Morgunblaðið - 02.02.2006, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 02.02.2006, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 19 MINNSTAÐUR KIA umboðið á Íslandi er í e igu Heklu hf. Laugavegi 172 • Reykjavík • sími 590 5700 KIA er sá bílaframleiðandi sem er í mestum vexti í heiminum í dag. Það er ekkert skrýtið þegar hægt er að bjóða þessi gæði á svona verði. KIA Rio, enn einn glæsilegur fólksbíll úr smiðju KIA. Gæði, kraftur og hagkvæmni eru hér í fyrirrúmi. Rio er búinn aksturstölvu, átta öryggisloftpúðum, ABS hemlalæsivörn, álfelgum og öflugri en sparneytinni 1,6 lítra 112 hestafla CVVT bensínvél. KIA Picanto, lipur, fallegur og nútímalegur smábíll. Rúmgóður og ríkulega útbúinn. Það sakar ekki að verðið á sér ekki hliðstæðu. 11.289 kr. á mánuði* 15.582 kr. á mánuði* KIA Cerato, rúmgóður og kraftmikill, 2,0 lítra, 144 hestöfl. Ríkulegur staðalbúnaður, átta öryggisloftpúðar, aksturstölva, álfelgur o.fl. 17.067 kr. á mánuði* *miðað við SP-bílasamning til 84 mán. og 30% innborgun Picanto Cerato Rio KIA Rio • 1,6 • 5 dyra • 5 gíra • verð 1.498.000 KIA Cerato • 2,0 • 4 dyra • 5 gíra • verð 1.648.000 KIA Picanto • 1,0 • 5 dyra • 5 gíra • verð 1.088.000 Nýtt barnaherbergi www.flugger.is Stórhöfða 44 110 Reykjavík Sími 567 4400 10 3 5 6 3 Fáðu góðar hugmyndir og sjáðu glæsilegar útfærslur í nýja bæklingnum okkar “Hugmyndir og góð ráð fyrir barnaherbergið”. Bæklingin færðu í næstu verslun Flugger lita Skeifan 4 Snorrabraut 56 Bæjarlind 6 Dalshraun 13 Hafnargata 90 Austursíða 2 Austurvegur 69 Hlíðarvegur 2-4 Sólbakka 8 AUSTURLAND Egilsstaðir | Á dögunum gekkst Afl, starfsgreinafélag Austurlands, fyrir málþinginu Áhyggjulaust ævi- kvöld og heilbrigð æska. Þar voru störf aðstoðarfólks á heilbrigðis- stofnunum og í skólum til faglegrar og siðfræðilegrar umræðu og velt upp hvort þau séu metin að verð- leikum. Virðingarleysi fyrir störfum þessa hóps, og oft á tíðum óljós starfslýsing ásamt þörf á endur- menntunartækifærum, voru megin- atriði þingsins. Sverrir Mar Albertsson er fram- kvæmdastjóri Afls. „Þátttakendur virtust ánægðir með málþingið og gerður var góður rómur að fram- sögum,“ segir Sverrir. „Það er einn gegnumgangandi þráður sem skín í gegn og það er virðing. Það kom fram alls staðar að fólk nýtur þess sem það er að gera og finnur tilgang í því. Það er að hjálpa til við að ala upp börn eða hjúkra fólki og finnur í því tilgang. Launamálin svíða þó. Ég held að í sumum tilfellum svíði kannski enn þá meira virðingarleysi samfélagsins fyrir starfinu og óljós staða. Nú er það okkar verkefni að reyna að vinna úr þessu og fara í viðræður við sveitarfélög til að reyna að móta frekar störf eins og skólaliða, aðstoðarfólks í skólum og leikskólum o.s.frv., skýra þau og fá í gang endurmenntunaráætlun. Svo dæmi sé tekið um skólaliða þá eru þeir, skv. framsöguerindi Sigur- björns Marinóssonar hjá Skólaskrif- stofu Austurlands, ómissandi í dag, hann segir að skólarnir gætu ekki starfað án þeirra. Þá á þetta fólk bara fullan rétt á að fá sín störf til- greind skýrar, metin að verðleikum og njóta símenntunar. Sama gildir í heilbrigðisgeiranum. Þar svíður undan réttindaleysi og kannski er einhver óljós staða þar líka. Afl og önnur verkalýðsfélög hafa nú fengið mjög skýr skilaboð, en auðvitað er þetta eitthvað sem við höfum vitað en þurftum staðfestingu á.“ Markhópur fyrir fræðslukerfið Sverrir er spurður að því hvort hann telji að hægt sé að breyta við- horfum samfélagsins til umönnunar- starfa? „Já, það er hægt að breyta þeim. En eins og einn framsögu- manna málþingsins, Vilhjálmur Árnason, prófessor við Siðfræði- stofnun Háskóla Íslands, benti á í sinni framsögu, kemur sjálfsvirðing ekki frá öðrum, hún kemur frá manni sjálfum. Afl keyrði árið 2002 menntasmiðju í öllum byggðarlög- um á Austurlandi og í vetur framtíð- arsmiðju í flestum byggðarlögum. Þetta eru fyrst og fremst sjálfs- styrkingarnámskeið þangað sem menn sækja sér þrótt og sjálfs- traust.“ Sverrir segir aðstoðarfólk heil- brigðisstofnana og skóla sækja sér endurmenntun í vaxandi mæli. Hann nefnir sem dæmi að á Vopna- firði eru nú fimm konur í sjúkraliða- fjarnámi, sem hófu sína endurmennt í menntasmiðju Afls 2002. „Þessi hópur er mjög skynsamlegur mark- hópur fyrir fræðslukerfið, þetta er klárt fólk með reynslu. Ég reikna með að við reynum að virkja það fólk sem mætti á málþingið fyrir að- alfundinn og þar getum við lagt fram símenntunaráætlun fyrir þennan hóp. Afl eitt og sér getur þó ekki breytt neinu; við verðum að hjóla í heilbrigðisstofnanirnar, skólana, sveitarfélögin og sannfæra aðila um að við getum í sameiningu, ásamt Fræðsluneti Austurlands og framhaldsskólunum, sett upp t.d. skólaliðanám eða nám fyrir aðstoð- arfólk í heilbrigðiskerfinu, námskeið sem lendir ekki á háskólastigi eins og sjúkraliðanámið gerði, heldur verði opið öllum, óháð menntunar- stigi. Úrvinnslan á þessu kemur þó til með að taka tíma.“ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Virðing í brennidepli Afl starfsgreinafélag stóð fyrir málþingi um stöðu umönnunarstarfa. Afl vill símenntunaráætlun fyrir aðstoðarfólk í skólum og á heilbrigðisstofnunum Umönnunarstörf verði metin að verðleikum Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.