Morgunblaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 49 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Ertu á leið til Spán- ar? Spænskunámskeið í boði 9. jan til 7. feb. Kennt verður á miðvikudögum kl. 10–11.30 í Aflagranda, ef næg þátt- taka fæst. Skráning og uppl. í síma 411 2700 og á staðnum. Ath. mynd- list í dag kl. 13. Vinnustofur og jóga kl. 9. Videóstund kl. 13.15. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, leikfimi, myndlist, fótaaðgerð. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13. Göngu-Hrólfum er boðið í gönguferð með félagsstarfinu Hæðargarði 31, laugardaginn 7. jan- úar 2006. Lagt af stað kl. 10 frá Hæð- argarði – á eftir er samvera og mikið fjör! Félagsheimilið Gjábakki | Kl. 9.05 og kl. 9.50 leikfimi. Kl. 14 kynning á fyr- irhugaðri starfsemi í Gjábakka frá janúar til maí 2006. Þar verður m.a. kynnt starfsemi FEBK. Skráning á námskeiðin á sama tíma. Allir vel- komnir. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Eldri borgarar spila brids (tvímenning) alla mánu- og fimmtudaga í félagsmið- stöðinni. Skráning kl. 12.45 á hádegi. Spil hefst kl. 13. Þátttökugjald kr. 200. Kaffi og meðlæti fáanlegt í spilahléi. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Op- ið í Garðabergi kl. 12.30–16.30. Karla- leikfimi í Mýri kl. 13.15. Félagsstarf Gerðubergs | Opið kl. 9– 16.30, helgistund fellur niður, verður næst fimmtud. 12. jan. kl. 10.30, umsj. Ragnhildur Ásgeirsd. djákni. Frá há- degi spilasalur opinn, leiðsögn í vinnustofum fellur niður í dag og morgun, byrjar aftur á nýju ári sam- kvæmt dagskrá mánud. 9. jan. Mynd- listarsýning Sólveigar Eggerz stend- ur yfir. Hraunbær 105 | Kl. 9 perlusaumur, postulínsmálun, hjúkrunarfræðingur á staðnum, kaffi, spjall, dagblöðin. Hárgreiðsla. Kl. 10 boccia. Kl. 11 leik- fimi. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14 fé- lagsvist. Kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Hannyrðir hjá Halldóru kl. 9–16. Boccia kl. 10–11. Fé- lagsvist kl. 13.30, kaffi og meðlæti. Böðun fyrir hádegi. Fótaaðgerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Fastir liðir hefjast strax eftir áramótin. Kynning- arfundur á dagskránni föstudag 6. janúar kl. 14. Skráning á ný og spenn- andi námskeið. Laugardag kl. 10 ár- degis eru Göngu-Hrólfar og Hana-nú göngugestir „Út í bláinn“. Líttu við, það eru allir alltaf velkomnir í Hæð- argarðinn. Síminn er 568 3132. Norðurbrún 1 | Kl. 9 smíði, kl. 9–12 leirnámskeið, kl. 9–16.30 opin vinnu- stofa, kl. 10 boccia, kl. 10.30 helgi- stund, Margret Svavarsdóttir, djákni í Áskirkju, kl. 13–16.30 leirnámskeið. Vesturgata 7 | Kl.9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9–10 boccia. Kl. 9.15- 14 aðstoð v/böðun. Kl. 9.15–15.30 handavinna. Kl. 10.15–11.45 spænska. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13– 14 leikfimi. Kl. 13–16 kóræfing. Kl. 13– 16 glerbræðsla. Kl. 14.30–15.45 kaffi- veitingar. Fimmtudaginn 5. janúar kl. 10.30 verður helgistund í umsjón séra Jakobs Ágústs Hjálmarssonar dóm- kirkjuprests. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9. Bókband og pennasaumur kl. 9, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, handmennt almenn kl. 13. Gler- skurður kl. 13. Bridge frjálst kl. 13. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr- irbænastund kl. 12. Léttur hádeg- isverður á vægu verði í safnaðar- heimili eftir stundina. Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl. 10, á neðri hæð. Bænastund kl. 12. Barnastarf 6–9 ára kl. 17–18 á neðri hæð. Unglingastarf kl. 19.30–21.30 á neðri hæð. ( www.digraneskirkja.is) Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund í há- degi alla fimmtudaga kl. 12. Orgel- leikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir stundina. Háteigskirkja | Föstudaginn 6. janúar kl. 15–17 munu Þorvaldur Halldórsson og Skyrgámur koma til okkar og við dönsum og syngjum út jólin. Vinir okkar í starfinu i.e. foreldrar og börn- in þeirra og eldri borgarar munu fjöl- menna á þessa skemmtun. Léttar kaffiveitingar. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Brids-aðstoð í Setrinu, Háteigskirkju á föstudögum kl. 13–16. Kaffi kl. 15. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Sam- vera eldri borgara er í dag kl. 15. Allir eru velkomnir. Sameiginleg bænavika dagana 2.–7. jan. verður sem hér seg- ir: 2. jan Hefst kl. 20 upp á Vatns- endahæð. 3. jan. Vegurinn kl. 20. 4. jan. Reykjavíkurkirkja Ömmukaffi kl. 20. 5. jan. Hjálpræðisherinn kl. 20. 6. jan Safnaðarheimili Grensás Winjard kl. 20. 7. jan. Fíladelfía kl. 20. Laugarneskirkja | Kyrrðarstundir hefja göngu sína á nýju ári 12. janúar. Guðs lög ENN bíð ég eftir því að séra Geir Waage upplýsi mig um þessi Guðs lög. Eflaust hefur hann haft í nógu að snúast um jólin. Ef hann sér sér ekki fært að svara þessari bón minni, er þá einhver annar sem get- ur sagt mér hvar þau er að finna? Ég rakst á grein eftir Örn Guð- mundsson. Hann talar einnig um andleg lög sem Guð hefur sett: „Guð gaf okkur m.a. 10 boðorð eða lög til að lifa eftir og þau er að finna í 2. Mósebók, kafli 20. versin 2 til 17“. Getur verið að séra Geir sé að vitna í þau? Í von um góð og skjót svör. Hildur Harðardóttir. Að verða eins og áður fyrr MANNI er alveg ofboðið að heyra um þessar háu greiðslur sem fólkið fékk í starfslokasamning hjá Flug- leiðum. Man ég þá tíð að Flugleiðir fengu háa fjárhæð til styrktar frá ríkissjóði, var það ekki frá þjóðinni? Ég er orðin þreytt á þessum háu herrum sem þakka sér það sem gott er gert í þjóðfélaginu, það er almúg- inn sem á það hrós skilið. Að stjórn- málamenn skuli hæla sér vegna þessa skil ég ekki. Og svo eru það málefni aldraðra í dag, þau eru þjóðarskömm. Fólk virðist bara hugsa í núinu og unga fólkið trúi ekki hvernig þetta var hér áður fyrr. Það var til fólk hér áður fyrr sem ekki vildi þiggja aðstoð, fannst það vera ölmusa. Þetta er að verða svona aftur, það er eins og all- ir vilji losna við gamla fólkið. Ég þekki til að manneskja hafi verið hrakin stað úr stað og komst hún ekki á góðan stað fyrr en um nírætt. Ég held að hræðslan í gamla fólkinu í dag sé sú að það sé að þiggja af sveit ef það fær aðstoð. Vonandi verður allt til batnaðar á nýju ári. Ein 85 ára. Köttur í óskilum ÞESSI blíða og góða en ómerkta kisa hefur gert sig heimakomna í Álfheimum. Þeir sem kannast við hana eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 867 7468. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Á morgun, 6. jan-úar, verður sextug Dagbjört S. Engilbertsdóttir Imsland, Heiðarbrún 11, Hveragerði. Í tilefni þess tekur hún, ásamt fjölskyldu sinni, á móti gestum í Giljaseli 4 kl. 20–23. ÚT- SALA hefst í dag fimmtudag 5. janúar MINNST 40% AFSLÁTTUR Kringlunni 7, sími 588 4422 Fólk ehf. • Tíska • Gæði • Betra verð VELDU EIGNAMIÐLUN eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali 600-700 fm skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu óskast. Húsnæðið þarf helst að vera á einni hæð. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. Skrifstofuhúsnæði Réttu stærðirnar (st. 38-60) núna er hægt að gera frábær kaup á nýlegum vörum! E N A G AR G AGO RDB 20-40% afsláttur af völdum vörum Vertu þú sjálf - vertu Belladonna Hlíðasmára 11, Kóp. , sími 517 6460 • Laugavegur 66, Rvk, 2. h., sími 578 6460 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 www.belladonna.isOPNUÐ verður í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, á laugardag kl. 15 sýning á 20 höggmyndum Péturs Bjarnasonar. Pétur nam myndlist við skúlptúrdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og við Fachhochschule Aachen í Þýskalndi og skúlptúr við Nationaal Hoger Instituut voor Schone Kunsten í Antwerpen, Belgíu. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýn- ingum, hér á landi, í Brussel, Antwerpen og New York. Pétur hefur verið valinn til að vinna að mörgum höggmyndum sem reistar hafa verið víða, svo sem höggmyndina Farið á Akureyri, og höggmyndina Við Ægisdyr, sem stendur við Ásgarð í Garðabæ og vatnslistaverkið Uppspretta sem stendur við Vídal- ínskirkju í Garðabæ. Tvær höggmyndir gerði hann í tilefni 50 ára stjórnmálasambands Íslands og Bandaríkjanna, önnur var sett upp í Reykjavík en hin í Miami á Flórída. Vinnustofa Péturs er í Hafnarfirði en þar er hann með einu málmsteypuna á landinu sem sérhæfir sig í steypu á listaverkum með „lost-wax“ aðferð. Listamaðurinn Steve Hubback flytur tónlist við opnunina. Safnið er opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og sýningin stendur til 30. janúar. Pétur sýnir í Hafnarborg Árnaðheilla dagbók@mbl.is Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.