Morgunblaðið - 02.02.2006, Síða 44
44 FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Mig langar í fáum
orðum að minnast afa
míns sem lést á Hrafn-
istu í Reykjavík hinn
24. janúar síðastliðinn.
Afi náði háum aldri
eða 85 árum og naut
hann þeirra forréttinda að vera
heilsuhraustur allt fram á seinasta
dag. Fyrstu minningarnar um afa
minn eru frá Seltjarnarnesinu, en afi
og amma voru með þeim fyrstu sem
þar byggðu sér hús og bjuggu þau
þar í 50 ár. Alltaf var yndislegt að
koma út á Nes til ömmu afa og
Trausta frænda, en Trausta eignuð-
ust þau rúmlega fertug og var hann
árinu eldri en ég. Hann dó fyrir
tveimur árum og var það mjög þung-
bært fyrir ömmu og afa að horfa á
eftir syni sínum. Minningin er hreint
frábær um æskuárin úti á Nesi, en
þrenningin þ.e. bróðir minn Trausti
og ég vorum mjög virk í uppátækjum
okkar en aldrei fengum við skammir
því afi og amma tóku öllu með jafn-
aðargeði og voru ekki að æsa sig yfir
því þótt ekki hefðum við alltaf farið
eftir reglunum. En þær voru fáar úti
á Nesi, þar var allt svo frjálst og
óþvingað.
Afi hafði mjög gaman af því að
ferðast innanlands. Voru það ófáar
ferðirnar sem hann fór með okkur
barnabörnin með Ferðafélaginu og
var Þórsmörkin í uppáhaldi hjá mér
því þar gerði afi lurkinn minn. Hann
skar út í hann nafn mitt, ártalið, og
Þórsmörk. Á ég lurkinn enn, sem og
kistil sem hann smíðaði handa mér.
Kistil gerði hann fyrir öll barnabörn-
in sín. Afi dundaði sér mikið úti í skúr
við að smíða. Þar gat hann verið tím-
unum saman og skorið út í tré og
fengum við líka að prófa að skera út.
Afi vann hjá Slippfélaginu mest
allan sinn starfsaldur, byrjaði hann
þar 19 ára gamall og er það svo ljós-
lifandi fyrir mér hvað hann vaknaði
alltaf fyrstur og tók fyrsta strætó á
morgnana og hljóp ég svo á móti hon-
um þegar hann kom heim á kvöldin.
Afi og amma fluttu á Jökulgrunn
þegar þau voru um 83 ára gömul og
voru þau þar í eitt og hálft ár en fóru
svo inn á Hrafnistu en þar býr amma
í dag. Ég gæti sagt frá svo mörgu um
þig, afi minn, en læt ég hér staðar
EYJÓLFUR
JÓNSSON
✝ Eyjólfur Jóns-son fæddist 23.
júlí 1920. Hann lést
24. janúar síðastlið-
inn og var útför
hans gerð frá Sel-
tjarnarneskirkju 1.
febrúar.
numið. Allar minning-
arnar sem ég á um þig
tekur enginn frá mér,
ég varðveiti þær í
hjarta mínu. Ég gisti
mjög oft hjá ömmu og
afa, þar fannst mér
best að vera, og þar
vildi ég helst alltaf
vera, þar var svo mikla
hlýju og ástúð að fá.
Blessuð sé minning
þín, elsku afi minn. Ég
þakka þér fyrir allt
sem þú kenndir mér.
Nú hvílir þú við hliðina
á Trausta þínum sem tekur opnum
örmum á móti þér.
Þín afastelpa
Esther.
Mig langar gjarnan að skrifa smá-
vegis um hann afa minn. Ég hef nú
ekki verið dugleg að skrifa þegar ást-
vinir mínir kveðja þennan heim. Afi
og amma voru jafngömul, fimmtug,
þegar ég kom í þennan heim. Þau
bjuggu á Miðbraut 28 á Seltjarnar-
nesi. Snemma fór ég að koma þangað
ein.
Ég man þegar afi og amma komu á
Grýtubakkann og ég fór með þeim
heim í strætisvagninum út á Nes.
Þetta var langt og spennandi ferða-
lag fyrir lítið barn. Þau kenndu mér
svo á leiðina þegar ég varð eldri svo
ég kæmist sjálf. Afi beið alltaf eftir
mér við strætóskýlið og fylgdi mér
svo heim til ömmu. Stundum fórum
við í Nesval fyrst og keyptum okkur
gott í poka. Rúnar frændi var líka oft
með í för og margar helgarnar vor-
um við hjá þeim og Trausta frænda.
Þá var spilað á spil, teiknað, plötur
settar á spilarann og sungið. Stund-
um héldum við líka kvikmyndasýn-
ingu. Þetta var allt svo spennandi.
Ég man öll ferðalögin sem afi var
svo duglegur að fara í með okkur
börnin. Hann tálgaði göngustafi
handa eldri systkinum mínum, þeir
voru flottir. Háaloftið hjá afa var æv-
intýri, það fannst mér allavega, þar
gátum við dundað okkur og þar smíð-
aði hann ýmsa hluti handa okkur.
Stóla, kistla, dúkkuhús, og köku-
bakka, þetta eru hlutir sem eru til
hjá mér í dag.
Svo leið tíminn. Ég varð 15 ára og
fór að heiman, fór í sveitina og eign-
aðist fjölskyldu. Þá kom ég sjaldnar.
Þá fann ég hvað tíminn leið hratt.
Þau urðu eldri með hverju árinu, og
Trausti komst á sambýli. Það var
mjög gott fyrir hann, en hann kvaddi
okkur óvænt fyrir tveimur árum að-
eins fertugur. Fyrir rétt um það bil
ári fóruð þið svo alveg á Hrafnistu.
Ég kom eins oft og ég mögulega gat.
Ég kom síðast nú í desember og þá
fann ég hvað þú varst dapur. Við afi
töluðum svo oft um ljóð og bækur,
sveitina mína og litlu börnin sem
hann hafði svo gaman af. En ég fann
að áhuginn var enginn núna. Mig
grunaði gang mála. Ég kom um
kvöldið hinn 23. janúar í heimsókn og
hann fylgdi mér að útidyrunum og
við kvöddumst í hinsta sinn.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæll á ljóssins friðarströnd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Elsku amma, ég og litla fjölskyld-
an mín vottum þér samúð okkar og
biðjum Guð að geyma þig.
Ég vona svo sannarlega að afa líði
vel núna.
Hvíl í friði.
Þín
Guðrún (Didda).
Ég man vel fyrstu ferðina mína í
litla húsið á Miðbraut 28. Ég og
Hilmar maðurinn minn vorum ekki
búin að þekkjast lengi þegar hann
vildi kynna mig fyrir afa sínum og
ömmu sem honum þykir svo óend-
anlega vænt um.
Þau tóku á móti okkur með kaffi
og kökum og skemmtilegu spjalli.
Mikið þótti Eyva það góðar fréttir að
ég væri austan úr Breiðdal. Þá lifnaði
hann allur við og fannst honum hann
ná aftur tengingu við sveitina sína
eins og hann kallaði Breiðdalinn allt-
af.
Það var gaman að tala við hann um
gamla tíma, hann þekkti marga sem
enn voru á lífi og eru á lífi í Breiðdal.
Hann mundi vel öll örnefni í kringum
Snæhvamm og Breiðdalsvík. Hann
vissi miklu meira en ég um fjöllin og
fjörurnar og allt þar á milli. Í þessi
tíu ár sem við höfum verið samferða,
þá spurði hann alltaf þegar við hitt-
umst hvort eitthvað væri að frétta úr
Breiðdalnum.
Sumarið 1998 fórum við Hilmar
austur í Breiðdal og buðum þá Eyva
með. Við vorum svolítið kvíðin því
hann var með hækjuna og átti það til
að reka hana utan í og vera svolítið
groddalegur. En það var eins og við
manninn mælt, við vorum varla kom-
in upp á Hellisheiði þegar hann fór
að leika á als oddi, þekkti leiðina utan
að og sagði okkur sögur frá land-
námsöld og hinum og þessum tíma-
bilum. Þarna gleymdu allir stund og
stað.
Við vorum hjá ömmu minni þessa
daga sem við vorum fyrir austan á
Breiðdalsvík og gátu þau rifjað upp
og spjallað um löngu liðna daga í
Snæhvammi frá því amma mín hafði
verið þar í vist sem ung stúlka og
Eyjólfur þá smástrákur. Þessi ferð
var vel heppnuð og skemmtileg í alla
staði og gott að eiga hana í minning-
unni um þennan góða og fróða mann
sem Eyjólfur var.
Sumarið 2003 seldu Eyvi og Rúna
Miðbrautina og fóru á Hrafnistu í
litla þjónustuíbúð. Þá fannst mér
fara verulega að draga af Eyva, hann
hafði ekki gömlu gönguleiðirnar sín-
ar, var ekki í sínu gamla umhverfi og
hafði ekki nema brot af bókunum sín-
um með sér. En svona er gangur lífs-
ins, öll verðum við gömul og þurfum
að láta okkar ævistarf frá okkur. En
Miðbrautin er í góðum höndum þar
sem Ásdís, eitt af barnabörnunum
keypti húsið. Mér fannst það alltaf á
honum að honum þætti gott að vita af
því hjá einhverjum úr fjölskyldunni.
Ég er óendanlega þakklát fyrir all-
ar góðu stundirnar sem við fjölskyld-
an áttum með Eyva og Rúnu, hvort
sem það var á jólum, afmælum eða
við önnur tækifæri. Ég er þakklát
fyrir hvað þau hafa alltaf verið góð
við börnin mín þrjú sem ég átti í
fyrra hjónabandi, enda finnst þeim
nú þau vera að kveðja langafa sinn
sem var þeim alltaf svo góður.
Hvíl í friði.
Elsku Rúna mín, megi Guð styrkja
þig í þinni sorg.
Hlíf Magnúsdóttir.
Elsku afi minn, mikið er það sárt
að þurfa að kveðja þig. Þú varst mér
sannur vinur. Ég gat alltaf leitað til
þín og við gátum talað um allt. Ég er
svo þakklát fyrir allan þann tíma sem
við áttum saman. Ég veit líka að þú
kunnir að meta þá hjálp sem ég veitti
þér í gegnum árin. Núna eruð þið
Trausti frændi saman á ný, og í dag á
ég góðar minningar um góðan afa.
Sé þig seinna.
Laufey Fríða.
Mig langar með örfáum orðum að
minnast Eyjólfs Jónssonar frænda
míns, eða Eyva frænda eins og við
systkininn kölluðum hann.
Við Eyvi kynntumst vel þegar
hann útvegaði mér vinnu í Slippnum
rétt eftir fermingu. Á þeim tíma var
ekki gott að fá sumarvinnu fyrir ung-
linga, og var þá ekki amalegt að eiga
frænda sem var verkstjóri í Slippn-
um. Þakka ég honum ævinlega fyrir
það.
Ég gleymi aldrei hans sterku
hendi, hans þétta handtaki, það var
greinilegt að þessi hönd hafði þurft
að vinna fyrir sér.
Það koma upp í hugann minningar
frá því að við sátum í málarakomp-
unni í Slippnum og hann sagði frá
ferðum sínum með Ferðafélagi Ís-
lands. Það var greinilegt að hann var
vel lesinn og stálminnugur á öll nöfn
og staðhætti, og er ég ekki í nokkrum
vafa um að þar kviknar áhugi minn
sem ég hef á íslenskri náttúru og hef
ég oft hugsað á ferðum mínum um
landið að gaman væri að hafa Eyva
frænda með, þann viskubrunn sem
hann var um íslenska náttúru. Því
miður varð aldrei neitt af því.
Ekki vissi ég að Eyvi hefði áhuga á
fótbolta, hann sagði að ef ég ætlaði
að fá vinnu í Slippnum yrði ég að
halda með KR. Hér vinna engir
nema KR-ingar.
Það var náttúrulega ekki gott þar
sem ég var Kópavogsbúi og hélt með
Breiðabliki. Það varð ekki undan
þessu komist og upp frá þeim degi
hélt ég með KR.
Það var mikil gæfa að kynnast
Eyva. Hann átti mörg glettin svör,
en stundum var hann hugsi og þög-
ull. Þá var hann öruglega að skipu-
leggja næstu ferð með Ferðafélag-
inu. Rúna mín, guð veri með þér og
fjölskyldu þinni.
Guðmundur Jón Jónsson.
Elsku afi. Núna ertu farinn, þú
sem varst farinn að bíða eftir þessari
stundu. Þú varst orðinn þreyttur. Ég
er svo þakklát að hafa fengið að hafa
þig allan þennan tíma, og ef maður
náði ekki í einhvern í ættinni gat
maður alltaf hringt í þig, þú vissir
alltaf hvar allir voru hverju sinni.
Afi, ég vil þakka þér fyrir allt sem
þú hefur gefið mér. Ég vil þakka þér
fyrir öll ferðalöginn og hvað það var
gaman að hafa þig með, þú þekktir
öll fjöll, sama hvar við vorum. Það er
sárt að hafa þig ekki hér lengur,
elsku afi.
Núna er svo skrítið að heyra ekki í
þér, því þú varst ekki bara afi minn,
heldur varstu líka vinur minn. En ég
veit að þú átt eftir að koma í heim-
sókn til mín og líta eftir okkur öllum,
þú og Trausti saman. Takk fyrir allt,
afi minn.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
Friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ásdís Gréta Hjálmarsdóttir.
Bridshátíð með heimsþekktum
spilurum handan við hornið
Bridshátíð verður haldin með
sama sniði og undanfarin ár nema að
bætt verður við Stjörnutvímenningi
miðvikudaginn 15. febrúar. Þar taka
boðsgestir BSÍ og Flugleiða þátt auk
valinna íslenskra para. Tvímenning-
ur Bridshátíðar byrjar fimmtudag-
inn 16. febrúar kl. 19:00 og stendur
yfir fram að kvöldmat föstudaginn
17. Sveitakeppnin hefst á laugardeg-
inum og stendur yfir fram að kvöld-
mat sunnudaginn 19. febrúar þegar
mótinu verður slitið.
Þrjár boðssveitir hafa staðfest
komu sína. Frá Póllandi og Rúss-
landi kemur blönduð sveit, Kowalski,
Tuscinsky frá Póllandi og Gromov-
Dubinin frá Rússlandi. Hjördís Ey-
þórsdóttir kemur með sveit. Spila-
félagi hennar er Joe Grue en hinn
vængur sveitarinnar er Fred Git-
elman og Brad Moss. Frá Danmörku
kemur sveit skipuð bræðrunum Lars
og Knut Blakset, Peter Fredin og
Peter Hecht Johansen. Fjölmargar
frægar erlendar sveitir koma á eigin
vegum. T.d. sænska landsliðið, frá
Danmörku koma þekktir ungir spil-
arar, meðal annars Gregers Bjarn-
arson–Mikael Askgaard. Curtis
Cheek spilar með Tony Forrester í
sveit með Banahpour hjónunum.
Janet de Botton, sem oft hefur spilað
á Bridshátíð, kemur með sveit. Fleiri
erlendir gestir hafa boðað komu
sína.
Keppnisgjald í tvímenninginn er
12.000 á parið og í sveitakeppninni
26.000 á sveitina.
Fyrstu verðlaun í tvímenningnum
eru 3000 dalir, annað sætið gefur
2000 dali, þriðja sætið 1400, fjórða
sætið 1000 dali, fimmta sætið 700,
sjötta 600, sjöunda 500, áttunda og
níunda sæti 400 og 10.-12. sætið gefa
300 dali.
Verðlaun í sveitakeppni eru eftir-
farandi:1. sætið gefur 3.000 dali,
annað sætið 2000, þriðja sætið1200,
fjórða sætið 800, fimmta sætið 500
dali og sjötta sætið 400.
Bridsfélag Selfoss og nágrennis
Fimmtudaginn 26. janúar sl. var
þriðja umferðin í aðalsveitakeppn-
inni spiluð. Úrslit umferðarinnar
urðu þessi:
Birgir Pálsson – Jón Smári Pétursson 15-15
Hörður Thorarensen – Gunnar Helgas.17-13
Gísli Hauksson – Páll Skaftason 18-12
Grímur Magnússon – Einar Skaftason 18-12
Staða efstu sveitanna er þessi:
Birgir Pálsson 57
Hörður Thorarensen 50
Jón Smári Pétursson 49
Gísli Hauksson 49
Í mótinu er árangur einstakra
spilara reiknaður út með butlerút-
reikningi. Efstu spilarar að 3 leikjum
loknum eru:
Anton Hartmannsson 0,72
Kristján Már Gunnarsson 0,71
Björn Snorrason 0,71
Nánar má finna um úrslitin á
heimasíðu félagsins, http://
www.bridge.is/bsel.
Fjórða umferðin verður spiluð
fimmtudaginn 2. febrúar.
Bridsdeild Barðstrendinga
Þriggja kvölda tvímenningi, þar
sem tvö bestu kvöldin telja til úrslita,
lauk mánudaginn 30. janúar. Sigur-
vegarar í þeirri keppni voru Gunnar
Birgisson og Unnar Atli Guðmunds-
son en næstir í röðinni voru bræð-
urnir Jón og Pétur Carlssynir.
Á þriðja spilakvöldinu mættu 16
pör og spilaður var howell, allir við
alla og meðalskor 210. Eftirtalin pör
náðu hæsta skorinu:
Jón Carlson – Pétur Carlson 262
Ingibjörg Ottesen – Garðar Jónsson 235
Anna Jónsd. – Sigurrós Sigurðard. 231
Jón Jónmundss.– Jón Smári Péturss. 227
Lokastaðan í mótinu:.
Gunnar Birgisson – Unnar Guðms. 59,75%
Jón Carlson – Pétur Carlson 57,0%
Ingibj. Ottesen – Garðar V. Jónsson 57,0%
Þorvaldur Pálmas. – Jón Jónmunds. 55,35%
Anna Jónsd. – Sigurrós Sigurðard. 55,05%
Guðrún Jörgensen – Gróa Guðnad. 54,4%
Sigurður Ólafss. – Karl Ómar Jónsson 54,3%
Næsta mánudag, 6. febrúar ætla
Barðstrendingar að heimsækja
Hafnfirðinga og etja kappi við þá í
félagakeppni. Hafnfirðingar spila í
Flatahrauni 3 og hefja leikinn klukk-
an 19:30. Barðstrendingar eru hvatt-
ir til að mæta í þessa skemmtilegu
keppni á milli félaganna.
Gullsmárabrids
Bridsdeild FEBK Gullsmára spil-
aði tvímenning á 13 borðum mánu-
daginn 30. janúar. Miðlungur 254.
NS
Þorsteinn Laufdal - Tómas Sigurðsson 325
Jón Stefánsson - Eysteinn Einarsson 318
Gunnar Sigurbjss.- Karl Gunnarsson 299
Ernst Backmann - Bent Bjarnason 283
AV
Sigtryggur Ellertsson - Ari Þórðarson 321
Halldór Jónsson - Valdimar Hjartarson 310
Guðjón Ottósson - Guðm. Guðveigss. 302
Páll Guðmundss. - Bragi Bjarnason 299
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Aðaltvímenningi BH sem var
þriggja kvölda barómeter lauk
mánudaginn 30. janúar.
Baráttan var jöfn en nokkuð svipt-
ingasöm á köflum.
Efstir og jafnframt tvímennings-
meistarar BH 2005–2006 urðu Garð-
ar Garðarsson og Kristján Krist-
jánsson með 77 stig.
Til hamingju með það strákar, en
þeir eru einnig sveitakeppnismeist-
arar BH.
Röð efstu para varð annars:
Garðar Garðarss. – Kristján Kristjánss. 77
Ársæll Vignisson - Eiríkur Kristófersson 60
Baldur Bjartmarsson - Alda Guðnadóttir 57
Magnús Sverrisson - Eðvarð Hallgrímss. 47
Næsta mánudag keppa Hafnfirð-
ingar við Bridsfélag Barðstrendinga
í sveitakeppni.
Bridsdeild FEB
í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl, mánudaginn
30.01. Spilað var á 11 borðum. Með-
alskor 216 stig.
Árangur N-S
Júlíus Guðmss. - Rafn Kristjánsson 280
Bragi Björnsson - Albert Þorsteinsson 263
Björn Pétursson - Gísli Hafliðason 249
Árangur A-V
Guðm. Magnússon - Kári Sigurjónss. 269
Ragnar Björnsson - Guðjón Kristjáns 232
Hilmar Valdimarsson - Geir Guðmss. 231
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 31. janúar var spilað
á 12 borðum og meðalskor var 216.
Úrslit urðu þessi í N/S
Sæmundur Björnss.n – Knútur Björnss. 246
Rafn Kristjánss. – Oliver Kristóferss. 240
Eysteinn Einarsson – Ragnar Björnsson 239
Sigtryggur Ellertss. – Magnús Oddss. 231
A/V
Sveinn Jemsson – Jóna Kristinsdóttir 264
Hera Guðjónsd. – Þorvaldur Þorgrímss. 247
Guðni Ólafsson – Gísli Friðfinnsson 245
Einar Sveinsson – Anton Jónsson 238
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson