Morgunblaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.01.2006, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 monthana, 8 fiskar, 9 sella, 10 kraftur, 11 lifum, 13 sigaðir, 15 eiga erfitt, 18 jurt, 21 út- lim, 22 sori, 23 púkann, 24 hirðuleysi. Lóðrétt | 2 þráttar, 3 áleiðis, 4 vesalinga, 5 knappt, 6 tólg, 7 at, 12 tuldur, 14 frístund, 15 slæma, 16 brotsjór, 17 mátturinn, 18 glys, 19 gróða, 20 framkvæma. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 sakna, 4 pokar, 7 asans, 8 rögum, 9 agn, 11 kífa, 13 fríð, 14 sumar, 15 rösk, 17 órói, 20 hak, 22 kompa, 23 ískur, 24 róast, 25 linar. Lóðrétt: 1 svark, 2 klauf, 3 assa, 4 þorn, 5 kúgar, 6 rúm- ið, 10 gomma, 12 ask, 13 fró, 15 ríkur, 16 summa, 18 rok- an, 19 iðrar, 20 hatt, 21 kíll. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Fjarlægð virðist ekki rétta aðferðin til þess að fá það sem maður þráir. Er hugsanlegt að óskirnar rætist frekar ef manni er sama? Maður ætlar og þráir, en leyfir hlutunum að hafa sinn gang. Naut (20. apríl - 20. maí)  Sumir halda að sönn ást sé samheiti yfir hamingju, sem nautinu þykir fremur barnalegt. Himintunglin leiða í ljós að nautið elskar einhvern svo mikið, að það sættir sig við smávegis óhamingju til þess að geta verið honum allt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Heimsþekktur golfari sagði eitt sinn, því eldri sem ég verð, því betri var ég. Um- hverfið vekur fortíðarþrá með tvíbur- anum sem vellur upp í honum í allri sinni dýrð. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbanum tekst að viðhalda óbreyttu ástandi í vinnunni en þarf að breytast til þess að honum sé það kleift. Nýtt fólk hefur aðra hæfileika en þeir sem gegndu starfinu áður. Ef þú ert til í að aðlaga þig, koma aðrir til móts við þig. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ástvinir segja nákvæmlega það sem kraumar einhvers staðar í undirvitund ljónsins, en það vill helst ekki þurfa að glíma við. Þeir luma einnig á hvatningu. Meðtaktu allt sem þér er unnt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Peningavandræði meyjunnar eru í raun og veru einskonar samskiptavandamál, það er hún er ekki búin að kynnast rétta fólkinu ennþá. Stækkaðu vinahópinn og skrifaðu um manneskju sem þú gerir þér í hugarlund að gæti aðstoðað þig. Kannski tekst þér að laða hana fram. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin kemur auga á snilldarlegar lausn- ir þegar henni sýnist svo. Hún hugsar með sér, hvenær er ég ekki að leita að lausnum? En það verður að viðurkenn- ast að sum vandamál henta manni, kannski viðheldurðu einhverju slíku án þess að vita af því. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Löngun er góð og gild í einhvern tíma, en fyrr en varir hugsar sporðdrekinn sér til hreyfings. Ástin kemur ekki til manns, hún kemur frá manni. Þegar öllu er á botninn hvolft. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Hugsanlegt er að bogmaðurinn biðji kol- ranga manneskju að hjálpa sér við eitt- hvað. Merkúr (hugsun) lítur með vel- þóknun á þína óvenjulegu nálgun. Vitlaus ákvörðun gæti reynst það besta sem gerist alla vikuna. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin lumar á leyndarmálum sem hún er til í að hleypa út sem snöggvast í gegnum listræna hæfileika sína. Hún upplifir skapandi augnablik sem eru svo innblásin, að hún ræður vart við sig. Listagyðjan talar í gegnum þig. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það eina sem maður á að muna þegar maður er djúpt sokkinn í eitthvað verk- efni, er að reyna að halda áhyggjunum í skefjum. Róaðu þig eilítið niður, þú held- ur alveg áætlun. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það sem fisknum finnst eðlilegt, er eitt- hvað mjög frábrugðið í augum annarra. Himintunglin ýta undir löngun fisksins til að afsaka sig. Slepptu því, það ert ekki þú sem ert þröngsýnn. Stjörnuspá Holiday Mathis Tungl er í hrúti og spýtir auknum krafti í atburða- rásina. Sól og Júpíter benda á að engin ástæða sé til þess að leita að tækifærunum, velgengnin veltur á því að nýta sér þau sem hafa þegar gef- ist. Heppnin fylgir stefnumótum í kvöld, en verður enn meiri með miklu fylgd- arliði. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Tónlist Grand rokk | Slow Train, sem sérhæfir sig í flutningi laga Bobs Dylans, mun spila mörg af hans þekktustu lögum á „ferskan og kraftmikinn hátt“. Kaffi Sólon | Böddi og félagar verða á efri hæð frá kl. 22–1 – 5 í fötu – söngur, gítar, partístemning. Háskólabíó | Vínartónleikar Sinfón- íuhljómsveitar Íslands. Einsöngvari Ant- on Scharinger. Hljómsveitarstjóri Peter Guth. Kl. 19.30. Myndlist 101 gallery | Jólasýning til 6. jan. Aurum | Lóa Hjálmtýsdóttir sýnir fígúra- tíva mynd sem unnin er með lakki. Til 6. jan. Gallerí Húnoghún | Soffía Sæmunds- dóttir til 5. jan. GUK+ | Hartmut Stockter til 16. jan. Hallgrímskirkja | Kristín Gunnlaugsdóttir og Margrét Jónsdóttir til febrúarloka. Hrafnista, Hafnarfirði | Ellen Bjarna- dóttir sýnir í Menningarsal til 7. febrúar. Hitt húsið | Sýningin Skúlprút í gallerí Tukt, Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5. Þar sýna nemendur af listnámsbraut í FB verk sín. Sýningarsalurinn er opinn alla virka daga frá 9– 17 til 5. janúar 2006. Iða | Sölusýning á málverkum Þóru Guð- rúnar Benediktsdóttur til loka janúar 2006. Kaffi Sólon | Dóra Emils – Heyr himna smiður – til 14. jan. Karólína Restaurant | Óli G. með sýn- inguna Týnda fiðrildið til aprílloka. Kling og Bang gallerí | Ég sýni ekkert en í nýju samhengi eftir Erling T.V. Klingen- berg & Hreyfingar – Movements eftir Sirru, Sigrúnu Sigurðardóttur. Til 22. jan- úar. Opið fim.–sun. kl. 14–18. Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýn- ing. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist II – Um rými og frásögn. Sýning á verkum 13 ísl. samtímalistamanna. Til 12. febrúar. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið, yfirlitssýning. Bernd Koberling til 22. janúar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Erró til 23. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá fæðingu málarans. Til 19. mars. Yggdrasill | Tolli til 25. jan. Þjóðmenningarhúsið | Á veitingastof- unni Matur og menning í Þjóðmenning- arhúsinu eru sýnd málverk eftir Hjört Hjartarson, Myndir frá liðnu sumri. Þjóðminjasafn Íslands | Huldukonur í ís- lenskri myndlist í Bogasal, til 28. maí. Ljósmyndir Marco Paoluzzo í Myndasal og ljósmyndir Péturs Thomsen í Mynda- sal. Til 20. febrúar. Söfn Hönnunarsafn Íslands | Feðginin Erla Sólveig Óskarsdóttir, iðnhönnuður, og Óskar L. Ágústsson, húsgagnasmíða- meistari, sýna verk sín. Sýningin er í til- efni af 85 ára afmæli Óskars. Safnið er opið kl. 14–18, lokað mánudaga. Til 20. jan. Þjóðmenningarhúsið | Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá Nóbelsverðlaunaveit- ingunni til Halldórs Laxness hefur Gljúfrasteinn sett upp sýningu í bókasal Þjóðmenningarhússins. Sjá má sjálfan Nóbelsverðlaunapeninginn, kjólinn sem Auður Laxness klæddist við afhending- arathöfnina, borðbúnað frá Nóbelssafn- inu í Svíþjóð o.fl. Sýnishorn af árangri fornleifarannsókna sem njóta stuðnings Kristnihátíðarsjóðs eru til sýnis í anddyri Þjóðmenning- arhússins. Rannsóknirnar fara fram á Skriðuklaustri, Hólum, Þingvöllum, Keldudal, Reykholti, Gásum, Kirkjubæj- arklaustri og Skálholti. Auk þess eru kumlastæði um land allt rannsökuð. Þjóðminjasafn Íslands | Boðið upp á fjölbreytta fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru nýstárlegar og vand- aðar sýningar auk safnbúðar og kaffi- húss. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Dans Dansskóli Jóns Péturs og Köru | Dans- skóli Jóns Péturs og Köru býður upp á námskeið í barnadönsum, Freestyle, samkvæmisdönsum, tjútti, mambó og salsa. 4 til 5 ára börnum er boðið upp á dans, söng og leik. Boðið verður upp á einstaklingsnámskeið fyrir fullorðna í s- amerískum dönsum. Innritun kl. 12–19 í síma 553 6645 eða á heimasíðu dans- skólans, www.dansskoli.is. Kennsla hefst 11. jan. Skemmtanir Kaffi Sólon | DJ Greenhouse verður á grænu kvöldi á neðri hæð á fimmtudags- kvöld. Frítt inn, alvöru klúbbastemning. Fyrirlestrar og fundir Háskóli Íslands | Opinn fyrirlestur í Odda stofu 101, 6. jan. kl. 12. Erindi held- ur Daði Einarsson stjórnsýslufræðingur sem starfar innan framkvæmdastjórnar ESB. Fundarstjóri verður Andrés Pét- ursson formaður Evrópusamtakanna, en samtökin standa að fundinum ásamt Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ. Prenttæknistofnun | Dr. John R. Thom- as heldur fyrirlestur um Lean Manufact- uring fyrir offset-prentiðnað á fræðslu- fundi Prenttæknistofnunar kl. 9–14, á Hallveigarstíg 1. Helstu atriði fyrirlest- ursins er hvernig lækka má kostnað, minnka sóun á tíma og hráefni og auka afköst í prentiðnaði. Fréttir og tilkynningar Staðlaráð Íslands | Framleiðendur, hönn- uðir, verkfræðingar, 1. desember gekk í gildi íslensk þýðing staðalsins ÍST EN 206-1 Steinsteypa? 1. hluti: Tæknilýsing, eiginleikar, framleiðsla og samræmi. Staðallinn skilgreinir verksvið hönnuðar, framleiðanda og notanda. Nánari upplýs- ingar á vef Staðlaráðs, www.stadlar.is Frístundir og námskeið Gigtarfélag Íslands | Námskeið hefjast 9. janúar. Þau henta einstaklingum sem vilja stunda hreyfingu undir leiðsögn fag- fólks. Alhliða leikfimi, karlahópur, jóga, orka og slökun. Nýtt: Þyngdarstjórnun, aðhald, stuðningur og fræðsla. Upplýs- ingar í síma 530 3600.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.