Morgunblaðið - 05.01.2006, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Gangur lífsins getur
verið erfiður. Ég talaði
við mömmu einn dag-
inn í desembermánuði
og sagði hún mér að hún og pabbi
væru að fara með ömmu í Ásbyrgi
suður til Reykjavíkur í aðgerð. Mér
fannst eins og mamma væri eitthvað
dauf yfir þessu og fór ég að ræða
þetta við hana. Hún sagði mér að
þetta væri erfið aðgerð sem amma
væri að fara í og vissi hún um eina að-
gerð sem ekki hefði farið vel. Ég
hugsaði með mér: Amma að fara í að-
gerð, það getur ekki endað illa. Amma
væri það sterk og ákveðin kona að
hún myndi koma jafn hraust út úr
þeirri aðgerð. Síðan fóru þau suður
með ömmu og gafst mér aldrei tæki-
færi til að hitta eða tala við ömmu fyr-
ir það. Að kvöldi þess dags sem amma
fór í aðgerðina talaði ég við mömmu í
síma og sagði hún mér að aðgerðin
hefði á endanum heppnast. Mér létti
yfir því að vita til þess að amma væri
fljótlega á leiðinni heim. En þennan
dökka fimmtudagsmorgun talaði ég
BETTÝ MARSEL-
LÍUSDÓTTIR
✝ Bettý Marsellíus-dóttir fæddist á
Ísafirði 18. desember
1935. Hún lést á gjör-
gæsludeild Landspít-
alans fimmtudaginn
15. desember síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá
Hofsóskirkju 28. des-
ember.
aftur við mömmu og
sagði hún mér að ömmu
hefði versnað um nótt-
ina og væri útlitið ekki
gott. Ég hugsaði til þess
sem ég hafði upplifað
með ömmu og var viss
um að við ættum eftir að
gera margt saman
þannig að hún gæti ekki
verið að yfirgefa okkur.
Smári, bróðir hringdi
síðan í mig og sagði
hann mér að amma væri
jafnvel að yfirgefa okk-
ur. Þá bað ég til Guðs og
sagði ég honum að gera það sem væri
best fyrir ömmu. Síðan var hringt
stuttu seinna í mig og var það Smári.
Þá vissi ég að amma væri farin. Þetta
var ein hörmulegasta stund í lífi mínu
að vita til þess að þessi kona sem ég
var búinn að þekkja og elska alla mína
ævi væri farin fyrir fullt og allt. Engin
amma sem væri hægt að tala við þeg-
ar þess þyrfti. Engin sem tæki á móti
manni þegar maður kæmi í heimsókn
í Ásbyrgi með hlýju og góðmennsku.
Ég myndi gefa allt til þess að eiga
eina stund með þér í viðbót en svona
er víst gangur lífsins og honum fær
maður ekki breytt.
Í dag er eins og vanti stóran hluta í
lífið. Ég vona að þú sért nú á góðum
stað hjá Guði og bið ég til hans að sjá
til þess að þér líði vel. Ég mun ávallt
sakna þín, amma mín. Guð blessi þig
og minningu þína.
Eyþór Fannar Sveinsson.
Þegar sólin minntist við vest-
urhafið stysta dag ársins hvarfst
þú ástin mín, jafn hljóðlaust og sól-
in minntist við hafið og hóf sig svo
strax upp til annarra afreka, dag-
inn var tekið að lengja.
En það voru ekki þau skil eða
HÓLMFRÍÐUR INGA
JÓNATANSDÓTTIR
✝ Hólmfríður IngaJónatansdóttir
fæddist á Húsavík
20. janúar 1938.
Hún lést 21. desem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru Stefanía Björg
Guðlaugsdóttir og
Jónatan Stefánsson.
Inga giftist eftir-
lifandi eiginmanni
sínum Jóni Einars-
syni 17. júní 1961.
Bjuggu þau allan
sinn búskap í Kópa-
vogi og síðustu árin á Álfhólsvegi
35. Þau áttu einn son.
Útför Hólmfríðar fór fram í
kyrrþey.
breyting er við gæt-
um greint í vetfang-
inu eða sætt okkur
við, til þess þurfum
við svo miklu lengri
tíma.
Að missa maka sinn
eftir 44 ár er ekki von
að nokkur skilji nema
sem hefur reynt. Ein-
faldir hlutir, hvers-
dagslegt amstur, gleði
og sorg, sem deilt var
með öðrum, verður nú
borið í einsemd.
Á þjóðleið lífsins
vorum við komin langleiðina en
vissulega ekki alla. Þótt þú værir
ástfangin af lífinu og hrifin af svo
mörgu réðstu ekki við meira.
Gekkst inn til þagnarinnar, varst
svo horfin okkur.
Það hlaut að fara svo því fyrr eða
síðar steytum við á því skeri er öll-
um er búið en við gjarnan sjáum
ekki.
Hvunndagsleg orð og atburðir eru
alltaf að gerast og bera fyrir okkur
og stundum finnst okkur eitt merki-
legra en annað, en okkur sem
þekktum Ingu og syrgjum eru það
sannarlega orð dagsins í dag, eig-
inkona, vinur og lífsförunautur er
horfin. Það er skarð fyrir skildi,
skarð sem ekkert fær fyllt.
En svo dásamleg var bjartsýni
þín og vongleði að nærri hvern dag
var eins og þú segðir við okkur:
„Ég held að þetta sé betra í dag.“
Og er það þá ekki gott viðfang
fyrir okkur öll að hafa slíkt hug-
arfar hvort sem við erum heilbrigð
eða sjúk? Að dagurinn í dag verði
betri en dagurinn í gær? En svo
fullnaðist tíminn þinn eins og okk-
ar allra. Gripin lúa, þreytu lagðist
þú niður við vegkantinn, hagrædd-
ir byrðinni og varst horfin okkur
sem höldum ferðinni áfram. En
hvað svo?
Í Biblíunni er sagt frá því er
Jesús reisti upp til lífsins Lasarus,
lífvana vin sinn, Jóh. 11:23: „Jesús
segir við hana (Mörtu): „Bróðir
þinn mun upp rísa.““ Hann bætir
svo við, Jóh. 11:25: „Ég er upp-
risan og lífið.“
Í Op. Jóhannesar 21:4 stendur:
„Og hann mun þerra hvert tár af
augum þeirra. Og dauðinn mun
ekki framar til vera, hvorki harm-
ur né vein né kvöl er framar til.
Hið fyrra er farið.“
Jón Einarsson.
Sendum innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÞORLÁKS SIGURÐSSONAR,
Hraunvangi 3,
Hafnarfirði.
Við sendum ykkur öllum nýárskveðjur.
Elísabet Pétursdóttir,
Eygló Þorláksdóttir, Michael Mather,
Erla Þorláksdóttir, Erling Ásgeirsson,
Sigurður G. Þorláksson, Ragnhildur Harðardóttir,
Petra Þorláksdóttir, Örn Arnarsson,
Ægir Þorláksson, Sólveig Stefánsdóttir,
Særún Þorláksdóttir, Guðjón B. Sverrisson,
Vignir Þorláksson, Sigrún Vilhelmsdóttir,
Anna María Þorláksdóttir, Rafn A. Guðjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
BENEDIKTS KJARTANSSONAR
(MARJÓNS)
málarameistara,
Hrafnistu,
Hafnarfirði.
Ingibjörg Benediktsdóttir,
Haraldur Benediktsson, Elín Jakobsdóttir,
Benedikt Benediktsson, Elín Kristín Björnsdóttir,
Viðar Benediktsson, Eva Guttesen,
Birna Benediktsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
JÓHANNS JÓNASSONAR
frá Öxney,
Sveinskoti,
Álftanesi,
fer fram frá Bessastaðakirkju föstudaginn
6. janúar kl. 14.00.
Margrét Sigurðardóttir,
Elín Jóhannsdóttir, Jón B. Höskuldsson,
Snorri Jóhannsson, Hrönn Sveinsdóttir,
Sturla Jóhannsson, Sólborg Pétursdóttir,
Jónas Jóhannsson,
Sigrún Jóhannsdóttir,
Sigríður Tryggvadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför okkar ástkæru
MARGRÉTAR HALLGRÍMSDÓTTUR,
Laugarvegi 24,
Siglufirði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Fjórðungssjúkra-
húss Akureyrar, Heilbrigðisstofnunar Siglufjarð-
ar, Grunnskóla Siglufjarðar og Sparisjóðs Siglu-
fjarðar.
Skarphéðinn Guðmundsson,
Guðmundur Þór Skarphéðinsson, Kristín (Júlla) Kristjánsdóttir,
Árni Gunnar Skarphéðinsson, Gíslína Anna Salmannsdóttir,
Hallgrímur Smári Skarphéðinsson, Sædís Harpa Albertsdóttir
og barnabörn.
✝ GuðmundurStefán Björns-
son fæddist á Fá-
skrúðsfirði 29.
september 1920.
Hann lést á Sól-
vangi í Hafnarfirði
25. desember síð-
astliðinn. Guð-
mundur var sonur
hjónanna Björns
Guðmundssonar
frá Fáskrúðsfirði
og Kristjönu Stef-
ánsdóttur frá Fá-
skrúðsfirði. Guð-
mundur átti eina systur, Þóru
Pálínu Björnsdóttur, f. 25. des-
ember 1909, d. 28. október 1990.
19. október 2002; Eyjólf Andrés,
f. 30. maí 1972, unnusta Sunneva
Kolbeinsdóttir, f. 23. janúar
1974; Bergþóru Pálínu, f. 23. júní
1978, gift Reyni Markússyni og
eiga þau einn son, Atla Má, f. 8.
apríl 2003. Fyrir átti Erla á einn
son, Rúnar Sigurð Guðlaugsson,
f. 15. maí 1966, kvæntur Huldu
Kristjánsdóttur, f. 1. september
1969, og eiga þau þrjú börn:
Kristján Erni, f. 3. desember
1987, Eydísi, f. 6. mars 1990, og
Pétur Gunnar, f. 25. október
1999. 2) Jón Guðmundsson, f. 25.
ágúst 1947.
Guðmundur og Bergþóra hófu
búskap á Fáskrúðsfirði og
bjuggu þar til ársins 1957 er fjöl-
skyldan fluttist til Hafnarfjarðar.
Guðmundur vann ýmis störf
tengd sjávarútvegi í gegnum tíð-
ina. Síðustu árin dvaldi Guð-
mundur á Sólvangi í Hafnarfirði.
Guðmundur verður jarðsung-
inn frá kapellunni í kirkjugarði
Hafnarfjarðar í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Guðmundur
kvæntist Bergþóru
Jónsdóttur, f. 8.
ágúst 1918, frá Fá-
skrúðsfirði, 14. júlí
1945 og eignuðust
þau tvo syni. Þeir
eru: 1) Björn Krist-
mann Guðmundsson,
f. 26. ágúst 1942,
kvæntur Erlu Eyj-
ólfsdóttur, f. 16.
ágúst 1937, og eiga
þau þrjú börn: Guð-
mund Stefán, f. 3.
febrúar 1971,
kvæntur Fríðu Kristínu Jóhann-
esdóttur, f. 19. júlí 1973, og eiga
þau eina dóttur, Kristínu Ylfu, f.
Það var snemma að morgni jóla-
dags sl. að við systkinin fengum
símtal frá pabba þar sem hann til-
kynnti okkur að afi hefði kvatt
þennan heim, horfinn á vit feðra
sinna á afmælisdegi Þóru Pálínu
systur sinnar sem lést árið 1990.
Dagana fyrir jól gafst okkur tæki-
færi til að kveðja þig hinstu kveðju
þegar ljóst var að þú værir á förum
úr þessum heimi.
Þegar litið er yfir farinn veg eru
ýmsar minningar sem koma upp í
huga okkar. Minnisstæðar eru
heimsóknir á Krosseyrarveginn um
helgar þegar við vorum yngri. Það
var fastur liður að boðið væri upp á
mjólkurgraut og konfektmola sem
var afar vinsælt. Ef heimsóknir okk-
ar bar upp á sunnudaga varst þú
alltaf upp á búinn á leið í messu og/
eða á leið í bæjarferð til Reykjavík-
ur. Einnig minnumst við þess er þú
afhentir okkur fiðluna þína til að
skoða og prófa okkur áfram með.
Okkur fannst þetta eiga frekar að
vera gítar en það hljóðfæri var
kunnuglegra í okkar augum en fiðla.
Því fór svo að okkur minnir að
strengur hafi slitnað og boginn eitt-
hvað skemmst lítið en ekki var það
vandamál í þínum huga heldur
klappaðir þú okkur á kollinn með
bros á vör.
Rúnar sem er elstur okkar systk-
ina kynntist afa við störf í Íshúsi
Hafnarfjarðar. Þar sá hann harð-
duglegan mann sem gekk rösklega
til verka og lagði hart að sér Eitt
sinn keyrði þungur vagn yfir fætur
afa og hélt hann þá að nú yrði hann
frá þar sem annar fóturinn bólgnaði
illa. Daginn eftir var hann þó mætt-
ur eldsnemma en hafði hann þá fjár-
fest í nýjum stígvélum sem voru
tveimur númerum of stór til að
bólgni fóturinn kæmist ofan í og
hann myndi ekki tapa degi úr vinnu.
Á síðari árum þegar við systkinin
vorum orðin eldri eru einkum minn-
isstæðar umræður um öll heimsins
málefni heima á Krosseyrarvegin-
um. Þú hafðir sterkar skoðanir á
flestum málefnum og því var hægt
að sitja löngum stundum og spjalla
um pólitík, heimsmálin og tíðarand-
ann almennt.
Heilsu afa fór að hraka fyrir
nokkrum árum og síðustu tvö árin
dvaldi hann á Sólvangi í Hafnarfirði.
Vill fjölskyldan koma á framfæri
þakklæti til starfsfólks á Sólvangi
fyrir að hugsa vel um afa okkar.
Elsku afi, nú ert þú horfinn á
braut nýrra og framandi staða og
viljum við að leiðarlokum þakka þér
fyrir samfylgdina og samverustund-
ir í gegnum tíðina.
Elsku amma, pabbi og Jón
frændi, megi Guð vera með ykkur á
þessum erfiða tíma.
Vorið óx við skrúðinn
í þokubakkanum fjær.
Hlíðarnar léku sér við lækjarnið
sem lagðist við ægistær.
Háir tindar stigu upp sæinn
er freygátur sigldu um nær.
Ræturnar vísa mér veginn,
þaðan ég kom, þar ég er, þangað fer.
Á drottins degi heilsa þér,
og ofar í hlíðarnar ferðast,
því systir er komin að kveðja með mér.
(Eyjólfur Andrés Björnsson.)
Blessuð sé minning þín, afi.
Þín barnabörn
Rúnar, Guðmundur, Eyjólfur
og Bergþóra.
GUÐMUNDUR
STEFÁN
BJÖRNSSON