Morgunblaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í JANÚAR H vert er virði vinnu þinnar? Hvaða öfl ráða því eiginlega hvernig störfum er raðað í flokka hvað þetta varðar? Þetta eru býsna heimspekilegar spurningar og þær geta verið áleitnar, ekki síst við aðstæður eins og þær sem nú eru uppi á Íslandi. Maður getur til dæmis velt því fyrir sér hvort það sé yfirhöfuð mögulegt, að einhver einn maður sé svo mikilvægur starfskraftur, það verk sem hann leysir af hendi svo merkilegt miðað við öll önnur í tilteknu fyrirtæki og tilteknu sam- félagi, að hann sé verðugur þess að fá 48 milljónir í árslaun og fjór- falt það ef vel gengur. Eða 130 milljónir við starfslok. Það er athyglisvert en umræð- an um laun forstjóra FL Group og einnig samninga sem gerðir voru við tvo fyrrverandi forstjóra við starfslok þeirra kemur í kjölfar umræðu um launasamninga sem borgarstjórinn í Reykjavík gerði við ófaglærða leikskólakennara. Það ráku nefnilega margir upp ramakvein þegar Steinunn Valdís ákvað að hækka laun þessa fólks, hún var sökuð um að rjúfa sam- stöðu sveitarfélaga, sýna ábyrgð- arleysi í fjármálum og jafnvel að hleypa af stað skriðu launahækk- ana og verðbólgu. Þó vita flestir að ófaglærðir leikskólakennarar eru ekkert öf- undsverðir af launum sínum. Og jafnvel ekki heldur þeir faglærðu. Það er eitthvað bogið við þetta allt saman. Já, hvers virði er vinn- an? Hvað er það eiginlega sem Hannes Smárason, forstjóri FL Group, gerir sem veldur því að hans vinna er svo miklu merki- legri en leikskólakennarans? Spurningin er sérstaklega við hæfi þegar lögmálið um framboð og eftirspurn er haft í huga – en þeir sem hvað mest halda gildum frjáls markaðar á lofti grípa jafn- an til þeirra raka, að markaðurinn ráði þessu einfaldlega. En ég spyr: ef skortur er á leik- skólakennurum er þá ekki full- komlega eðlilegt að laun þeirra fari upp á við og það jafnvel veru- lega? Hefur á hinn bóginn verið einhver skortur á (og þar með eft- irspurn eftir) forstjórum hjá FL Group? Nei, varla, það eru jú þrír slíkir á launum hjá fyrirtækinu. Hvers vegna virkar lögmálið um framboð og eftirspurn aldrei með þessum hætti, hvers vegna nær það aldrei raunverulega máli? Hér hlýtur eitthvað fleira að koma til. Eitthvert gildismat á því hvers konar vinna er mikils virði og hvaða vinna er það ekki. Um daginn heyrði ég af kunn- ingja sem útskrifaðist úr Háskóla Íslands á svipuðum tíma og ég sjálfur, tók síðan masters-gráðu eins og ég við breskan háskóla. Hann seldi semsé bréf sín í fjár- festingafyrirtækinu sem hann vinnur hjá og hafði fengið að kaupa á góðu gengi. Núna á hann hundrað milljónir í banka. Hefur auk þess áreiðanlega alltaf verið á góðum mánaðarlaunum. Ég sit eftir með spurninguna: hvað gerir hann eiginlega sem er svona miklu merkilegra en það sem ég geri? Hvers virði er mín vinna og hvers virði er hans? Ég veit að vísu að sumir telja blaðamannsstarfið ómerkilegt. En er starf kaupahéðnanna eitthvað merkilegra? Og ef svarið er nei- kvætt – hvers vegna er það þá miklu meira virði? Einhver mun segja að þetta sé bara öfund í mér. Aðrir munu svara því til að mér komi þetta raunar ekkert við en að verð- mætasköpun kunningjans sé greinilega mikil, a.m.k. telji hlut- hafar í fyrirtæki hans svo vera. Hennar sér þó ekki sérstaklega stað í samfélaginu, svo ég viti til. Nema þá kannski á bankareikn- ingum tiltekinna einstaklinga. Nú er algengt að mönnunum með ofurlaunin sé hrósað fyrir þau afrek sem þeir endalaust eru að vinna í útlöndum. Og þeir fá að komast upp með að tala um að starfsemi fyrirtækja þeirra sé í „alþjóðlegu umhverfi“, þess vegna verði að borga þeim há laun. Þetta eru til dæmis rök Sig- urðar Einarssonar, starfandi stjórnarformanns KB banka, í við- tali í nýjasta hefti Frjálsrar versl- unar í tilefni þess að blaðið hafði valið hann og Hreiðar Má Sig- urðsson menn ársins í íslensku viðskiptalífi. Hvernig á að meta sanngjörn laun? er Sigurður semsé spurður. Og svar hans er svona: „Það er auðvitað eilíf umræða í gangi um þau efni. Eru eðlileg laun stjórn- enda hundraðföld laun gjaldkera? Ég held það hafi ekkert upp á sig að bera þetta saman.“ Og svo hefur stjórnarformaður- inn ekkert meira um það að segja og því miður er hann ekki spurður frekar. Það væri áhugavert að heyra Sigurð Einarsson takast á við spurninguna í alvöru. Önnur rök fyrir ofurlaunum í veröld hins firrta auðvalds eru þau að ofurlaunaforstjórarnir beri svo mikla ábyrgð, taki daglega svo mikla áhættu í starfi. Um þetta segir Jón G. Hauks- son ritstjóri í leiðara Frjálsrar verslunar að „gæðunum sé óhjá- kvæmilega misskipt í slíku kerfi [eins og því íslenska, þar sem vindar frelsis og markaðshyggju blása nú loksins] þar sem þeir sem taka áhættuna njóta bæði ágóðans og taka á sig tapið fari allt á versta veg“. Og hver er síðan þessi ábyrgð sem forstjórarnir þurfa að axla og skýrir ofurlaun þeirra? Hún reyn- ist engin því að við starfslok þeirra eru þeir leystir út með feit- um tékka, eins og dæmin sanna. Sem er út í hött miðað við þessi kapítalísku sjónarmið, sem hér liggja til grundvallar. Hér bilar einfaldlega kapítalisminn – og þarfnast því lagfæringar við. Bilaður kapítalismi „Það er auðvitað eilíf umræða í gangi um þau efni [hvernig meta eigi sann- gjörn laun]. Eru eðlileg laun stjórn- enda hundraðföld laun gjaldkera? Ég held það hafi ekkert upp á sig að bera þetta saman.“ VIÐHORF Davíð Logi Sigurðsson david@mbl.is Sigurður Einarsson í Frjálsri verslun, 11. tbl. 2005 Bónus Gildir 05. jan - 08. jan verð nú verð áður mælie. verð Sjófryst ýsuflök roðflett ............... 489 699 489 kr. kg Þorskbitar roð og beinlausir ........ 599 799 599 kr. kg Hrefnukjöt frosið ........................ 199 399 199 kr. kg Hákarl í bitum, 100 g ................. 399 0 3.990 kr. kg Haframjöl .................................. 79 89 79 kr. kg Euroshopper musli ..................... 159 0 159 kr. kg Euroshopper rískökur ................. 59 0 590 kr. kg Amerískar rúsínur, 500 g ............ 105 129 210 kr. kg Harðfiskbitar, 200 g ................... 999 0 4.995 kr. kg Harðfiskur ýsa með roði, 400 g ... 1299 1599 3.247 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 05. jan - 07. jan verð nú verð áður mælie. verð FK jurtakryddað lambalæri.......... 998 1859 998 kr. kg Lambakótilettur ......................... 998 1.298 998 kr. kg London lamb frá kjarnafæði........ 1.077 1.539 1.077 kr. kg Lamba ribeye ............................ 1.998 2.798 1.998 kr. kg Roast beef í neti ........................ 1.598 1.998 1.598 kr. kg Kjörís konfekt ísterta 12manna ... 995 1.398 995 kr. stk. Pepsi 4x2L ................................ 498 596 125 kr. stk. Rauð epli .................................. 95 129 95 kr. kg Appelsínur ................................ 95 129 95 kr. kg Gul epli ..................................... 95 129 95 kr. kg Hagkaup Gildir 05. jan - 08. jan verð nú verð áður mælie. verð Laxaréttur m/chilli og engifer ...... 989 1664 989 kr. kg Lambalæri Kjötborð ................... 899 1298 899 kr. kg Myllu Heilsubrauð...................... 179 305 179 kr. stk. Trópi nýpressaður appels.safi...... 268 335 268 kr. l. Trópi appelsínusafi 1ltr ............... 158 198 158 kr. l. Krónan Gildir 05. jan - 11. jan verð nú verð áður mælie. verð Móa kjúklinga læri magnp. ......... 359 599 359 kr. kg Móa kjúklinga leggir magnp. ....... 389 599 389 kr. kg Móa grillaður kjúkl.kaldur ........... 489 699 489 kr. stk. Goða vínarpylsur 10 stk. ............ 265 442 265 kr. pk. Start músli 4 teg........................ 149 190 149 kr. pk. V8 grænmetissafi 354 ml. .......... 45 0 45 kr. stk. Wasa Knackis Sesam / hvítlauks 149 189 149 kr. pk. Líf ferskur appelsínusafi 1.ltr....... 159 189 159 kr. ltr Bounty Select eldhúsrúllur 3 stk.. 399 449 399 kr. pk. Ariel Regular þvottaefni 3,3 kg. ... 799 1098 242 kr. kg Nóatún Gildir 05. jan - 11. jan verð nú verð áður mælie. verð Nóatúns þurrkryddað lambalæri.. 1.199 1.598 1.199 kr. kg Nóatúns ungnautahakk pakkað .. 899 1.298 899 kr. kg Santa Maria Soft Tortilla kökur 8" 277 369 824 kr. kg Santa Maria Taco sósa mild........ 149 199 648 kr. kg Santa Maria ostasósa mild......... 187 249 733 kr. kg Santa Maria Burrito krydd........... 112 149 112 kr. pk. Santa Maria Tortilla flögur chili .... 149 199 993 kr. kg Stjörnu ferskt salat .................... 169 225 563 kr. kg Egils Kristall + ........................... 89 125 178 kr. ltr Lýsi Heilsutvenna....................... 699 799 699 kr. pk. Appelsínusafi, ýsa og múslí  HELGARTILBOÐIN | neytendur@mbl.is Það munaði einni krónu ínítján tilfellum af þrjátíuþegar Morgunblaðið kann-aði verð í Bónus Holta- görðum og í Krónunni í Mosfellsbæ í gær. Heildarverð á vörukörfunni í Bón- us er 6.500 krónur og 6.873 krónur í Krónunni. Munur á heildarverði vörukarfanna nemur 5,7%, Bónus í hag. Mestur var verðmunurinn á íssal- ati eða 75%. Kílóið af salatinu kost- aði 148 krónur í Bónus en 259 krón- ur í Krónunni. Þá kostuðu tvö kíló af gullauga kartöflum 149 krónur í Bónus en 51 krónu í Krónunni og nemur verð- munurinn 65,8%. Í Bónus voru fáanlegar kartöflur frá tveimur framleiðendum og við kassa var afgreiðslustúlkan beðin um að taka með ódýrari kartöflurnar en skilja þær dýrari eftir en 30 krón- um munaði á pokunum. Ekki voru aðrar kartöflur á boðstólum á þeim tíma sem blaðamaður var í versl- uninni. Verðmunur á Egils Kristal Töluverður verðmunur var einnig á Egils Kristal í tveggja lítra flösk- um sem kostaði 97 krónur í Bónus en 147 krónur í Krónunni. Þess ber að geta að morgunkornið Cocoa Puffs var í ólíkum pakkn- ingum í Bónus og Krónunni en ein- ungis munaði einu grammi á inni- haldi pakkanna sem báðir voru framleiddir af General Mills. Sá háttur var hafður á við verð- tökuna í gær að blaðamenn fóru í Krónuna í Mosfellsbæ og Bónus í Holtagörðum um hálftvö og keyptu í matinn eftir lista. Að klukkustund liðinni fóru þeir og borguðu fyrir vörurnar á kassa. Matvörurnar voru síðan bornar saman á Morgunblaðinu og að því búnu voru þær gefnar í Konukot. Ekkert tillit var tekið til gæða eða þjónustu í verðkönnuninni. M or gu nb la ði ð/ Á sd ís  VERÐKÖNNUN | Morgunblaðið kaupir í matinn í Bónus og Krónunni 75% verð- munur á íssalati &'()*!   +  &,-,./   +                          0(-*1**'' 23.*), 3*,' 04' 5*)**' 13",6(-*)' 7' ' $,,8 9.':' ;<, &' )!3-;<, (-*7 ;117*&'7,7  =).=,>' ?3"333 > ,43 *">* ! 0&,/' &,*>""&*-=@*'  ),*=@!  A&77*,@"43. B' ,0 ,,@3* 5 .3,@.=,-  4 77,3* C!-3* 5D'.*),>3 )*,E!!*.,*,  !  ,.*),3 , (*F4,7  , 0C1(.&',. 3' )*,&)3 @!*3, ' 0-- CG' 0-- 5D.3*)*' H&9&7*--, ' &'*3&3,,3' 0&'',,7 0=D 3'*6 -,*' I-*&  77&% &C4 ' 3                           ! "                       #                                                                                                                                           !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.