Morgunblaðið - 07.02.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 07.02.2006, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EKKERT lát virðist vera á mót- mælum gegn Dönum og öðrum Evrópuþjóðum vegna skopmynda af Múhameð spámanni, sem fyrst voru birtar í danska blaðinu Jyl- lands-Posten í september síðast- liðnum en síðar í dagblöðum frá m.a. Frakklandi, Þýskalandi, Nor- egi, Ítalíu og Spáni, að ógleymdu DV á Íslandi. Alls kyns öfgahreyf- ingar meðal múslíma keppast við að hóta Evrópuþjóðunum og hefur ótti gripið um sig meðal almenn- ings um að sjálfsvígsárásir séu yf- irvofandi. Í Danmörku býr fjöldinn allur af Íslendingum og segir Þórir Jökull Þorsteinsson, sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn, málið ekki snerta Íslendinga neitt öðruvísi en Dani. „Hér er þetta mál alveg ofan í okkur og Danmörk í raun upp- runaland þessa óróa. Helgin sem nú er liðin var mjög viðburðarrík og mjög sérkennileg stemning í landinu,“ segir Þórir Jökull og bætir við að óhætt sé að segja að fólki sé órótt. Hann segir að það sé sama hvar mann beri niður í höfuðborginni, þar ræði menn mótmælin sem blossað hafa upp í kjölfar birtinganna og menn séu skelkaðir að sjá æstan múg brenna sendiráð Dana í fréttum sjónvarps. „Danir taka nú þann pól í hæð- ina að það sé ekki lengur spurning um hvort, heldur hvenær hryðju- verk verða framin.“ Fólk hvatt til að ýta ekki undir óróa Þórir segist hafa séð í sjónvarp- inu í fyrrakvöld viðtöl við fólk þar sem talað var um ástandið meðal almennings. Hann segir að m.a. hafi komið fram að fólk fari með ákveðnu hugarfari niður í neð- anjarðarlestakerfið í Kaupmanna- höfn og hafi varann á sér. „Hins vegar kom einnig fram að múslím- ar í Danmörku eru líka órólegir og vilja síður sjá eitthvað ægilegt gerast í þessu samhengi,“ segir Þórir Jökull sem hefur þó lítið séð af fordómum gagnvart útlend- ingum í landinu. Bjarney Sif Kristinsdóttir starf- ar í Kaupmannahöfn sem snyrti- fræðingur, hún getur tekið undir orð Þóris um að lítið sé um for- dóma, alla vega á yfirborðinu, og m.a. hafi sms-skeyti verið send manna á milli til að draga úr óró- leika. „Fólk var hvatt til að brosa framan í kaupmennina, sem marg- ir hverjir eru af tyrknesku bergi brotnir, og kaupa kannski eitthvað smá aukalega í stað þess að vera að sniðganga verslanir þeirra og vera með mótþróa sem elur á óró- anum,“ segir Bjarney Sif. Hún segir það ekki leyna sér að íbúar séu nokkuð órólegir og hún sé sjálf nokkuð smeyk við að nota almenningssamgöngur í borginni. Þrátt fyrir vaxandi óróleika segist hún fá merki sjá um aukna lög- gæslu, hins vegar segir Bjarney að samfélagið snúist aðeins um málið. Spurð um hvort hún haldi að íbúar séu í raunverulegri hættu í kjölfar hótana öfgamanna segist Bjarney alla vega vera nokkuð fegin að hún sé að flytja til Íslands á nýjan leik næstkomandi fimmtu- dag. „Ég er eiginlega bara mjög fegin, svona á þessum tímamótum. En það er vonandi að það náist friður í þessu áður en árásir verða gerðar.“ Auður Jónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður, býr og starfar í Kaupmannahöfn. Hún segir hætt- una á árásum hafa verið til staðar frá því að Danir sendu fyrst her- menn til Íraks, nú komi það hins vegar til að fleiri vita hvar Dan- mörk er og kastað hafi verið meira ljósi á landið. „Margir hafa kannski haldið að Danmörk væri einhver hluti af Kanada fyrir nokkrum dögum en nú er það al- veg á hreinu hvar landið liggur.“ Láta hótanir ekki breyta lífi sínu Auður, sem býr í úthverfinu Norðurbrú, segist ekki merkja annað en að hinn almenni borgari sé þó tiltölulega rólegur. „Ég bý í svo miklu innflytjendahverfi þann- ig að allt gengur sinn vanagang. Ég hef þó heyrt fólk hér kvarta undan því að það geti ekki farið upp í strætó því það sé horft svo mikið á það, þá í öðrum hverfum þar sem minna er um innflytj- endur.“ Auður efast um að Íslendingar í Kaupmannahöfn séu mikið að kippa sér upp við þetta mál, það geri þeir alla vega ekki sem hún hefur rætt við að undanförnu. „Ég held líka að það sé fast í fólki að láta þá sem eru með hótanir ekki breyta sínu lífi,“ segir Auður en bætir við að mönnum hafi brugðið við að sjá kveikt í sendiráði Dana í Damaskus og ræðismannaskrif- stofunni í Beirút. Enginn órói í Álaborg „Ég finn engan mun hérna í Álaborg og dagurinn í dag er ekk- ert frábrugðinn deginum í gær,“ segir Birnir Hauksson, formaður Íslendingafélagsins í Álaborg. Birnir segir enga sérstaka hræðslu vera við hryðjuverk í Ála- borg og segir Íslendinga í borginni ekkert kippa sér upp við málið. Hann álítur sem svo að þessi óró- leiki hljóti að einskorðast að miklu leyti við höfuðborgina. „Þetta er samt sem áður aðalmálið í dag og mikið rætt á meðal fólks. Það var einnig mótmælaganga hérna en það fór allt friðsamlega fram og maður varð ekkert var við hana. Það er því enginn órói meðal al- mennings,“ segir Birnir sem þekk- ir til múslíma í borginni og segir þá miður sín yfir atburðum síðustu daga. Það séu þeim þá einnig von- brigði að múslímar um heim allan skuli stimplaðir af þessu máli. Íslendingar í Danmörku verða varir við aukinn óróleika í kjölfar hótana Ekki lengur spurning um hvort, heldur hvenær Eftir Andra Karl andri@mbl.is Reuters Danir fjölmenntu í göngu sem haldin var í Kaupmannahöfn á sunnudag þar sem krafist var friðsamlegra mála- lykta í kjölfar óróa í mörgum íslömskum ríkjum að undanförnu. Hótað hefur verið árásum á Dani í hefndarskyni. KOSNINGAR til stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands fara fram næsta miðvikudag og fimmtu- dag. Þrjú framboð bárust að þessu sinni til stúdentaráðs og eru það A- listi Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, H-listi Háskólalistans og V-listi Röskvu, samtaka fé- lagshyggjufólks við Háskóla Ís- lands. Sömu framboð hafa tilkynnt þátttöku í kjöri til háskólaráðs. Kosið verður á tólf stöðum á há- skólasvæðinu og verður notast við miðlæga kjörskrá. Með tilkomu miðlægrar kjörskrár verður kjós- endum kleift að kjósa í þeirri kjör- deild sem hentar en þurfa ekki að mæta í sína kjördeild eins og áður hefur verið. Á kjörskrá eru allir nemendur Háskóla Íslands á þessu skólaári og eru það um 9.300 manns. Kosið til stúdenta- og háskólaráðs SJÓNVARPSSTÖÐIN Sýn, sem hefur sýningarréttinn á leikjum heimsmeistarakeppninnar í knatt- spyrnu í sumar, mun síðar í vik- unni kynna mismunandi áskrift- arpakka og tilboð vegna útsendinganna frá HM, að sögn Pálma Guðmundssonar, markaðs- stjóra 365 miðla. Engin breyting verður á mán- aðargjaldi fastra áskrifenda að Sýn, þ.e. 3.790 kr. fyrir fasta áskrift og 2.200 fyrir þá sem einnig eru með Stöð 2. Pálmi staðfestir að dýrasta útfærsla á áskrift sem í boði verður fyrir nýja áskrifendur að beinum út- sendingum frá HM verði 13.900 kr. Hann tók þó fram að það væri ekki dæmigert gjald fyrir kaup á áskrift að HM-leikjunum. „Það verða margskonar tilboð og áskriftarpakkar í boði,“ segir Pálmi. „Við munum m.a. selja saman úrslitin í Meistaradeild Evrópu og HM á tilboði og fleira í þeim dúr. Á sama tíma munum við svo einnig sýna frá margskon- ar öðrum íþróttaviðburðum, þ.á m. frá Landsbankadeildinni.“ Mótið hefst 9. júní með opn- unarleik Þjóðverja og Kosta Ríka og úrslitaleikurinn fer fram 9. júlí. Allir leikirnir 64 verða sýndir í beinni útsendingu á fjórum rás- um, Sýn og Sýn plús, Sýn extra1 og Sýn extra2. Fyrstu leikir dags- ins hefjast um kl. 14. Undirbúningur að útsending- unum hófst fyrir áramót og segir Pálmi gríðarlegan kostnað sam- fara þessu. „Við ætlum að vanda til verka enda gera íþrótta- áhugamenn miklar kröfur.“ Dýrasta áskriftarleiðin 13.900 krónur UNNUR Birna Vilhjálmsdóttir, sem kjörin var ungfrú heimur hinn 10. desember síðastliðinn, er nú stödd í Varsjá í Póllandi. Tilkynnt var á blaðamannafundi þar í gær að næsta keppni um ungfrú heim yrði haldin þar í landi 30. september n.k. Unnur Birna lét sér þó ekki nægja að taka þátt í blaðamannafundinum en hún skoðaði meðal annars Chopin-safnið, kynnti sér gamla hluta Varsjár auk þess sem hún heimsótti barnaspítala í borginni. Unnur Birna í heimsókn í Póllandi Reuters

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.