Morgunblaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÓÁNÆGJA með nýgerða kjara- samninga og hvernig einstök sjó- mannafélög stóðu að atkvæða- greiðslunni kom fram á nýafstöðnum aðalfundi Vísis, fé- lags skipstjórn- armanna á Suð- urnesjum. Fundarmönn- um fannst frá- leit sú staða sem upp er komin að vélstjórar eru með betri kjör en aðrir félagar þeirra í sömu áhöfn og vildu skora á stjórnina að skoða þessi mál og hver framvinda þeirra verð- ur. Jóhannes Jóhannesson, formað- ur félagsins, flutti skýrslu stjórnar á fundinum, en minntist í upphafi þriggja látinna félaga á síðasta ári, þeirra Guðmundar Árnasonar, Helga Hermannssonar og Þor- steins Þórðarsonar. Þá minntist hann Friðriks Hermannssonar lög- manns Vísis sem lést af slysförum á haustmánuðum. Risu fundar- menn úr sætum sínum og vottuðu þeim virðingu sína. Jóhannes fjallaði um starfsemi félagsins sem felst aðallega í sam- skiptum við Farmanna- og fiski- mannasamband Íslands, rekstur skrifstofu, aðstoð við félagsmenn, rekstur styrktar- og sjúkrasjóðs og orlofsdvalarstaðar og fleira. Hugmyndir voru uppi um sam- einingu félagsins við önnur félög skipstjórnarmanna og sagði Jó- hannes um framvindu þess máls: „Snemma á árinu var staðið fyrir atkvæðaafgreiðslu um það hvort Vísir skyldi ganga til liðs við Félag skipstjórnarmanna, var þetta gert samkvæmt samþykkt frá síðasta aðalfundi. Skemmst er frá því að segja að út voru sendir 229 at- kvæðaseðlar, til baka bárust 81 og féllu atkvæði þannig að já sögðu 31, enn nei sögðu 49 og einn seðill var auður. Það verður að segjast eins og er að ekki var þetta mikill þátt- taka, miðað við það hvað var verið að kjósa um, jú það var verið að kjósa um hvort félagið yrði eða yrði ekki,“ sagði Jóhannes og bætti við að á þessu ári verður félagið 60 ára og þess minnst með ýmsum hætti eins og veglegri afmælisveislu í kringum sjómannadagshelgina og útgáfu afmælisrits. Jóhannes fjallaði um þátttöku fulltrúa félagsins á 42. þingi FFSÍ og útgáfu félagsins á öryggisalm- anaki sem beðið væri eftir um hver áramót. Reikningar félagsins voru síðan samþykktir einróma og stjórnin endurkosin en nokkrar manna- breytingar urðu í nefndum. Óánægja með nýgerða kjarasamninga Vísir, félag skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, 60 ára á þessu ári Eftir Kristin Benediktsson krben@internet.is Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Félagsmál Atkvæði greidd á fundinum. Frekar fátt var á fundinum.Jóhannes Jóhannesson EuroRAP  Íslendingar aftarlega á merinni í vegamálum Bílar á morgun AÐALFUNDUR Sjómannafélags Reykjavíkur fagnar vilja stjórnvalda til að bæta og efla rekst- ur Landhelgisgæslu Íslands. „Um margra ára skeið hefur samdráttur í starfi Landhelgisgæslunnar valdið sjómönnum miklum áhyggjum. Efast hefur mátt um getu Landhelgisgæslunnar til að sinna því öryggis- hlutverki sem henni er ætlað og sama er að segja um eftirlitshlutverkið. Með þeirri stefnu sem nú hefur verið boðuð er ljóst að miklar breytingar verða á starfi Landhelgisgæslunnar. Því fagnar Sjómannafélag Reykjavíkur og sér ástæðu til að minna á að með því verki sem framundan er verður Landhelgisgæslan um leið betri og ákjósanlegri vinnustaður fyrir þá sjó- menn sem þar starfa,“ segir í ályktun fundarins. Fundurinn harmar „það skilningsleysi og andvaraleysi sem kjörnir fulltrúar Reykvíkinga sýna því mikilsverða starfi sem fer fram við Reykjavíkurhöfn. Það er ekki ásættanlegt að kjörnir fulltrúar Reykvíkinga, í borgarstjórn og á Alþingi, geri ekkert til að verja það mikla starf sem unnið er við Reykjavíkurhöfn. Ein helsta sérstaða Reykjavíkur er fiskihöfnin og sú atvinna sem tengist henni. Borgin byggðist að mestu út frá höfninni og þess vegna er hlutur hennar og þess starfs sem þar hefur verið unnið býsna stór í Reykjavík nútímans. Meðal annars af þeim sök- um ber að sýna höfninni virðingu og koma í veg fyrir að það mikla og merka starf sem þar er unnið víki fyrir menningarhúsi sem getur sómt sér víða.“ Vilja til efl- ingar gæsl- unnar fagnað ÚR VERINU NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands hafa ritað Alcan á Íslandi og skora á fyrirtækið að leggja sitt til náttúruverndar með því að lýsa því yfir skýrt og skorinort að fyrirtækið muni ekki kaupa orku frá Norðlinga- ölduveitu í Þjórsárverum. Samtökin minna á yfirlýsta stefnu Alcan í umhverfismálum, vel kynnt- ar aðgerðir þess víða um heim til að draga úr útsreymi gróðurhúsaloft- tegunda og að fyrirtækið hafi fengið vottað umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt ISO 14001. Færð eru rök fyrir verndun Þjórsárvera og segir m.a. í bréfi Náttúruverndarsamtak- anna: „Þjórsárver eru miklu stærri en núverandi friðland. Þar er að finna eitt víðáttumesta og fjölbreytt- asta gróðursvæði á hálendinu og hýsir mesta heiðagæsavarp í heimi. Þýðing þessarar gróðurvinjar fyrir náttúruauðlegð Íslands og alls heimsins er ótvíræð enda er hún á svonefndri Ramsarskrá um votlendi er hafa alþjóðlegt mikilvægi, einkum fyrir vatnafugla. Virtir erlendir sér- fræðingar hafa mælt með að verin verði sett á Heimsminjaskrá UNESCO.“ Einnig er minnt á sterka og langa andstöðu heimamanna við virkjana- framkvæmdir í verunum. „Það er löngu tímabært að álfyrirtæki taki af skarið og lýsi yfir stuðningi við að friðlandið í Þjórsárverum verði stækkað til samræmis við náttúruleg mörk veranna,“ segir í lok bréfs Náttúruverndarsamtakanna. Kaupi ekki orku frá Norðlingaölduveitu Nátúruverndarsamtök Íslands skora á Alcan FRIÐRIK Þór Guðmundsson seg- ist í pistli á heimasíðu sinni vera til- neyddur til þess að höfða meiðyrða- mál gegn Sigurði Líndal lagaprófessor þar sem sá síðar- nefndi hafi ekki orðið við ítrekuðum tilmælum um að draga til baka um- mæli þess efnis að Friðrik hafi brotið trúnað varðandi efni skýrslu sérstakrar rannsóknanefndar. Nefndin var sett á laggirnar til þess að rannsaka flugslysið í Skerjafirði og var Sigurður for- maður hennar, en Sturla Þór, son- ur Friðriks, lést af völdum slyss- ins. Friðrik segist einnig hafa orðið var við óútskýrða andúð í sinn garð frá Sigurði. Aðstandendur hafi fengið tvo daga til að kynna sér efni skýrslu nefndarinnar áður en gera átti hana opinbera. „Meðan ég var í óðaönn að lesa yfir skýrsluna birti Stöð 2 frétt sem byggðist á skýrslunni eða upplýsingum upp úr henni – og var fréttastöðin þar með á undan öðrum. Og hér kom enn á ný fram andúð Líndals í minn garð. Hann hrapaði að þeirri niðurstöðu að ég hefði lekið umræddum upplýsing- um eða skýrslunni sjálfri í Stöð 2, hann afboðaði blaðamannafundi og sendi fjölmiðlum bréf um að ég hefði „lekið“. Líndal tók sérstakan krók, hann gerði sér sérstaklega far um að koma á mig höggi, al- gjörlega að ósekju og án nokk- urrar vitneskju um hið sanna í málinu. Formaður SRN, lagaprófessor- inn, auðsýndi þarna mjög alvar- legan dómgreindarskort og hikaði ekki við að brjóta hegningarlögin til að koma á mig höggi. Hvers vegna í ósköpunum? Hvers vegna lagði maðurinn, meintur óháður formaðurinn, á mig fæð?“ segir á heimasíðunni. Friðrik segir ennfremur að fjöl- miðlar séu hans faglegi og fræði- legi vettvangur. „Á þeim vettvangi er orðspor mitt mér allt, ég verð að vera þekktur fyrir að virða trúnað og til mín verða aðrir fjöl- miðlamenn og skjólstæðingar fjöl- miðla að bera traust,“ segir enn- fremur. Tilneyddur að höfða mál ALÞJÓÐA heil- brigðisstofnunin, WHO, fékk á dögunum þekkta einstaklinga á sviði heilbrigðis- og heilsumála til að fjalla um helstu heilbrigð- isvandamál árs- ins 2005 á vef- síðu sinni. Meðal svarenda var Magnús Scheving, stofnandi Latabæjar. Hann taldi að eitt helsta heil- brigðisvandamál síðasta árs væri mikil hungursneyð meðal barna í þróunarríkjum heimsins.Að auki taldi hann að offita barna væri orð- in mikið vandamál og segir Magnús á vefsíðunni að skortur á fyr- irmyndum sem hvetja til hollari lífshátta sé ein helsta ástæðan fyrir offituvandamálinu. Meðal annarra svarenda voru Jimmy Carter, fyrrverandi Banda- ríkjaforseti, og Shirin Ebadi, frið- arverðlaunahafi Nóbels. Magnús Scheving svarar spurn- ingum WHO Magnús Scheving
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.