Morgunblaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 26
Fréttir á SMS 26 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR MATSNEFND sér um að áætla mat á námi úr öðrum skólum og verður til viðtals 5. og 6. janúar í stofu 38 kl. 16.00–19.00. NÁMSRÁÐGJAFAR verða til viðtals 5. og 6. janúar nk. í stofu 36 kl. 16.00–19.00. DEILDARSTJÓRAR verða til viðtals í Miðgarði fimmtudaginn 5. janúar kl. 17.00–18.00. Einnig er í boði yndislestur – það er ÍSL322, ÍSL422 og ENS422, það er ekki í töflu. Athugið að ÞJÓ 163/263/363 er kennt saman. Hægt er að velja LAN103 og SAG203 saman. Það verður kennt í dreifmennt í staðbundnum lotum. INNRITUN í deildina fer fram dagana 4., 5. og 6. janúar nk. frá kl. 15.00 til 19.00. SKRIFSTOFA skólans verður opin til 18.00 sömu daga, s. 595 5200. SÍMAINNRITUN verður frá kl. 9.00–15.00 4., 5. og 6. janúar í s. 595 5207. ÖLDUNGADEILDARSTJÓRI er til viðtals sömu daga. EÐL103 VRE-23 ÍTA203 JOG-41 NÁT123 LÓA-25 SÁL103 HAF-20 STÆ103 HEJ-13 STÆ403 GAR-12 STÆ313 NN-13 FRA203 ALA-33 ÍSL103 BAB-15 JAR203 PIM-18 SPÆ203 APS-41 ÞÝS203 BEH-14 RÚS103 IRM-40 EFN103 LÓA-25 ÍTA303 JOG-41 NÁT133 VRE-23 SÁL203 HAF-20 STÆ203 HEJ-13 STÆ503 GAR-12 ÞÝS403 VAB-14 ÍSL393 GAS-16 FRA403 ALA-33 LÍF103 RUT/VAK-26 NÁT113 PAL-18 SPÆ403 ÍST-41 16.45- 17.45 17.55- 18.55 19.10- 20.10 EFN103 LÓA-25 ÍTA303 JOG-41 NÁT133 VRE-23 SÁL203 HAF-20 STÆ203 HEJ-13 STÆ503 GAR-12 ÞÝS403 VAB-14 ÍSL393 GAS-16 FRA403 ALA-33 LÍF103 RUT/VAK-26 NÁT113 PAL-18 SPÆ403 ÍST-41 STÆSTO RAB-1 EÐL103 VRE-23 ÍTA203 JOG-41 NÁT123 LÓA-25 SÁL103 HAF-20 STÆ103 HEJ-13 STÆ403 GAR-12 STÆ313 NN-13 FRA203 ALA-33 ÍSL103 BAB-15 JAR203 PIM-18 RÚS103 IRM-40 SPÆ203 APS-41 ÞÝS203 BEH-14 FÉL 103 AÐA-36 FRA503 SAN-33 HEI10 BAL-32 KÍN103 NN-41 SPÆ603 IDA-41 UPP103 HAF-20 ÞJÓ163 ÞOK-38 ÞJÓ263 ÞOK-38 ÞJÓ363 ÞOK-38 FÉL203 AÐA-36 ÍSL3O3 GAS-16 ÍSL403 GUL-15 LAN103 ÞOS-28 LÍF203 SIG-26 SAG203 ÞOS-28 ENS203 GEG-45 ENS503 ÞÓR-31 FÉL113 AÐA-20 SAG393 GAS-30 ÍSL503 SIS-16 ÞJÓ203 ÞOK-36 DAN203 ANO-38 FÉL3036 SKA-20 MYN153 IÐU-47 SAG193 EDD-28 ÍSL203 BÓL-16 FÉL 103 AÐA-36 FRA503 SAN-33 HEI103 BAL-32 KÍN103 NN-41 SPÆ603 IDA-41 UPP103 HAF-20 ÞJÓ163 ÞOK-38 ÞJÓ263 ÞOK-38 ÞJÓ363 ÞOK-38 FÉL203 AÐA36 ÍSL3O3 GAS-16 ÍSL403 GUL-15 LAN103 ÞOS-28 LÍF203 SIG-26 SAG203 ÞOS-28 ENS203 GEG-45 ENS503 ÞÓR-31 FÉL113 AÐA-20 SAG393 GAS-30 ÍSL503 SIS-16 ÞJÓ203 ÞOK-36 DAN203 ANO-38 FÉL3036 SKA-20 MYN153 IÐU-48 SAG193 EDD-28 ÍSL203 BÓL-16 20.15- 21.15 Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur FimmtudagurTími Öldungadeild MH vorönn 2006 SUÐURNES AUSTURLAND Keflavík | Dröfn Sigurvinsdóttir hefur opnað myndlistarsýningu í Svarta pakkhúsinu í Keflavík. Er þetta fyrsta einkasýning Drafnar. Dröfn er fædd í Keflavík árið 1961. Hún hefur frá barnsaldri haft áhuga á listsköpun, meðal annars í leir, en það var fyrst á árinu 2000 sem hún fór að mála myndir er hún fór á námskeið hjá Kristni Pálmasyni myndlistar- manni, segir í fréttatilkynningu. Síðan hefur hún sótt fjölda nám- skeiða. Hjá Sólrúnu Björk Bene- diktsdóttur lærði Dröfn þá tækni sem hún notar mest nú og má sjá í nýrri myndum hennar. Þetta er fyrsta einkasýning Drafnar en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýn- inga. Sýningin er opin daglega kl. 13 til 17 fram til 18. janúar. Opnar sína fyrstu einkasýn- ingu í Svarta pakkhúsinu LANDSNET hefur keypt af Hita- veitu Suðurnesja 132 kW háspennu- línu sem liggur frá aðveitustöð Landsnets við Hamranes, sunnan Hafnarfjarðar, að aðveitustöð Hita- veitu Suðurnesja við Öldugötu í Hafnarfirði. Jafnframt keypti Landsnet 132 kW háspennubúnað í síðarnefndu stöðinni af Hitaveitunni. Samnings- upphæðin er liðlega 181 milljón kr., að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Landsneti, og tekur Lands- net við flutningsvirkjunum nú um áramótin. Eftir kaupin á Landsnet rúm 93% af því kerfi sem skilgreint hefur ver- ið í raforkulögum sem flutningskerfi raforku hér á landi. Hitaveitan selur flutn- ingsvirki Þrettándagleði | Jólin verða kvödd á veglegan hátt á Suður- nesjum á þrettándanum sem er á morgun, föstudag. Þrettándagleði og álfabrenna verða bæði í Reykja- nesbæ og Grindavík. Dagskráin í Reykjanesbæ hefst í Reykjaneshöll kl. 18.30 en þar verð- ur boðið upp á andlitsmálun fyrir yngstu krakkana, leiktæki og heitt kakó. Síðan verður gengið fylktu liði að Iðavöllum þar sem dagskrá hefst klukkan 19.50. Þar verður álfa- brenna, tónlist og söngur. Álfakóng- ur og drottning mæta á staðinn ásamt Grýlu, Leppalúða, jólasvein- um og ýmsum púkum. Flugeldasýn- ing á vegum Björgunarsveitarinnar Suðurnes hefst kl. 20.20. Neskaupstaður | Framkvæmdir við Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaup- stað (FSN), þ.e. endurbygging eldri hluta og nýbygging sem hófust í júní sl., ganga vel. Á síðasta verkfundi ársins sem haldinn var 28. desember sl. kom í ljós að verkið er á áætlun, sumir verkþættir eru komnir lengra en áætlun gerir ráð fyrir, en aðrir skemur. Búið er að loka húsinu og glerja og milliveggir og múrverk langt komið og byrjað að leggja raf- lagnir. Stefnt hefur verið að því að húsið verði fokhelt um áramót en áætluð verklok eru 1. febrúar 2007. Viðhald fasteigna ehf., í Fjarða- byggð er aðalverktaki að fram- kvæmdunum og undirverktakar, s.s. blikksmiðir, píparar og rafvirkjar koma einnig úr Fjarðabyggð. Að sögn Valdimars O. Hermannssonar rekstrarstjóra Fjórðungssjúkra- hússins er þetta stærsta einstaka verk sem Viðhald fasteigna hefur komið að. Jafnframt segir Valdimar að verktakarnir telji sig geta lokið verkinu fyrr en áætlun segir til um, að hluta eða öllu leyti, en hvort að því geti orðið sé háð flýtifjármagni frá verkkaupa, sem er Framkvæmda- sýsla ríkisins f.h. heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Endaði í samningskaupum Illa gekk að koma verkinu af stað. Það var boðið tvisvar út, fyrst í ágúst 2004 en tilboðin sem þá bárust voru 50% hærri en kostnaðaráætlun og var ákveðið að hafna þeim öllum. Verkið var svo aftur boðið út í febr- úar 2005, og þá var gert ráð fyrir að verkið kostaði um 180 milljónir eftir að útboðsgögn höfðu verið endur- skoðuð. Aftur varð niðurstaðan sú að öllum tilboðum var hafnað en þess í stað var boðað til samningskaupa þar sem felldir voru út 3 verkþætt- irnir, sjúkrakallkerfi, lyftur og stál- smíði vestan á húsið. Nú er gert ráð fyrir að verkið kosti 220 milljónir án þessara verkþátta en á verktímanum mun fara fram verðkönnun og útboð á þeim en verktaka falin framkvæmd þeirra fyrir lok verktíma. „Það er mikil ánægja með fram- kvæmd verksins sem er nánast allt á áætlun, en ég legg mikla áherslu á að verkinu verði alveg lokið árið 2007, en það er fimmtugasta afmælisár Fjórðungssjúkrahússins og full ástæða til þess að fagna því með við- eigandi hætti,“ segir Valdimar. Breytt og aukin starfsemi Mikil aukning hefur verið í allri starfsemi sjúkrahússins á undan- förnum misserum, m.a. vegna fram- kvæmda og fólksfjölgunar í lands- fjórðungnum. Þegar framkvæmdum við FSN lýkur verða einnig breyttar áherslur í starfsemi sjúkrahússins. Við bætist 12 rúma hjúkrunardeild fyrir aldraða sem verður á 2. hæð, en aldraðir og langlegusjúklingar eru nú vistaðir á bráðadeild eða færðir á aðrar stofnanir í fjórðungnum. Þá verður verulega aukin starfsemi endurhæfingar með tilkomu full- kominnar endurhæfingardeildar á 3. hæð en í nokkur ár hafa verið starf- ræktir lífstílshópar við sjúkrahúsið, t.d. fyrir sykursjúka, offituhópar og hjarta- og lungnahópar. „Mikil ásókn er í þessa meðferðarhópa þannig að sjúkrahúsið hefur ekki annað eftir- spurn, en með nýrri og fullkominni endurhæfingardeild verður sú starf- semi aukin svo hægt verði að hjálpa fleirum,“ sagði Valdimar að lokum. Framkvæmdir ganga vel og verkið á áætlun Fjórðungssjúkrahús í gagngerri andlitslyftingu Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Nýjar áherslur í betra umhverfi Umfangsmiklum framkvæmdum við FSN lýkur á næsta ári, sem er jafnframt 50. afmælisár sjúkrahússins. Ánægður með gang verksins Valdimar O. Hermannsson, rekstrarstjóri FSN.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.