Morgunblaðið - 05.01.2006, Side 43
Fleiri minningargreinar
um Bjarnfríði H. Guðjónsdótt-
ur bíða birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga. Höfundar
eru: Anna Björg Stefánsdóttir, Her-
dís Pétursdóttir og Kristmann E.
Kristmannsson og Elentínus Guðjón
Margeirsson.
hún leyfði Þóru systur sinni alltaf að
ráða enda fæddist Þóra mín þremur
tímum á undan og var hún því sjálf-
kjörin stjórnandi. Fríða gerði aldrei
neitt veður úr því og hún spurði mig
stundum að því hvernig væri að búa
með henni og ég svaraði því til að
þetta væri ekkert mál, við leyfðum
henni bara að ráða.
Á aðfangadagsmorgun klukkan 9
hringir síminn og við erum beðin að
koma inn á spítala vegna þess að
Fríðu hefur hrakað mjög. Við erum
komin um tíuleytið á spítalann og þar
eru þá komnar dætur hennar þrjár
ásamt móður hennar, svo og unnust-
ar þeirra Esterar og Eyrúnar og
Þórdís, frænka Fríðu. Læknar til-
kynna okkur að þetta líti ekki vel út
og þeir hefðu gert allt sem í þeirra
valdi stóð en það dygði ekki til. Við
tóku nú þær erfiðustu stundir sem ég
hef lifað. Fríðu hrakaði mjög ört og
ekkert var hægt að gera. Um fjög-
urleytið biður tengdamamma mig
um að keyra sig út í kirkjugarð til
þess að setja krans á leiðið hjá
tengdapabba. Þegar í kirkjugarðinn
er komið er tengdamamma ekki al-
veg klár á hvar leiðið er og ég ekki
heldur. Við keyrðum um garðinn og
leituðum. Skyndilega stöðva ég bíl-
inn og stíg út og geng beint að leið-
inu. Einhver stýrði þessu. Þegar við
komum til baka rétt fyrir fimm er
stutt eftir hjá Fríðu og milli 17 og 18
lýkur þessu. Mér verður litið út um
gluggann á sjúkrahúsinu og það er
eins og tíminn hafi stöðvast. Allt er
svo hljótt og enginn á ferð. Jólin eru
gengin í garð. Fríða mágkona hefur
kvatt þennan heim. Ég þakka góðri
konu samfylgdina og bið þann sem
öllu ræður að vaka yfir dætrum
hennar, unnustum og barnabörnum
sem eru þrjú og eitt á leiðinni svo og
móður og systrum.
Okkar dýpstu ástarþakkir
öll af hjarta færum þér.
Fyrir allt sem okkur varstu,
yndislega samleið hér.
Drottinn launar, drottinn hefur
dauðann sigrað, lífið skín.
Hvar sem okkar liggja leiðir,
lifir hjartkær minning þín.
Þinn mágur,
Margeir Elentínusson.
„Þegar manneskja sem þú elskar
deyr, græturðu öllum tárum sem til
finnast í líkama þínum, en hún mun
ekki koma aftur. Hún er farin að ei-
lífu, tekur með sér brotnar minning-
ar, sem verða að ösku og skilja eftir
sig sál, aleina.“ (Wei Hui)
Fríða frænka. Ég man þegar við
fórum í ferðalag yfir verslunar-
mannahelgina, sváfum í hjólhýsinu
hjá Þóru og Magga. Ég var með frjó-
kornaofnæmi og stundum var kalt á
nóttunni. Einhver skildi eftir kveikt
á prímusnum alla nóttina og þegar
ég vaknaði með stíflað nef leið mér
eins og ég gæti ekki andað þarna
inni. Það var svo heitt og mér fannst
óþægilegt að sofa með opinn munn-
inn. Ég var níu ára. Ég stóð upp pirr-
uð og fór að gráta, ég var alveg viss
um að enginn myndi skilja hvernig
mér leið með þetta ömurlega ofnæmi
nema mamma mín, ég saknaði henn-
ar. Ég gekk að prímusnum og var að
reyna að finna út úr því hvernig mað-
ur ætti að slökkva á honum. Stóð ég
þarna ein skælandi að kafna úr hita
meðan allir hinir sváfu. Þú vaknaðir
og leist á mig þreytulega, lyftir upp
sænginni og gafst mér merki um að
leggjast upp í til þín. Ég var að kafna
úr hita og gat ekki andað með litla
nefinu mínu, auðvitað vissi ég að það
myndi allt versna um helming ef ég
myndi leggjast upp í til þín. Ég lagð-
ist samt sem áður undir sængina hjá
þér og grét hljóðlega meðan þú
straukst bakið mitt og sagðir „svona,
svona Þórdís mín“. Þú vissir það
kannski ef til vill betur en ég, að það
var ekki stíflaða nefið eða hitinn sem
var að angra mig, heldur var það
bara að ég saknaði mömmu minnar,
þú straukst á mér bakið þangað til ég
steinsofnaði undir sæng hjá þér.
Þessi minning liggur svo sterkt í
mér, aðallega vegna þess að engin
orð voru sögð, bara stutt stund sem
við áttum saman sem var mér mikils
virði, því þú, eins og alltaf, þurftir
ekki að segja neitt heldur bara líta
blíðlega á mann og þá vissir maður
hvað þú meintir. Sagt er að augun
séu spegill sálarinnar. Brúnu hvolpa-
augun þín spegluðu hugulsama, ör-
láta en sorgmædda manneskju. Þú
varst alltaf svo dularfull að vissu
leyti, þú sagðir eitt en augun þín
sögðu annað. Maður vissi svo sem að
þér leið ekki alltaf vel, stundum fékk
maður þessa óstjórnlegu löngun til
þess að halda utan um þig og segja
þér að þetta yrði allt í lagi þó svo að
ég vissi ekki hvað það væri sem væri
að angra þig. Ég sé dálítið eftir því
að hafa ekki gert það, en ef ég þekki
þig rétt þá hefðir þú látið sem það
væri ekkert að. Stundum langaði mig
svo rosalega að komast að því hvað
þú værir að hugsa um, því ég veit að
þá lá alltaf eitthvað meira á bak við
þig heldur en þú sýndir, þú varst
gömul sál, ég er alveg viss um það.
Seinast þegar ég sá þig áður en þú
dóst, varstu í Smáralindinni að
kaupa jólagjafir. Þú gekkst framhjá
vinnunni minni, bankaðir á glerið og
vinkaðir mér. Ég var í miðri af-
greiðslu þannig að þú vildir ekki
trufla. Mér fannst þú ekki líta vel út,
ég sá að þér leið ekki vel þó svo að þú
brostir til mín. Ég man að mig lang-
aði að taka utan um þig þarna og
kyssa þig á kinnina og bara segja hæ.
Núna seinustu árin var maður
nánast alveg hættur að sjá þig brosa
eða hlæja. Ég er nú samt frekar stolt
af því að ég grætti þig eitt skiptið af
hlátri þegar við vorum að vinna sam-
an uppi á Leifsstöð. Ég hafði sem
sagt verið ein að vinna niðri á Arctic,
og það hafði ekkert verið að gera. Ég
ákvað bara að fara og pússa barborð-
ið svo ég gæti haft eitthvað fyrir
stafni. Þar sem barborðið var úr stáli
voru til sérstakar þurrkur til að
pússa það. Ég setti á mig latex-
hanskana og dró fyrstu þurrkuna úr
dollunni. Meðan ég gerði þetta fyllt-
ist barinn skyndilega af fólki, þannig
að ég ákvað gáfulega að troða þurrk-
unni aftur ofan í dolluna með þeim
afleiðingum að ég festi puttann í
þrönga gatinu sem maður dró þurrk-
urnar úr. Ég reyndi að toga og toga
puttann upp úr dollunni en hann sat
þarna bara pikkfastur. Ég snerist
þarna í hringi eins og einhver algjör
hálfviti og vissi ekkert hvað ég ætti
að gera. Fólkið frammi var farið að
hringja bjöllunni á barnum og putt-
inn minn sat ennþá sem fastast í
þessari blessaðri dollu, þannig að ég
ákvað að fara fram og spyrja fólkið
hvað ég gæti fært þeim og faldi nátt-
úrlega höndina fyrir aftan bak. Ég
stóð þarna í kvíðakasti og kinkaði
kolli til fólksins og fylgdist ekkert
með hvað það var að biðja um þar
sem ég var farin að hafa dálítið mikl-
ar áhyggjur af puttanum mínum sem
ég var hrædd um að myndi bara
detta af á endanum af blóðleysi. En á
endanum náði ég að rífa puttann upp
úr gatinu með mjög sársaukafullum
afleiðingum og miklum dofa. Ég
sagði þér síðan þessa sögu þegar við
fórum í mat og þú hlóst, mikið, og er
ég fegin að ég hafi látið þig gleyma
öllum áhyggjunum þínum í nokkrar
mínútur.
Þú varst yndisleg manneskja og er
ég ánægð að þú hafir verið partur af
mínu lífi. Þó svo öll tár sem við grát-
um færi þig ekki aftur til baka, þá
svo sannarlega hefur þú haft sterk
áhrif á okkar líf sem gera okkur að
þeim manneskjum sem við erum í
dag, og berum öll lítinn vott af Fríðu
í okkur.
Þín frænka,
Þórdís Nadia.
Við bjuggum öll í Blesugrófinni,
Fríða og Þóra á B-götunni, Jói á D-
götunni, Þorri í Hlíðargerði og við
inni í Hlíð. Við vorum heimagangar
hjá Guðjóni, Láru, Ernu og tvíbura-
systrunum og þau hjá okkur. Fjöl-
skyldan var mjög mikið saman en
það var að stórum hluta vegna þess
að Bjarnfríður amma og Hjörtur afi í
Hlíð tengdu okkur saman sterkum
böndum. Í Blesugrófinni var gott að
leika sér og Elliðaárnar heilluðu okk-
ur krakkana. Það var ósjaldan sem
við fengum ekki að fara aftur út eða
vorum jafnvel háttuð inn í rúm þar
sem við vorum búin með öll þurr föt.
Þegar Fríða og Þóra fluttu svo
upp á Gunnarshólma (við litum þann-
ig á að þær hefðu flutt og aðrir fjöl-
skyldumeðlimir með) færðist þunga-
miðjan þangað. Þetta var sveitin sem
við vildum öll eiga. Þarna var lífið og
fjörið. Þá var ýmist gist saman í
Gunnarshólma eða í Hlíð. Það gekk
þó ekki alltaf áfallalaust því einu
sinni þegar þær systur gistu hjá okk-
ur fór litli dýravinurinn Fríða að
klappa nágrannahundi sem svaraði
með því að bíta stórt stykki úr auga-
brúninni á henni og bar hún þess alla
tíð merki. Við vorum mjög mikið
saman og á milli okkar ríkti sterk
vinátta.
Á unglingsárunum var mikið brall-
að. Oft var farið á rúntinn, á sveita-
böll og jafnvel var fyrsta utanlands-
ferð Fríðu og Þóru farin með okkur
frændsystkinunum. Það var ferð til
Kaupmannahafnar 1973, sem við
krakkarnir skipulögðum þegar við
fengum laus sæti í íþróttaferð Fylk-
is. Allt gekk svo vel þótt við værum
bara 16–18 ára. Og ekki voru þær
síðri ferðirnar okkar um verslunar-
mannahelgarnar í gegnum árin um
allt land með og án veiðistanganna.
Við þökkum samfylgdina um leið og
við kveðjum Fríðu frænku með djúp-
um söknuði.
Elsku Ester, Eyrún, Elva Rut,
Lára, Erna og Þóra, við sendum ykk-
ur og ykkar fjölskyldum innilegustu
samúðarkveðjur.
Smári og Rósa.
Elsku Fríða mín, við áttum ekki
von á því að þurfa að kveðja þig
svona snemma, kæra frænka og vin-
kona, en því miður er sú stund runn-
in upp að þú ert tekin frá okkur í
blóma lífsins, alltof snöggt. Erfitt
finnst okkur að skilja hvað almætt-
inu gengur til þegar svona ung kona
er tekin burt frá okkur.
Við áttum margar góðar stundir
saman í gegnum árin í ferðum um
verslunarmannahelgar og aðrar
uppákomur. Einnig minnumst við
ómetanlegra stunda sem við höfum
átt saman uppi í bústað þegar þú
komst til okkar þangað. Síðast fórum
við saman til Minneapolis með Elsu
og Ester og var þá ofsalega gaman
hjá okkur og áttum við eftir að hitt-
ast og halda myndakvöld. Það hefði
átt að vera núna eftir áramótin.
Einnig ætluðum við að hafa þetta ár-
lega ferð að fara svona saman, en það
verður ekki, elsku Fríða. Nú munum
við bara þessa einu ferð og erum afar
þakklátar fyrir að hafa fengið að fara
hana með þér og munum við varð-
veita þá minningu að eilífu. Við vor-
um svo heppin að fá að eyða miklum
tíma með þér í haust sem leið þar
sem þú komst til að vinna hjá okkur
og erum við þér afar þakklát fyrir
þær samverustundir sem við áttum
með þér þar og er þín sárt saknað.
Við gætum haldið endalaust áfram
að tala um minningarnar sem við eig-
um um þig, en nú geymum við þær
bara í hjarta okkar, elsku Fríða.
Við biðjum góðan guð að styrkja
og styðja móður þína, stelpurnar
þínar, systur, barnabörn og fjöl-
skyldu sem eiga um sárt að binda á
þessari sorgarstundu.
Blessuð sé minning þín, elsku
Fríða.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guði þeirri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Jóhannes, Rósa, Pétur, Sigvaldi,
Elsa og Jóna Dís.
Elsku Fríða, það er erfitt að setj-
ast niður og eiga að kveðja þig með
nokkrum orðum, en þar sem ekki
gafst annað tækifæri til þess ætla ég
aðeins að líta yfir farinn veg. Ég fékk
að kynnast þér og Þóru tvíburasyst-
ur þinni afar vel þar sem við komum
úr sömu fjölskyldunni, einnig fékk ég
að dvelja með ykkur sumarlangt og í
fríum meðan þið bjugguð á Gunnars-
hólma og eru þær minningar afar
ljúfar. Oft var afar barnmargt á
heimilinu þegar frændsystkini voru
saman komin og ýmislegt brallað.
Árin liðu, við hurfum til ýmissa
starfa eða fórum í nám en alltaf héld-
um við sambandi, hittumst nokkrum
sinnum á ári, fórum saman í útilegur
og héldum þorrablót með hinum
frændsystkinunum, en síðan lagðist
þetta af og sambandið varð ekki eins
mikið og áður. Við stofnuðum saman
efnalaugina Tilþrif sem við rákum
ásamt mökum okkar um nokkurn
tíma. Þú fluttist til Namibíu og
dvaldir þar í nokkur ár en hafðir
samband í gegnum internetið og eins
þegar þú komst heim í frí, þannig að
alltaf var samband á milli.
Eftir að þú fluttist aftur heim ætl-
uðum við alltaf að hittast, en ekki
vannst tími til þess. Fríða, mig lang-
ar að þakka þér fyrir allt, allar þær
stundir sem við áttum og eyddum
saman. Elsku Lára, Erna, Þóra, Est-
er, Eyrún, Elfa og fjölskyldur, megi
Guð styrkja ykkur í sorginni.
Kveðja.
Þorri.
Kæra Fríða frænka. Andlát þitt
bar svo fljótt að, að ég ásamt mörg-
um öðrum hef ekki gert mér grein
fyrir því ennþá. Þú komst mér marg-
oft í móðurstað í gegnum lífið og er
mér sérstaklega minnisstætt þegar
þú og dætur þínar Eyrún og Elva
tókuð mig með í utanlandsferð til
Portúgals. Mér tókst kvöld eitt að
læsa ykkur frænkurnar úti á svölum
og dansaði svo stríðsdans inni á hót-
elherberginu voðalega stoltur. Í
þessari sömu ferð ákváðum við að
fara á ströndina með uppblásnar
vindsængur og kúta og ég var alveg
pottþéttur á því hvaða leið átti að
fara og eftir nokkurra kílómetra
göngu þar sem byggð var um það bil
að hætta ákváðum við að stoppa á
kaffistað og hringja á leigubíl og
hann keyrði svo alla leiðina sem við
höfðum gengið til baka í steikjandi
hitanum.
Alltaf þótti mér gaman að koma í
pössun hjá þér þegar ég var lítill en
Nonni fyrrverandi eiginmaður þinn
huldi alltaf andlit sitt með morgun-
blaðinu í sófanum og þóttist ekkert
sjá þegar ég lét eins og brjálaður
villimaður í öllum húsgögnum og
gardínum.
Ég trúi því þó að þú hafir ekkert
kippt þér upp við þetta eins og með
svo margt annað og þakka ég þér
fyrir að hafa umborið mig með þinni
ást og alúð, eins mikill prakkari og
ég var í gegnum ævina. Sem betur
fer er ég mjög trúaður á lífið eftir
dauðann og les mikið um andleg mál-
efni. Á svona tímum hjálpar það mér
mikið og er enginn vafi fyrir mér að
við munum hittast aftur þegar þar að
kemur. Ég vil þakka þér fyrir sam-
fylgdina í gegnum lífið og bið al-
mættið að hlúa vel að ættingjum og
vinum sem sitja eftir í sorginni.
Þinn frændi,
Margeir Einar Margeirsson.
Elsku Fríða amma og frænka.
Okkur langar til þess að þakka þér
fyrir allt það sem þú varst okkur í líf-
inu. Við geymum í hjarta okkar
minningar um margar góðar stundir
með þér. Þú varst alltaf svo góð og
blíð við okkur, okkur þótti gott að
vera í návist þinni. Það er ekki öllum
gefið að eiga svona góða ömmu og
frænku, fyrir það viljum við þakka.
Þegar þú varst úti í Namibíu var
erfitt að vera án þín og er það einnig
núna. Við ætlum að reyna að standa
okkur í lífinu því það hefðir þú viljað.
Ástarkveðjur.
Telma Rún og Sara Dögg.
Aðventan er sá tími sem fólk vill
njóta með ástvinum sínum, hlúa
hvert að öðru og gleðjast yfir fæð-
ingu frelsarans. En hinn almáttugi
skapari mætir okkur þegar við síst
eigum von á. Á aðfangadag tók hann
í fang sér kæra vinkonu okkar, hana
Fríðu.
Við kynntumst tvíburunum Fríðu
og Þóru sem unglingsstúlkur og höf-
um haldið tryggð við þann vinskap
síðan, þótt við hittumst sjaldnar síð-
ustu árin. Alltaf þegar við hittum
Fríðu var eins og við hefðum hist í
gær. Hún eins og áður, með rólegt
yfirbragð og sjarmerandi dulúðugt
augnaráð geislandi af þokka. Fríða
var perla og þannig munum við
minnast hennar.
Ég hef augu mín til fjallanna:
Hvaðan kemur mér hjálp?
Hjálp mín kemur frá Drottni,
skapara himins og jarðar.
Hann mun eigi láta fót þinn skriðna,
vörður þinn blundar ekki.
Nei, hann blundar ekki og sefur ekki,
hann, vörður Ísraels.
Drottinn er vörður þinn,
Drottinn skýlir þér,
hann er þér til hægri handar.
Um daga mun sólarhitinn eigi
vinna þér mein,
né heldur tunglið um nætur.
Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu,
hann mun vernda sál þína.
Drottinn mun varðveita útgöngu þína
og inngöngu
héðan í frá og að eilífu.
(Sálmur 121.)
Við vottum dætrum Fríðu og fjöl-
skyldu samúð okkar vegna ótíma-
bærs fráfalls vinkonu okkar.
Elsku Þóra, hugur okkar er hjá
þér á þessari stundu. Megi Drottinn
vaka yfir þér og hugga.
Ágústa, Olga Dagmar, Ólöf,
Þórdís og Sigríður.
Mín hjartkæra vina, hniginn þinn
hinsti ævidagur,
hugljúf er þín minning og skín sem
geisli fagur.
Um yndislegu og góðu æskuárin
heima, og öll þín mörgu gæði er liðn-
ar stundir geyma.
Þótt okkar leiðir skildu þín ástúð
breytti engu, hún ætíð var hin sama
að þínum hinsta degi.
Slík vinátta er gull, sem ég geymi í
þökk og trega og glaðar vinastundir,
sem ég blessa ævinlega.
Með ástarþökk og trega ég kveð
þig heitu hjarta
Hjá mér vakir minning hlýja fagra
og bjarta um yndislega konu og yljar
gegnum tárin við okkar hinstu
kveðju ég blessa liðnu árin.
(Ingibjörg Sig.)
Elsku Fríða mín. Með þessum orð-
um kveð ég þig.
Mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur til móður, dætra, barnabarna,
systra og annarra aðstandenda.
Sjáumst. Ástarkveðja.
Þín vinkona
Þorbjörg E. F. Friðriksdóttir
(Bobbý).
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 43
MINNINGAR
Ástkær systir mín og föðursystir okkar,
DROPLAUG PÁLSDÓTTIR
frá Grænavatni,
Espigerði 10,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Skútustaðakirkju á morgun,
föstudaginn 6. janúar, kl. 14.00.
Þorgeir Pálsson,
Páll Þorgeirsson,
Sigurgeir Þorgeirsson,
Hólmfríður Þorgeirsdóttir
og fjölskyldur.