Morgunblaðið - 08.01.2006, Síða 1
STOFNAÐ 1913 7. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Stelpurnar
fá strák
Pétur Jóhann úr Strákunum fer úr
einu gríninu í annað | 62
Tímaritið og Atvinna
Tímaritið | Grænn maður í leikskólanum Fegurð heimsins í
fyrirrúmi Atvinna | Hvernig á að meta starfsf́ólkið?
Dæmt til að greiða 11,5 milljarða í skaðabætur
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350
MENNIRNIR eru litlir í samanburði við jökla
landsins eins og sannast á myndinni. Þegar
ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá
Svínafellsjökli var miklu rigningarveðri að
slota og var það mikið sjónarspil þegar birtan
dansaði á jöklinum. Þessi litadýrð íslenskrar
náttúru hefur löngum heillað margan og þar
á meðal þennan náttúruunnanda sem virti
fyrir sér jökulinn og hans nánasta umhverfi í
stilltu veðrinu.
Að undanförnu hefur Svínafellsjökull hopað
lítillega og við það hefur myndast lítið lón
þar sem jökullinn sat áður og þykir það mikil
náttúrufegurð þar sem ís, vatn og jörð mæt-
ast.
Morgunblaðið/RAX
Við rætur Svínafellsjökuls
„ÞETTA var alveg hræðilegt en samt yndislegt að hægt
var að bjarga barninu,“ segir Lilja Dóra Michelsen,
stuðningsfulltrúi í Lindaskóla, sem náði að blása lífi í um
tveggja mánaða gamlan dreng sem var næstum kafn-
aður við matvöruverslun í Kópavogi á miðvikudag. Litli
drengurinn var orðinn helblár þegar Lilja blés lífi í hann.
Hún hafði farið á námskeið í skyndihjálp á vinnustað sín-
um deginum áður og segir að það hafi eflaust hjálpað sér
við að bregðast jafn hratt við og raun bar vitni.
Spurð um aðdraganda björgunarinnar segir Lilja að
hún hafi verið búin að versla og stödd við kassann þegar
kona kom inn í verslunina með lítið barn í fanginu og
hrópaði karlmannsnafn. „Ég hélt fyrst að það væri
vegna þess að lítið barn hefði hlaupið á undan henni, en
svo tekur maðurinn sem er fyrir framan mig á kassanum
á rás að konunni,“ segir hún. Fljótlega tók Lilja eftir því
að barnið var orðið helblátt í framan. „Ég hugsa með
mér hvort enginn ætli að gera neitt, hleyp út á eftir
manninum og segist geta reynt að blása lífi í barnið. Fað-
irinn spyr hvort ég kunni það. Ég svara að ég viti það
ekki en ég hafi verið á skyndihjálparnámskeiði í gær,“
segir Lilja. „Ég blæs í barnið og er búin að blása kannski
um sex sinnum þegar ég heyri smell. Um leið segir fað-
irinn mér að þetta sé komið.“
Lilja segir að þegar björgunin var afstaðin hafi for-
eldrar litla drengsins tjáð henni að hann væri haldinn
fæðingargalla. Gallinn lýsi sér þannig að barki hans sé
linur og fari fyrir öndunaropið. Þau hafi tjáð henni að
hann hafi tvisvar sinnum áður hætt að anda en þá hafi
verið nóg að fara með drenginn út á svalir svo hann jafn-
aði sig. Móðirin, sem beið úti í bíl með barnið meðan fað-
irinn verslaði, hafði því farið með barnið út úr bílnum
þegar það hætti að anda en það ekki dugað til.
Mikilvægt að kunna skyndihjálp
Lilja segir að samstarfskona sín úr Lindaskóla hafi
einnig komið inn í verslunina um það leyti sem atvikið
átti sér stað. Hafi hún hlynnt að móður drengsins, sem
hafi verið í miklu áfalli eftir atburðinn. „Það var margt
fólk í búðinni þegar þetta gerðist en það virtust bara
vera við tvær sem gerðum eitthvað,“ segir hún og bætir
við að þær hafi báðar verið meðvitaðar vegna námskeiðs-
ins sem þær höfðu nýlokið. Lilja kveðst hafa tekið mörg
slík námskeið, enda hafi hún alla tíð unnið þar sem börn
eru. Þá hafi hún verið skáti sem unglingur.
Lilja segir að eftir björgunina á miðvikudag myndi
hún ekki hika við að gera slíkt hið sama aftur kæmu þær
aðstæður upp. Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að
kunna skyndihjálp. „Ég vona bara að allir, ekki síst þeir
sem eiga barn, fari á skyndihjálparnámskeið,“ segir
Lilja Dóra Michelsen.
Tókst að blása lífi í tveggja
mánaða gamalt barn
Hafði farið á námskeið í skyndihjálp deginum áður
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
KÖNNUN, sem
birt var í Bret-
landi í gær, bend-
ir til þess að rúm-
ur helmingur 62
þingmanna
Frjálslyndra
demókrata vilji að
Charles Kennedy
segi af sér sem
leiðtogi flokksins.
Þá hafa um 25 þingmannanna
skrifað undir yfirlýsingu um að þeir
ætli ekki að starfa með Kennedy sem
leiðtoga. Þeir kröfðust þess að hann
tæki ekki þátt í leiðtogakjöri sem
hann boðaði til eftir að hafa viður-
kennt að hann hefði glímt við áfeng-
isvanda síðustu misseri. Áður hafði
hann neitað því í viðtölum við breska
fjölmiðla.
Kennedy kvaðst ekki ætla að segja
af sér og taldi sig njóta stuðnings
„yfirgnæfandi“ meirihluta félaga í
flokknum. The Daily Telegraph birti
þó könnun sem bendir til þess að að-
eins 27% flokksfélaganna vilji að
Kennedy fari fyrir Frjálslyndum
demókrötum í næstu þingkosn-
ingum. Blaðið sagði að yfirlýsing
þingmannanna 25 þýddi að dagar
Kennedys sem flokksleiðtoga væru í
raun taldir.
Þingmenn
hafna
Kennedy
Charles Kennedy
Detroit. AP. | Viðvörun um að
neytendur ættu ekki að nota hita-
byssu sem hárþurrku hefur verið
valin hjákátlegasta viðvörun lið-
ins árs á vörumiðum. Hitabyssan
gefur frá sér allt að 540 stiga
hita á Celsius.
Er þetta í níunda sinn sem
bandarísk samtök veita verðlaun
fyrir hjákátlegustu viðvaranir
ársins til að henda gaman að
þeirri tilhneigingu Bandaríkja-
manna að höfða skaðabótamál og
áhrifum hennar á vörumerk-
ingar.
Verðlaun voru einnig veitt fyr-
ir næstkynlegustu viðvörunina,
en hún fylgdi eldhúshníf: „Reynið
aldrei að grípa fallandi hníf.“
Þriðju verðlaunin voru veitt
fyrir hanastélsmunnþurrku með
korti af siglingaleið umhverfis
eyju við strönd Suður-Kaliforníu:
„Notist ekki við stjórn skipa eða
báta.“
Heiðursverðlaun voru veitt fyr-
ir viðvörun á flösku af þurrkuðu
gaupuþvagi sem notað er til að
fæla skordýr frá garðplöntum:
„Ekki ætlað til neyslu.“
Hitabyssa
er ekki
hárþurrka
Jerúsalem. AFP. | Læknar sem
reyna að bjarga lífi Ariels
Sharons, forsætisráðherra
Ísraels,
tóku nýja
skannmynd
af heila
hans í gær-
morgun
þegar hon-
um var enn
haldið í
svefndái á
sjúkrahúsi í
Jerúsalem.
Talsmaður sjúkrahússins
sagði að nýja heilaskannið
hefði verið ákveðið fyrirfram
og benti ekki til þess að
ástand forsætisráðherrans
hefði versnað.
Líðan Sharons var sögð
„alvarleg en stöðug“ eftir að
hann gekkst undir þriðju
heilaskurðaðgerðina frá því á
miðvikudag þegar hann var
fluttur á sjúkrahús vegna
heilablóðfalls.
Læknar Sharons sögðu að
ekki væri hægt að meta hvort
hann hefði orðið fyrir var-
anlegum heilaskemmdum fyrr
en í fyrsta lagi í dag þegar
dregið verður úr lyfjagjöfinni
sem heldur honum í svefndái.
Sérfræðingar sögðu horfurn-
ar á bata enn slæmar.
Batahorf-
ur Sharons
metnar
Ariel Sharon