið fé og ýmiss konar fyrirgreiðslu frá Abramoff og óttast nú að verða sóttir til saka fyrir siðferðisbrot. Hefur Dennis Hastert, repúblikani og forseti fulltrúadeild- arinnar, hefur þegar að sögn The New York Times ákveðið að gefa til góðgerðarmála 69.000 dollara sem hann fékk frá Abramoff. Talsmenn Demókrataflokksins sögðu í gær að málið allt væri enn eitt dæmið um það „spilling- arhugarfar“ sem einkenndi hegðun repúblikana. Scott McClellan, talsmaður George W. Bush for- seta, var á öðru máli og benti á að þingmenn beggja flokka væru í kastljósinu vegna málsins og hefðu þegið fé af Abramoff. McClellan tók fram að hegðun Abramoffs hefði verið „svívirðileg“ og hefði hann brotið lög bæri að refsa honum. Norman Ornstein, stjórn- málaskýrandi hjá hinni íhaldssömu hugveitu American Enterprise í Washington, sagði að repúblikanar myndu tapa mest á málinu. „Þeir eru í meirihluta á þingi og Abramoff er íhalds- samur repúblikani,“ sagði Ornstein. Meðal þeirra sem tengjast málinu gegn Abramoff eru Tom DeLay, fyrrverandi leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni, sem varð að segja af sér leiðtogaembættinu fyrir skömmu vegna fjármálahneykslis. Mál hans er þó enn óútkljáð og segist verjandi hans þess fullviss að DeLay verði sýknaður. Annar er Bob Ney, fulltrúadeild- arþingmaður repúblikana frá Ohio, sem segist alsaklaus. Michael Scanlon, aðstoðarmaður Abramoffs og um hríð skrifstofustjóri DeLays, hefur þegar viðurkennt brot sín, eins og Abra- moff. Scanlon aflaði á sínum tíma fjár í kosn- ingasjóð fyrir Bush forseta. „Svikamál Abramoffs er afar umfangsmikið og við munum halda rannsókn þess áfram eins lengi og þörf krefur, engu skiptir hvert hún leiðir menn,“ sagði aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Alice Fisher, í gær. Þingmenn skjálfa á beinunum Hagsmunavörður lofar að segja frá aðferðum sínum við að ná eyrum bandarískra þingmanna Reuters Bandaríski hagsmunavörðurinn Jack Abramoff á leið í réttarsal í Miami í gærdag. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ’Skiptir mestu í málinu gegnAbramoff hvort hann geti fært sannfærandi rök fyrir því að hann hafi hyglað ákveðnum þingmönnum með fé eða öðrum hætti í trausti þess að þeir greiddu atkvæði í samræmi við vilja skjólstæðinga hans.‘ Moskvu. AP. | Deilu Úkraínumanna og Rússa um verðlagningu á gasi sem Úkraína kaupir af rússneska orkufyrirtækinu Gazprom lauk í gær en þá var tilkynnt að sam- komulag væri í höfn. Deilur þjóð- anna höfðu verið í hörðum hnút eftir að Gazprom skrúfaði fyrir gas til Úkraínu og óttast var að þær gætu dregið dilk á eftir sér, þ.e. að orkuskortur yrði í Úkraínu þegar vetur færi að harðna. Þá höfðu Evrópuþjóðir áhyggjur en um 25% gasþarfarinnar í Evrópu- sambandsríkjunum er mætt með rússnesku gasi sem flutt er um leiðslur er liggja um Úkraínu. „Viðræðunum lyktaði vel að mati Gazprom og Gazprom er full- komlega sátt við niðurstöðuna,“ sagði Alexei Miller, forstjóri orku- risans, sem er að meirihluta í eigu rússneska ríkisins. Oleksiy Ivc- henko, yfirmaður úkraínska gas- fyrirtækisins Naftogaz, tók í sama streng, sagði samningana viðun- andi fyrir báða aðila. Samkomulagið þykir flókið en fréttaskýrendur segja það þess eðlis að báðir deilendur geti haldið andlitinu, þ.e. að það sé til þess fallið að deilendur geti hvor um sig haldið því fram að niðurstaðan sé í samræmi við þau sjónarmið sem þeir settu fram. Felur þetta í sér aðild þriðja aðila að samningum þjóðanna, Rosukrenergo-gasfyr- irtækisins sem Gazprom-banki á helming í á móti svissnesku dótt- urfyrirtæki Raiffeisen-bankans austurríska. Mun Rosukrenergo sjá Úkraínu fyrir öllu gasi fram- vegis. Þriðji aðili til sögunnar Samkomulagið er til fimm ára. Það felur í sér að Gazprom selur Rosukrenergo hverja 1.000 rúm- metra, þ.e. hvert tonn, af gasi á 230 dollara; en verðið er þó sagt eiga að breytast í samræmi við heimsmarkaðsverð í framtíðinni. Úkraína kaupir hins vegar tonnið af Rosukrenergo á 95 dollara. Sem kunnugt er höfðu Rússar einmitt krafið Úkraínumenn um 230 dollara fyrir gastonnið, en þeir síðarnefndu höfðu rætt um að borga 80 til 90 dollara. Þá felst í samkomulaginu að Rússar borga Úkraínumönnum um 47% meira umsýslugjald fyrir flutning á gasi til Evrópu um Úkraínu. Talsmaður Gazprom sagði Ro- sukrenergo geta krafið Úkraínu um lægra verð fyrir gasið sökum þess að fyrirtækið keypti einnig gas frá Túrkmenistan, auk Rúss- lands. Úkraínumenn hafa greitt mun lægra verð fyrir það gas sem þeir kaupa frá Mið-Asíuríkinu heldur en frá Gazprom. Engu að síður þurfa Úkraínu- menn framvegis að borga tvöfalt meira fyrir gasið en þeir gerðu fyrir áramót þegar þeir greiddu Gazprom 50 dollara fyrir tonnið. Það er mjög lágt verð en þó svipuð kjör og Rússar hafa veitt ýmsum öðrum fyrrv. Sovétlýðveldum. Deila Úkraínu og Rússlands leyst Bad Reichenhall. AFP. | Björgunar- menn fundu í gær lík þriggja barna í rústum skautahallar í bæversku ölp- unum í Þýskalandi eftir að þak bygg- ingarinnar hrundi undan snjóþunga á mánudag. Talið er að alls hafi fimm- tán manns látið lífið. Lögreglan sagði að lík tveggja pilta og ungrar stúlku hefðu verið grafin upp í gær. Alls höfðu þá fjór- tán lík fundist í rústunum og enn var leitað að konu sem var saknað. Af þeim sem létust voru tólf börn eða unglingar. Einnig hafa fundist lík tveggja kvenna um fertugt. Öll voru þau frá bænum Bad Reichenhall eða nágrenni. Þrjátíu og fjórir slösuðust þegar þakið hrundi. Þrettán þeirra voru enn á sjúkrahúsi í gær en ekki í lífs- hættu. Ekki er enn vitað hvað varð til þess að þakið hrundi, en fannfergi er algengt á þessum slóðum. Dagblaðið Tagesspiegel hafði eftir veðurfræðingum að það hlytu að hafa verið 180 tonn af snjó á þakinu. Þjálfari íshokkíliðs í Bad Reichen- hall kvaðst hafa aflýst æfingu skömmu áður en þakið hrundi vegna þess að honum hefði verið sagt að moka ætti snjónum af því. Enginn hefði þó varað hann við því að hætta væri á að þakið gæfi sig. Talið að 15 hafi farist í skauta- höllinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.