Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 hreyfa, 4 dúsks, 7 í vondu skapi, 8 slæmt hey, 9 bólstur, 11 ástund- un, 13 klettanef, 14 há- rug, 15 nöldur, 17 vein- aði, 20 mann, 22 æla, 23 samþykkir, 24 blómið, 25 hreinan. Lóðrétt | 1 vísi frá, 2 vit- laus, 3 forar, 4 hár, 5 rot- in, 6 óms, 10 veslast upp, 12 reið, 13 fönn, 15 son- ur, 16 blekkingar, 18 hænur, 19 samviskubit, 20 fornafn, 21 ófríð. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 nemandinn, 8 lagið, 9 múgur, 10 nem, 11 kjaga, 13 ausan, 15 fress, 18 slota, 21 kút, 22 lærðu, 23 afana, 24 dandalast. Lóðrétt: 2 eggja, 3 auðna, 4 dimma, 5 naggs, 6 flak, 7 ær- an, 12 gæs, 14 ull, 15 fold, 16 eyrna, 17 Skuld, 18 stall, 19 okans, 20 aðal.  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Himintunglin geta af sér hugmynd sem eykur sköpunarmátt hrútsins. Honum fylgir glaðara hjarta og aðlaðandi ásjóna. Engin þörf fyrir rjóma og sykur. Hlustaðu á þögnina og þú munt finna fjársjóð. Naut (20. apríl - 20. maí)  Viðurkenndar aðferðir verða alltaf til staðar. Í dag er hins vegar rétti tíminn til þess að reiða sig á nýjar leiðir. Byrj- aðu á því að njóta náttúrunnar á þinn einstaka og jarðbundna hátt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Trúin hefur áhrif á framtíðina. Þess vegna áttu að trúa því að þú sért hepp- inn. Þú gætir fundið pening á förnum vegi. Vertu vakandi fyrir smáatriðum – með galopin augun og útrétta lófa. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Nýttu sannfæringarkraftinn á jákvæðan hátt með því að hrósa samstarfsmanni eða yfirmanni. Þú færð hugmyndir sem auðvelda vinnuferlið. Ef þú leyfir öðrum að deila með þér heiðrinum færðu það aftur margfalt síðar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Trú er nokkuð sem ljónið skortir ekki. Veldu bara af kostgæfni það sem þú ákveður að trúa á. Atburðir, væntingar og áhyggjur leiða ekki til þess sem þú þarfnast. Settu traust þitt á ástvin eða lífið almennt, þá verður þú ekki fyrir vonbrigðum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Lísa í Undralandi kennir manni að það útheimti þjálfun að trúa á hið ómögu- lega. Hjartadrottningin lýsti því yfir að hún ætlaði að trúa sex óhugsandi hlutum fyrir morgunmat. Reyndu það. Afleið- ingarnar verða stórkostlegar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ef vogin er ein, sem hún verður í dag, á hún að reyna að vera sinn eigin besti fé- lagsskapur. Vertu glöð. Eldaðu handa sjálfri þér og njóttu matarins, ekki borða hann yfir vaskinum. Hlæðu að brönd- urunum þínum. Þú gætir fallið fyrir sjálfri þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Allt sem þér leiðist drepur niður frum- kvæði þitt. Reyndu því að einbeita þér að aðstæðum sem heilla þig endalaust. Ef þú veist ekki hvað það er, er kominn tími til þess að finna út úr því. Kannaðu! Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Láttu þann sem fórnar sér fyrir þig njóta sannmælis og hann gerir það aftur einhvern tímann seinna þegar þú þarft virkilega á því að halda. Fólk af gagn- stæðu kyni, sýnir þér sérstakan áhuga. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Notaðu viljastyrkinn til þess að losa þig við lítinn, en pirrandi ávana. Sigur af því tagi gerir þér kleift að sanna að þú ráðir vel við stærri verkefni. Og það muntu gera, með aukið sjálfstraust að vopni. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þvert á það sem margir halda getur maður vel breytt líðan sinni. Einfaldar ráðstafanir eins og að gefa eða bara brosa bæta geð. Viðbrögðin við þó ekki sé nema örlítið betra skapi, eru yf- irþyrmandi jákvæð. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Himintunglin beina geislum sínum að sölu, kaupum eða viðskiptum. Þér geng- ur vel ef þú leggur þig fram við að gera viðskiptavinum til hæfis. Hlustaðu eftir orðrómi, í honum leynist oft sannleiks- korn. Fjölskyldan er öll af vilja gerð, en það dugar ekki til. Það er guðlegt að fyr- irgefa. Stjörnuspá Holiday Mathis Tungl í tvíbura og sól í vatnsbera eru eins og 7 ára krakkar í náttfata- partíi; leika sér, spjalla, borða yfir sig af sætindum og fara of seint að sofa, allt í nafni vináttunnar. Mann langar að tjá sig á bjánalegan og djarfan hátt og við- brögðin verða að líkindum yndislega barnaleg. Tónlist Langholtskirkja | Myrkir músíkdagar. Vox academica kórinn og Jón Leifs Cammerata. Stjórnandi Hákon Leifsson. Verk eftir Úlfar Inga Haraldsson, Egil Gunnarsson (frumfl.), Hilmar Örn Hilm- arsson (frumfl.), Leif Þórarinsson, Hauk Tómasson (frumfl.) og Atla Ingólfsson (frumfl.). Sjá nánar á www.habil.is/vox Myndlist 101 gallery | Ásmundur Ásmundsson. Til 25. feb. Artótek Grófarhúsi | Valgerður Hauks- dóttir myndlistarmaður til 19. febrúar. Sjá: www.artotek.is Bananananas | Finnur Arnar Arnarson til 18. febrúar. Energia | Erla M. Alexandersdóttir sýnir akrýl- og olíumálverk. Út febrúar. Gallerí BOX | Arna Valsdóttir sýnir „Kvika“ . Sýningin opnuð 21. janúar kl. 16 og stendur til 11. febrúar. Opið fimmtud og laugard kl. 14–17. Gallerí Kolbrúnar Kjarval | Sigrid Øst- erby sýnir myndverk tengd Sömum til 22. febrúar. Gallerí Sævars Karls | Jónas Viðar Sveinsson sýnir málverk til 23. febrúar. Gallerí Úlfur | Sýning Ásgeirs Lár- ussonar út febrúar. Grafíksafn Íslands | Ingiberg Magnússon – Ljós og tími II sólstöður/sólhvörf. Opið fim–sun kl. 14–18 til 12. febrúar. Grafíksafn Íslands | Ingiberg Magnússon – Ljós og tími II. Sýningin er opin fim– sun kl. 14–18. Kaapelin Galleria | Umhleypingar, Sari M. Cedergren sýnir í Helsinki. Kaffi Mílanó | Erla Magna sýnir málverk – unnin bæði í akrýl og olíu. Sýningin stendur út febrúar. Karólína Restaurant | Óli G. með sýn- inguna Týnda fiðrildið til loka apríl. Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýn- ing. Listasafnið á Akureyri | Sýning á verk- um Svavars Guðnasonar, Carl–Henning Pedersen, Sigurjóns Ólafssonar og Else Alfelt. Til 25. febr. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist II – Um rými og frásögn. Sýning á verk- um 13 ísl. samtímalistamanna. Til 12. febrúar. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Krist- ín Þorkelsdóttir (hönnun, vatnslitir). Guð- rún Vigfúsdóttir (vefnaður). Til 12. feb. Listasafn Reykjanesbæjar | Einkasýning Guðrúnar Einarsdóttur á nýjum verkum unnum með olíu á striga ásamt skúlptúr- um unnum úr frauðplasti og litarefni á tré. Til 5. mars. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið, yfirlitssýning. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Gabríela Friðriksdóttir, Feneyjaverkið. Kristín Eyfells. Til 26. febr. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá fæðingu málarans. Til 19. mars. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Skotið. Jóna Þorvaldsdóttir. Til 22. feb. Skúlatún 4 | Fyrsta sýning ársins. Ólíkir listamenn úr ýmsum áttum sem reka vinnustofur og sýningaraðstöðu á þriðju hæð. Til 12. febr. Thorvaldsen | Bjarni Helgason sýnir á Thorvaldsen Bar – Ostranenie – sjón- ræna tónræna – til 3. mars Þjóðminjasafn Íslands | Huldukonur í ís- lenskri myndlist í Bogasal, til 28. maí. Ljósmyndir Marco Paoluzzo í Myndasal og ljósmyndir Péturs Thomsen í Mynda- sal. Til 20. febrúar. Söfn Aurum | Þorgeir Frímann Óðinsson fjöl- listamaður sýnir verk úr myndaröðinni Vigdís (málverk af Vigdísi Finn- bogadóttur, fyrrum forseta) til 17. febr- úar. Bæjarbókasafn Ölfuss | Sýning á teikn- ingum Guðmundar Einarssonar frá Mið- dal, sem hann gerði er hann var í verbúð í Þorlákshöfn á árunum 1913–1915. Mynd- irnar eru ómetanleg heimild um mann- lífið í verstöðinni Þorlákshöfn á þessum árum. Duus hús | Sýning Poppminjasafnsins í Duushúsum. Sagt er frá tímabilinu 1969 til 1979 í máli og myndum. Rifjuð upp tískan og tíðarandinn. Opið daglega kl. 13–18.30 til 1. apríl. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Myndirnar á sýningunni Móðir Jörð gefa óhefð- bundna og nýstárlega sýn á íslenskt landslag þar sem markmiðið er að fanga ákveðna stemningu fremur en ákveðna staði. Skotið er nýr sýningarkostur hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur og er mynd- um er varpað á vegg úr myndvarpa. Minjasafn Austurlands | Endurnýjun á sýningum stendur yfir. Ný grunnsýning opnuð 1. maí nk. Þjóðmenningarhúsið | Fræðist um fjöl- breytt efni á sýningunum Handritin, Þjóðminjasafnið – svona var það, Fyr- irheitna landið og Mozart-óperan á Ís- landi. Njótið myndlistar og ljúfra veitinga í veitingastofunni. Leiðsögn í boði fyrir hópa. Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Íslands er boðið upp á fjölbreytta fræðslu og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru nýstárlegar og vandaðar sýningar auk safnbúðar og kaffihúss. Hlutverk safnsins er að auka og miðla þekkingu á menningararfi Íslendinga frá landnámi til nútíma. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Fyrirlestrar og fundir ITC-Harpa | Kynningarfundur kl. 20, á þriðju hæð í Borgartúni 22. Kraftur | Kraftur, stuðningsfélag ungs fólks sem greinist með krabbamein og aðstandendur heldur félagsfund í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, Reykjavík, 4. hæð, kl. 20. Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur flytur fyr- irlestur og bókin: "Með lífið að láni" verður til sölu á kr. 2.000. Landakot | Fræðslufundur á vegum RHLÖ verður 9. feb. kl. 15, í kennslusaln- um á 6. hæð á Landakoti. Júlíana Sig- urveig Guðjónsdóttir hjúkrunarfr., fjallar um reynslu dætra af flutningi foreldra, sem þjást af heilabilun, á hjúkrunarheim- ili. Sent verður út með fjarfundabúnaði. Líknarsamtökin Höndin – sjálfsstyrkt- arhópur | Opinn fundur kl. 20.30, í kjall- ara Áskirkju. Hugleiðingu flytur Eiríkur Stefánsson. Þema fundarins er fátækt. Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Staðurogstund http://www.mbl.is/sos

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.