Morgunblaðið - 08.01.2006, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 08.01.2006, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 53 AUÐLESIÐ EFNI Eiður Smári Guðjohnsen, fyrir-liði íslenska lands-liðsins í knatt-spyrnu og leik-maður enska meistara-liðsins Chelsea, var á þriðju-daginn kjörinn íþrótta-maður ársins 2005. Eiður Smári fékk fullt hús stiga í kjörinu, sem Samtök íþróttafrétta-manna standa að. „Ég er meiri háttar stoltur með þessa viður-kenningu og hún er toppurinn ofan á frá-bært ár þar sem við unnum Englands-- meistaratitilinn. Ég neita því ekki að ég átti alveg von á að verða fyrir valinu en það hvarflaði ekki að mér að ná fullu húsi.“ Eiður Smári fékk hálfa milljón króna í verð-laun frá Íslands-banka, en hann gaf verð-launin til sam-takanna Ein-stakra barna. „Þetta er það minnsta sem ég get gert,“ sagði hann um gjöfina. Íþrótta-maður ársins 2005 Eiður Smári glaður með bikarinn. Í vikunni vöknuðu miklar um-ræður um mun á launum for-stjóra í stór-fyrirtækjum og almennra laun-þega. Var það vegna hárra forstjóra-laun hárra upphæða í starfsloka-samningum sem gerðir höfðu verið við tvo fyrr-verandi for-stjóra hjá FL Group. Launin voru um 4 milljónir á mánuði, en gátu fjór-faldast ef vel gekk. Starfsloka-samningarnir voru samtals 300 milljónir. Jóhanna Sigurðardóttir þing-maður segir á heima-síðu sinni á Alþingi að FL Group hafi tekið for-ystu í þeirri græðgis-væðingu til stjórnenda sem staðið hefur yfir undan-farin misseri. Hlut-hafar ættu að reka stjórnar-formann fyrir-tækisins fyrir að leyfa sér að taka slíka ákvörðun og al-menningur ætti að gera kröfu um að far-gjöld verði lækkuð. Mörður Árnason þing-maður bendir á að miðað við meðal-laun á Íslandi þyrftu 2 meðal-jónar að vinna í 58 ár hvor til að vinna sér inn fyrir þessari upphæð. Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- og iðnaðar-ráðherra mun í upp-hafi vor-þings leggja fram nýtt frum-varp um hluta-félög og einkahluta-félög. Í því verða ákvæði um að laun og starfsloka-samningar stjórnenda skuli lögð fyrir hluthafa-fund til sam-þykktar. Háar upphæðir í starfsloka-samningum FL Group Alfreð hættur hjá Magdeburg Alfreð Gíslason hefur verið leystur frá störfum sem þjálfari þýska handknattleiks-liðsins Magdeburg. Alfreð hefur þjálfað liðið frá 1999 og undir hans stjórn varð liðið eitt hið sterkasta í Evrópu. Framkvæmda-stjóri Magdeburg segir Alfreð einn besta handknattleiks-þjálfara heims, en að hann hafi ekki komist lengra með liðið. Því hafi þessi ákvörðun verið óhjákvæmi-leg. Alfreð tekur við þjálfun Gummersbach sumarið 2007. Kvikmyndin Hostel frumsýnd Á föstu-daginn var hryllings-myndin Hostel frum-sýnd á Íslandi og í Banda-ríkjunum. Myndinni er leik-stýrt af Íslands-vininum Eli Roth, sem jafn-framt er höfundur hand-rits. Fram-leiðandi myndarinnar er Quentin Tarantino. Íslendingurinn Eyþór Guðjónsson leikur stórt hlut-verk í myndinni, sem segir frá bakpoka-ferðalagi 3 vina, og er myndin strang-lega bönnuð innan 16 ára. Stutt umhverfis-mála og að lands-menn ættu að fá öfluga upplýsinga-miðlun um umhverfis-mál. Stór-tónleikarnir „Ertu að verða náttúru-laus?“ voru haldnir í gær-kvöld í Laugardals-höll. Stemningin á tón-leikunum var stór-góð enda löngu uppselt á þá. Meðal þeirra sem komu fram voru: Sigur Rós, Björk, Damien Rice, Damon Albarn, Egó, Mugison, pönk-sveitin Rass, KK, Ham og Hjálmar. Hætta-hópurinn stóð fyrir tón-leikunum til að vekja at-hygli á eins-stakri náttúru Íslands. Hópurinn hélt blaðamanna-fund á Hótel Borg á fimmtu-daginn, þar sem bent var á að ríkið ætti að veita Lands-virkjun heil-brigt mót-vægi á sviði Morgunblaðið/Ásdís Hætta-hópurinn á blaðamanna-fundi. Náttúru-legir tón-leikar Ariel Sharon, forsætis-ráðherra Ísraels, er haldið sofandi eftir 7 klukku-stunda skurð-aðgerð. Hann fékk alvar-legt heila-blóðfall á miðviku-daginn. Óvíst er að hann lifi, en víst þykir að hann muni ekki taka áfram þátt í stjórn-málum. Ehud Olmert, næst-ráðandi Sharons, hefur tekið hefur við til bráða-birgða. Veikindi Sharons hafa valdið mikilli óvissu í ísraelskum stjórn-málum. Búist var við að nýi miðju-flokkurinn hans, Kadima, „Áfram“, myndi sigra auð-veldlega í kosningunum í mars-lok. Nú er spurning hvort flokknum muni ganga vel án for-ingjans, eða hvort verkamanna-flokkurinn og hægri-flokkurinn Likud munu styrkjast, er for-ingjar þeirra eru mjög sterkir. Amir Peretz fer fyrir verkamanna-flokknum, en hann vill ganga allra lengst í viðræðum við Palestínu-menn. Likud-flokknum ræður nú Benjamin Netanyahu, afar öflugur og reyndur stjórnmála-maður, sem boðar áfram-haldandi hörku í sam-skiptum við Palestínu-menn. Þá veit heldur enginn hvað við tekur í sam-skiptum Ísraela og Palestínu-manna. Ísraelsk stjórn-völd hafa bannað íbúum Austur-Jerúsalem að taka þátt í þing-kosningum í Palestínu 25. janúar. Óvíst er nú að þær fari fram. Reuters Ísraelskir menn biðja fyrir Sharon við Grátmúrinn. Óvissa í Ísrael Fimmtán manns fórust þegar þak skauta-hallar í Suður-Þýskalandi hrundi undan snjó-þunga. Af þeim sem létust voru 12 börn eða unglingar. Einnig hafa fundist lík tveggja kvenna um fertugt. Öll voru þau frá bænum Bad Reichenhall eða nágrenni. Þrjátíu og fjórir slösuðust þegar þakið hrundi, en eru ekki í lífshættu. Ekki er enn vitað hvers vegna þakið hrundi, en það snjóar oft mjög mikið á þessum slóðum. Dag-blaðið Tagesspiegel sagði veður-fræðinga halda að um 180 tonn af snjó hafi verið á þakinu. Mann-skaði í skauta-höll Reuters Björgunar-menn við störf. Alls 45 starfs-menn á leik-skólum í Kópavogi sögðu upp á miðviku-daginn. Ástæða upp-sagnanna er óánægja með launa-kjör. Lang-flestir sem sögðu upp segjast ætla að draga upp-sögn sína til-baka verði launin löguð. Upp-sagnirnar taka gildi 1. apríl eða 1. maí. Bæjar-fulltrúar Sam-fylkingarinnar í Kópa-vogi segja að þeir vilji að strax verði rætt við starfs-fólkið og að það fái sömu laun og starfs-fólk á leik-skólum Reykjavíkur. Starfs-fólk leik-skóla á öllu höfuðborgar-svæðinu bíður lykta launamála-ráðstefnu sveitar-félaganna 20. janúar. Leikskóla-stjórar segja ekki hægt að bíða enda-laust eftir launa-leiðréttingu og því að nám leikskóla-kennara sé metið að verð-leikum. Uppsagnir 45 leikskóla- starfsmanna í Kópavogi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.