Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Atli Sigurðssonfæddist á Lauga- vegi 20b í Reykjavík hinn 26. mars 1925. Foreldrar hans voru Ástríður Jónsdóttir, f. á Þóroddsstöðum í Ölfusi 18. apríl 1893, d. 9. nóvember 1979, og Sigurður Kjart- ansson, f. í Melshús- um í Bessastaðasókn á Álftanesi 8. apríl 1889, d. 13. ágúst 1967. Systkini Atla voru Guðfinna, f. 1917, d. 1974, Haukur, f. 1918, d. 1998, Sigríður, f. 1921, d. 1988, og Guðrún, f. 1937, d. 1994. Atli kvæntist Sigrúnu Guð- mundsdóttur 1962. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Helga Berg- lind, f. 29. apríl 1951, gift Bjarna Má Bjarnasyni. Börn þeirra eru A) Atli Már, kvæntur Kristínu Guð- bjartsdóttur, börn þeirra eru Nadia Lind og Aron Már. B) Bjarni Már, sambýliskona Lára Þyrí Eggertsdóttir, börn þeirra eru Sara Hlín og Arnar Orri. Bjarni á fyrir dótt- urina Viktoríu Kar- en. C) Sigrún Elsa, sambýlismaður Haukur Gíslason. Dóttir Sigrúnar er Helga Berglind Tómasdóttir. 2) Sig- urður Atli, f. 7. júlí 1958, dóttir hans er Salka Rún. 3) Ívar Ómar, f. 25. nóv- ember 1960, sambýliskona María M. Peralta. Börn þeirra eru tvíbur- arnir Monika Sól og Símon Alex- ander, dóttir Maríu og uppeldis- dóttir Ívars er Natalía. Ívar á fyrir Sindra Mána. Útför Atla verður gerð frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Nú er það minningin sem lifir í huga okkar um pabba. Pabbi og mamma hófu búskap á Grettisgötu og var þá Helga komin í heiminn. Stuttu síðar fluttust þau að Árbæjarbletti 54, þar sem Sigurður og Ívar bættust við í fjölskylduna. Ekki fór nú mikið fyrir þægindunum í litla rauða húsinu en einhvern veginn er minningin þaðan svo sterk og göf- ug. Það eru til margar skondnar minningar um Árbæjarblett. Eitt sinn eftir aftakaveður kom pabbi inn og sagði að þægindin á bænum myndu skerðast lítils háttar næstu daga. Hann Kári hafði nefnilega feykt kamrinum okkar út í skurð. Aðstæð- ur voru gamaldags en þarna hlupum við um eins og lömb í haga, hálfber- rössuð ef því var að skipta og varð okkur sjaldan misdægurt. Sannast þar kannski best máltækið góða að á misjöfnu þrífast börnin best. Frá Árbæjarbletti fluttumst við síð- ar í Nökkvavog og þaðan á Laugaveg 27b. Pabbi var Laugavegsmaður og þekkti sögu flestallra húsa við Lauga- veginn og eigendur þeirra. Ræddi hann stundum um að gaman væri að skrifa heimildabók um Laugaveginn. Foreldrar hans bjuggu á Laugavegi 41 og bjó pabbi þar eftir skilnað við móður okkar Sigrúnu Guðmundsdótt- ur. Þar sinnti hann eftirlifandi móður sinni af stakri alúð, jafnframt því sem hann sinnti verslunarrekstri í húsinu og sá fyrir heimilinu með þeim hætti. Pabbi vann ýmis störf um ævina sem tengdust kaupsýslu. Árið 1954 hóf pabbi feril sinn sem umboðsmaður fyrir innlenda og erlenda listamenn og stofnaði hann fyrirtækið Atlas Artist Agency. Hann var frumherji við inn- flutning á dáleiðsluskemmtikröftum. Á hans vegum kom m.a. annarra dá- valdurinn Frisenette sem kom marg- oft til landsins. Einnig komu hingað kabarettar, stórsöngvarar og aðrir listamenn. Oftast voru þessar sýning- ar í Austbæjarbíói en einnig var farið á helstu staði úti á landi. Pabbi hefði eflaust getað orðið leikari ef hann hefði lagt þá list fyrir sig. Hann þurfti oftsinnis að taka að sér að túlka og kynna á sýningum og gerði það með glæsibrag. Eftir langt hlé í umboðs- mannstörfum (impresario) hóf hann aftur að flytja inn dávalda árið 1982 og komu þá dávaldar frá Danmörku, Englandi og Skotlandi til landsins. Pabbi var yfirburðasölumaður, eða eins og stundum er sagt sölumaður af guðs náð. Það var ósjaldan að hús- mæður fóru úr verslun Sigurðar Kjartanssonar (Laugavegi 41 þar sem pabbi rak verslun í fjölda ára) með troðfullt fangið af vörum sem þær höfðu keypt í „algleymingi“ og hrós- uðu síðan pabba fyrir afburða sölu- mennsku. Einnig var pabbi farand- sölumaður með varning sem hann seldi víðsvegar um landið fyrir ýmis fyrirtæki. Á gullárum pabba var hann þekktur fyrir áhrifamikla framkomu og þótti hafa sterkan persónuleika, góða kímni og hnyttni í orðavali. Hann var glæsi- legur og heillandi og oft léttur í lund. Pabbi þurfti að þola tengsl við Bakkus allt sitt líf, og því blasti tvenns konar veruleiki við okkur í kringum hann, en minningin um pabba þegar hann var heill er góð. Pabbi lét ekki á því standa að hrósa fyrir það sem hon- um þótti vel unnið eða á annan hátt var vel gert, en hann fór ekki í graf- götur með það sem honum líkaði ekki og lét það óspart í ljós. En hann var diplómat og kunni sig og því var gott að geta sagt hlutina af lagni og tungu- lipurð. Elsku pabbi, við kveðjum þig með söknuði. Guð geymi þig. Helga Berglind Atladóttir, Sigurður Atli Atlason, Ívar Ómar Atlason. ATLI SIGURÐSSON ✝ Kolbeinn Gríms-son fæddist á Austurbakka við Brunnstíg í Reykja- vík 10. des. 1921. Hann lést á Land- spítalanum í Reykjavík 24. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Dýrleif Jónsdóttir, f. 16. maí 1889, d. 20. des. 1971, og Grímur Kristinn Árnason, f. 15. des. 1882, d. 9. mars 1950. Þau bjuggu fyrst á Austurbakka en byggðu sér síðan hús við Freyjugötu og áttu þar heima síðan. Þar var líka heimili Kolbeins alla ævi, að frátöldum bernskuárunum á Austurbakka. Kolbeinn var yngstur þriggja bræðra. Hinir tveir voru: Leifur, f. 28. maí 1915, d. 22. ágúst 1974. Torfi, f. 8. júlí 1919, d. 20. febrúar 1936. vins Sigurðssonar, f. 5. apríl 1903, d. 12. nóv. 1936. Börn Kolbeins og Hrefnu eru: 1) Grímur, f. 7. jan. 1952. Kona 1: Jóhanna Ólafsdótt- ir. Þau skildu. Börn þeirra: Hrefna, Guðrún og Kolbeinn. Kona 2: Anna Ragnheiður Har- aldsdóttir. 2) Hörður, f. 17. apríl 1955, kvæntur Petrínu Einars- dóttur. Börn þeirra: Dýrleif Hrönn og Jóhann. 3) Leifur, f. 22. mars 1966, kvæntur Jónínu Þ. Kristjánsdóttur. Börn þeirra: Kristján Fannar og Hrefna Þur- íður. Sonur Leifs og Írisar Mar- grétar Valdimarsdóttur: Andri. Helsta áhugamál Kolbeins var fluguveiði og allt sem henni við- kom. Hann var meðal brautryðj- enda í þeirri íþrótt hér á landi, hnýtti flugur af list og kenndi ár- um saman bæði fluguhnýtingar og fluguköst. Hann var einn af stofnendum Ármanna, félags fluguveiðimanna, og var lengi í félagi við Þorstein Þorsteinsson sem rak verslunina Ármót á Flókagötu 62, litla heimilislega búð þar sem flest fékkst sem við- kom fluguveiði. Útför Kolbeins verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Kolbeinn vann al- menna verkamanna- vinnu framan af ævi. Hóf nám í offsetljós- myndun í Litbrá 1962 og lauk því 1966. Hann vann í Litbrá og síðan í Prenttækni. Hann var kennari í bóka- gerðardeild Iðnskól- ans í Reykjavík 1977–1991. Sonur Kolbeins með Ásdísi Sigurðar- dóttur, f. 29. okt. 1920, d. 3. okt. 1998, er Guðni, f. 28. maí 1946. Hann er kvæntur Lilju Bergsteinsdóttur. Börn þeirra: Hilmir Snær, Ásdís Mjöll, Bergdís Björt og Kristín Berta. Hinn 9. des. 1950 kvæntist Kol- beinn Hrefnu Kristjánsdóttur, f. 13. sept. 1932, d. 2. júlí 1991, dótt- ur hjónanna Jóhönnu Elínborgar Sigurðardóttur, f. 27. júní 1902, d. 16. okt. 1988, og Kristjáns Björg- Þann 24. janúar sl. andaðist Kol- beinn tengdafaðir minn. Þann sama dag fyrir 37 árum eignuðumst við hjónin son vestur á Patreksfirði, fyrsta barn okkar og jafnframt fyrsta barnabarn Kolbeins. Eiginmaður minn, Guðni, ólst ekki upp hjá föður sínum og kannski var tilkoma þessa afabarns ástæða þess að í Reykjavík- urheimsókn okkar með soninn fimm mánaða ákvað Guðni, eftir að hafa farið á bókasafn með vini sínum, að þeir skyldu koma við á Freyjugöt- unni á heimleiðinni og láta Kolbein vita að hann væri orðinn afi. Þannig kynntist ég Kolbeini fyrst þegar hann keyrði þá félaga heim eftir heimsóknina og kom inn til að heilsa upp á móður og barn. Síðar þetta sama ár fluttum við svo í bæinn og tókust þá góð kynni við fjölskylduna á Freyjugötunni. Eina minningu á ég um litlu fjöl- skylduna á Hofteignum sem kemur heim einn eftirmiðdaginn og í for- stofunni liggur heljarinnar lax í plastpoka. Eftir smávangaveltur um hvaðan laxinn komi og hverjum hann sé ætlaður, er hann eldaður og etinn með góðri lyst og í góðri trú og reyndar kemur á daginn síðar að Kolbeinn hefur verið á ferð og keyrt út afla til ættingja og vina eins og hann gerði gjarnan eftir góða veiði- ferð. Aldrei hvarflaði að mér að neinum tækist að gera manninn minn að sil- ungsveiðimanni en Kolbeinn fór létt með það í fyrstu veiðiferðinni sem hann bauð syni sínum í. Þegar leið á ævikvöldið fannst mér Kolbeini vera í mun að sameina fólkið sitt og fá það til þess að verja meiri tíma saman. Hann var stoltur af sínu fólki og flutti fréttir af sonum, tengdadætrum og barnabörnum, hvað hver og einn var að fást við og hversu vel gengi. Ef eitthvert barna- barnið var á leið til útlanda kom hann færandi hendi með afgangs- gjaldeyri sem hann hélt að þau gætu notað í ferðinni, að ógleymdu jóla- umslaginu handa langafabörnunum fyrir hver jól. Kolbeinn minn, í sumar verður ekki hringt frá Laxá á Freyjugötuna til þess að færa fréttir af góðum afla eða aflaleysi og fá góð ráð. Hafðu þökk fyrir árin 37, þau hefðu gjarn- an mátt vera fleiri. Lilja Bergsteinsdóttir. Kæri tengdapabbi. Með söknuð í hjarta langar mig að kveðja þig og þakka fyrir öll árin. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Blessuð sé minning þín. Kveðja, Petrína. Það er með söknuði sem við systk- inin kveðjum elsku afa okkar. Sem börn nutum við þeirrar ánægju að alast upp í ekta fjölskylduhúsi við Freyjugötu með ömmu og afa og frændsystkini á næstu hæðum. Það segir kannski mest um hve ham- ingjurík þessi ár voru að í minning- unni var alltaf sól og gott veður á Freyjugötunni! Afi og amma voru einstakt fólk og höfðu þau ávallt tíma fyrir okkur barnabörnin. Leikvöllur okkar teygði sig um garðinn og upp til þeirra, hvenær sem var máttu þau búast við barnaskara sem lék kóngu- lær um allt hús eða njósnurum sem földu sig á bak við sófa og hurðir í leynilegum aðgerðum. Amma kenndi okkur að dansa með því að láta okkur standa á tánum á sér, söng mikið fyr- ir okkur og var ávallt kát og hress. Afi var öllu rólegri og hafði endalaus- an tíma til að teikna með okkur eða segja okkur sögur. Hann unni veið- inni mest af öllu og fluguhnýtinga- herbergið var eins og ævintýraland. Aldrei var okkur bannað að fara þangað og fengum við að spreyta okkur á að hnýta óhefðbundnar flug- ur sem var svo beitt fyrir túnfisk í garðinum. Þær voru líka ófáar ferð- irnar sem hann kom með okkur fjöl- skyldunni á Þingvöll þar sem hann kenndi okkur grundvallarreglur sannra veiðimanna. Hann umgekkst náttúruna af virðingu og aldrei mátti hann heyra á það minnst að við reyndum við fiskinn með neinu öðru en flugu. Afi hafði líka gaman af ferðalögum og þegar hann hóf sög- urnar af ferðum sínum erlendis gæddi hann þær slíku lífi að hann hélt okkur föngnum tímunum saman. Afi tók öllum vinum okkar vel og í hugum margra þeirra er hugsað til hans sem afa. Það var erfitt að flytja frá þessari skemmtilegu götu þar sem íbúarnir lokuðu efsta hluta götunnar í góðu veðri á sumrin til að fara í leiki og þar sem allir söfnuðust saman á gamlárs- kvöld og skutu upp flugeldum. Þá földum við okkur gjarnan undir sófa hjá ömmu og afa með Nönu hund- inum þeirra til að forðast mestu sprengingarnar og dönsuðum og lék- um okkur síðan fram á rauða nótt með foreldrum okkar, afa og ömmu, ættingjum og nágrönnum. Eftir flutningana var gott að eiga ömmu og afa áfram á Freyjó. Amma veiktist og lést fyrir 15 árum, aðeins 59 ára að aldri. Þá stóð afi eftir einn en samt með svo marga í kringum sig. Auk fjölskyldunnar átti hann ótal vini og kunningja. Hélt flughnýtinganám- skeið á veturna og veiddi á sumrin sem aldrei fyrr. Afi hafði gaman af gönguferðum og oft hitti maður hann óvænt niðri í bæ þar sem hann gekk marga kílómetra á dag allt fram á seinasta vor að hann fór að kynnast aðeins Elli kerlingu. Hann lét sér annt um okkur barna- börnin og barnabarnabörnin og fylgd- ist með öllu sem á daga okkar dreif og hvatti okkur áfram í námi og starfi. Hann fékk góðan félagsskap hjá Stef- áni og Guðrúnu á efri hæðinni og opn- aði dyr sínar fyrir kettinum þeirra honum Goða sem hafði þá yfir tveim- ur heimilum að ráða. Mikið var gaman að heimsækja þá félaga. Hann afi var afburða góður maður, einstaklega barngóður og skemmtilegur. Hans verður sárt saknað, en við munum minnast hans með bros á vör. Hann er án efa alsæll, kominn í faðm hennar Hrefnu ömmu. Hrefna, Guðrún og Kolbeinn Grímsbörn. Kveðja frá Iðnskólanum í Reykja- vík og samstarfsmönnum þar Látinn er Kolbeinn Grímsson meistari í offsetljósmyndun og kenn- ari við Iðnskólann í Reykjavík um árabil. Kolbeinn réðst til starfa við Iðn- skólann í Reykjavík á áttunda ára- tugnum og byggði upp ásamt félögum sínum í bókagerðariðnum öflugt verknám í þessum starfsmennta- geira. Þá var að hefjast ótrúlega hröð þró- un í gerð bóka og annarra prentgripa og reyndi svo sannarlega á þennan samvalda hóp við það starf. Fagleg hæfni og samskiptahæfi- leikar Kolbeins gerðu hann að öflug- um liðsmanni og víst er að nemendur hans og samstarfsmenn minnast hans með hlýju og virðingu. Kolbeinn naut þess að leiðbeina og vinna með ungu fólki. Stundum var hann svolítið hrjúfur á yfirborðinu en undir niðri var hann gull af manni og sérlega umhyggjusamur gagnvart nemendum sínum, ekki síst þeim sem minna máttu sín. Sterk skapgerð og hárfín kímni- gáfa áttu stóran þátt í því að fólki leið vel í návist hans en jafnframt því var hann ákveðinn og fastur fyrir ef því var að skipta. Þessir eiginleikar gerðu hann að eftirminnanlegum og góðum kennara jafnt við kennslu í Iðnskól- anum og á landsfrægum námskeiðum í fluguköstum og fluguhnýtingum. Eitt helsta áhugamál Kolbeins var lax- og silungsveiði og óhætt er að segja að hann hafi verið veiðimaður af guðs náð. Frábær þekking hans á líf- ríki í ám og vötnum og virðing hans fyrir veiðidýrum og náttúru lands er alþekkt og hann hafði án efa sterk og góð áhrif á þá fjölmörgu veiðimenn sem lutu leiðsögn hans eða kynntust á annan hátt viðhorfum hans og veiði- tækni. Stundum var fengurinn sem komið var með heim rýr en þeim mun fleiri fiskum var þá sleppt aftur, það voru gæði en ekki magn sem Kolbeinn sóttist eftir. Kolbeinn lét af störfum við skólann í byrjun tíunda áratugarins en rækti þó vel samband sitt við gamla vinnu- staðinn, kom reglulega í heimsókn og var alltaf aufúsugestur. Reisn sinni og þægilegu viðmóti hélt hann til hinstu stundar og þó nokkuð væri af honum dregið í síð- ustu heimsókninni kom andlátsfregn hans okkur á óvart. Við samstarfsmenn Kolbeins við Iðnskólann erum þakklátir fyrir að hafa kynnst þessum góða dreng sem við minnumst með virðingu. Við send- um sonum hans og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur og vonum að þau finni huggun og styrk í sorg sinni. Orð Bólu-Hjálmars: „Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld“, koma í hug þegar vinur og veiðifélagi er genginn frá garði. Það eru náin og sérstæð tengsl sem skap- ast milli veiðifélaga. Svo er margt sinnið sem skinnið, en víst er að góðir veiðifélagar tengjast óvenjulegum vináttuböndum. Viljir þú kynnast manni vel þá er veiðiferð óskeikull mælikvarði á manngildið. Kolbeinn var veiðifélagi okkar í meira en þrjá- tíu ár. sSérstök ánægja er í því fólgin að vísa öðrum til fiskjar, segja til um tökustaði, greina frá flugum sem báru árangur og rétta viðkomandi fluguna eigi hann hana ekki. Fáir þekktu veið- ar í Laxá í Mývatnssveit betur en hann og var hann ætíð tilbúinn að miðla af reynslu sinni þar sem annars KOLBEINN GRÍMSSON Elsku afi. Fyrir okkur er þetta rosalega erfitt. Hvernig er hægt að skrifa kveðju til þín sem inni- heldur allt sem okkur langar að segja? Það er erfitt að finna orð. Allar stundir sem við átt- um með þér og ömmu á Freyjugötunni eru gulls virði. Þið munuð alltaf vera hjá okk- ur í hjarta og huga. Kveðja Dýrleif og Jóhann. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.