Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 22
Önnu Kristjánsdóttur, barnabarni hans. „Sjö sérhljóðar handa vini mínum er lítil tónafórn til- einkuð minningu vinar míns. Hugleiðing sem byggist á hugmyndum um helgi hljóða og þess sem nefnt er. Verkið er samið fyrir tilstuðlan Vox academica.“ Hilmar Örn Hilmarsson um verkið Sjö sérhljóðar handa vini mínum. Landslag með tíma er samið af Hauki Tómassyni við ljóð eftir Sig- fús Bjartmarsson úr bók hans Speglabúð í bænum, sem Bjartur gaf út árið 1995. Hvert erindi fær sína tónlist þótt sömu laglínubrotin leiki dálítið lausum hala í öllu verkinu. Fyrsta erindið er sungið af kvenröddum, annað af öllum kórnum og síðasta er sungið ein- radda. Verkið er samið að beiðni Vox academica með tilstyrk Musica Nova – nýsköpunarsjóðs tónlistar. „Ég samdi Kvenna heiti við texta Snorra Sturlusonar úr Skáldskaparmálum. Það var, fannst mér, nokkuð mátulegt að svara þessari nafnagleði með dálitlum hálfkæringi, til dæmis er hluti verksins rapp- skotinn. Ekki kom það mér á óvart að nafnaþulan reyndist vel fallin til röppunar, enda er rappið sprottið úr tímalausri hneigð manna til að tala eða kveða undir taktslætti. Verkið er fyrir blandaðan kór, hróp-, tal- og sönghóp og einn eða fleiri röppuði. Það er til- einkað Ingibjörgu Ólafs- dóttur. Atli Ingólfsson um Kvenna heiti. Egill Gunnarsson sækir efnivið sinn að verkinu Ísland, við ljóð Hannesar Péturssonar, að mestu í fornan íslenskan tónlistararf og er vísað í ýmsa þætti hans með bein- um eða óbeinum hætti. Kórinn í verkinu hefur tvíþætt hlutverk. Ýmist er hann í forgrunni og ber uppi textann eða rennur saman við hljómsveitina og verður sem eitt af hljóðfærunum. „Air: Tara’s Harp var sam- ið fyrir ítalska kórinn Liberia Cantoria Pisani og frumflutt á tónleikum á Ítalíu er höfðu efnisskrá með írsku tema. Textinn er ljóð frá 19. öld eft- ir Thomas Moore og er hluti af safni sem ber heitið Irish Melodies, en þetta safn hefur vakið áhuga margra höfunda í gegnum tíðina. Tara var og er mystískur staður for- sögulegra konunga Írlands en kemur einnig við sögu í bar- áttu Íra fyrir sjálfstæði í mis- heppnaðri uppreisn 1798. Persónulega fyrir mig er þessi írska skírskotun hluti af hugleiðingu um þá staðreynd að Íslendingar eru einnig af írskum uppruna og óneit- anlega, eins og segir í text- anum, hefur harpan glaðværa líka þagnað eins og sálin væri flúin við strandhögg víking- anna.“ Úlfar Ingi Haraldsson um Tara’s Harp Maríumúsík I, II, III eftir Leif Þórarinsson var samið á Hellu árið 1992. Leifur tók formlega kaþólska trú á fimmtugsaldri og bera þessi þrjú lög augljós merki trúhneigðar hans. Maríulögin þrjú eru tileinkuð þremur kvenpersónum úr lífi hans, þeim Öldu Lóu dóttur hans, Ingu Bjarnason, ekkju Leifs, og Auði Langholtskirkja kl. 20 VOX academica og Jón Leifs Camerata flytja íslensk kórverk: Alleluia og Air: Tara’s Harp við ljóð Thomasar Moore eftir Úlfar Inga Haraldsson, Ísland eftir Egil Gunnarsson við ljóð Hannesar Pét- urssonar (frum- flutningur), Sjö sérhljóðar handa vini mín- um eftir Hilmar Örn Hilmarsson (frumflutn- ingur), Maríu- músík I–III eftir Leif Þór- arinsson, við ljóð Stefáns frá Hvítadal og Vil- borgar Dagbjartsdóttur. Það þriðja er við fornan kirkjutexta; Landslag með tíma eftir Hauk Tómasson við ljóð Sigfúsar Bjart- marssonar (frumflutningur) og Kvenna heiti eftir Atla Ingólfsson við texta Snorra Sturlusonar. Stjórnandi kórs og hljómsveitar er Hákon Leifsson. „Upphaflega varð Alleluia til sem vókalísa er notaði mis- munandi tilbúin orð, án merk- ingar, sem áttu að vera óbein tilvísun í andlega hugleiðingu eða „chanting“. Meira en ára- tug síðar ákvað ég að breyta verkinu með það fyrir augum að nota alleluia-texta úr proprium-hluta latneskrar messu. Það var ekki tilviljun að þessi texti var valinn því upphaflega hafði tilfinn- ingaleg tenging tónlistarinnar fyrir mig verið söngur um dýrð án þess að hafa beina til- vísun til kristinnar kirkju.“ Úlfar Ingi Haraldsson um Alleluia. Myrkir músíkdagar Hákon Leifsson 22 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING NÆSTBEZTA gamanópera Gioacchinos Rossinis (1792–1868) á eftir Rakaranum í Sevillu er að margra áliti Öskubuska. Hún var samin tæpu ári síðar, frumflutt í Róm 25.1. 1817. Hún féll síðan svo til í gleymsku fram yfir miðja 20. öld, en í dag er hún meðal mest fluttu ópera ítalska grallarans. Verkið er um margt ólíkt fyr- irrennaranum; kannski einkum í því hvað aríurnar eru almennt styttri og oft samtvinnaðri hópsöngsatriðum. Auk þess eru flúrsöngskröfur til ein- söngvara talsvert meiri. Hafi þær aftrað uppfærslu verksins hér á landi, sem ég hef að vísu enga heimild fyrir, þá má kalla það ákveðinn áfangasigur fyrir íslenzka söngvara að hafa nú loks ráðizt til atlögu við þetta að því leyti afar krefjandi verk. Til frekari samanburðar við Rakarann má segja að mun færri aríur hennar hafa náð heimshylli. Langþekktust þeirra er síðasta atriðið í verkinu, hin óhætt að kalla hálsbrjótandi flúraría tit- ilpersónunnar Non più me sta acc- anto. Því fjörugri er kómíska fram- vindan í hlutfallslega mörgum hóp- söngsatriðum óperunnar, er bjóða upp á stórkostlega möguleika í snjallri leik- og tónlistarstjórn. Og þeir voru vel nýttir. Sjaldan hefur Ís- lenzka óperan tjaldað jafnmarg- slungnum hópleik, sem minnti þegar mest lét nánast á þriggja arenu risa- sirkus Ringling-bræðra, ef ekki flókna flugumferðarstjórn á háanna- tíma. Miðað við hversu geysimargt hefði getað farið úrskeiðis á frumsýn- ingarkvöldi, og þarf ekki einu sinni að vitna til Murphyslögmálsins, þá gekk óstýrilátur handagangurinn í „ösk- unni“ undir markvissri handleiðslu svissneska leikstjórans Pauls Suters og Kurts Kopeckys hljómsveit- arstjóra upp eins og óskeikul klukka. Fyrir vikið reyndist vitavonlaust að láta sér leiðast – jafnvel þegar lætin nálguðust hættumörk farsans undir lokin með t.a.m. rytmískum þjarka- hrykkjum hópsins er skyggðu nokk- uð á glæsilega útfærða aríu höf- uðpersónunnar. Hljómsveit Íslensku óperunnar hefur stundum áður borið keim af ónægri upphitun í sýningarbyrjun með tilheyrandi loðinni spila- mennsku. En ekki að þessu sinni. Allt frá upphafi small hljóðfæraleikurinn pottþétt saman eins og í vel sömdu ævintýri. Og varla var það hennar sök þótt „parlando“-söngur á upp- mælingahraða geystist stundum ögn framúr, þótt sjaldnast væri til skaða. Tólf manna karlakórinn var kraft- mikill, hress og líflegur á sviði í gervi ýmist fylginauta prinsins eða kokka og þjóna. Og þó að anakrónísk um- gjörð leiksviðs og búninga frá u.þ.b. 1925 styngi óneitanlega í stúf við 100 ára eldri stíltíma tónlistarinnar og empire-útlit Disney-teiknimynd- arinnar frá 1951, þá léði hún sögunni skemmtilega ósvífinn blæ. Enda hef- ur annað eins sézt og verra síðan æsir báru pípuhatta í útfærslu Chernauds 1975 á Hringi Wagners eða maf- íubófar byssur og brilljantín í „roar- ing twenties“-útgáfunni á Macbeth Verdis frá því fyrir 15–20 árum. Það fylgir ævinlega klassískum óp- erusýningum að athygli flestra bein- ist einkum að frammistöðu einsöngv- ara. Hin 20–30 standarðverk óperuleikhúsanna haldast jú óbreytt, en túlkun einstakra söngvara mis- munandi – líkt og hjá frjáls- íþróttamönnum í stöðluðum greinum Ólympíuleika. Er henni fljótast frá að greina að bókstaflega ekkert hlutverk var var- skipað. Sesselja Kristjánsdóttir var makalaust kliðfögur og örugg í krefj- andi hlutverki öskubuskunnar Angel- ínu – jafnvel þótt skýhæstu toppnótur hinnar svínerfiðu lokaaríu jöðruðu við að vera örlítið píndar. Engu að síður skilaði hún öllum skýrast flúri tón- skáldins (og einsöngvara fyrri tíma). Með næststærsta hlutverk dons Ramiros konungssonar fór Garðar Thór Cortes af afslöppuðu æðruleysi, og þó að flúrnóturnar rynnu framan af nokkuð saman skýrðust þær mark- vert með aukinni upphitun. Hæðin virtist honum sömuleiðis lítt til traf- ala, þótt ekki fylgdi henni samsvar- andi hljómfylling. Hinum kómísku hlutverkum Dand- inis þjóns (lengst af í dulargervi prins- ins) og don Magnificos var bráðvel fyrir komið hjá Bergþóri Pálssyni og Davíð Ólafssyni, og lék hvor á als oddi; annar sem hinn írónískt meðvit- aði leiksoppur farsans en hinn sem hinn kaldrifjaði en sauðmontni stjúp- faðir. Heldur smærri hlutverk Alido- ros læriföður prinsins og hégómlegu systranna Tisbe og Clorindu – skipuð Einari Th. Guðmundssyni, Önnu Margréti Óskarsdóttur og Hlín Pét- ursdóttur – voru sungin af smellandi þrótti og elegans. Sjónleikur söngvaranna var sem fyrr getið kapítuli út af fyrir sig, enda oft drepfyndinn. Óaði mann satt að segja við hlutskipti nútíma óp- erusöngvara, er þurfa að skila æ bita- stæðari leiktilþrifum til viðbótar við ærið vandfengna söngkunnáttu. En meðan jafn vel tekst til og á þessu kvöldi þarf vart að hafa áhyggjur af framtíð Íslenzku óperunnar. Handagangur í öskunni Morgunblaðið/Sverrir „Sesselja Kristjánsdóttir var makalaust kliðfögur og örugg í krefjandi hlutverki öskubuskunnar Angelínu,“ segir Ríkarður Örn Pálsson meðal annars í umfjöllun sinni um sýningu Íslensku óperunnar. TÓNLIST Íslenzka óperan Söngrit: Ferretti. Sesselja Kristjánsdóttir (Angelina), Garðar Thór Cortes (don Ram- iro), Bergþór Pálsson (Dandini), Davíð Ólafsson (don Magnifico), Hlín Péturs- dóttir (Clorinda), Anna Margrét Ósk- arsdóttir (Tisbe), Alidoro (Einar Th. Guð- mundsson). Leikstjóri: Paul Suter. Leikmynd og búningar: Season Chiu. Ljós: Jóhann Bjarni Pálmason. Hljómsveit og Kór Íslensku óperunnar undir stjórn Kurts Kopeckys. Sunnudaginn 5. janúar kl. 20. Rossini: Öskubuska (La Cenerentola) Ríkarður Ö. Pálsson VERK Örnu Vals- dóttur í hinu litla en notadrjúga sýning- arrými Box sam- anstendur af spegla- innsetningu, myndbandstökuvél og skjávarpa sem varpar upptöku innan úr speglarýminu aftur inn í það. Við hliðina á upptökuvélinni er stóll fyrir sýning- argest og borð með ýmiss konar skrautlegu smádóti. Sýningargest- urinn getur hvort heldur hreyft sig um inni í rýminu og séð sjálfan sig speglast í misstórum og aðskildum speglum rýmisins svo hann tvöfald- ast, margfaldast eða afbakast í speg- ilmyndinni eða hann getur sest niður og skoðað hluta af sjálfum sér eða eitthvað af smámununum á borðinu gegnum auga myndbandsupptöku- vélarinnar í speglainnsetningunni. Myndvarpinn beinir endurvarpinu í eitt horn rýmisins og umbreytir við- fanginu í tvöfalda og samhverfða mynd sem getur ekki annað en verið lífræn og háð hreyfingum handa við- komandi persónu. Verkið er eins kon- ar útfærsla af kviksjá sem margir þekkja og hefur ekki einungis mikið verið notuð til afþreyingar í skemmti- görðum ýmiss konar heldur hafa einnig verið gerðar ótal útfærslur af leikföngum fyrir börn sem byggjast á þessari sömu virkni. Þá hafa þættir og eiginleikar kviksjárinnar einnig verið nýttir sem þáttur í myndlist- arsköpun þar sem áhersla er lögð á þátttöku og upplifun áhorfenda í rými sbr. í verkum Ólafs Elíassonar. Verk Örnu í Boxi er því ekki áhugavert fyrir nýjungar í meðhöndl- un rýmis eða tæknimöguleika, hins vegar liggur styrkur þess og aðdrátt- arafl í því hvernig verkið er framborið og þeirri persónulegu leikgleði sem það býður upp á. Áhorfandinn býr til sýna eigin sýningu eða fylgist með öðrum gera það og síbreytileg útkom- an er svo forvitnileg að auðvelt væri að gleyma sér í verkinu tímunum saman. Samhverfan sem myndast í speglahorninu er ekki síst skemmti- leg þegar hendur manns birtast í mik- illi yfirstærð þar sem hver hrukka húðarinnar eða brotin nögl fær óvænt aukið sjónrænt vægi. Áhrif þeirrar sjónrænu reynslu eru eitthvað skyld áhrifum symmitrískra verka John Coplan af hrörnandi líkamspörtum hans sem eru til sýnis núna í Hafn- arhúsinu. Sýning Örnu í Boxi er vel heppnuð og minnir á að umhverfi okk- ar er meira og minna hannað leiksvið þar sem við leikum mismunandi hlut- verk eftir því hvaða leikþætti lífsins við erum stödd í. Að skoða sjálfan sig og meðvitaðar athafnir og sköp- unarþrá í gegn um auga myndrænnar tækni er ein leið til sjálfsskoðunar, og sú útfærsla sem er boðið upp á hér er einföld, áhrifarík og auðgandi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Sýning Örnu í Boxi er vel heppnuð og minnir á að umhverfi okkar er meira og minna hannað leiksvið þar sem við leikum mismunandi hlutverk eftir því hvaða leikþætti lífsins við erum stödd í.“ Boðið í speglasjónleik MYNDLIST Gallerí Box Kvika. Opið fimmtu- daga til laugardaga frá 14–17. Sýningin stendur til 11. febrúar. Arna Valsdóttir Þóra Þórisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.