Morgunblaðið - 08.01.2006, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 08.01.2006, Qupperneq 63
JUST FRIENDS Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 14 ára Sýnd kl. 2 og 4 ísl tal kl. 2 og 5 B.i. 14 ára 20% afsláttur af miðaverði fyrir viðskiptavini KB Banka Sýnd kl. 3, 6, 9 og 11 B.i. 16 ára Sýnd kl. 8 og 10 Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11 B.i. 14 ára JUST FRIENDS 20% afsláttur af miðaverði fyrir viðskiptavini KB Banka Stranglega bönnuð innan 16 ára ÞAÐ ER TIL STAÐUR ÞAR SEM SJÚKUSTU FANTASÍUR ÞÍNAR VERÐA AÐ VERULEIKA! ÞAÐ ER TIL STAÐUR ÞAR SEM SJÚKUSTU FANTASÍUR ÞÍNAR VERÐA AÐ VERULEIKA! Stranglega bönnuð innan 16 ára eeee Ó.Ö.H. / DV eee D.Ö.J. / Kvikmyndir.com eeee Ó.Ö.H. / DV Sími 551 9000Miðasala opnar kl. 14.30 eeee H.J. / MBL “…mikið og skemmtilegt sjónarspil...” ....eiturgóð mynd.... Sirkus 30.12.05 eeee Dóri DNA / DV eeee HJ / MBL ryan reynolds amy smart FEITASTI GRÍNSMELLUR ÁRSINS! Hann elskar hana. Hún elskar hann ekki. Sýnd kl. 3 Íslenskt tal TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400 KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU TIL F ST S I SI S - I S . T ! S I S T 400 KR. . 400 KR. . 400 KR Í BÍÓ* * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu eee D.Ö.J. / Kvikmyndir.com A.G. / BLAÐIÐ A.G. / BLAÐIÐ Sími 553 2075 miðasala opnar kl. 17.30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 63 Einn merkasti leikstjóri Bolly-wood, Mahesh Bhatt, undirbýr nú tökur á kvikmynd sem mun að miklu leyti byggjast á sprenging- unum í London á síðasta ári. Kvikmyndin sem mun hljóta nafn- ið Suicide Bomber, fjallar um bresk- an múslima af asískum ættum sem er orðinn fráhverfur vestrænum lifnaðarháttum. Myndin mun bæði gerast í Bretlandi og Indlandi og söguhetjan verður leikin af 21 árs gömlum syni Bhatt. Leikstjórinn, sem er þekktur fyrir að taka á umdeildum málum í kvik- myndum sínum, segist með mynd- inni vilja breiða þann boðskap út að íslam sé trú sem snúist um frið og samúð. Segir hann að hugmyndin hafi kviknað í kjölfar hryðjuverka- árásanna í New York þegar ísl- amstrúin var úthrópuð á Vest- urlöndum sem villimannatrú. Bhatt sakar Bandaríkin um hryðjuverk og sjálfsmorðsspreng- ingar í hinum íslamska heimi og í kvikmyndinni muni hann reyna að sýna að það séu í raun Vesturlönd sem ali upp hryðjuverkamenn með háttalagi sínu. „Í kvikmyndinni mun ég þó sýna að sjálfsmorðssprengju- menn séu í raun að ófrægja íslamska trú.“ Tökur á myndinni munu hefjast í júlí á þessu ári en ráðgert er að frumsýna hana í desember. Fólk folk@mbl.is Reuters TÓNLISTARMAÐURINN Eyj- ólfur B. Eyvindarson eða Sesar A eins og hann er ef til vill betur þekktur var staddur hér á landi yfir hátíðarnar en hann hefur dvalið undanfarin þrjú ár í Barce- lona og stundað nám í kvikmynda- leikstjórn og Miðjarðarhafseld- húsi. Áður hafði Eyjólfur gefið út plöturnar Stormurinn á eftir logn- inu, sem hefur verið nefnd fyrsta rappplatan, eingöngu á íslensku og Gerðu það sjálfur, auk þess sem hann stóð að framleiðslu á Rímnamíni. „Ég fór upphaflega út til að læra kvikmyndaleikstjórn og klár- aði það nám síðasta sumar. Þá tók ég tónlistina fyrir en fór einnig í kokkanám til að eiga úr meiru að moða, enda vann ég á sínum tíma sem kokkur á ýmsum veit- ingastöðum í Reykjavík samfara því að sinna tónlistinni.“ Sesar A segir að tónlist sín hafi tekið miklum breytingum eftir að hann fluttist til Spánar en þar hélt hann áfram að semja tónlist og texta með leikstjórnarnáminu og vorið 2004 kláraði hann EP- plötuna Of gott …. Hún inniheldur meðal annarra lögin „Nema hvað“ en þar var bróðir Eyjólfs, Erpur „Blazroca“, gestarappari og „Efn- islega gæði“, þar sem Bobbi vand- ræðagemsi kemur við sögu. Eyjólfur segir að á þessum tímapunkti hafi hann gengið í gegnum töluverðar breytingar í lífi sínu og því ákveðið að fresta útgáfunni á EP-plötunni um sinn en hún átti að vera undanfari LP- plötunnar … til að vera satt. „Á svipuðum tíma komst ég í samband við tónlistarhópinn IFS (International Family of Sound) sem kom fram reglulega í gamla bænum í Barcelona þar sem ég bjó. Þeir buðu mér að spila með sér á einum tónleikum og stuttu seinna gekk ég til liðs við sveit- ina.“ Eyjólfur segist fljótlega hafa orðið mjög virkur í sveitinni og ásamt Philsen frá Hamborg hafi hann séð um framkvæmdastjórn sveitarinnar auk þess sem Eyjólf- ur stýrir upptökum. „Grunnurinn er rapp en svo er þarna líka að finna áhrif frá reggí-, fönk- og sálartónlist og mín hugmynd er að blanda mis- munandi stefnum saman og vinna úr því heila plötu. Mínar grunn- forsendur eru ryþmískt hip hop en þetta er að taka á sig mjög fjöl- breytta mynd. Þegar mest er er- um við fimmtán á sviðinu; níu ein- staklingar frá átta löndum sem rappa og syngja á sex tungu- málum auk hljómsveitar.“ Eyjólfur er nú farinn aftur til Barcelona þar sem hann heldur áfram með kokkanámið en einnig á að klára upptökur að lögum fyr- ir IFS sem síðar munu fara á EP- plötu sem sveitin mun nota til kynningar. Þar að auki hyggst hann gera myndband við eitt laga IFS og nýta þá um leið sambönd sín sem hann aflaði sér í kvik- myndaskólanum. Þá stendur einn- ig til að klippa myndband við lagið „Nema hvað“. „Nú tekur við að kynna IFS bæði í Þýskalandi og Englandi en miðað við hvað hip hop á Spáni er skammt á veg komið sjáum við ýmis tækifæri þar.“ Tónlist | Eyjólfur B. Eyvindarson er með mörg járn í eldinum Sesar A í Barcelona Morgunblaðið/Þorkell Sesar A hefur undanfarin ár lært bæði til kokks og kvikmyndaleikstjóra auk þess að sinna tónlistargyðjunni. Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.