Morgunblaðið - 08.01.2006, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 08.01.2006, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 43 UMRÆÐAN ÁRIÐ 2005 hefur verið við- burðaríkt í starfi Vöku, félags lýð- ræðissinnaðra stúd- enta. Þegar litið er til baka yfir heilt ár eru ákveðnir atburðir sem reynast minnisstæðari en aðrir. Það er þó eitt sem stendur upp úr og það er sá stóri hópur góðs fólks sem að starf- inu kemur og gerir fé- lagið að því afli sem það er. Ekki eingöngu styrkir það félagið gíf- urlega að hafa slíkan mannauð að leita til þegar hagsmunabar- átta stúdenta er annars vegar, heldur er seint hægt að vanmeta fé- lagslega þáttinn í starfi sem þessu og gefur það starfinu aukið gildi þegar unnið er í góðra vina hópi. Stærsti atburðurinn í háskólapólitíkinni, og um leið í starfi þeirra fylkinga sem leggja þá störf sín í dóm stúd- enta, eru tvímælalaust háskólakosningarnar sem fóru fram dagana 10.–11. febrúar sl. Vaka hafði verið í meirihluta Stúdentaráðs síðustu þrjú árin, en að þessu sinni varð niðurstaðan sú eftir stranga kosningabaráttu að upp kom odd- astaða í ráðinu; Vaka fékk 4 fulltrúa, Röskva 4 og H-listinn 1. Starfið í Stúdentaráði hefur verið lærdóms- ríkt að vissu leyti og ýmsum af okkar hugmyndum verið hægt að hrinda í framkvæmd, sérstaklega í þeim fastanefndum sem Vaka veitir for- mennsku. Menntamálanefnd hefur verið mjög virk og þar hefur verið sér- staklega ánægjulegt að endurvekja heimasíðuna prof.is til að hafa eftirlit með einkunnaskilum kennara, auk þess sem kennslukönnun á vegum stúdenta var gerð nú á haustönn í fyrsta skipti, og á hún að geta veitt kennurum í Háskólanum mikilvægt aðhald og stuðlað að betri kennslu. Hagsmunanefnd hefur einnig í störfum sínum verið öflug á þessu starfsári við að bæta aðstöðu nem- enda í skólanum. Opnunartími í bygg- ingum hefur mörgum nemandanum þótt full stuttur og því var það eitt af forgangsverkefnum nefndarinnar í ár að bæta úr því; árangurinn varð sá að bæði í vor- og jólaprófum þessa árs hafa þrjár byggingar verið opnar til fjögur á nóttunni og opnunartími annarra bygginga verið rýmkaður. Þetta fékkst með því að Vökuliðar ásamt fleirum tóku sig til og vöktuðu byggingar til að tryggja lengdan opnunartíma. Allt eru þetta skref í rétta átt, og við erum ánægð með þann árangur sem þeg- ar hefur náðst. Við verð- um að sjálfsögðu að setja markið sífellt hærra til að stúdentar fái notið eins góðrar þjónustu og skólinn get- ur mögulega veitt þeim. Alþjóðanefnd hefur unnið gott starf í þágu þeirra fjölmörgu er- lendu stúdenta sem nema við skólann. Nefndin hefur útvegað íslenska tengiliði fyrir þá erlendu nema sem þess óska. Einnig stóð Alþjóða- nefndin fyrir vel heppnuðu átaki þar sem erlendum nemum var boðið í jólamat hjá íslenskum fjölskyldum og vakti með því afar jákvæða og verð- skuldaða athygli á aðstæðum er- lendra nema yfir hátíðirnar. Af öðrum málum í Stúdentaráði má nefna breytingar á úthlutunarreglum LÍN í maí sl. sem voru býsna róttæk- ar, og nokkuð umdeildar, en vonandi verða nauðsynleg skref í átt að af- námi skerðingarhlutfalls tekin í fram- haldinu. Stúdenta- og Lánasjóðsdag- arnir voru haldnir á haustönn og heppnuðust ágætlega. Staðan í Stúd- entaráði hefur þó haft þau áhrif að ákveðið frumkvæði hefur vantað í störf þess og er það ósk okkar að því verði hægt að breyta á komandi ári. Störf Vöku takmarkast þó síður en svo við Stúdentaráð og hefur stjórn félagsins einnig haft mörg járn í eld- inum í vetur og bryddað upp á ýms- um nýjungum. Má þar fyrst nefna pókerkvöld Vöku sem haldin hafa verið á tveggja vikna fresti í allan vetur við mjög góð- ar undirtektir, og verður gaman að geta haldið enn fleiri slík kvöld, og tekið þátt í þeim, á nýju ári. Einnig hefur félagið reglulega verið með partý af ýmsu tagi ásamt málefna- og kynningarfundum. Þá stóðum við fyr- ir svokallaðri RokkVöku nú í haust sem og mjög skemmtilegu hagyrð- ingakvöldi á vordögum. Í febrúar sl. varð félagið svo 70 ára og að sjálf- sögðu var fagnað vel af því tilefni. Til viðbótar við alla atburðina sem félagið stendur fyrir fara Vökuliðar í alls kyns skemmti- og vinnuferðir á eigin vegum þar sem gjarnan fæðast góðar hugmyndir og gleðin og gam- anið sjaldan langt undan. Engin und- antekning varð á því á þessu ári og voru Húsafell, Vestmannaeyjar og Laugarvatn meðal þeirra staða sem fengu að njóta samverustunda með Vökufólki. Hér stiklum við þó aðeins á stóru enda verður svona upptalning seint tæmandi, en ljóst er að starf Vöku á vettvangi jafnt stjórnar sem Stúdentaráðs hefur verið við- burðaríkt og skemmtilegt þetta árið. Síðastliðið ár hefur gefið okkur af- ar mikið og er það von okkar og trú að næsta ár verði jafnvel ennþá betra, og er enginn vafi á að það gangi eftir ef haldið verður áfram á þeirri braut sem félagið er á. Því horfum við með mikilli til- hlökkun til ársins 2006 um leið og við þökkum öllum þeim sem hafa stutt okkur á liðnu ári; megi nýja árið verða ykkur og hagsmunabaráttu stúdenta happadrjúgt. Áramótakveðja Vöku Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir og Þorgeir Arnar Jónsson líta yfir liðið ár ’Því horfum við meðmikilli tilhlökkun til árs- ins 2006 um leið og við þökkum öllum þeim sem hafa stutt okkur á liðnu ári …‘ Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir er formaður Vöku og Þorgeir Arnar Jónsson varaformaður Vöku. Þorgeir Arnar Jónsson Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Opið hús - Háteigsvegur 40 Glæsileg 93,3 fm íbúð í kjallara með sér- inngangi. Íbúðin skiptist í anddyri, hol, eldhús, geymslu/þvottahús, baðherbergi, stofu og borðstofu, sem áður var svefn- herbergi. Stutt í alla þjónustu. Íbúðin er mjög rúmgóð og nýtast stofurnar sér- staklega vel. Íbúðin er ekki mikið niður- grafin. Eignin verður til sýnis og sölu í dag (sunnudag) á milli kl. 14-15. Þórarinn á bjöllu. V. 17,9 m. 5406 Ásgarður - Fallegt raðhús Fallegt og vel skipulagt raðhús sem skiptist í kjallara, hæð og ris. 1. hæð: Forstofa, gangur, eldhús og stofa. 2. hæð: 3 herbergi og bað. Kjallari: þvottahús og geymslupláss. Timburver- önd og garður til suðurs. 5358 Stigahlíð - Góð staðsetning Falleg, björt og mikið endurnýjuð 3ja herb. íbúð á 1. hæð, sem skiptist í for- stofu, stofu, borðstofu, tvö svefnherbergi, eldhús og baðherbergi. V. 16,7 m. 5559 Lækjasmári - Sérinngangur Glæsileg og nýleg 3 herbergja 87,3 fm íbúð á jarðhæð í fjórbýlishúsi með sér- inngangi og innbyggðum 26,5 fm bílskúr. Geymsla er inn af bílskúr. Íbúðin skiptist þannig: Stofa, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og forstofa. Úr stofu er gengið út á ca 50 fm afgirta sér- lóð með hellulagðri verönd. V. 25,8 m. 5537 Kaplaskjólsvegur - Laus strax Vel staðsett og rúmgóð fimm herbergja 132 fm endaíbúð í fallegu fjölbýli í hjarta Vesturbæjar. Íbúðin skiptist í hol, 4 svefn- herbergi, stofu, baðherbergi og eldhús auk þess er aukaherbergi í kjallara, ásamt sérgeymslu og sameiginlegu þvottahúsi. V. 25,9 m. 5490 Árskógar - Með bílskýli Falleg og björt 96 fm 3ja herbergja íbúð á 7. hæð í húsi fyrir eldri borgara í Mjóddinni, ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðin snýr í suð- ur og vestur og er glæsilegt útsýni úr henni. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, baðherbergi, þvottahús, tvö herbergi og stofu. Í kjallara er sérgeymsla og öll sameign hússins er á 1. hæð þ.m.t. öll þjónusta við eldri borgara. Innangengt í þjónustumiðstöð þar sem er matur, tómstundir og heilsugæsla. 5536 Gvendargeisli - Falleg eign, bílskýli Glæsileg 4ra herbergja íbúð ásamt stæði í lokaðri bílageymslu. Íbúðin er í fallegri nýrri 3ja hæða blokk og er á efstu hæð. Gengið er inn sérinngang af svölum inn í íbúðina. Allur frágangur að utan er snyrti- legur, flísar á gólfi stigahúss og húsið er steinað að utan. Íbúðin skiptist í 3 svefn- herbergi, stofu, eldhús, baðherbergi, geymslu og þvottahús. V. 27,5 m. 5534 Klapparhlíð - Glæsileg Ný og glæsileg 3ja herbergja endaíbúð á jarðhæð, sem skiptist í forstofu, gang, hjónaherbergi, barnaherbergi, baðher- bergi, sérþvottahús, sérgeymslu, stofu og eldhús. Sérlóð er fyrir framan íbúðina. V. 20,5 m. 5557 Hjarðarhagi "Kennarablokkin" Vel skipulögð 120 fm, 5 herbergja íbúð á 4. hæð sem skiptist í hol, gestasnyrtingu, 3 herbergi, borðstofu, stofu, eldhús og baðherbergi. Húsið hefur nýlega verið standsett. Það er klætt að austan- og sunnanverðu en að vestan- og norðan- verðu er húsið nýviðgert og málað. Lóðin er standsett og eru göngustígar nýhellu- lagðir og upphitaðir. V. 24,9 m. 5526 Sölusýning í dag á glæsilegum fullfrág. íb. í Rauðavaði nr. 1-11 frá kl. 14-16 Erum með í einkasölu glæsilegar fullbúnar (án gólfefna 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í nýjum 3ja hæða hús- um. Mjög gott útsýni er úr hluta íbúðanna og er sérinngangur af svölum í íbúðir nr. 5-7 og 9-11. Íbúðirnar eru/verða innréttaðar með vönduðum innréttingum frá HTH að hluta til að vali kaupenda. Baðherb. eru með baðkari og flísal. í hurðar- hæð. Sérgeymslur innan íbúða og sérþvottahús í öllum íbúðum. Stæði í mjög góðu bílahúsi fylgir öllum íbúðum. 2ja herb. 93,5 fm íb. kosta 19,5 millj. 3ja herb. 108,5 fm íb. kosta 22,8-23,5 millj. 4ra herb. 118,5-119 fm kosta 25,9 millj. Sölusýning verður í dag sunnudag frá kl. 14-16 og verða sölumenn frá Valhöll á staðnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.