Morgunblaðið - 02.02.2006, Síða 43

Morgunblaðið - 02.02.2006, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 43 MINNINGAR ✝ Marinó Guð-mundsson fædd- ist í Vestmannaeyj- um 28. nóvember 1927. Hann andaðist á Landspítalanum 27. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mundur Jónsson skósmiður á Sel- fossi, f. 23.4. 1899, d. 16.1. 1989 og Jó- hanna Ólafsdóttir, f. 26.7. 1895, d. 27.7. 1984. Bræður Mar- inós eru Björgvin, f. 1929, d. 2005 og Ólafur, f. 1934. Hinn 5. apríl 1969 kvæntist Marinó Guðrúnu Guðmundsdótt- ur kjólameistara, f. 13.8. 1921. Börn Marínós úr fyrri hjóna- böndum eru: 1) Jóhann hjúkrun- arfræðingur, f. 1947, kona hans er Halldóra Jensdóttir móttökurit- ari, f. 1950. 2) Dagnýr vélfræðing- ur, f. 1949, kona hans er Hildur Helgadóttir húsmóðir, f. 1946. Móðir þeirra var Birna Einars- dóttir, f. 1926, d. 1987. 3) Joyce kennari, f. 1952 maður hennar Ben van der Werff sölumaður, f. 1950. 4) Wilma fréttamaður, f. 1955. 5) Páll tónlistarkennari, f. 1957. Móðir þeirra var Jóhanna Kool, f. 1925, d. 1973. 6) Hrafnkell kennari, f. 1962, kona hans er Hlín Ástþórsdóttir skrif- stofumaður, f. 1962. Móðir hans er Kol- brún Magnúsdóttir, f. 1936. Barnabörn Marinós eru 16 og langafabörn 11. Börn Guðrúnar og stjúpbörn Mar- inós eru Guðmund- ur Haraldsson vél- fræðingur, f. 1945, kona hans er Helga Þorkelsdóttir síma- vörður, f. 1942, og Kristrún Haralds- dóttir leikskólakennari, f. 1947, maður hennar er Þorbjörn Rúnar Sigurðsson tannsmiður, f. 1945. Marinó útskrifaðist sem loft- skeytamaður 1947 og lauk námi frá Tónlistarskóla Reykjavíkur um sama leyti. Hann starfaði er- lendis í 10 ár, og var þar af 8 ár búsettur í Hollandi. Hann sigldi á grískum skipum milli Suður-Am- eríku og Evrópu í eitt ár. Meðan hann bjó í Hollandi starfaði hann hjá Philips fyrirtækinu. Eftir að hann fluttist til Íslands starfaði hann hjá Landsíma Íslands og við hótelrekstur á Keflavíkurvelli. Síðustu starfsár sín starfaði hann hjá álveri Ísal. Marinó verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku pabbi. Þegar við systkinin skoðum saman gamlar myndir af þér við ævilokin koma margar minningar upp í hug- ann, t.d. frá fæðingarstað þínum Vestmannaeyjum þar sem þú sleist barnsskónum. Myndir af þér þar sem þú rærð heimatilbúnum kanó ásamt æskuvini þínum Guðna Her- mansen og veiðir lunda sitja eftir í minningunni. Þú varst einnig með tónlistina í æðum þínum því þú spil- aðir á trompet í hljómsveit með vin- um þínum í mörg ár. Eftir nám fórst þú á sjóinn og gerðist loftskeytamaður á flutninga- skipum. Þú sigldir til margra fjar- lægra landa og reyndir ávallt að læra mál innfæddra til að kynnast menn- ingu þeirra betur, t.d. matarvenjum, tónlist og siðum. Þannig náðir þú að kalla fram margar minningar sem þú deildir óspart með fjölskyldu og vin- um. Eins og faðir þinn hafðir þú leik- listarhæfileika, sem gæddu sögurnar lífi og skemmtu fólki konunglega undir borðhaldi. Á þessum ferðum þínum eignaðist þú marga vini út um allan heim sem þú heimsóttir og skrifaðist á við reglulega og varði sá vinskapur alla þína ævi. Foreldrar okkar kynntust í gegn- um sameiginlegt áhugamál ykkar: frímerkjasöfnun. Reynslan þín sem loftskeytamaður á sjónum varð ómetanleg þegar þú settist að í Hilversum í Hollandi með móður okkar því þú fékkst vinnu sem túlkur fyrir hið heimsþekkta fyrirtæki Phil- ips. Þar eignaðist þú marga góða vini. Þú lærðir hollensku mjög fljótt því þú vingaðist mjög fljótt við afa Kool sem bjó í Medemblik. Þú elsk- aðir hollenska saltaða síld, blómin og fólkið. Við eigum margar góðar æsku- minningar með þér í Hollandi. Þú smíðaðir fyrir okkur stelpurnar fal- legt dúkkuhús og þegar við bjuggum í Hilversum gafstu okkur mjög óvenjulegt íslenskt þríhjól og falleg- an sleða frá Íslandi. Við nutum þess að læra að synda með þér, og ávallt rólega en ekki með boðaföllum. Sem endurspeglar margt í fari þínu og gerðum, því við sáum þig aldrei fara að neinu óðslega. Heimsóknir til afa og ömmu á Selfossi og ferðir til Hveragerðis þar sem við fengum okkur ís, skrif í gestabækur, borð- andi hangikjöt og allar skemmtilegu íslensku siðvenjurnar sem þú kennd- ir okkur verða ávallt til staðar í hug- um okkar. Þú varst alltaf fróður um staðina sem við heimsóttum saman, sem gaf heimsóknunum sögulegt gildi. Þá varstu hafsjór af fróðleik um nöfn íslenskra plantna, blóma og fugla sem við rákust á á ferðum okk- ar saman um Ísland. Þú elskaðir að vinna í garðinum að Hrísateig 19, sérstaklega eftir lang- an vetur. Þú gast ekki beðið eftir að sjá vorblómin springa út í hinni dökku íslensku mold. Þau blómstr- uðu ávallt mikið vegna þess að þú tókst ávallt jarðveg frá garði for- eldra þinna á Selfossi. Það var þitt stóra garðyrkjuleyndarmál sagðir þú. Þér fannst gaman að skrifa bréf og póstkort frá öllum þeim löndum sem þú heimsóttir, og einnig frá þínu elskaða Íslandi. Þó að samband okk- ar væri stopult oft á tíðum í æsku okkar náðum við að mynda góð tengsl með aldrinum og bréf þín voru ávallt hvetjandi. Við munum sakna mikið álits þíns á mönnum og málefnum og hreinskilinna hug- mynda sem þú hafðir um stjórnmál, listir, mannlega hegðun og trúmál. Tilvitnanir í bréf þín til okkar end- urspegluðu reynslu lífs þíns. Tilvitn- anir eins og: Aldrei bregðast vini; Líf þitt verður eins og þú vinnur úr því; Ekki staldra við fólk sem þér mis- líkar, haltu frekar áfram og Lífið er ljúft. Tilsagnir sem voru bæði ætl- aðar okkur sem leiðsögn og verkefni í leikriti lífsins. En þú innrættir okk- ur aldrei slæma siðfræði heldur varstu nærgætinn og aldrei dóm- harður. Sem klúbbstjóri hjá banda- ríska hernum á Keflavíkurflugvelli lærðir þú einnig fljótt að virðing er ekki eitthvað sem þú færð ókeypis, heldur eitthvað sem þú þurftir að vinna fyrir. Þú hafðir einnig tíma fyrir áhuga- mál þín eins og bókband, söfnun bóka og frímerkja og ljósmyndun svo einhver séu nefnd. Þó mörgum sem þekktu þig komi það á óvart, þá varstu fjölskyldumaður. Sannanir þess eru öll fallegu myndalbúmin sem innihalda yndislegar myndir af okkur öllum, sem þú tókst og safn- aðir saman og voru þér verðmætar. Þær munu áfram verða uppspretta minninga, sem mun verða deilt með ástvinum okkar í dag, og í framtíð- inni. En það mikilvægasta sem þú áorkaðir í lífinu er sú staðreynd að við hollensku systkinin tilheyrum stórri og ástríkri fjölskyldu á Ís- landi, sem við lítum á sem okkar bestu gjöf sem þú gafst okkur og við munum búa áfram að í lífinu. Farðu í friði, pabbi. Þín Joyce, Wilma og Páll. Hann er loftskeytamaður, spilar músik og allt. Sem sagt fullkominn, svaraði ég. Kristrún konan mín var að tilkynna mér að tengdamamma hefði hitt mann. Kannski bara dans- að saman eitt kvöld eða svo á Hótel Sögu. Svo var það aðfaranótt 18. des- ember 1968 að konan mín taldi að barnið okkar vildi fara að komast út í þennan heim. Sendi mig frá Berg- staðastræti upp á Þórsgötu að sækja tengdamömmu sem stökk niðureftir. Það fer ekki á milli mála, barnið vill út. Hún skipaði mér upp á Þórsgötu aftur að sækja mann sem héti Mar- inó og sá ætti bíl. Ég fór inn með lykli og kallaði inn í myrkrið. Mar- inó! Já, var svarað úr myrkrinu. Ég heiti Rúnar, vilt þú keyra mig á fæð- ingardeildina. Já var svarað úr myrkrinu. Sem sagt, Marinó var þá staðreynd. Við gengum út í 16 stiga frostið að rauðbrúnum Chevrolet með X númeri, hann var þá að austan maðurinn. Ég efaðist um að þessi bíll færi í gang í svo miklu frosti, en það var eins og Marinó læsi hugsanir mínar og sagði, við sjáum hvað hann gerir. Hann fór í gang og lagt var af stað. Mér fannst við þessar aðstæður Marinó keyra nokkuð hægt. Þetta var okkar fyrsta ökuferð saman og Marinó réð hraðanum. Marinó réð yfirleitt sínum hraða í lífínu og jafn- vel pínulítið annarra. Konum fannst Marinó flottur, tal- aði nokkur tungumál, var snaggara- legur og útitekinn og ævinlega í vel burstuðum skóm og dálítill bóhem. Konur klikka ekki á aðalatriðunum, meðan karlarnir gleyma sér í auka- atriðunum. Marinó var víða vel heima og margar rökræður áttum við. Þá var betra að vera búinn að lesa aðeins meira en fyrirsagnirnar. Hann virtist vera með Atlas og allar hagtölur allra hagstofa í heiminum í höfðinu. Marinó var mjög skipulagður og nákvæmur maður, ávallt passasam- ur í fjármálum en þó stundum eins og Púntilla óðalsbóndi. Þegar hann tók ákvörðun stóð hún hvort sem mér eða öðrum fannst hún rétt eða röng. Marinó átti marga vini víða um heim og var í góðu sambandi við þá. Fyrir nokkru greindist hann með krabbamein á vondum stað, hann fór bæði í geislameðferð og uppskurð sem gengu nærri honum. Eigi skyldi haltur ganga og þau hjón ákváðu að fara á N.L.F.Í í Hveragerði í byrjun desember í von um betri heilsu. Þau voru mátulega bjartsýn og óskrifuð jólakort tekin með. En dvölin reynd- ist báðum erfið og engin jólakort skrifuð. 16. desember fór ég til Hveragerðis að sækja þau, Marinó var þá mjög þjáður. Nú vorum við lagðir af stað til Reykjavíkur á Landspítalann og nú var ég bílstjór- inn. Þar háði Marinó sitt dauðastríð. Hann sýndi konu sinni og öðrum mikla tillitsemi í veikindum sínum. Ég þakka Marinó Guðmunssyni samfylgdina alla tíð. Vertu sæll kæri vinur. Þorbjörn Rúnar Sigurðsson. Kæri afi Marinó. Mig langar til að þakka þér inni- lega fyrir samverustundirnar okkar í gegnum árin. Fyrir margt varstu óvenjulegur en skemmtilegur afi. Fullur af fróðleik og hafðir alltaf frá mörgu að segja. Mér eru minnis- stæðar ferðasögur þínar enda ferð- aðist þú mikið á þínum yngri árum og einnig síðar þið Guðrún meðan heilsan leyfði. Ég man mér þótti allt- af mjög spennandi að heyra nýjar sögur frá þér og hefur ekki dregið úr þeirri ferðaþrá sem ég hef sjálfur smitast af. Tungumál voru einnig eitthvað sem þú áttir auðvelt með að læra og hafðir gaman af. Einnig sýndir þú okkur krökkun- um alltaf mikinn áhuga og spurðir mikið hvað við vorum að bralla. Ég man sérstaklega eftir bréfunum þín- um sem ég fékk í gegnum tíðina, allt- af voru þau sérstök og full af skemmtilegum sögum af mönnum og málefnum. Í minningunni lifir alltaf jólaboðið á jóladag sem þið Guðrún hélduð hver jól í yfir 30 ár á Hrísateignum. Það voru engin jól án þess að fara þangað á slaginu klukkan 12 og borða hangikjöt með tilheyrandi. Síðan að sjálfsögðu var ís á eftir og troðfullar nammiskálar. Alltaf þótti mér jafn skemmtilegt að koma þang- að og sérstaklega að skoða bókaher- bergið, fullt af ævintýrum og fróð- leik. Þú varst litríkur, áhugaverður og óvenjulegur persónuleiki og áttir fáa þína líka. Það gerir það að verkum að þú lifir ennþá sterkar í minningunni og fólk mun muna eftir þér lengi. Það er sjaldan sem menn skera sig úr eins og þú gerðir. Þú varst þú sjálfur og fyrir það er ég glaður, glaður að hafa kynnst þér og átt samleið með þér í gegnum lífið. Þú varst umdeildur meðal sumra en fyr- ir mér fyrst og fremst alltaf frábær afi. Það er það sem skiptir mig mestu máli. Ég mun seint gleyma þér og líkast til aldrei. Hvíldu í friði. Enok. Í dag er lagður til hinstu hvílu vin- ur minn Marinó Guðmundsson. Frá- fall Marinós skilur eftir sig mikið tómarúm í huga mínum. Í æsku hefði mér þótt óhugsandi að Marinó gæti yfir höfuð dáið. Maðurinn sem siglt hafði um heimsins höf vegna vinnu sinnar sem loftskeytamaður á grísk- um og íslenskum kaupskipum, og hann var á slíkri þeysireið yfir allan heiminn með henni ömmu minni að mér fannst hann ekkert eiga eftir annað en að ferðast til tunglsins. Ég syrgi góðan vin sem alltaf hefur ver- ið til staðar, fastur punktur í tilver- unni. Marinó var sigldur maður í bók- staflegri merkingu og hann hafði séð heiminn frá fleiri sjónarhornum en flestir geta látið sig dreyma um. Enda vantaði aldrei púður í frásagn- ir hans af því sem hann hafði séð, heyrt eða reynt á sjálfum sér. Mar- inó átti ekki aðeins reynslu til að miðla af, hann átti mikið safn bóka um undur veraldar og annað eins safn af allskyns tónlist. Þetta safn virtist mér sem ungum dreng vera óþrjótandi gullnáma og Marinó var ekki nískur á að leyfa mér að njóta þess. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að svala fróðleiks- þorsta mínum úr visku- og reynslu- brunni Marinós, þar var af nógu að taka. Marinó var sannur heimsmaður. Af honum lærði ég margt, bæði um heimsins lystisemdir en einnig um margbreytileika lífsins. Sá lærdóm- ur sem skipt hefur mig mestu er að ef maður metur ekki sjálfan sig að verðleikum þá getur maður ekki vænst þess að aðrir geri það. Ég kveð Marinó með söknuði. Í síðasta samtali okkar þegar hann lá banaleguna kvöddumst við Hari og Mari. Mér veittist afar þungbært að taka við kveðjunni en þykir jafn vænt um að hafa fengið hana. Það er bjart yfir minningunni um Marinó Guðmundsson. Hana geymi ég á vísum stað. Haraldur. MARINÓ GUÐMUNDSSON 15% afsláttur af öllum legsteinum og fylgihlutum Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 www.englasteinar.is Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna frá- falls og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSTU ANDERSEN, Garðavegi 11, Keflavík, áður Njarðvíkurbraut 13, Innri-Njarðvík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sjúkrahúss Keflavíkur fyrir góða umönnun. Bragi Guðjónsson, Kristján Bragason, Agneta Eriksson, Ágústa K. Bragadóttir, Björn Samúelsson, Margrét Bragadóttir, Robert Williams, Einar B. Bragason, Elísa D. Andersen og barnabörn. Morgunblaðið birtir minningargrein- ar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblað- ið í fliparöndinni – þá birtist valkost- urinn „Senda inn minningar/af- mæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrest- ur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift Minningargreinahöfund- ar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.