Morgunblaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Hulda, vinkona, frænka og „amma“ er burt kölluð. Eftir sitjum við hnípin og harmi slegin. Hún var frændrækin og hún var vinur. Lyon, París, Marbakki, alls staðar gleðigjafi. Frá borg ljósanna sendum við hinstu kveðju. Góða ferð mín kæra. Þórunn Hreggviðsdóttir (Tóta Hregg). HINSTA KVEÐJA ✝ Hulda Finn-bogadóttir fæddist 13. mars 1948. Hún lést á heimili sínu 28. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Finn- bogi Rútur Valde- marsson, f. 24.9. 1906, d. 19.3. 1989, og Hulda Dóra Jak- obsdóttir, f. 21.10. 1911, d. 31.10. 1998. Systkini hennar eru: Auður Rútsdóttir, f. 12.3. 1928, Elín, f. 12.1. 1937, d. 17.6. 2001, Gunn- ar, f. 15.6. 1938, d. 22.2. 1993, Guðrún, f. 21.9. 1940, og Sigrún, f. 22.4. 1943. Hulda giftist Smára Sigurðs- syni 18. nóvember 1966. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Gunnar, f. 22.5. 1967, sambýlis- kona hans er Christine Vinum. Sonur þeirra er Oscar, f. 2005. Fyrir á hann Snæfríði, f. 1999. 2) Elín, f. 24.7. 1968, eiginmaður hennar er Hjalti Nielsen. Börn þeirra eru Hrafnhildur Arna, f. 1996, Hjalti Þór, f. 1999, og Hilmir Örn, f. 2005. 3) Hrafn- hildur Huld, f. 27.3. 1975, sam- býlismaður hennar er Alexander Wiik og eiga þau soninn Vilja, f. 2005. Seinni maður Huldu var Pétur Þórsson. Hann lést 1. nóv- ember 2004. Hulda var alin upp á Marbakka í Kópavogi og bjó þar með hléum til ársins 2005. Í æsku dvaldi hún mörg sumur á Kleifum í Skötu- firði hjá hjónunum Ingibjörgu Björns- dóttur og Bjarna Helgasyni. Hulda var umboðsmaður Brunabótafélags Íslands í Kópavogi um árabil og var bæjarfulltrúi í Kópavogi frá 1986– 1989. Hún gegndi þá formennsku fé- lagsmálaráðs Kópavogs. Hulda varð stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breið- holti árið 1985 og nam hótel- stjórnun við Hosta í Leysin í Sviss árið 1989–1990. Hulda bjó í Frakklandi á árunum 1989– 1992. Árið 1997 opnaði Hulda kaffihúsið Rive Gauche í Kópa- vogi og rak það til ársins 2001. Hún öðlaðist skipstjórnarrétt- indi árið 2000. Hulda útskrif- aðist úr markaðs- og útflutn- ingsfræðum frá Endurmenntun- arstofnun HÍ árið 1997 og verkefnastjórnun – leiðtoga- þjálfun frá sama skóla vorið 2005. Árin 2001 til 2003 vann Hulda að ýmsum verkefnum, m.a. fyrir félagsmálaráðuneytið og Kópavogsbæ. Hún vann hjá Tryggingastofnun ríkisins frá árinu 2003 til dauðadags. Útför Huldu verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hulda Finnbogadóttir, sem jarð- sungin verður frá Kópavogskirkju í dag, var yngst barna þeirra hjóna Huldu Jakobsdóttur og Finnboga Rúts Valdemarssonar. Þau áttu fimm börn og eru þrjú þeirra nú lát- in. Segja má, að tengsl fjölskyldna okkar hafi hafizt við fæðingu Huldu. Mæður okkar lágu saman á fæðing- arstofu Guðrúnar Valdemarsdóttur í marzmánuði 1948. Þremur dögum eftir fæðingu Huldu kom bróðir minn í þennan heim. Ég kynntist henni, þegar hún var 16 ára gömul, fyrir rúmlega 40 ár- um. Umsvif foreldra hennar í opinber- um málum voru umtalsverð í Kópa- vogi og á landsvísu, þegar hún var barn. Hún var aðeins 9 ára gömul, þegar móðir hennar varð fyrsta konan á Íslandi til að verða bæj- arstjóri og faðir hennar hafði þá verið alþingismaður frá því að hún var eins árs. Sennilega hafa opinber afskipti foreldra hennar snert hana meira en önnur börn þeirra hjóna. Þegar hún var á barnsaldri var vinnukona á heimilinu til þess að sjá að hluta til um heimilishald og það sem að börnunum sneri. Nágrannar þeirra Marbakka- hjóna höfðu tekið sig upp og flutt að Kleifum í Skötufirði og hafið þar bú- skap. Það voru Ingibjörg Björns- dóttir, sem býr nú á Ísafirði og mað- ur hennar Bjarni Helgason, sem er látinn. Þessi góðu hjón tóku að sér að hafa tvær yngstu systurnar hjá sér á sumrin og urðu þau sumur fleiri hjá Huldu en systur hennar. Raun- ar var bróðir þeirra eitt sinn vinnu- maður á Kleifum í heilt ár. Tengslin við Skötufjörðinn urðu sterk. Það hlýtur að hafa verið lærdómsríkt fyrir þessi börn að dveljast þar í sveit. Á sjötta áratug síðustu aldar var hægt að kynnast því þar að ein- hverju leyti hvernig lífið var á Ís- landi á síðari hluta 19. aldarinnar. Þau Ingibjörg og Bjarni á Kleifum áttu þátt í að færa Skötufjörðinn inn í nútímann. Marbakkasystkinum leið vel á Kleifum og ræktuðu tengslin við fólkið þar alla ævi – Hulda ekki sízt. Systkinin áttu þeim Ingibjörgu og Bjarna mikið að þakka. Ung gekk hún að eiga Smára Sig- urðsson, sem nú veitir alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra forstöðu. Eins og flest ungt fólk á þeim tíma hófu þau búskap með ekkert á milli handanna en unnu sig upp af mikl- um dugnaði. Þau komu upp þremur börnum, Gunnari, Elínu Björgu og Hrafnhildi Huld. Svo kom í ljós, að metnaður Huldu til náms var meiri en kannski virtist við fyrstu sýn. Hún hafði hætt snemma í skóla en tók nú til við framhaldsskólanám og lauk stúdentsprófi 37 ára gömul frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Ári seinna fylgdi hún í fótspor foreldra sinna, ein barna þeirra og tók sæti í bæjarstjórn Kópavogs fyrir Alþýðu- flokkinn. Þar fylgdi hún hefðum fjölskyldu sinnar. Þótt faðir hennar hefði setið á Alþingi fyrir Samein- ingarflokk alþýðu – Sósíalistaflokk- inn og síðar Alþýðubandalagið voru hann og kona hans alltaf jafnaðar- menn. Hitt voru gárur á yfirborðinu eins og Hannibal Valdemarsson, föðurbróðir Huldu, lýsti hliðar- stökkum sínum á löngum stjórn- málaferli. Ég reyndi á þessum árum og síð- ar nokkrum sinnum að efna til póli- tískra deilna og umræðna við þessa yngstu mágkonu mína en tókst aldr- ei. Hún horfði góðlátlega á mig, brosti blítt en gaf engan kost á slík- um viðræðum. Faðir hennar var maður póli- tískra hugmynda. Móðir hennar var meira fyrir það að láta verkin tala. Ég held, að Hulda hafi líkst móður sinni meira að þessu leyti. Hún hafi líka viljað láta verkin tala í pólitísk- um afskiptum sínum. Það urðu þáttaskil í lífi Huldu og Smára, þegar hann tók við starfi hjá Interpol í Lyon í Frakklandi. Fjöl- skylda Huldu hafði alla tíð verið mjög tengd Frakklandi. Faðir henn- ar var við nám í París á sínum yngri árum og móðir hennar hafði mikinn áhuga á frönsku og franskri menn- ingu. Á þeim árum, sem þau bjuggu í Lyon var stundum hátt á annan tug meðlima fjölskyldu hennar við nám og störf í Frakklandi. Hún sat ekki auðum höndum og stundaði nám í hótelstjórnun í Leysin í Sviss. Hún var ánægð með að koma heim. Jók við menntun sína, opnaði kaffihús í Hamraborg í Kópavogi og sinnti ýmsum öðrum störfum. Hulda var tengd móður sinni sterkum tilfinningaböndum eins og reyndar systkinin meira og minna öll. Þegar Hulda Jakobsdóttir var orðin öldruð flutti hún um hríð að Sunnuhlíð í Kópavogi. Hulda dóttir hennar gat ekki hugsað sér að móð- ir hennar væri á heimili fyrir aldr- aða og tók hana heim til sín á Mar- bakka, þar sem Hulda Jakobsdóttir dvaldi til æviloka í því umhverfi, sem hún hafði skapað sjálf með manni sínum. Fyrir nokkrum árum skildu þau Hulda og Smári. Hún eignaðist nýjan lífsförunaut, Pétur Þórsson, Péturssonar útgerð- armanns á Húsavík. Í fyrsta sinn í áratugi var farið að róa til fiskjar frá Marbakka og fiskverkun tekin upp á staðnum. Hulda tók virkan þátt í því með Pétri og barnabörn- um sínum. Fyrir rúmu ári vorum við, kona mín og ég, og Fríða móðir Péturs viðstödd hjónavígslu á Marbakka. Það var í senn áhrifamikil og átak- anleg athöfn. Við vissum öll að Pét- ur var að deyja. Hulda var harmi slegin. Sorg hennar var djúp. Söknuður hennar var mikill. Hún vildi flytja og greiddi fyrir því á allan hátt að æskuheimili þeirra systkina gæti haldizt í fjöl- skyldu þeirra, sem og varð. Það tók mig mörg ár ef ekki ára- tugi að kynnast mágkonu minni. Hún var dul. Hún virtist hörð – eins og mamma hennar. En þegar kom- izt var inn fyrir þá skel var hún blíð, undurblíð – eins og mamma hennar. Hún skilur eftir sig þrjú þrótt- mikil börn og sex barnabörn, Hrafn- hildi Örnu, Snæfríði, Hjalta Þór, Vilja, Oscar og Hilmi Örn. Síðast bar fundum okkar saman á Þorláksmessu. Hún var falleg, glöð og kát. Blómstraði. Styrmir Gunnarsson. Ömmur segja börnum sögur lon og don en mín talar mest um Harley Davidson. Á hjóli sínu hún brokkar niður Laugaveg og krakkarnir þeir segja að hún sé ekki ömmuleg. En hún er amma mín! (Ísak Harðarson.) Þessi vísa átti vel við ömmu okk- ar. Amma Hulda hjálpaði okkur þeg- ar við þörfnuðumst þess, var góð við okkur og hún kenndi okkur margt. Við munum aldrei gleyma ömmu og hversu góð hún var við okkur. Guð, taktu vel á móti ömmu í himnaríki, passaðu hana og varð- veittu. Hrafnhildur Arna og Hjalti Þór. Hún var rjóð og frískleg þegar hún kom til okkar á Freyjugötuna síðdegis á jóladag eftir göngutúr að heiman. Hún var ánægð með sig og öll að koma til eftir erfiðan tíma frá því að Pétur dó fyrir rúmu ári. Hún var flott til fara, með nýju augun, fannst lúxus að vera laus við gler- augun í rigningunni. Áttum nota- lega kvöldstund í góðum hópi, mikið hlegið og gamalkunnur húmor Huldu á sínum stað. Hlustuðum á tónlist, perlukafarana í öllum út- gáfum, gömlum og nýjum. Upp úr miðnætti ákvað hún að ganga aftur heim, tók ekki annað í mál, í hennar sveit þótti þetta ekki löng leið á milli bæja. Mér fannst ónotalegt að vita af henni einni á gangi í myrkr- inu og var ekki róleg fyrr en ég heyrði að hún hefði skilað sér heil heim. Viðurkenndi að vera pínu pons þreytt í fótunum, henti sér smástund í sófann, þakkaði enn og aftur fyrir sig og bauð góða nótt. Lygndi aftur augunum. – Dáin. Hún bar þess engin merki að „hennar tími væri kominn“. Þvert á móti, var hún að braggast. Hún var á leið til Noregs á gamlársdag og ætlaði að koma til baka með Hröbbu sína og Vilja litla í stutta heimsókn. Hún var með hugmyndir um breytingar á íbúðinni og bað Hjört um að spá í þau spil með sér þegar hún kæmi til baka. Var með plön um veisluhöld og gestalistinn klár. Þessi veisla verður örugglega haldin, bara seinna, bara annars staðar. Ég veit að hún trúði því að eitt- hvað tæki við eftir dauðann. Og það er huggun harmi gegn að vita af því að Pétur hefur beðið við hliðið með útbreiddan faðminn. Vinkona mín var litríkur persónu- leiki og að mörgu leyti einstök. Hún var áræðin og hörkudugleg og í raun ótrúlegt hve miklu hún áorkaði í gegnum tíðina. Oft gekk hún á varaforðann, átti það til að láta vaða áður en séð var fyrir endann á verk- efninu. Það kom niður á þrekinu en hún var alltaf fljót að rífa sig upp. Hún lét marga drauma sína rætast í seinni tíð. Tók mótorhjólapróf og eignaðist Harley og var áður búin að ná sér í skipstjórnarréttindi, en átti eftir að eignast skip. Einu sinni lærði hún að reka kaffihús og opn- aði eitt í Hamraborginni sem hún rak í fimm ár. Síðan var hún búin að vera í háskólanum að mennta sig enn meira – alltaf að bæta sig. Hulda var sannur vinur vina sinna og átti auðvelt með að deila gleði og sorgum með öðrum. Hún var opin og tilfinningarík, jafnaðar- maður í húð og hár og lét til sín taka ef einhver var órétti beittur. Minningar um óteljandi samveru- stundir í gegnum áratugina hrann- ast upp. Allir fjallatúrarnir og utan- landsferðirnar með Huldu og Smára. Stórveislurnar á heimili þeirra. Höfðinglegar móttökur í Lyon þegar þau bjuggu þar og menningarreisan um vínræktarhér- uð Frakklands. Og fyrir nokkrum árum yndisleg ferð til Prag og Vín- ar. Í ágúst síðastliðnum fórum við Hjörtur og nafna mín Páls um vest- firðina með Huldu. Hún var „leader of the small group“. Í fyrsta skipti sýndi hún okkur fjörðinn sinn – Skötufjörð. Fjörðinn sem hún heim- sótti svo oft, stundum alein, til að finna frið í sálinni og hlaða batt- eríin, sem oft voru við það að tæm- ast. Til Ingibjargar fóstru sinnar á Kleifum var hún send í sveit í mörg sumur til 12 ára aldurs. Við sem aldrei höfðum verið í sveit áttum bágt með að skilja hvernig hægt var að senda barn á svona einangraðan stað í þröngum firði með svört þver- hnípt fjöllin niður í stórgrýtta fjör- una. Takmarkað láglendi og kynja- myndir um allt í götóttum skrýtnum björgum og steinum. Þennan stað elskaði Hulda og leið hvergi betur. Hún lýsti fyrir okkur dásemdinni í smáatriðum, fólkinu sem henni þótti svo vænt um, hafði aldrei leiðst þarna, alltaf nóg að stússa. Ég sé það nú hve þessi tími og þetta um- hverfi hefur haft sterk mótandi áhrif á Huldu. Síðan lá leiðin í Aðalvík á slóðir forfeðra okkar allra. Nutum ósnort- innar náttúrunnar og áttum stund í kirkjunni með Huldu, en nákvæm- lega ár var liðið frá því hún var þarna á ferð með Pétri. Okkur fannst sem þarna væri hún að kveðja hann. Gáfum svo fyrirheit um að koma aftur að ári og ganga á fjöllin. Það eiga margir um sárt að binda núna. Elsku Elín, Gunnar, Hrafn- hildur og fjölskyldur. Þið voruð ríki- dæmi Huldu. Hún var vakin og sof- in yfir velferð ykkar og barnabarnanna sinna sem hún lifði fyrir. Péturs börnum og ömmu Fríðu, sem hún bar svo mikla umhyggju fyrir, votta ég dýpstu samúð sem og öllum öðrum aðstandendum og vin- um. Það hjálpar okkur í sorginni að eiga dýrmætan sjóð minninga um Huldu. Við Hjörtur kveðjum hana nú með þakklæti fyrir allt og allt. Guðrún Einarsdóttir. Mig langar með fátæklegum orð- um að minnast Huldu Finnboga- dóttur. Við fráfall hennar hefur hugurinn reikað mörg ár aftur í tímann, rifjað upp góðar stundir og um leið mótað skýrari mynd af persónunni Huldu. Við upphaf skólagöngu fyrir 24 ár- um hófust yndisleg kynni mín af yngstu dóttur hennar, Hrafnhildi Huld, og æ síðan höfum við verið samferða í skóla lífsins sem kærar vinkonur. Strax frá upphafi vin- skapar okkar var mér tekið opnum örmum af Huldu og fjölskyldu með gestrisni og velvild ásamt djúpri væntumþykju. Vinátta og kunnings- skapur minn og fjölskyldu Huldu hefur þróast og dýpkað með árun- um en allar minningar eru kærari en nokkru sinni á deginum þegar Hulda er borin til grafar. Sem barni fannst mér Hulda ákaflega merkileg kona, enda alltaf á fundum sem snerust bara um Kópavog að mér fannst. Eitthvað sem ég skildi ekki þá, enda ekki á færi barna að vita hvað nefndarstörf og önnur störf fyrir Alþýðuflokkinn í Kópavogi þýddu en þeim sinnti Hulda allt til dauðadags. Í æsku fannst mér líka eitthvað framandi við Huldu, hún var dóttir fyrstu konunnar sem gegndi bæjarstjórastöðu á landinu og faðir hennar fyrrum alþingis- maður og bæjarstjóri. Enda umlék Huldu alla tíð stolt og einhver reisn sem ég áttaði mig ekki á fyrr en fyr- ir nokkrum árum. Þá uppgötvaði ég að Hulda var Marbakkakona en konur sem þaðan koma fengu allar í vöggugjöf sama stolta og reisnar- lega yfirbragðið og hún. Hulda var glæsileg kona en yfir henni var líka frískleiki reglulegrar hreyfingar og útiveru. Og brosið hennar Huldu og mjúka faðmlagið var einstakt. Hulda var mikil fjölskyldukona og ég átti því láni að fagna að tengjast henni alvöru fjölskylduböndum þeg- ar litla dóttir mín fæddist fyrir tveimur árum. Hulda er ömmusyst- ir litla barnsins míns og þrátt fyrir að brátt hafi borið að kynni okkar foreldranna og fæðingu barnsins, var eins og ekkert væri eðlilegra í huga Huldu. Umhyggju hennar og elsku til dóttur minnar mun ég aldr- ei gleyma og ávallt vera henni þakk- lát fyrir. Hulda var líka fjölskyldu- manneskja og ást hennar og umhyggja fyrir börnum sínum og barnabörnum var einstök og hafði hún ævinlega sterkt samband við þau. Hulda var óhrædd við að fylgja eftir löngunum sínum og þrám. Hún var tilfinningarík kona og þegar hamingjan lék við hana sem aldrei áður fyrir nokkrum árum, ljómaði hún af innri gleði, vellíðan og sátt. Þannig minnist ég Huldu Finnboga- dóttur og þakka Guði fyrir sam- fylgdina með henni sem var alltof stutt. Elsku Hrabba mín, Ditta, Gunni og aðrir aðstandendur, Guð gefi ykkur styrk á erfiðum sorgartímum. Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Nýtt ár er gengið í garð. Ár fyr- irheita og vonar hjá þeim sem hafa átt um sárt að binda. Ég átti þá ósk til handa vinkonu minni Huldu Finnbogadóttur að þetta ár yrði henni gott og væntingar hennar gengju eftir en nú sit ég hér með minningarnar einar eftir og reyni að festa þær á blað. Hvað ætli sé það fyrsta sem kem- ur upp í huga þeirra sem þekktu Huldu þegar á að lýsa henni? At- hafnakonan, stjórnmálamaðurinn, vinnuþjarkurinn, ævintýramaður- inn, femínistinn, eldhuginn eða það mikilvægasta: góði trausti vinurinn? Hulda óx úr grasi á frumbyggja- heimili foreldra sinna að Marbakka í Kópavogi. Foreldrar hennar Finn- bogi Rútur Valdimarsson og frú Hulda Jakobsdóttir voru heiðurs- borgarar Kópavogs enda bæði í pólitískum forystuhlutverkum á frumbýlisárum Kópavogs og Hulda Jakobsdóttir fyrsta konan hérlendis til að verða bæjarstjóri. Hulda Finnbogadóttir bar þess glögg merki að hafa alist upp á pólitísku menningarheimili, hún var meðvituð um arfleifð sína og bar mikinn kær- leik í brjósti til bæjarins síns ekki síst til alls þess sem átti uppruna í HULDA FINNBOGADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.