Morgunblaðið - 02.02.2006, Page 39

Morgunblaðið - 02.02.2006, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 39 MINNINGAR gerði ávallt allt af ráðnum hug, var með allt sitt á hreinu, undirbjó alla hluti vel og átti því auðvelt með allar ákvarðanir. Hann var búinn að ákveða fyrir alllöngu að hætta störf- um; þegar nýliðið ár hefði runnið skeið sitt á enda og komið í safn genginna ára, myndi hann hætta og setjast í helgan stein, eftir hálfrar aldar störf á vinnumarkaði og hefja nýjan kapítula í lífi sínu og vera það- an í frá í nálægð sinna nánustu og sinna þeim. Ingvi naut þess að ferðast, jafn innanlands sem utan. Hann unni landi sínu og náttúru þess af heilum hug og hafði innbyrt þessa ást strax í æsku, á sumrunum sínum ellefu á Magnússkógum í Dölum. Árum saman, eiginlega allan sinn búskap, fóru þau Ingvi og Þóra í sumarleyf- um sínum í löng ferðalög um landið, ásamt með börnum sínum og síðar meir barnabörnum. Þeyst var um landið þvert og endilangt, í fyrstu með útilegubúnaðinn í skottinu eða á toppgrindinni, síðar með tjaldvagn í eftirdragi og var gjarnan tjaldað, er halla tók degi, á einhverjum fögr- um stað úti í guðsgrænni náttúrunni eða þar sem hópurinn var staddur í það og það skiptið. En núna voru komin kaflaskipti. Í stað fyrri ferða- máta skyldi þess í stað dvalið á hinu nýja óðali, um lengri eða skemmri tíma á öllum tímum ársins, í eigin ranni í hásölum borgfirsku alpanna, við rætur Oks, Geitlandsjökuls og Eiríksjökuls, á svæði sem hann gjör- þekkti, enda í stuttu færi frá Arn- arvatnsheiðinni með öllum sínum fengsæluveiðivötnum, sem hann mörg hver þekkti eins og handar- bakið á sjálfum sér og voru honum einkar kær eftir fjölda veiðiferða þangað uppeftir hér fyrr á árum. Og undir norðurásnum er ofurlítil tó, og lækur líður þar niður um lágan Hvannamó. Á engum stað ég uni eins vel og þessum mér. Ískaldur Eiríksjökull veit allt, sem talað er hér. (Jónas Hallgrímsson.) Þarna í fjallasölum fögrum, þar sem landið rís hvað hæst, hugðist hann eyða stórum hluta ævikvölds- ins með Þóru sinni, börnunum sín- um og barnabörnum. Um líkt leyti og framangreindar ráðagerðir voru í burðarliðnum, á einum þessara björtu hásumardaga liðins sumars, kom reiðarslagið. Ingvi, sem á allri samferð okkar undirritaðra, var lýsandi dæmi vask- leika og hraustleika, síléttur í spori, hraðgengur og kvikur, kenndi skyndilega til óskýranlegs lasleika, kraftleysis og skerts jafnvægis. Eft- ir alhliða og viðamikla skoðun lækna kom í ljós, að lasleikinn átti sér al- varlegar rætur, því sjálfur óvættur- inn, krabbinn, hafði barið að dyrum og hafði þá þegar náð að sá illkynja meinvörpum á viðkvæmum stöðum. Hvílík ógnartíðindi, hvílík kaldrana- leg örlög. Já, vegir Guðs eru sann- arlega órannsakanlegir. Stuttu eftir hádegi sunnudaginn 22. janúar sl. lauk hetjulegri baráttu Ingva við þennan illvæga og grimma sjúkdóm. Hetjan, sem aldrei missti trúna og vonina um bata, óttalaus og full trúnaðartrausts til hinstu stund- ar, laut um síðir í lægra haldi fyrir ofureflinu. Drottinn gaf og Drottinn tók. Ingvi var elju- og vinnusamur maður, kunnáttusamur og afkasta- mikill í störfum sínum og naut fyllsta trúnaðar húsbænda sinna. Áberandi var snyrtimennska hans, bæði heima og heiman, meðfædd ár- vekni, að allir hlutir innan hans ábyrgðarsviðs væru í lagi, ekkert var trassað eða vanrækt, heldur var öllu óðara kippt í liðinn. Eins og áður segir, var Ingvi strax í æsku sendur í sveit til ætt- fólks síns í Dölum vestur, dvaldi þar fjölda sumra sem smali og vinnu- maður hjá frændum sínum að Magnússkógum í Hvammssveit. Í fari Ingva leyndist „ekta“ sveita- maður, í allra bestu merkingu þess orðs. Hann var búhyggjumaður, fór vel með fé, og farnaðist vel í öllu því sem snerti trausta fjárhagslega af- komu fjölskyldu sinnar, sem ávallt sat í fyrirrúmi hjá honum. Að loknu barna- og gagnfræðaskólanámi hóf hann nám í vélvirkjun hjá Héðni, lauk því námi, en sökum bakveiki átti hann örðugt með að vinna að iðn sinni og leitaði annarra, líkamlega léttari starfa á hinum almenna vinnumarkaði og hóf rétt upp úr tví- tugsaldrinum störf hjá fyrirtækjum iðnaðardeildar Sambandsins á Ak- ureyri; sem sölumaður hjá vörulager verksmiðjanna í Reykjavík, síðar verksmiðjustjóri hjá Pelssaumastof- unni Hetti í Borgarnesi og að síð- ustu yfirmaður í Silfurtúni í Garða- bæ, þar sem hann stýrði lagerhaldi, sölu og dreifingu framleiðsluvara efnaverksmiðjunnar Sjafnar á Ak- ureyri hér á höfuðborgarsvæðinu. Stuttu fyrir miðjan tíunda áratuginn var svo komið, að Sjöfn lagði niður starfsemi sína og Ingvi varð at- vinnulaus í kjölfar þess, eftir nær- fellt 35 ára starf. Ekki stóð iðjuleys- ið lengi, því stuttu síðar var Ingvi ráðinn framkvæmdastjóri Oddfell- owhússins í Reykjavík, sem hann sinnti til dauðadags. Ingvi gekk til liðs við Oddfellow- stúkuna nr. 3 „Hallveigu“ 1968 og var hann í forsvari fyrir henni eitt stjórnartímabil; fremstur meðal jafningja. Árið 1992 var hann skip- aður gjaldkeri Styrktar- og líknar- sjóðs Oddfellowa. Kynni okkar und- irritaðra af bróður okkar Ingva voru mjög náin og risu hæst árin, sem við sátum með honum í stjórn StLO, misjafnlega lengi hver um sig, einn var með honum í 12 ár, annar í 8, hinn þriðji í 6 og sá fjórði í 3 ár. Ingvi sjálfur sat í aðalstjórn sjóðsins í tæp 14 ár, fyrst sem gjaldkeri í tæp 8 ár og sem formaður í tæp 6. Sam- starf og samvinna okkar undirrit- aðra við Ingva var með miklum ágætum og er vart hægt að hugsa sér betri samstjórnanda. Á sam- felldu tímabili formannstíðar Ingva var miklum tíma varið í samninga- gerðir um hagnýtingu eignarlands StLO í lögsagnarumdæmi Garða- bæjar, sem lyktuðu með stofnun einkahlutafélags í febrúar á nýliðnu ári. Þáttur Ingva Guðjónssonar var stór í þessum gjörðum öllum og okk- ur minnisstæður. Ráðning Ingva í starf fram- kvæmdastjóra Oddfellowhússins var reglunni mikill happafengur. Hann hafði rétt hafið störf, er ákveðið var að hefja langþráða stækkun Oddfell- owhússins, sem lengi hafði staðið fyrir dyrum vegna stöðugrar aukn- ingar meðlima í reglunni og fjölg- unar regludeilda, bæði kvenna og karla, samtímis bráðnauðsynlegri og umfangsmikilli endurnýja gamla hússins eftir meira en sex áratuga langa og stanslausa notkun þúsunda manns ár hvert. Framkvæmdir þessar voru á ábyrgð hússtjórnar Oddfellowhússins, sem gert hafði nákvæma áætlun um fjármögnun og hraða framkvæmdanna. Útfærslan, þ.e. hin daglega verkstjórn, samn- ingar við verktaka, að fylgjast með framkvæmd hvers verkþáttar, að réttur tími stæðist, sjá um efnisöfl- un, að allt efni væri í húsi á réttum tíma, útvega sjálfboðaliða úr hópi reglusystkina til hinna margvísleg- ustu starfa, fyrst til að byrja með við niðurrif og múrbrotaflutning, síðar við alla hreinsun, málun og lökkun húsakynnanna, einnig í pípu-, raf- og flísalögnum, lenti að mestu á herð- um Ingva, sem sýndi alveg einstaka lagni að fá reglusystkini til lags við sig við þessar framkvæmdir allar, sem á endanum stóðust uppsetta tímaáætlun og voru undir fjárhags- áætlun í lokin, sem er ekki lítilsvert. Tafir eða truflanir á reglustarfinu voru í lágmarki á breytingatíman- um. Hér var virkilega vel að verki staðið og á Ingvi mikið hrós skilið úr hendi samtímamanna sinna í regl- unni fyrir hin góðu störf sín í hennar þágu. Við andlát Ingva höfðu þau hjón Þóra og hann verið í hjónabandi í tæp 49 ár. Mikið jafnræði ríkti með þeim hjónum, þau voru mjög sam- rýnd í öllum sínum gerðum, ferð- uðust mikið saman og nutu samvista hvors annars. Þeim varð þriggja barna auðið, tveggja dætra og eins sonar, sem öll eru gift og hafa eign- ast börn, sem voru augasteinar afa og ömmu. Ingvi var fríður maður sýnum og myndarlegur á velli, vel þrjár álnir á hæð, dökkur á brún og brá, varð fljótt útitekinn, kvikur og snar í hreyfingum, alltaf vel klæddur og einstakt smekk- og snyrtimenni. Það var gott að vera í návist hans. Nú að leiðarlokum, þegar við und- irritaðir kveðjum kæran vin og reglubróður, er okkur efst í huga þakklæti fyrir góða viðkynningu, fyrir hið góða samstarf sem við allir höfum átt með honum þessi senn liðnu 14 ár og fyrir allar ánægju- stundirnar í leik og starfi. Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Blessuð sé minning bróður Ingva Guðjónssonar. Friðhelg veri minn- ing hans! Gylfi Guðmundsson, Sigurður Þ. I. Eyjólfsson, Ingjaldur Ásvaldsson, Júlíus Rafnsson. Í dag kveðjum við góðan granna og vin hinstu kveðju. Ingvi háði snarpa og hetjulega glímu við sjúk- dóm þann er hann varð að lokum að lúta í lægra haldi fyrir. Kynni okkar hjóna af Ingva og konu hans Þóru Magnúsdóttur hafa verið okkur einkar ljúf, en þau fluttu í Álfaland 7, í Fossvogi árið 1999 og tókst strax með okkur, eins og öðr- um íbúum í húsinu góður kunnings- skapur, sem þróaðist með árunum í vináttu við Ingva og Þóru, sem við hjónin munum geyma með okkur um ókomin ár. Fyrstu kynni okkar af Ingva voru árið 1990 en þá kom hann reglulega í nokkur ár í Álfa- landið til þess að líta til með móður sinni Kristínu Halldórsdóttur. Við fyrstu kynni fannst okkur Ingvi frekar þungur á brún og fáskiptinn og verður að viðurkennast að okkur hjónum stóð hálfgerður beygur af þessum manni sem kom svo reglu- lega í húsið. En nokkrum árum eftir að móðir hans andaðist ákvað Ingvi að kaupa íbúð móður sinnar í Álfa- landinu og verður að segjast að það var mikill happafengur fyrir okkur íbúa hússins þegar Ingvi og Þóra ákveða að flytja í Álfalandið. Þarna fengum við loks að kynnast þessum góða manni. Hann varð strax hvers manns hugljúfi og leiðtoginn í hús- inu. Hann var drífandi og fékk alla íbúa hússins í lið með sér við að taka til hendinni og leggja metnað í að halda húsinu sem best við og síðast en ekki síst garðinum sem hann lagði mikinn metnað í að halda fal- legum. Við eigum ógleymanlegar minningar um Ingva þegar garð- vinnan stóðu sem hæst, að vori, en þá sópaði af mínum og hann var létt- ur í skapi og hrókur alls fagnaðar. Oft talaði Ingvi um að halda sameig- inlegt grill og eiga skemmtilega samverustund eftir gott dagsverk í garðinum, en einhverra hluta vegna varð aldrei neitt af því. Við munum örugglega halda nafni Ingva á lofti og láta verða af því að hugmynd hans verði að veruleika og þá verður haldin veisla í anda góðs vinar. Við hjónin kveðjum Ingva með söknuði og þökkum honum árin sem við áttum með honum, sem voru í raun allt of fá. Elsku Þóra, við hjón- in sendum þér og fjölskyldu þinni okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Sigríður og Gunnar Kvaran. SÓLSTEINAR  Gæði  Góð þjónusta  Gott verð  Mikið úrval i j i i l Kársnesbraut 98, 200 Kópavogi – s: 564 4566 www.solsteinar.is – sol@solsteinar.is 15-50% afsláttur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS NANNA NIKULÁSDÓTTIR, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 27. janúar. Útförin verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 3. febrúar kl. 15:00. Lárus Halldórsson, Anna María Lárusdóttir, María Kristín Lárusdóttir, Birgir Símonarson, Sigríður Lárusdóttir, Halldór Lárusson, Árný Jóhannsdóttir, ömmu- og langömmubörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KJARTAN GUÐMUNDSSON bifreiðastjóri, lést fimmtudaginn 19. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðmundur Kjartansson, Sigurlaug Jóhannsdóttir, Sighvatur Kjartansson, Denice Baker, Pétur Kúld Kjartansson, Margrét Auður Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ODDSDÓTTIR, Espigerði 4, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum laugardaginn 28. janúar. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 3. febrúar kl. 11.00. Sigurður Þórarinsson, Guðný Hildur Sigurðardóttir, Héðinn Pétursson, Oddur Sigurðsson, Ana R. Freed Sigurdsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SVAVA EVELYN ADOLFSDÓTTIR, Austurvegi 5, Grindavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, þriðjudaginn 31. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Börn, tengdabörn, ömmubörn og langömmubörn. Elskulegur fósturfaðir okkar, bróðir og frændi, BRAGI VILHJÁLMSSON, Kárastíg 5, Hofsósi, sem andaðist á Sjúkrahúsi Sauðárkróks föstu- daginn 20. janúar, verður jarðsunginn frá Hofsós- kirkju laugardaginn 4. febrúar kl. 11.00. Elín V. Friðvinsdóttir, Jón Sævar Sigurðsson, Óðinn M. Kristjánsson, Helga D. Kristjánsdóttir, systkini og börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.