Morgunblaðið - 05.01.2006, Side 36

Morgunblaðið - 05.01.2006, Side 36
✝ Pétur KristþórSigurðsson fæddist í Neðri- Tungu í Fróðár- hreppi í Snæfells- sýslu 17. júlí 1910. Hann lést á hjúkr- unardeild Hrafnistu í Hafnarfirði 27. desember síðastlið- inn. Hann var sonur hjónanna Sigurðar Eggertssonar skip- stjóra, f. á Lamba- vatni í V-Barð. 21. september 1876, d. 6. júní 1922, og Ingibjargar Pét- ursdóttur, f. á Dalli, Snæf. 6. jan- úar 1887, d. 8. ágúst 1959. Systkini hans voru Þorkell Jóhann, f. 18. september 1908, d. 8. febrúar 2005, Guðríður Stefanía, f. 17. júlí 1910, d. 26. apríl 1991, Halldór Eggert, f. 9. september 1915, d. 25. maí 2003, Margrét, f. 5. júlí 1917, d. 10. desember 2002, Þór- arinn Stefán, f. 31. janúar 1922, d. 8. apríl 1994, og hálfbróðir hans samfeðra var Guðmundur, f. 20. ágúst 1899, d. 23. desember 1957. Hinn 15. maí 1936 kvæntist Pét- ur Guðríði Kristjánsdóttur frá Móabúð í Eyrarsveit í Snæfells- sýslu, f. 29. ágúst 1911, d. 11. maí 1992, dóttur hjónanna Kristjáns Jónssonar útvegsbónda, f. 1. nóv- ember 1874, d. 16. febrúar 1967, og Kristínar Gísladóttur, f. 6. júlí 1890, d. 25. janúar 1962. Börn þeirra Péturs og Guðríðar eru: 1) Aðalsteinn, fyrrv. héraðslæknir, f. 7. september 1933, d. 9. janúar 1985, maki Halldóra Karlsdóttir kaupmaður, f. 17. febrúar 1936. Dætur þeirra: Þórdís Brynja, f. 23. október 1960, maki Oddur Hauk- steinn Knútsson, f. 27. ágúst 1961, Guðríður Hlíf, f. 7. september 1965, maki Ragnar Þorgeirsson, f. 23. janúar 1966, Áslaug Helga, f. 16. ágúst 1968, maki Jóhann f. 16. febrúar 1972, maki Karl Gústaf Gústafsson, f. 18. júlí 1970, Helga, f. 1. apríl 1973, maki Jón Skjöldur Karlsson, f. 16. nóvember 1969, og Pétur, f. 17. maí 1979. 6) Sigþór prófessor, f. 17. desember 1943, maki Colleen Mary Péturs- son hjúkrunarfræðingar og ljós- móðir, f. 25. júní 1936. Dætur þeirra: Anna, f. 19. desember 1970, maki Julian Jordan, f. 27. janúar 1971, þau skildu, og Katrín Mary, f. 24. apríl 1972, maki Alist- er Faulkes, f. 14. febrúar 1970. 7) Kristín Guðrún, f. 10. febrúar 1949, d. tveggja vikna. Langafa- börn Péturs eru 49 og fimm langa- langafabörn. Pétur ólst upp í Haukabrekku í Fróðárhreppi til níu ára aldurs en síðan í Suður-Bár í Eyrarsveit til fullorðinsára. Hann stundaði sjó- mennsku til 33 ára aldurs, en hóf þá verslunarstörf hjá útibúi Kaup- félags Stykkishólms í Grundar- firði. Starfaði hann þar samfleytt í 17 ár og síðustu árin sem útibús- stjóri kaupfélagsins. Árið 1960 flutti Pétur með fjölskyldu sína til Reykjavíkur og starfaði þá við verslunarstörf og síðar við fata- verslunina Gefjun. Frá 1963 var hann forstöðumaður vistheimilis- ins í Víðinesi á Kjalarnesi, til árs- ins 1972. Þá varð hann húsvörður Alþingis og starfaði þar í 14 ár samfleytt til ársins 1986, þegar hann lét af störfum. Pétur hefur sinnt margvíslegum trúnaðar- störfum. Hann var einn af stofn- endum verkalýðsfélags Stjörnunn- ar í Grundarfirði og ritari í fyrstu stjórn þess. Þá sat hann um langt árabil í stjórn Hraðfrystihúss Grundarfjarðar og var í hrepps- nefnd Eyrarsveitar í tólf ár og gegndi margvíslegum öðrum trún- aðarstörfum. Einnig var hann um langt árabil í forystusveit fram- sóknarmanna í Grundarfirði. Eftir að Pétur fluttist suður sat hann í hreppsnefnd Kjalarness í fjögur ár. Útför Péturs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Jarðsett verð- ur í Gufuneskirkjugarði. Gunnar Sveinsson, f. 16. mars 1967, og Halldóra, f. 15. ágúst 1972, maki Holger Peter Clausen, f. 9. október 1963. 2) Ingi- björg hjúkrunar- fræðingur, f. 19. ágúst 1937, maki Magnús Karl Péturs- son læknir, f. 7. ágúst 1935. Börn þeirra: Pétur Þór, f. 22. mars 1957, d. 5. sept- ember 1987, maki Gréta Carlson, f. 29. nóvember 1958, þau skildu, Ólafur Tryggvi, f. 13. desember 1960, maki Björg Vilhjálmsdóttir, f. 18. janúar 1965, Magnús Karl, f. 20. ágúst 1964, maki Ellý Katrín J. Guðmundsdóttir, f. 15. september 1964, Atli Freyr, f. 4. desember 1969, maki Steinunn Gestsdóttir, f. 17. júní 1971, og Ásdís, f. 25. júní 1973, maki Auðun Freyr Ingvars- son, f. 31. október 1972. 3) Krist- ján skipstjóri, f. 19. ágúst 1938, maki Erla Magnúsdóttir móttöku- ritari, f. 3. febrúar 1939. Synir þeirra: Magnús Ragnar, f. 6. júní 1967, maki Ingunn Sigurrós Bragadóttir, f. 28. janúar 1969, og Pétur Kristþór, f. 19. apríl 1969. 4) Sigrún ljósmóðir, f. 21. september 1939, maki Björn Ólafsson fyrrv. skólastjóri, f. 30. nóvember 1936. Börn þeirra: Ásta Guðríður, f. 8. nóvember 1963, maki Sigurjón Ív- arsson, f. 11. desember 1964, Sig- rún Birna, f. 4. janúar 1965, maki Eyjólfur Högnason, f. 24. október 1962, og Kolbeinn, f. 19. júní 1970, maki Junko Sakamoto Björnsson, f. 22. apríl 1967. 5) Sigurður Krist- ófer læknir, f. 4. desember 1942, maki Helga Magnúsdóttir leik- skólakennari, f. 16. janúar 1946. Börn þeirra: Brynhildur, f. 26. febrúar 1970, maki Siguringi Sig- urjónsson, f. 4. maí 1971, Kristín, Níutíu og fimm ára æviskeið er langur tími á mælikvarða mannsins. Sérstaklega nú á dögum þegar þjóð- félagið hefur skyndilega breyst úr tiltölulega vanþróuðu samfélagi bænda, verkamanna og sjómanna í háþróað tæknivætt upplýsingasam- félag. Það er ekki allra að standa keikur í slíku umróti með óbilandi bjartsýni á framtíðina og allt sem til framfara horfir. Það var ólýsanleg tilfinning að hlusta á Pétur lýsa því þegar hann heyrði í útvarpi í fyrsta sinn, þá orð- inn tvítugur. Þá var ekkert rafmagn á sveitabæjum en viðtækin gengu fyrir stórum rafhlöðum sem hlaða þurfti reglulega. Eitt sinn þegar leið að jólum var sýnt að rafhlöðurnar mundi ekki endast hátíðarnar. Lagði Pétur þá af stað fótgangandi frá Grundarfirði til Stykkishólms með tvær stórar rafhlöður bundnar í bak og fyrir. Alls tók ferðin þrjá sól- arhringa en heim komst hann fyrir jólin. Pétri fannst þetta ekki vera mikið mál enda aldrei vílað fyrir sér að gera það sem þurfti hverju sinni og lagði það ekki í vana sinn að stæra sig af því sem hann hafði gert. Pétur var aðeins tólf ára gamall þegar faðir hans lést frá sjö börnum. Móðir hans Ingibjörg Pétursdóttir, mikill kvenskörungur, hélt þá áfram búskap að Suður-Bár með aðstoð elstu barna sinna, en Sigurður faðir hans hafði sýnt þá framsýni þegar hann var í siglingum erlendis að líf- tryggja sig. Ingibjörg hafði mjög ákveðnar pólitískar skoðanir og fylgdi Framsóknarflokknum að mál- um. Þessi ákveðna afstaða móður hans til þjóðmála hefur fylgt börn- um hennar sem öll hafa haft ríka samfélagskennd og áhuga á málefn- um samtíðarinnar hverju sinn, og tvö systkininna sátu eitt sinn sam- tímis á Alþingi, Halldór E. fyrir Framsóknarflokkinn og Margrét fyrir Alþýðubandalagið. Pétur var því alinn upp í anda samvinnuhreyf- ingarinnar. Hann tók virkan þátt í starfi ungmennafélags sveitarinnar og síðar stjórnaði hann stúkustarf- semi unglinga og var bindindismað- ur alla ævi. Sá stjórnmálamaður sem Pétur dáði mest var Jónas frá Hriflu, sem í huga Péturs var byltingarmaður sem réðst gegn hinu ríkjandi valdi og var eindreginn málsvari alþýð- unnar. Hann dáði sérstaklega stefnu hans í menntamálum og uppbygg- ingu héraðsskólanna, en menntun var Pétri hjartans mál og enda þótt hann hefði ekki notið framhalds- menntunar hvatti hann og styrkti öll börn sín til framhaldsnáms. Það var honum því mikið ánægjuefni þegar hann heyrði að nýi fjölbrautaskólinn í Grundarfirði var reistur á lóð Sig- urhæða, þar sem þau hjónin bjuggu lengst af fyrir vestan. Því miður auðnaðist honum ekki að sjá þá byggingu né að keyra yfir nýju brúna yfir Kolgrafarfjörð en þetta var ein af þeim ferðum sem hann hafði ráðgert en gat ekki farið. Í Grundarfirði starfaði Pétur í 17 ár sem starfsmaður útibús Kaup- félags Stykkishólms þar af tíu ár sem útibússtjóri. Á starf sitt sem útibústjóra leit hann fyrst og fremst sem þjónustu við fólkið. Í verslunar- erindum fyrir kaupfélagið til Reykjavíkur var algengt að hann þyrfti að sinna margvíslegum per- sónulegum erindum fólks í byggð- arlaginu, enda ekki mikið um ferðir til Reykjavíkur í þá tíð. Á heimili Péturs og Guðríðar var oft mikill gestagangur, bæði vegna starfa Pét- urs sem útibússtjóra kaupfélagsins en ekki síður vegna margvíslegra starfa hans að félagsmálum og sem einn af framámönnum Framsóknar- flokksins í sinni sveit. Síðustu 14 ár starfsævi sinnar var Pétur húsvörður Alþingis. Ég held að það starf hafi fallið honum ákaf- lega vel, enda kominn í nána snert- ingu við pólitíkina sem var hans brennandi áhugamál alla tíð. Hann átti þar gott samstarf við þingmenn allra flokka enda honum víðsfjarri að draga menn í dilka eftir pólitísk- um skoðunum. Þegar ég hugsa til tengdaföður míns þá kemur mér fyrst í hug hversu mikla ánægju Pétur hafði af mannlegum samskiptum. Hann naut þess að tala við fólk og hlustaði allt- af með mikilli athygli og áhuga og tók afstöðu til þess sem um var rætt með eða á móti en skildi alltaf við sína viðmælendur með virðingu og vinsemd. Hann náði sérstaklega vel til ungs fólks og lifnaði allur við að heyra um framtíðaráætlanir þess. Með hjálpsemi sinni sem var honum í blóð borin, átti hann stóran þátt í þeirri samheldni sem einkenndi hans fjölskyldu og á seinni árum stórfjölskylduna. Síðustu 2 ár ævinnar voru Pétri erfið. Minni hans sem alla tíð var með eindæmum gott fór að bregð- ast, sérstaklega nærminnið en liðna tíð mundi hann til hins síðasta. Þrótturinn þvarr jafnt og þétt og að síðustu var hann bundinn í hjólastól og hjáparvana sem ég held að hann hafi átt mjög erfitt með að sætta sig við. Hann hélt þó alltaf reisn sinn, en ég held að hann hafi verið hvíld- inni feginn þegar hann sofnaði útaf. Genginn er sómamaður sem skilaði sínu til samfélagsins og sinna fjöl- mörgu afkomenda. Magnús Karl Pétursson. Afi minn Pétur Sigurðsson lést hinn 27. desember síðastliðinn. Hann var 95 ára gamall og var fjöl- mörgum afkomendum mikil fyrir- mynd. Hann lifði góðu og innihalds- ríku lífi, lengst af með ömmu minni Guðríði Kristjánsdóttur þar til hún lést fyrir 13 árum. Þau lifa skýrt í minningu minni. Nú á tímum óendanlegs upplýs- ingaflæðis verður mér oft hugsað til afa míns. Alla tíð man ég eftir opinni bók á skrifborðinu og dagblaða- bunka sem lesinn var af athygli. Mér er minnistætt hversu gaum- gæfilega hann las hvert orð. Bækur voru lesnar til að læra af þeim. Hvernig hann nam hvert orð vekur mig til umhugsunar hvernig við í hinu mikla flæði upplýsinga nú- tímans veitum hverju lesnu orði hins ritaða texta minni athygli. Iðulega var lestur afa tengdur ættfræði, þjóðháttum eða stjórnmál- um og tengdist nánum böndum lif- andi áhuga hans á líðandi stundu og tengslum nútímans við hið liðna. Ættfræðin var ein leið hans til að tengja nútímann við hið liðna og þannig var alltaf hægt að koma af stað skemmtilegum umræðum við afa. Ættfræðiáhugi hans og ótrúlega gott minni gerði hann að óþrjótandi brunni sagna. Ættfræði hans var laus við bæði fordóma og teprugang. Fólki var lýst eins og það kom hon- um fyrir hugskotssjónir og hann lýsti hvernig útlit, skaphöfn eða jafnvel sjúkdómar fylgdu einstak- lingum og liðuðust niður ættkvísl- ina. Hann fyllti þannig ættfræðina lífi. Annað sem fylgdi afa var stað- festan og bjartsýnin. Hann fylgdi sínum stjórnmálaskoðunum allt frá blautu barnsbeini. Hann lá ekki á skoðunum sínum og var alltaf viss um góðan árangur sinna manna. Svo viss var hann í bjartsýni sinni að hann stóð uppi einn sannspár í get- raun um úrslit þingkosninganna 1979. Það var árið sem Framsókn- armenn unnu stórsigur, juku þing- styrk sinn úr 12 í 17 þingsæti. Hann stóð uppi þann dag sem bjartsýnasti Framsóknarmaður landsins. Minningin um afa minn Pétur Sigurðsson mun lifa með þeim sem hann þekktu og afkomendur þeirra hjóna munu um ókomna framtíð mynda þann minnisvarða sem vitnar um farsæla ævi. Magnús Karl Magnússon. Við andlát afa koma upp í hugann allar þær minningar sem við eigum um hann. Hvað sterkastar eru minningarnar um afa og ömmu á Markarflötinni. Þangað voru allir velkomnir í eldhúsið þar sem sam- verustundirnar áttu sér oftast stað. Þar var afi oftar en ekki í heitum umræðum um stjórnmál. Hann hafði sérstaklega ríka réttlætis- kennd og hafði því mikinn áhuga á því hvernig tekið var á málum á hinu háa Alþingi. Áhugi hans á landsmálunum var einlægur og sprottinn af því að honum fannst það skipta máli hvernig okkur sem þjóð vegnaði og að hópar fólks yrðu ekki útundan í lífsgæðakapphlaup- inu. Allir voru velkomnir að taka þátt í umræðunum á Markarflötinni og afi hlustaði á oft ólík sjónarmið okkar. Hann lá aftur á móti sjaldan á skoðunum sínum og gaf okkur ekkert eftir. En með brennandi áhuga sínum og skemmtilegum um- ræðum hvenær sem tækifæri gafst varð réttlætiskennd hans og áhugi á stjórnmálum okkur sterk fyrir- mynd. Frá síðari árum eigum við ófáar minningar frá sunnudagsmatarboð- unum í Einilundinum. Afi gat haldið öllum hugföngnum með sögum frá æsku sinni á Snæfellsnesi. Þegar reynt er að endursegja þessar sög- ur, uppgötvar maður hversu mik- ilvægur sögumaðurinn er. Einstakt minni afa og smitandi áhugi hans á lífinu gerði það að verkum að hann átti auðvelt með að halda óskiptri athygli allra. Oft á tíðum var upplif- unin eins og að hlusta á suður-amer- ískan rithöfund. Ein sagan leiddi til annarrar og þegar upphafssögunni var lokið hafði maður heyrt margar sögur sem allar gátu verið sjálf- stæðar en voru nauðsynlegar við uppbyggingu aðalsögunnar. Það sem okkur er þó efst í huga þegar við kveðjum hann afa okkar er umhyggja hans fyrir öðrum. Allt fram á síðasta dag var afi að spyrja frétta úr lífi okkar systkinanna og á sinn hógværa hátt sýndi hann manni að hann var stoltur af afkomendum sínum. Afi virtist alltaf vera sáttur við líf- ið og sín afskipti af því. Þannig kvaddi hann þennan heim. Af afa höfum við lært margt og vonandi hlotnast okkur sú gæfa að tileinka okkur þann lærdóm. Atli F. Magnússon og Ásdís Magnúsdóttir. Þegar ég kom fyrst til vetursetu á Alþingi haustið 1982 hafði Pétur set- ið þar fyrir í heilan áratug. Hann var beitarhúsaformaður í Skjald- breið – húsvörður á nútímamáli, en þar var að finna skrifstofur þing- manna í forsköluðum timburhjalli, sem áður hafði verið hótel með vafa- samt rykti. Pétur var því þingreyndur maður, þegar fundum okkar bar fyrst sam- an. En meira máli skipti, að hann var lífsreyndur maður. Hann hafði staðið sína plikt sem sjómaður á yngri árum, staðið fyrir útibúi kaup- félagsins á Grundarfirði, setið bæði í stjórn sjómannafélagsins og frysti- hússins á staðnum og boðið fram krafta sína í sveitarstjórn í sextán ár, þrjú kjörtímabil í Eyrarsveit (Grundarfirði) og eitt á Kjalarnesi. Fyrir Framsóknarmenn með stór- um staf. Því að hann var Framsókn- armaður í húð og hár. Þessu til viðbótar stóðu þau hjón- in, Pétur og Guðríður Kristjánsdótt- ir, fyrir rekstri vistheimilis að Víði- nesi á Kjalarnesi í tæpan áratug. Þar fengu menn inni, sem voru hall- ari undir Bakkus konung en góðu hófi gegndi og gátu ekki hjálpar- laust hætt að drekka, þótt tíminn væri úti. Í Víðinesi eignaðist Pétur marga vini, sem héldu við hann tryggð, meðan lífið entist. Það segir kannski meira um Pétur en þá. Pét- ur fór nefnilega aldrei í manngrein- arálit. Hann var fordómalaus mað- ur. Hann umgekkst vini sína, vistmenn Víðiness, af sömu virðingu (og umhyggju) og okkur, þáverandi utangarðsmenn íslenskra stjórn- mála, sem vorum vistaðir á Skjald- breið undir hans umsjá. Lífið hafði snemma kennt Pétri, að oft má lítið út af bera til að menn ráði því ekki sjálfir í hvorri vistinni þeir lenda. Það var ekki sjálfgefið í upphafi, að krataforinginn að vestan og þessi hægláti Framsóknarmaður yrðu vinir. Enda gerðist það eiginlega án þess við tækjum eftir því. Pétur naut þingsetunnar betur en við hinir flestir af tveimur ástæðum. Hann var ekki kjörinn til þessarar þing- setu og var því frjáls maður og óháður öllu nema stjórnarskránni. Almenningsálitið (skoðanakannanir) komu honum ekki við. Þar að auki spilltu nefndafundir ekki tíma hans. Þetta þýddi, að hann hafði næði til að brjóta til mergjar þau mál sem efst voru á baugi og til að leita lausna. Rökræður við Pétur voru því einatt betri undirbúningur fyrir ræðuhöld á Alþingi en þingflokks- eða nefndafundir, því að Pétur var nær óbrigðult lesinn í efninu. Ég minnist enn þeirra málfunda með ánægju. Ég sagði, að Pétur hefði verið Framsóknarmaður með stórum staf. Það þýddi samkvæmt hans pólitísku kokkabók að vera umbótamaður undir hugsjón samvinnuhreyfingar. Hann var m.ö.o. lærisveinn Jón- asar frá Hriflu og skoðanabróðir ömmu minnar, Guðríðar frá Strand- seljum. Ég hef frá blautu barnsbeini verið hændur að slíku fólki, sem finnur til skyldleika hvert við annað í harðri lífsbaráttu til sjávar og sveita. Þessi hugtök hljóma kannski úrelt – en hugsjónin, sem að baki býr, hún blífur. Pétur Sigurðsson var maður, sem var trúr æskuhugsjón sinni og sýndi það í verki. Þess vegna erum við mörg, sem minnumst hans í kveðju- skyni með hlýhug og virðingu. Jón Baldvin Hannibalsson. PÉTUR SIGURÐSSON 36 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.