Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Vegna magninnkaupa og nýrra samninga við frændur okkar, getum við boðið Saab 9-3 á ævintýralegu verði. Áratugum saman hefur SAAB verið frem- stur á meðal lúxusbifreiða. Hann er valinn öruggasti bíllinn í sínum flokki ár eftir ár og er sérstaklega hannaður fyrir skandi- navískar aðstæður. Kynntu þér Saab 9-3, skynsamasta valið. saab.is Öll verð eru fengin frá netsíðum viðkomandi bílaumboða. Skynsemismælirinn Mercedes-Benz C230 K Kr. 3.875.000 Lexus IS 250 Kr. 3.800.000 Volvo S60 Kr. 3.520.000 Audi A4 Kr. 2.930.000 BMW 318i Kr. 2.820.000 Volvo S40 Kr. 2.770.000 Saab 93 Kr. 2.290.000 VW Passat Kr. 2.690.000 Audi A3 Kr. 2.690.000 Allt um íþróttir helgarinnar Vöruhönnun og arkitektúr íFrakklandi hefur veriðsterkur þáttur í menninguFrakka í áraraðir. Hönn- uðir á borð við Hector Gumiard, Charlotte Perriand, Eileen Grey og Le Corbusier voru frumkvöðlar á sínu sviði og lögðu góðan grunn fyrir komandi kynslóðir franskra hönn- uða. Í dag er að finna marga áhuga- verða hönnuði í Frakklandi sem vert er að skoða nánar. Einn þeirra er Matali Crasset. Hún nam vöruhönn- un í háskólanum E.N.C.I sem er einn af fremstu hönnunarskólum í Frakklandi. Að loknu námi árið 1991 sneri hún sér alfarið að hönnun og er í dag einn af fremstu vöruhönnuðum Frakklands. Býr sér til atburðarásir og sögur Talið er að verkefnið When Jim came to Paris hafi opnað margar dyr fyrir Matali Crasset. Sérstaklega fannst fólki áhugavert hvernig hún bjó sér til atburðarás og sögu til að komast nær verkefninu. Hún hugs- aði sér þá sögu hvernig það væri ef sögupersónan Jim kæmi til Parísar, hvað þyrfti að vera til staðar? Verk- efnið samanstendur af vekjara- klukku, dýnu og ljósi sem allt hefðu verið nauðsynlegir hlutir fyrir Jim þegar hann kæmi í heimsókn. Atburðarásir og sögur eru aðferð- ir sem Matali Crasset notar oft og tíðum þegar hún tekst á við verkefni á borð við When Jim came to Paris. Verkefnin verða skemmtilegri fyrir vikið og höfða jafnvel til breiðari markaðs. Fyrsta sýningin á When Jim came to Paris-verkefninu var á Hús- gagnasýningunni í Mílanó árið 1998 og segir hún sjálf að þessi sýning hafi verið mjög mikilvæg fyrir vel- gengni hennar sem hönnuður. Fleiri sýningar fylgdu í kjölfarið og árið 2000 var Matali Crasset boð- ið að taka þátt í sýningunni The pet- it enfants de Starck. Ástæðan var sú að frá árunum 1993 til 1998 vann hún hjá Philippe Starck. Á þeim ár- um var hún yfirhönnuður Tim Tom- hópsins og sá um alla útlitshönnun fyrir Thomson-fyrirtækið. Sam- starfið var mjög gott milli Philippe Starck og Matali Crasset og voru ákveðin vinnubrögð hjá Philippe Starck sem hún tileinkaði sér. Þau vinnubrögð voru einna helst að vera opin fyrir nýjum hlutum og sérhæfa sig ekki í einum hlut heldur taka að sér ólík verkefni. Hi-hótelið – ólíkir heimar Margt fylgdi í kjölfar The petit enfants-sýningarinnar, því nákvæm- lega á sama tíma voru eigendur Hi- hótelsins, Chapelet and Elouarghi, að leita að hönnuðum í Hi-hótel- verkefnið. Þau fóru á helstu hönn- unarsýningar í París, Mílanó og New York til að leita uppi áhuga- verða hönnuði. Í þessari leit hittu þau á franskan þjón sem kom með þá uppástungu að líta á hönnuði sem höfðu unnið undir Philippe Starck. Þeim leist vel á þá hugmynd, þar sem Philippe Starck var einn af þeirra uppáhalds hönnuðum. Þau kíktu á sýninguna The petit enfants de Starck þar sem þau sáu verk Ma- tali Crasset. Þeim leist vel á hennar vinnu og völdu hana í verkefnið. Þetta var mikið verk sem reyndi á ólíkar hliðar hönnunar sem hentaði Matali Crasset vel. Hún fékk til liðs við sig fleiri hönnuði og að lokum varð til hótel sem innihélt níu ólíka heima, þ.e. 38 herbergi sem skiptust í níu þemu. Herbergið digital room ættu tölvuáhugamenn ekki að láta fram hjá sér fara. Veggirnir eru eins og stórir pixelar og húsgögnin eru sem tölvuskjáir. Þeir sem eru að leitast eftir kyrrð og ró ættu að panta sér herbergið white&white þar sem einfaldleiki og hreinleiki eru allsráðandi. Allt í rýminu er hvítt, bæði veggir og hlutir. Einung- is er um einn hlut að ræða í rýminu en það er hvítt borð sem stendur á miðju gólfi og hægt er að breyta í rúm. En ef verið er að leita eftir lífi og fjöri þá er herbergið Mono space tilvalið. Mikil litadýrð er í herberg- inu sem skiptist í þrjú svæði þar sem hvert svæði hefur sinn lit. Ásamt því að hanna öll herbergin þá kom Ma- tali Crasset að hönnun matarstells- ins Hi-link og ljósinu Hi-light sem lýsir upp vel heppnaða innanhúss- hönnun Hi-hótelsins. Fjölbreytileikinn allsráðandi Áhugavert er að sjá hvað Matali Crasset nær yfir stórt svið hönnun- ar þ.e. innanhússarkitektúr, vöru- hönnun, grafíska hönnun og einnig sýningarhönnun. Hún hefur verið mjög iðin við að hanna sýningar, meðal annars setti hún upp sýningu á Sunic-ilmvatninu í gallerí Candy í Prag árið 2002. Matali Crasset var með fingurna alls staðar og tók einn- ig þátt í útlitshönnun Sunic-ilm- vatnsins. Glasið hefur lögun lampa en innan lampans er form ljósaperu sem fyllt er með ilmvatninu. Hún hefur komið að hönnun fleiri ilm- vatnsglasa, eins og t.d. fyrir Kenzo og Clarins. Oft og tíðum fylgja teikningar með verkefnum hennar. Annars vegar er um að ræða teiknimynda- sögur sem segja frá atburðarásinni sem hún bjó sér til í vinnuferlinu, eins og í verkefninu When Jim came to Paris. Hins vegar gerir hún teikn- ingar sem gætu komið í stað ljós- myndar, t.d. í verkefninu Phytholab sem Matali Crasset vann fyrir fyr- irtækið Dornbract árið 2002. Ný og betri sýn á baðherbergi var út- gangspunktur Matali Crasset þegar hún vann verkefnið. Hún ákvað að engin þörf væri fyrir spegla á bað- herberginu. Hún taldi að miklir speglar í baðherbergi gætu stundum verið truflandi fyrir fólk sem væri mikið að spá í útlitið. Þess í stað kom hún með hugmynd að speglalausu baðherbergi sem hafði að geyma blátt baðker úr akríl þar sem blóma- pottar skreyttu hvern krók og kima. Hér átti notandinn að njóta þess að vera inni á baðherberginu, slappa af og njóta snertingar og ilms. Fjölbreytileiki er einnig einkenn- andi fyrir vörur sem hún hefur hannað í gegnum tíðina eins og borðið Table tray and shelves. Borð- ið er með færanlegum plötum þann- ig að hægt er að nota plöturnar sem bakka ásamt því að möguleiki er á að hengja upp plöturnar svo úr verð- ur hilla. Verkefnin sem hér hefur verið fjallað um eru aðeins hluti af því sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Matali Crasset er án efa hæfileika- ríkur hönnuður sem hefur verið mjög kraftmikil síðastliðin ár. Verk- efni hennar spanna breitt svið hönn- unar og hugmyndarfræðin skipar stóran sess í hönnunarferlinu. Ör- læti, gestrisni og bjartsýni eru lyk- ilhugtök í lífi og starfi Matali Crasset. Í hlutarins eðli – Franski hönnuðurinn Matali Crasset hefur getið sér gott orð fyrir störf sín og er nú í fremstu röð hönn- uða. Hún býr sér til atburðarásir og sögur í verkum sínum. Guðrún Edda Einarsdóttir segir frá ævi og störfum Crasset. Kraftmikil og skapandi hönnun Sunic-ilmvatnsflaskan. Crasset sá um tíma um alla útlits- hönnun fyrir Thomson-fyrirtækið. Speglalaust baðherbergi að hætti Crasset. Höfundur er vöruhönnuður. Hi-link-matarstellið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.