Morgunblaðið - 05.01.2006, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
KRISTÓFER Már Kristinsson
háskólanemi fjallaði um landbún-
aðarhagfræði í Morgunblaðinu 22.
desember. Þar sneri hann út úr
nokkrum ábend-
ingum sem ég lagði
inn í umræður um
matarverð á und-
anförnum vikum, þar
sem ég vakti m.a. at-
hygli á að almennt
megi finna sterkt
samband milli verð-
lags (alls verðlags,
ekki einungis mat-
arverðs) og raun-
tekna. M.a. er á vef
BÍ, www.bondi.is, að
finna graf sem unnið
er af dönskum hag-
fræðingum, ásamt greinargerð,
sem sýnir þetta svo að ekki verð-
ur um villst, og jafnframt að með-
alrauntekjur á Íslandi árið 1998
voru hærri en í mörgum löndum
ESB.
Hvað sagði hver?
Svo að enginn þurfi að velkjast
í vafa þá hef ég hvergi sagt að
laun nokkurrar starfstéttar á Ís-
landi séu of há eða að verð á mat-
vörum geti ekki verið lægra. Ég
hef hins vegar bent á ýmis atriði
sem hafa áhrif á matarverð, önn-
ur en innflutningstollar á til-
teknum flokkum búvara. Enginn
hefur t.d. ennþá skýrt af hverju
verð á brauði og kornvörum er
67% hærra hér á landi en í ESB.
Enginn hefur heldur minnst á að
vextir eru hærri hér á landi en
víðast hvar í kringum okkur, ein-
hvers staðar þarf að ná inn
tekjum fyrir þeim kostnaði. Í
samnorrænu skýrslunni sem Sam-
keppniseftirlitið kynnti á dög-
unum er a.m.k. á tveimur stöðum
(bls. 7 og 17) vikið að því að
ástæður fyrir hærra verði á mat-
vörum á Norðurlöndunum geti átt
rætur að rekja til lægri fram-
leiðni, eða þess að kostnaður, s.s.
laun eða hagnaðar-
krafa, sé hærri þar
en annars staðar í
Evrópu. Á bls. 25 er
og að finna töflu sem
sýnir samanburð á
launum í iðnaði og
þjónustu í Evrópu ár-
ið 2002, þar sem Ís-
land er í næstefsta
sæti. Sú hagfræði að
verð, þar á meðal á
matvörum, sé háð
kostnaði við versl-
anarekstur, þar á
meðal launakostnaði,
er því ekki uppfinning á einhverri
skrifstofu uppi í Bændahöll.
Líflegt hugarflug
Sá málflutningur að bændur
vilji hafa vinnuhjú í vistarbandi
og að á fjölskyldubúum sé stund-
uð barnaþrælkun er dapurlegur.
Söguskýring Kristófers (sem ef
ég man rétt var í eina tíð sögu-
kennari í uppsveitum Borgar-
fjarðar) er hins vegar í besta falli
kostuleg. „Við skuldum sveitunum
engar ölmusur,“ segir hann og
byggir þessa fullyrðingu á því að
landeigendur hafi haldið þjóðinni
í ánauð í þúsund ár. Ég veit ekki
betur en stærstu landeigendur
hér á landi um aldir hafi verið
kirkjan og síðar kóngurinn. Yf-
irstéttin, sem var hinn framlengdi
armur þessara valdaafla, átti
einnig eitthvað af jörðum. Að
tengja þetta við landbúnaðar-
stefnu og matvælaverðsumræðu
nú á dögum sýnir ótrúlega líflegt
hugarflug greinarhöfundar.
Um hvað fjallar skýrsla
Samkeppniseftirlitsins?
Skýrsla Samkeppniseftirlitsins,
sem valdið hefur öllu þessu
fjaðrafoki, er öll hin fróðlegasta. Í
henni er skýrt tekið fram, bæði í
upprunalegu útgáfunni af skýrslu
systurstofnananna á Norðurlönd-
unum og því sem Samkeppniseft-
irlitið setti í íslenska textann við
kynningu skýrslunnar, að
„...rannsóknin, sem um ræðir tek-
ur, hvorki til landbúnaðarstefnu
né fiskveiðistefnu norrænu þjóð-
anna þó hvort tveggja hafi vissu-
lega áhrif á verð matvöru og sam-
keppni á norrænum matvöru-
mörkuðum“. Skýrslan fjallar hins
vegar nokkuð ýtarlega um sam-
keppni á smásölumarkaði og rakt-
ar eru tillögur til að stuðla að
aukinni samkeppni.
Ég skora á áhugamenn um
skýrsluna að snúa sér að raun-
verulegu efni hennar en þar koma
oft fyrir hugtök eins og kaup-
endastyrkur, takmarkað aðgengi
nýrra birgja, greiðslur fyrir hillu-
pláss o.s.frv.
Líflegt hugarflug háskóla-
nemans Kristófers Más
Erna Bjarnadóttir svarar grein
Kristófers Más Kristinssonar
um landbúnaðarmál ’Svo að enginn þurfi aðvelkjast í vafa þá hef ég
hvergi sagt að laun
nokkurrar starfstéttar á
Íslandi séu of há eða að
verð á matvörum geti
ekki verið lægra.‘
Erna Bjarnadóttir
Höfundur er forstöðumaður fé-
lagssviðs Bændasamtaka Íslands.
NÝVERIÐ vakti ég athygli á því í
grein hér í blaðinu að eftirtalin emb-
ætti, þ.e. ríkislögreglustjóri, rík-
issaksóknari og dómsmálaráðu-
neytið, neituðu mér
um nýja opinbera
rannsókn á fjárreiðum
Vestur-Land-
eyjahrepps. Neitun
þessara aðila lá fyrir
með bréfum um ára-
mótin 2001–2002. En
þá var komið í ljós að
fyrri rannsókn sem
KPMG framkvæmdi
var gerð með miklum
rangindum. Ákærur
upplognar frá rótum,
tvíákært fyrir sömu
hluti og fleira er alvar-
lega athugavert við
málsmeðferðina.
Framundan er ellefti
dómur án lögmætra
sakarefna.
Hæstiréttur benti
mér á það seint og um
síðir að fara fram á
dómkvatt mat um sérfræðileg atriði
málsins. Það var gert og matið
hreinsaði mig af öllum ákærum.
Héraðsdómur og Hæstiréttur taka
hins vegar ekkert mark á nið-
urstöðum dómkvadds matsmanns og
dæma mig sekan slag í slag. Þar er
einkum stuðst við skýrslu og fram-
burð Einars Sveinbjörnssonar end-
urskoðanda, sem hefur logið upp á
mig sökum, og var þó ekki dóm-
kvaddur til þeirra ógæfuverka.
Nú stendur yfir bókhaldsrann-
sókn á mínum vegum og er hún unn-
in af óhlutdrægum aðila og verður
hún greidd af mér. Ég er staðráðinn
í að fá botn í og hnekkja þeim rang-
indum sem ég er beittur. Gildir þá
einu af hvaða rótum
þau eru runnin en það
upplýsist trúlega í kjöl-
farið.
Nú um hátíðirnar var
gert fjárnám í eigum
mínum vegna máls-
kostnaðar síðustu
tveggja dóma að kröfu
Rangárþings Eystra.
Hefur þá hreppnum áð-
ur verið dæmdur hluti
af eigum mínum, eða
það sem KPMG færði
ranglega til skuldar á
viðskiptareikning minn
kr. 1.207.000 vegna
skulda Vestur-
Landeyjahrepps fyrir
utan önnur fjárútlát
mín vegna skulda þess
sveitarfélags. Það er
vert að geta þess að
hnífurinn til að skera
mig er falinn fyrrverandi lögmanni
mínum, Jóni Höskuldssyni, sem
ávíttur hefur verið fyrir aðkomu sína
að máli mínu. Smekkleysið er full-
komnað.
Er ekki rétt að skoða öll gögn
málsins áður en lengra er haldið í að-
förinni að mér?
Það er vont að
vera hræddur
við sjálfan sig
og sannleikann
Eggert Haukdal fjallar um
rannsókn á fjárreiðum Vestur-
Landeyjahrepps
Eggert Haukdal
’ Ég er staðráð-inn í að fá botn í
og hnekkja þeim
rangindum sem
ég er beittur.‘
Höfundur er fv. alþingismaður.
FYRIR nokkru efndi Íþrótta- og
ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) til
fundar um afreksíþróttir. Tvö erindi
voru flutt. Hið fyrra af Viðari Hall-
dórssyni, lektor við KHÍ, um rann-
sókn á afreksfólki í
íþróttum sem hann og
Óskar B. Óskarsson
höfðu gert í þeim til-
gangi að svara spurn-
ingunni: „Hvað þarf til
að ná árangri?“ Síðara
erindið flutti Kristinn
Reimarsson, sviðs-
stjóri Afrekssviðs ÍSÍ.
Í því fjallaði hann um
afreksstefnu ÍSÍ og
einstakra sérsambanda
þess. Á vefsíðu ÍSÍ má
sjá glærur sem sýndar
voru á fundinum. Bæði
erindin voru fróðleg og
athyglisverð. Fram komu for-
vitnilegar upplýsingar sem vænt-
anlega hafa komið mörgum af þeim
sem á hlustuðu á óvart.
Erindin tvö urðu þeim, sem þetta
ritar, tilefni til hugleiðinga um stöðu
íþróttarannsókna og faglegrar um-
ræðu um íþróttir á Íslandi. Íþróttir
skipa stóran sess í okkar samfélagi
og íþróttahreyfingin telur sig hafa
mörgum hlutverkum að gegna. Sé
hún efld verður starfið markvissara
og auðugra í alla staði. Þess vegna er
ástæða til að spyrja: „Á hvaða stigi
eru íþróttarannsóknir á Íslandi í
dag? Og hvar fer fræðileg umræða
um íþróttir fram?“ Einnig mætti
spyrja: “„Hvar væri hægt að birta
áðurnefnd erindi og gefa áhuga-
mönnum kost á að skiptast á skoð-
unum um efni þeirra?“
Trúlega vefst mörgum
tunga um tönn þegar
svara skal þessum
spurningum. ÍSÍ hefur
hætt útgáfu Íþrótta-
blaðsins. Það blað gat
verið vettvangur fyrir
fræðileg skrif um
íþróttir ef vilji og áhugi
hefði verið fyrir hendi.
Það er brýnt að
íþróttaforustan í land-
inu leggi sig fram um
að efla fræðimennsku í
íþróttum og jafnframt
að stuðla að líflegri um-
ræðu um starfsemi sína og íþróttir
yfirleitt. Hún verður að hvetja til
dáða. Þörf er á átaki í þessum efnum.
Hvað ber að gera? Eitt af því sem
til greina kemur að gera er að skapa
vettvang þar sem hægt er að kynna
íþróttarannsóknir (innlendar sem
erlendar) og birta hvers kyns við-
horfa- og fræðigreinar um íþróttir.
Það er lítið gagn í því að sinna rann-
sóknum og fræðiiðkunum ef hvergi
er hægt að koma afrakstrinum á
framfæri. Hvernig væri t.d. að ÍSÍ
og hin öflugu sérsambönd þess könn-
uðu í alvöru hvort útgáfa á fræðilegu
tímariti (blaði) geti verið fýsilegur
kostur? Hvers vegna ætti ÍSÍ ekki
að geta gert það þegar mörg samtök,
m.a. íþróttasamtök, gefa út mynd-
arleg blöð eða tímarit, jafnvel nokk-
ur á ári hverju. Tímaritið Golf á Ís-
landi kemur upp í hugann. Annar
vænlegur kostur er að koma upp
hentugri vefsíðu á netinu. Þar eru
möguleikarnir ótæmandi. Sjálfsagt
er að skoða fleiri möguleika. Það
kostar eflaust talsverða fjármuni að
hefja útgáfu á tímariti um íþróttir
eða byggja upp vefsíðu á netinu.
Varla er sá kostnaður þó óyfirstíg-
anlegur öflugum samtökum. Svo er
þess að gæta að ÍSÍ þarf ekki að
standa eitt að slíku framtaki. Þvert á
móti væri það æskilegt að það hefði
samstarf við önnur íþróttasamtök í
þessum efnum, m.a. samtök utan
ÍSÍ.
Eflum fræðilega
umfjöllun um íþróttir
Ingimar Jónsson fjallar um
fræðilega þekkingu innan
íþróttahreyfingarinnar ’Fræðileg þekking ermikilvæg fyrir allt starf
hreyfingarinnar. Hún er
mikilvæg fyrir íþrótta-
þjálfun, fyrir skipulags-
mál hreyfingarinnar,
fræðslu og ekki síst fyr-
ir uppeldi íþróttaæsku
landsins.‘
Ingimar
Jónsson
Höfundur er íþróttafræðingur.
BÓKAÚTGÁFAN STÆ ehf. hefur
gefið út fræðiritið Og ég skal hreyfa
jörðina – forngrísku stærðfræðing-
arnir og áhrif þeirra
eftir Jón Þorvarðarson.
Bókin fjallar um
frumherja og þróun
stærðfræðinnar frá því
á áttundu öld fyrir
Krist allt fram á okkar
daga og spannar þann-
ig hátt í þrjár síðustu
þúsaldir mannkynssög-
unnar.
Bókin er afar fróðleg
en umfram allt
skemmtileg. Hún höfð-
ar bæði til þeirra sem
eitthvað hafa lært í
fræðunum (og hver
hefur það ekki?), en
ekki síður til náms-
manna og þeirra sem
hafa áhuga á heim-
speki, sagnfræði og
góðum sögum um snill-
inga liðinna alda allt til okkar tíma.
Bókinni er skipt í 15 kafla. Fyrst
fjallar höfundur um grísku borgríkin,
þá um Egypta, Babýloníumenn og
aðdragandann að aldahvörfum í forn-
grískri stærðfræði. Síðan er sagt frá
Spekingunum frá Míletos og í kjölfar-
ið um Pýþagóras og reglur hans, Só-
krates og rökræður hans, Platón og
skóla hans, Aristóteles og orðheppni
hans, Arkímedes og lögmál hans og
Kóperníkus, en tveir þeir síðast-
nefndu „gátu hreyft jörðina“, hvor
með sínum hætti. Svona mætti lengi
telja, en hér verður látið staðar num-
ið.
Höfundur ritar ágætan stíl sem
flæðir hnökralaust fram, enda þótt sí-
fellt sé verið að fjalla um eitthvað nýtt
eða endurbætt frá því
sem áður hafði verið
haft fyrir satt.
Hann er mennta-
skólakennari að starfi
og á mikið lof fyrir að
gefa okkur með eljusemi
sinni kost á að njóta
góðrar bókar, sem á sér
vart hliðstæðu hvað við-
kemur samtvinnun
fræða og ánægju.
Bókin er 704 blaðsíð-
ur að lengd, þar af er
heimildaskrá um 17
blaðsíður þannig að höf-
undur hefur víða leitað
fanga. Þetta gerir bók-
ina afar fjölbreytilega.
Hún er með ótal skýr-
ingarteikningum og fjöl-
mörgum myndum víðs-
vegar að, reyndar eru
þær að hluta til gerðar sérstaklega til
að skreyta hana.
Vandað er til pappírs, leturs, bók-
bands og alls frágangs svo sem efninu
hæfir. Prófarkalestur er til fyr-
irmyndar. Allt þetta gerir bókina að
verðmætri eign þeirra sem kaupa
hana til fróðleiks, skemmtunar eða
uppsláttar. Hún getur gegnt öllum
þessum hlutverkum með sóma.
Skemmtileg
bók um stærðfræð-
inga allra tíma
Ragnar S. Halldórsson fjallar
um nýútkomna bók
Ragnar S. Halldórsson
’Bókin er afarfróðleg en um-
fram allt
skemmtileg.‘
Höfundur er verkfræðingur.
ókeypis
smáauglýsingar mbl.is