Morgunblaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 53 MENNING Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Munið að algengasta orsök kertabruna er röng meðferð kerta Munið að slökkva á kertunum i JÓLAPLÖTUFLÓÐIÐ 2005 bauð einnig upp á fáein dæmi úr hefð- bundnasta kantinum, eins og þessir tveir karlakórsdiskar sýna, er hér eru settir undir sömu fyrirsögn. Þó er engan veginn ætlunin að etja til nánari samanburðar, enda viðfangs- efnin ólík (eina sameiginlega lagið er Smávinir fagrir Jóns Nordal). Hvað getur verið þjóðlegra en stæltur íslenzkur karlakórssöngur? Sú spurning vaknar óneitanlega þeg- ar hlustað er, enda var karlakóra- hreyfingin hér, allt frá fyrstu heima- stjórnarárum og langt fram á lýð- veldistímann, helzti merkisberi þjóðernisstefnu og tónmenntalegs sjálfstæðis út á við. Það er því svolít- ið skondið (en núorðið vonandi sak- laust) að rifja upp, að upphaflega var karlakórssöngurinn ætlaður til höf- uðs engu óþjóðlegri, hvað þá ófrum- legri, söngmennt en kvæðamennsk- unni, sem landsmenn kinokuðu sér til furðu skamms tíma við að bera á borð fyrir útlendinga af einskærri spéhræðslu. En nú er öldin sem bet- ur fer önnur, þökk sé m.a. aukinni og hnattvæddari víðsýni. Lagaval Karlakórs Selfoss, er stendur á fertugu, mótast hér skilj- anlega af dagskrá hans úr söngför- inni sl. sumar til Gimlis í Kanada, þar sem logaði heitasti arinn íslenzkrar þjóðernisvakningar í Vesturheimi. Í sjálfu sér væri ekkert auðveldara en að fljótafgreiða meiripartinn sem hefðbundnar „karlakórslummur“, kæmi ekki til sú vandvefengjanlega staðreynd hvað ættjarðartengdustu lögin eru í þessu tilviki góð – alveg sama hvað sum þeirra kunna að hafa heyrzt oft á tónleikum og á jafn- virðulegum (en kannski stundum fullstöðnuðum) vettvangi og „síðasta lagi fyrir fréttir“ á Rás 1. Til mótvægis við dæmigert efni eins og Sefur sól hjá ægi og Þú álfu vorrar yngsta land eru ögn nútíma- legri alþýðudillur á við Loksins ég fann þig og kannski poppaðasta lag Jóns Ásgeirssonar, Blómarósir – fyr- ir utan alþjóðleg klassísk dæmi eins og Finnlandia [sic] Sibeliusar og Pílagrímakór Wagners úr Tann- häuser. Einnig má nefna jafnsjald- heyrt íslenzkt lag eins og Kirkjuhvol Bjarna Þorsteinssonar, er staðið hef- ur í skugga einsöngsperlu Árna Thorsteinssonar. Söngur hins 44 manna kórs er að jafnaði prýðisgóður og nánast laus við tónsig þrátt fyrir að vera mest- megnis a cappella, þó að örli stöku sinni á hráleika í sterkum söng. Ásamt góðum píanóleik og vandaðri upptöku er því óhætt að mæla með þessum diski, enda prentfrágangur að auki til fyrirmyndar – burtséð frá því að útsetjara er hvergi getið. Karlakórinn Heimir Víðtækur skilningur Heimis- manna á orðinu hátíðasöngvum stóð frómt frá sagt dálítið í mér – einkum m.t.t. óperulaga eins og O mio babb- ino caro (úr „Gi- anni Schicchi“ Puccinis), munka- kórsins úr „Á valdi örlaganna“ eftir Verdi og Tónanna Sjö- bergs, ásamt Austurdal Árna Gunnarssonar og Kirkjunni í daln- um (W. S. Pitts; að mínum smekk tvö slökustu lög disksins) og Smávinum fögrum, perlu Jóns Nordal – sem verða a.m.k. varla sértengd jólahá- tíðinni. En að öðru leyti er að hálfu klassískt lagaval skagfirzka karla- kórsins allfjölbreytt á þessum diski, þrátt fyrir hæggengt og stundum allt að því þunglamalegt hraðaval. Eins og kannski má líka sjá á óupp- gefinni 48½ mín. heildarlengd lag- anna 14. Miðað við beztu reynslu mína af karlakórnum Heimi á tónleikum verð ég að játa, að þessi diskur stóð ekki undir væntingum. Vissulega er söngurinn víða fallega þýður, en því miður vottar líka stundum fyrir óþarflega daufu yfirbragði og tónsigi (Tónarnir, Guðs kristni og víðar), sem skemma því meir fyrir sem hægar og veikar er sungið. Einsöngvararnir standa sig hins vegar oftast með ágætum, og undir- leikur og útsetningar eru flestar mjög frambærilegar – þó að hljóti að verka svolítið hjákátlegt að aðeins raddsetninga stjórnandans sé getið í fylgihefti. Það (heftið) er að auki háð þeim annmörkum að það vantar ein- hverjar textalínur í nr. 13, auk þess sem smá- og daufprentuðu upplýs- ingarnar um flytjendur sjást varla nema í öflugu stækkunargleri. Upptakan virðist aftur á móti í góðu lagi. Tveir karlakórar Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Íslenzkir hljómdiskar Karlakór Selfoss Allt er fertugum fært. 10 íslenzk og 7 er- lend lög. Karlakór Selfoss u. stj. Lofts Erl- ingssonar. Undirleikur: Julian Edward Isa- acs. Hljóðritað í Fella- og Hólakirkju af Sigurði Rúnari Jónssyni. Lengd (óuppg.): 42:30. Útgáfa: KS-03, 2005. Karlakórinn Heimir Heyr himnasmiður. 14 hátíðasöngvar og aðventulög. Karlakórinn Heimir u. stj. Stefáns R. Gíslasonar. Thomas R. Higger- son píanó, Kjartan Sigurjónsson orgel, Berglind Stefánsdóttir flauta. Ein- og tví- söngur: Margrét S. Stefánsdóttir, Helga Rós Indriðadóttir ásamt Pétri, Sigfúsi og Óskari Péturssonum frá Álftagerði. Hljóð- ritað í Digraneskirkju 2/2005* og Mið- garði 1995** af Sveini Kjartanssyni* og Sigurði Rúnari Jónssyni**. Lengd (óuppg.): 48:30. Útgáfa: KH008, 2005. Loftur Erlingsson FORSETI Alþingis, Sólveig Péturs- dóttir, efndi í gær til móttöku í Alþing- ishúsinu fyrir þá listamenn sem Al- þingi hefur samþykkt að veita heiðurslaun listamanna í ár. Alls fá 27 listamenn heiðurslaun á árinu, hver 1,6 milljónir króna. Sólveig sagði við athöfnina að löng og góð hefð væri fyrir veitingu heið- urslaunanna þótt um þau giltu engin lagaákvæði, en þau hafa verið veitt síðan a.m.k. árið 1944. Heiðurslaunin væru ennfremur sérstök að því leyti að sjaldgæft væri að fjárveitingar til ein- staklinga væru tilgreindar undir nafni í fjárlögum, og að menntamálanefnd fjallaði um veitingu fjármuna til heið- urslauna, en ekki fjárlaganefnd. Þá gerði Sólveig endurbætur á Al- þingishúsinu að umtalsefni, og bauð viðstöddum að ganga um húsið og skoða það sem bætt hefði verið. „Al- þingi er sómi að því að fá þá sem skipa sess heiðurslistamanna í heimsókn í Alþingishúsið,“ sagði hún. Á efri myndinni ávarpar Sólveig samkomuna en á þeirri neðri hlýða Mörður Árnason alþingismaður og heiðurslistamennirnir Thor Vil- hjálmsson og Atli Heimir Sveinsson á mál hennar. Morgunblaðið/Golli Efnt til móttöku fyrir heiðurslistamenn Alþingis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.