Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 61 MENNING - Velferðarsvið Húsaleigubætur Sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka. Umsækjendur um húsaleigubætur í Reykjavík eru minntir á að skila umsókn fyrir árið 2006 til Þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar í síðasta lagi 16. janúar næstkomandi. Þeir sem eiga lögheimili í Miðbæ eða Hlíðum hafi samband við Þjónustumiðstöð Miðborgar/Hlíða, Skúlagötu 21, sími 411 1600. Þeir sem eiga lögheimili í Vesturbæ hafi samband við Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Hjarðarhaga 45-47, sími 411 1700. Þeir sem eiga lögheimili í Laugardal eða Háaleiti hafi samband við Þjónustumiðstöð Laugardals/Háaleitis, Síðumúla 39, sími 411 1500. Þeir sem eiga lögheimili í Breiðholti hafi samband við Þjónustumiðstöð Breiðholts, Álfabakka 12, sími 411 1300. Þeir sem eiga lögheimili í Árbæ, Grafarholti eða Norðlingaholti hafi samband við Þjónustumiðstöð Árbæjar/Grafarholts, Bæjarhálsi 1, sími 411 1200. Þeir sem eiga lögheimili í Grafarvogi eða Kjalarnesi hafi samband við Þjónustumiðstöð Grafarvogs, Langarima 21, sími 411 1400. SÝNING sem ber yfirskriftina, Eigi skal höggva, stendur yfir um þessar mundir í Snorrastofu í Reykholti. Um er að ræða sýningu á teiknuðum myndum eftir nem- endur í 7. bekk grunnskólans í Borgarnesi. Myndirnar voru upphaflega hluti af verkefni í samfélagsfræði um Snorra Sturluson sem nem- endurnir unnu ásamt kennara sínum veturinn 2004–2005. Á litríkum myndunum má sjá helstu atburði úr ævi Snorra Sturlusonar. Á sýningunni eru einnig gamlir leikmunir frá miðri síðustu öld, ættaðir úr Bolungarvík. Þá gerði Bjarni nokkur Magnússon frá Tröð, sem var mikill hagleiks- maður og atkvæðamikill í leik- húslífi staðarins. Þá smíðaði Örn- ólfur Guðmundsson skjöld og sverð sem einnig eru uppi á vegg. Sýningin, Eigi skal höggva, mun standa uppi fram á vor. Á sýningunni er búið að setja upp teikniaðstöðu fyrir börn og eru þau hvött til þess að teikna mynd af Snorra og skila í þar til gerð- an kassa. Að sýningu lokinni verða þrjár myndir dregnar út og höfundum þeirra sendur glaðningur. Hægt er að skoða sýningar Snorrastofu alla virka daga frá kl. 9.00–17.00. Morgunblaðið/Golli Eigi skal höggva í Snorrastofu K ammersveitin Ísafold og Íslenska óperan standa fyrir Vín- artónleikum með óvenjulegu sniði í kvöld kl. 20. Flutt verða verk sem voru útsett fyrir kammersveit og flutt af „Félagi um einkaflutning tónverka“, „Verein für musikal- ische Privataufführungen“, sem tónskáldið Arnold Schönberg stofnaði ásamt fleirum í Vínarborg árið 1918. Stjórnandi Ísafoldar er Daníel Bjarnason og segir hann tón- leikana í kvöld svo sannarlega ekki hefðbundna Vínartónleika. „Venju- legir Vínartónleikar snúast að svo til öllu leyti um Johann Strauss og hans fjölskyldu. Þessir tónleikar okkar snúast hins vegar um seinni Vínarskólann, því við erum að leika útsetningar meðlima hans; Arnolds Schönberg og nemenda hans,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Útsetningar á tveimur Vínarvölsum Johann Strauss kemur engu að síður þó nokkuð við sögu á tónleik- unum, því sveitin ætlar að leika tvo valsa Strauss yngri, en í út- setningum Schönbergs og Antons von Webern. Þannig hefjast tón- leikarnir á sálmaútsetningunum Weihnachtsmusik eftir Arnold Schönberg, en síðan taka við Schatzwalzer eftir Johann Strauss yngri í útsetningu Antons von Webern og Kaiserwalzer eftir Jo- hann Strauss yngri í útsetningu Arnolds Schönberg. Eftir hlé eru svo á efnisskránni Síðdegi skóg- arpúkans eftir Claude Debussy í útsetningu Benno Sachs og Arn- olds Schönberg, og Lieder eines fahrenden Gesellen eftir Gustav Mahler í útsetningu Arnolds Schönberg. „Síðustu tvö verkin eru kannski mest einkennandi fyrir þetta félag sem við erum að líta til, „Verein für musikalische Priva- taufführungen“, en þau eru útsetn- ingar á frægum tónsmíðum.“ Daníel segir útsetningarnar í öll- um tilfellum ekki svo langt frá upphaflegu tónverkunum og útsetj- arana oftast nokkuð trúa fyr- irmyndum sínum. Útsetningarnar séu gerðar af miklu listfengi og kunnáttu. „Þeir bera greinilega mikla virðingu fyrir því sem þeir eru að útsetja – markmiðið virðist vera að útsetja sem best miðað við þá hljóðfæraskipan sem þeir eru með, sem er auðvitað talsvert minni en verkin eru upphaflega skrifuð fyrir.“ Hentar tónlistarstefnu vel Kammersveitin Ísafold var stofnuð árið 2003 og sérhæfir sig í flutningi tónlistar 20. og 21. aldar. Um er að ræða kammersveit sem á tónlistartungumálinu ítölsku myndi kallast „sinfonietta“, eða „lítil sinfóníuhljómsveit“, og er sveitin skipuð ungu tónlistarfólki sem flest er í framhaldsnámi er- lendis. Að þessu sinni eru hljóð- færaleikararnir tólf talsins, en sveitin hefur að auki fengið til liðs við sig Ágúst Ólafsson baritón, sem mun syngja með henni ljóð Gustavs Mahlers. Aðspurður segir Daníel efnis- skrána á tónleikunum nú koma vel heim og saman við tónlistarstefnu Ísafoldar. „Okkar markmið hjá Ísafold hefur ekki verið að flytja eingöngu nýja tónlist, heldur 20. og 21. aldar tónlist. Það þýðir al- veg aftur til ársins 1900, þess vegna,“ segir hann. „Þessi verk sem við flytjum nú falla mjög vel inn í það, þó að fyrirmyndirnar sjálfar séu skrifaðar nokkru fyrr. Þetta er skemmtilegur gluggi inn í það tímabil sem þær voru skrif- aðar á, gegnum þennan seinni Vín- arskóla.“ Að mati Daníels eru valsar Jo- hanns Strauss afar skemmtilegir, þó að hann viðurkenni að sér þyki erfitt að hlusta á 20 slíka í röð. „En við erum nú bara með tvo, og þeir eru mjög skemmtilegir. Eftir hlé leikum við síðan þessi tvö meistaraverk; Debussy og Mahler, sem eru kannski ekki alveg sama léttmetið. Það mætast því hlátur og grátur á þessum tónleikum,“ segir hann að síðustu. Tónlist | Kammersveitin Ísafold með Vínartónleika með óvenjulegu sniði í Íslensku óperunni Seinni Vínarskól- anum gerð skil Morgunblaðið/Ásdís Daníel Bjarnason, stjórnandi Kammersveitarinnar Ísafoldar, ræðir við einsöngvarann Ágúst Ólafsson. Ísafold og Ágúst koma fram á tónleikum í Íslensku óperunni í kvöld. Kammersveitin Ísafold kemur fram á Öðruvísi Vínartónleikum í Íslensku óperunni í kvöld kl. 20. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.