Morgunblaðið - 02.02.2006, Blaðsíða 22
Daglegtlíf
„ÉG HEF alltaf haft áhuga á
svefnherbergi og hönnun og hef
ekki getað keypt mér heila línu
nema að fara til útlanda", segir
Helga María Bragadóttir eigandi
LínDesign sem hannaði svefn-
herbergislínuna sem Freydís teikn-
aði mynstur á. „Mér fannst vanta
íslenska svefnherbergislínu og fór
því af stað með að hanna slíka og
fannst tilvalið að textílmynstrin
væru hönnuð með íslensku blóma-
flóruna í huga.“ Helga sendi hug-
myndina inn í Nýsköpunarsjóð og
var hún eitt af þeim tólf verkefnum
sem komust í úrslit, en alls bárust
300 umsóknir. Línið er einungis úr
úrvals baðmull og er það ofið og
saumað í Kína. „Í maí á seinasta
ári var ég ásamt sambýlismanni
mínum Tryggva Harðarsyni í Pek-
ing þegar Ólafur Ragnar Grímsson
forseti var þar í opinberri heim-
sókn. Hann hitti forsvarsmenn
verksmiðjunnar sem vefur fyrir
okkur línið og það var miklu trú-
verðugra fyrir okkur þegar forset-
inn var búinn að hitta fólkið í eigin
persónu. Í framhaldi náðum við
góðum samböndum og út frá því
hefur þetta þróast, auk þess sem
Tryggvi lærði í Pekingháskóla á
sínum tíma og talar kínversku, en
það er aðalforsendan fyrir því að
þessi sambönd þarna úti ganga
svona vel.“
Holtasóley á postulín
Helga María segist ekki aðeins
vera með lín í svefnherbergið því
von sé á baðherbergislínu og
vöggusetti auk þess sem hún selur
dúnsængur og kínverskt, bone
china, matar- og kaffipostulín. „Til
stendur að fara í framleiðslu á ís-
lenskri postulínslínu og fá íslensk-
an listamann til að hanna hana
með þjóðarblóminu á.“
Helga María er ekki óvön versl-
unarrekstri því faðir hennar, Bragi
Hinriksson, rak postulínsverk-
smiðjuna og verslunina Gler og
postulín í áratugi. „Pabbi var einn
sá fyrsti hér á landi sem fór með
framleiðslu og verslun í útrás fyrir
um 25 árum síðan. Ég sé fyrir mér
að LínDesign fari í útrás og verði
að keðju enda finnst mér að við
eigum að stefna út með íslenska
hönnun.“
Hún segir engan hafa áður látið
vefa fyrir sig og fjöldaframleiða ís-
lenska hönnun í þessum stíl. „Næst
stefni ég að því að koma með vörur
inn í línuna með gleymérei-mynstri
og blóðbergi sem verður einnig
teiknað af íslenskum hönnuði,“ seg-
ir Helga að lokum.
Morgunblaðið/Sverrir
Svefnherbergislínan var fyrsta textílhönnunarverk Freydísar.
Morgunblaðið/ÞÖK
Helga María hefur áhuga á svefnherbergjum og hönnun.
HÖNNUN
Gleymmérei og blóðberg kemur næst
febrúar
YFIR 900 íslensk börn búsett í 39
löndum í sex heimsálfum hafa skráð
sig í Íslenskuskólann á netinu frá
stofnun skólans en formlegt skólastarf
hófst árið 2004.
Allt skólastarf fer fram á netinu
www.islenskuskolinn.is, og þar geta
börn á leik-, grunn- og framhalds-
skólaaldri fundið viðfangsefni, sótt
námskeið, búið til heimasíðu og
kynnst öðrum nemendum skólans.
Markmið skólans er að byggja upp
öflugan skóla á netinu fyrir íslensk
börn um allan heim, þar sem fram fer
fjölbreytt íslenskukennsla og menn-
ingarmiðlun. Nám í skólanum auð-
veldar íslenskum börnum, sem búsett
eru erlendis að viðhalda tungumálinu,
eiga samskipti við önnur börn í svip-
aðri stöðu og að missa ekki tengsl við
ættingja heima. Námið auðveldar
einnig aðlögun að skólakerfinu þegar
flutt er heim.
Í frétt frá skólanum kemur fram að
áhersla er lögð á að námið fari fram í
gegnum fjölbreytt og skemmtileg
verkefni. Nemendum gefst kostur á að
sækja námskeið og þeim býðst að
vinna ýmis verkefni í aldursskiptum
klúbbum.
Íslenskunám
á netinu
MENNTUN
www.islenskuskólinn.is
Naglaskólinn Professionails hélt Íslands-meistaramót í naglaásetningum laug-ardaginn 28. janúar í húsakynnum skól-
ans. Í fyrsta skipti fer sigurvegari keppninnar til
alþjóðlegrar keppni í London.
„Það var keppt í tveimur flokkum, annars vegar
svokallaðri franskri naglaásetningu og hins vegar
fantasíunöglum, en í báðum greinum kepptu
meistarar og nemar í sérflokkum,“ segir Inga Þyrí
Kjartansdóttir, skólastjóri Professionails.
Fyrstu verðlaun meistara í naglaásetningu hlaut
Anna Dóra Sverrisdóttir frá Reykjavík. Fyrstu
verðlaun nema hlaut Ruth Guðnadóttir frá Skeið-
um.
Í fyrsta sæti í keppni meistara í fantasíunöglum
varð Vilborg Drífa Gísladóttir úr Hafnarfirði og
efst í flokki nema varð Jóhanna Sif Þórðardóttir úr
Kópavogi. Þær sem sigruðu í keppni í fantasíu-
nöglum förðuðu módelin sín sjálfar.
Sigurvegarinn í meistaraflokki fær flug og hótel
fyrir sig og módelið sitt, ásamt rétti til þátttöku í
alþjóðlegri naglakeppni, European Nail Champ-
ionships, sem fram fer í Earls Court í London
dagana 5. til 7. mars. Jóhanna og Vilborg munu
fara til London.
„Þetta er alþjóðleg keppni í
fleiri greinum, sem ber nafnið
Professional Beauty. Kepp-
endur í naglakeppninni eru
meistarar síns heimalands og
sigurvegarinn í keppninni
hlýtur vegleg verðlaun og tit-
ilinn Evrópskur naglameist-
ari 2006.“
Íslandsmeistaramótið í
professionail-naglaásetn-
ingu hefur verið haldið
tvisvar áður, en nú í ár er
fyrsta skiptið sem sig-
urvegaranum gefst kost-
ur á að keppa um evr-
ópskan meistaratitil.
„Það er vaxandi eft-
irspurn eftir ásettum
nöglum, bæði meðal
kvenna og karla, og til
þess að anna eftirspurninni þarf vel
menntað og þjálfað fólk,“ segir Inga Þyrí.
Keppt í naglaskreytingum
NEGLUR | Alþjóðleg keppni í London
Í fyrsta sæti meistara í fantasíunöglum varð Vilborg Drífa Gísladóttir.
„VIÐ ákváðum að byrja á tveim-
ur mynstrum og þjóðarblómið,
sem er holtasóley, og fífan komu
strax til greina,“ segir Freydís
Kristjánsdóttir teiknari en hún
hannaði mynstrin á íslensku
svefnherbergislínuna. „Mér leist
vel á að vinna með þjóðarblómið,
það er ofsalega fallegt og eðli-
legt að hugsa fyrir einhvers kon-
ar markaðssetningu á því. Fífan
er líka falleg og passar vel við
sængurföt." Þetta er í fyrsta
sinn sem Freydís vinnur slíkt
verk og er ánægð með útkom-
una.
Í sinni eigin list vinnur Frey-
dís mikið með gamlar ljós-
myndir. „Ég nota gamlar ljós-
myndir af fólki sem efnivið en
ég er ekki endilega að reyna að
ná andlitssvipnum, það er allt
annað á myndunum sem ég
heillast af, eins og íslenski þjóð-
búningurinn, kragar á gömlum
flíkum, skrítnar hárgreiðslur og
þessi gamaldags stemmning yf-
irleitt.“ Árið 1989 kláraði Frey-
dís fjöltæknideild í Myndlista- og
handíðaskólanum og eftir það
fór hún að myndskreyta barna-
bækur og blöð. „Ég hef mikið
verið í verkefnum sem tengjast
sögunni og þjóðlegum fróðleik,
enda hef ég áhuga á þeim efn-
um.“
Freydísi finnst frábært að fólk
eigi eftir að sofa við sængurver
með hennar myndum á. „Ég vildi
hafa þetta einfalt og mynstrin
eru mjög ólík. Ég reyndi að ná
hreyfingu fífunnar og í sumar,
þegar ég lá yfir hönnuninni,
skoðaði ég blómin heilmikið í
sínu lifandi umhverfi.“ Uppá-
haldsblóm Freydísar eru mörg
en annars segist hún vera mjög
hrifin af maríustakki og öllum
fínlegum og litlum íslenskum
blómum.
Þjóðarblómið á sængurver
Heimasíða LinDesign er:
www.lindesign.is
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is