Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 25 UMRÆÐAN STÚDENTAR eru almennt áhuga- lausir um kosningar innan Háskólans. Ástæðan fyrir því er að aðeins inn- vígðir sjá mun á „and- stæðum“ fylkingum Röskvu og Vöku. Þær eru ósammála um land- spólitík en ekki málefni háskólans. Stúdentaráð þarf hins vegar ekki að taka afstöðu til virkj- ana, umhverfismála, há- tekjuskatta, utanrík- ismála né fiskveiðistefnu. Margir stúdentar hafa áhuga á þessum málum en Stúdentaráð er rangur vettvangur fyrir um- ræðu um þau. Hlutverk Stúdentaráðs Vinstri og hægri hugtök frá stétt- arbaráttu frönsku byltingarinnar eiga ekki við í Háskóla Íslands þar sem ekki þekkist stéttaskipting. Robe- spierre hefði enga aðalsmenn til að fæða Madömu Guillentine og ekki vit- um við um neina deild innan Háskól- ans sem veltir því fyrir sér hvers vegna stúdentar sem eigi ekki fyrir brauði eti ekki kökur í staðinn. Bæði vinstri og hægri öfl hér á landi vilja mennta næstu kynslóð. Ekki standa deilur um hverjir skulu hafa aðgang að menntun. Vaka berst ekki fyrir að taka upp himinhá skólagjöld til þess að binda menntun við þá ríku og Röskva vill ekki miðstýra menntun. Báðar fylkingar vilja sterkan og framsækinn Háskóla Íslands sem hefur þarfir nemenda sinna að leið- arljósi. Sameiningartákn í kjarabaráttu stúdenta eru mun fleiri en tilefni sundrungar. Sömu hagsmunir í menntamálum eiga við hvort sem stúdentinn gengur í Che-bol eða jakkafötum frá Sævari Karli. Stúdentar sem eyða helgi sinni í að mótmæla Kára- hnjúkavirkjun eiga ná- kvæmlega sömu hags- muna að gæta í Háskólamálum og stúd- entar sem voru á lands- fundi Framsókn- arflokksins að fagna enn einu ári flokksins við landsjötuna. Engin stefnumál stúdenta skiptast á grund- velli landsmálapólitíkur. Skiptingin í Vöku og Röskvu, hægri og vinstri, er jafn skynsamleg og að hafa tvær and- stæðar fylkingar ljóshærðra og dökk- hærðra, feitra og grannra eða hnakka og listaspíra. Trú manna eða val þeirra á íþróttaliði ræður ekki úrslit- um um hvort við treystum þeim til að vinna að hagsmunum stúdenta. Það skiptir ekki máli í Stúdentaráði. Ekki flokkspólitík heldur. Það eina sem næst fram með þess- ari tilgerðarlegu skiptingu í flokka, sem varla eru ósammála um eitt ein- asta hitamál, er að dreifa orku manna frá raunverulegum hagsmunum stúd- enta. Í stað þess að funda til að finna bestu lausnina á hverju máli er fólk að berjast fyrir því að þeirra fylking fái heiðurinn af árangrinum. Innbyrðis keppni Vöku og Röskvu verður hags- munum þeirra sem kjósa þau yf- irsterkari. Trúnaður við flokkinn verður mikilvægari en trúnaður við kjósendur. Illt er að þjóna tveimur herrum en þó hefur það viðgengist í áraraðir í hagsmunabaráttu stúdenta að fulltrúar þeirra bindi sig hags- munasamtökum sem vegast á um vin- sældir og völd á kostnað kjósenda sinna. Stúdentar eru allir í sama liði. Að starf Stúdentaráðs þurfi að líða fyrir flokkadrætti þeirra sem þar sitja er eins og ef landsliðið í handbolta gæti ekki unnið saman vegna þess að menn kæmu úr mismunandi félagsliðum. Afreksmenn í íþróttum eru valdir í landslið vegna einstaklingsverðleika sinna og mynda svo eina liðsheild. Stúdentaráð á að sama skapi að sam- eina þá bestu málsvara sem stúdentar eiga völ á og sækja fram til sigurs án þess að hafa áhyggjur af því hver kaus hvað í þingkosningum. Illt er að þjóna tveimur herrum Eftir Garðar Stein Ólafsson ’Skiptingin í Vöku ogRöskvu, hægri og vinstri, er jafn skynsamleg og að hafa tvær andstæðar fylkingar ljóshærðra og dökkhærðra, feitra og grannra …‘ Garðar Steinn Ólafsson Höfundur er stud. jur. og gefur kost á sér í 5. sæti Háskólalistans til Stúdentaráðs. Stúdentaráðskosningar MIG dreymir um, þegar ég er orðinn aldraður og sestur í helgan stein, að horfa á alla þættina sem ég missti af vegna þess að ég tímdi, meðal annars, ekki að vera áskrifandi að Stöð 2. Til þess þarf ég peninga. Það verður ekki vandamál hjá mér, en það er vandamál fyrir margra aldraða að lifa mannsæmandi lífi. Vandinn er ekki Stöð 2 heldur að eiga líf í öryggi og sæmd. Margir aldraðir náðu ekki að safna í sjóð og hafa því ekki úr miklu að moða. Þetta vanda- mál reykvískra borgara verðum við að leysa. Markmiðið ætti að vera að allir borgarar ættu rétt á að velja sér það búsetuform og þá lífsháttu sem þeir æskja. Þannig aukum við öryggi aldraðra og bætum líf þeirra. Nýlega keypti ég íbúð í húsinu sem ég óx upp í. Þótt íbúðin og umhverfið sé ef til vill ekki það nýj- asta í bænum vekur það mér ör- yggiskennd. Ég hef búið víða, en ég hef alltaf verið í huganum á Miklu- brautinni eða í Skafta- felli sem er hinn ,,stað- urinn“ í lífi mínu. Húsið og fólkið, sem þar bjó, er enn ljóslif- andi í huga mér: Gunnar vörubílstjóri, Alfreð dægurlaga- söngvari, Magnús pí- anóleikari, Ólafur lög- regluþjónn, Bolli borgarverkfræðingur, Ragnar útgerð- armaður, Rafn tann- læknir, pabbi, mamma og Áslaug frænka. Ég átta mig á því núna að ég óx upp í veröld þar sem konur og börn fylgdu fjölskyldufeðrum. Heppinn að fólkið mitt voru „soss- ar“. Yfir útidyrunum er skyggnið sem ég klifraði upp á til að troða mér innum glugga þegar ég kom of seint heim og hafði gleymt lyklum. Í kjallaranum er „stúlkna- herbergið“ sem ég fékk þegar ég var 15 ára. Í næsta herbergi bjó Bjarnfreður, afi Árna Magnússonar félagsmálaráðherra. Tuttugu og tveggja barna faðir úr Mýrdalnum. Amma Árna sem fæddi öll þessi börn dó af barnsförum hátt á fimm- tugsaldri, ekki öryggið og lífsgæðin þar. Hinum megin veggjar bjó hann Skúli sem gjarna er kallaður 64. þingmaðurinn vegna heimsókna á þingpalla síðustu áratugi. Hans öryggi fólst fyrst og fremst í hesta- heilsu. Næst honum bjó Frans Stafarsson sem dó nýlega aldraður einn og yfirgefinn þrátt fyrir til- raunir vina hans að skapa honum öryggi. Þetta hús og mörg önnur eru full af grónum og gengnum sál- um og sögum. Þess vegna varð- veitum við sum hús til minningar um sálir þeirra og sögur. Í húsinu býr einnig móðir mín bráðum hundrað ára. Hún flutti í húsið nýbyggt og vill ekki fara úr því fyrr en hún hættir að anda. Hún hefur farið víða en það myndi ríða henni að fullu að flytja úr þessu húsi. Hún hefur góðan lífeyri og vantar ekki peninga en hún þarf aðstoð, öðru hverju. Hjálpfúsir ætt- ingjar og vinir hafa gert henni auð- velt og ánægjulegt að búa heima og hún hefur næstum aldrei þarfnast opinberrar þjónustu. Það eru bara ekki allir svo heppnir að eiga marga ættingja og vini að. Fólk með mörg ár að baki og mikla lífsreynslu, sækir gjarnan, eins og við sem yngri erum, sjálfs- traust sitt, öryggi og virðingu í þær aðstæður sem það hefur mótað, það umhverfi sem það „á“. Þetta ber að virða og mikilvægt að við gerum öllum kleift að búa við þær að- stæður, sem þeir kjósa til æviloka. Einstaklingsmiðuð þjónusta við aldraða er virðing fyrir sjálfstæði þeirra, skoðunum og óskum. Tryggjum öldruðum öryggi og lífs- gæði. Tryggjum að alvöru fé- lagshyggjufólk stýri félagsþjónustu í borginni næstu kjörtímabil. Vinnum borgina saman, takið þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar þann 11. og 12. febrúar næstkomandi. Öryggi aldraðra og lífsgæði eða ,,húsið í lífi okkar“ Eftir Stefán Benediktsson ’Tryggjum að alvöru félagshyggjufólk stýri félagsþjónustu í borginni næstu kjörtímabil. Vinnum borgina sam- an …‘ Stefán Benediktsson Höfundur er arkitekt og býður sig fram í 2.–3. sæti í prófkjöri Samfylk- ingarinnar.www.stefanben.com Prófkjör Reykjavík TENGLAR .............................................. www.stefanben.com ÞAÐ ER ekki í lagi þegar stjórnmálamenn eru sífellt að villa um fyrir fólki með hálf- sannleika. Enn síður er það boðlegt þegar þáttastjórnendur í föstum þáttum í sjónvarpi gefa frá sér villandi upp- lýsingar að því er virðist meðvitað, því þá minnkar traustið til þeirra á öðrum sviðum um leið. Ef til vill er allra verst þegar ráðuneyti senda frá sér villandi upplýsingar, því þar er um ójafnan leik að ræða, þar sem embættismenn sem eiga að þjónusta almenning, virðast þess í stað sinna stjórnmálalegum áhugamálum ráð- herra. Það er út af fyrir sig rétt að skatt- byrði eykst eftir því sem tekjur aukast, en það er aðeins hálf sagan. Það útilokar nefnilega ekkert að skattbyrðin hefur líka stóraukist á tekjur sem aðeins héldu í við verð- bólguna. Þetta gerist vegna þess að greiddur er skattur af stærri hluta tekna en áður, þar sem skattleys- ismörkin hafa setið eftir að raun- gildi. Á mæltu máli er það hækkun skatta, ef hærra hlutfall af sömu rauntekjum fer í tekjuskatta. Þetta hafa prófessorar, dósentar og fleiri fræðimenn við Háskóla Ís- lands, staðfest nú undanfarið. Síðast staðfesti ríkisskattstjóri þetta, að skattbyrðin hefði aukist vegna hærri tekna en einnig vegna þess að skatt- leysismörkin hefðu lækkað að raun- gildi. Þau hafða ekki fylgt verð- lagsþróun hvað þá launum. Í dag er greiddur skattur af tekjum yfir 79.055 krónum á mánuði. Ef þau hefðu fylgt verðlagi frá upptöku staðgreiðslunnar 1988 væru þau nú rúmlega 107 þúsund krónur. Ef þau hefðu fylgt launavísitölunni væru þau tæplega 129 þúsund krónur á mánuði. Einar Oddur Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, við- urkenndi þetta á Fréttavaktinni á NFS hinn 19. janúar síðastliðinn, að það hefði verið meðvituð ákvörðun stjórnvalda að auka skattbyrðina með því að halda skattleysismörk- unum niðri. Svo koma útúrsnúningarnir Í tveimur Sunnudagsþáttum á Skjá einum hinn 22. og 29. janúar sl. hefur einn stjórnandi þáttarins Ólaf- ur Teitur Guðnason notað tækifærið þegar enginn er til andsvara og lýst því m.a. með línuriti að skattar hafi hækkað vegna þess að tekjur hafi hækkað. Þennan hálfsannleik end- urtók hann svo með tilvitnun í rík- isskattstjóra að mest sé skatta- hækkunin vegna þess að tekjur hafi hækkað. Þar sleppti hann að nefna það sem við nefnum hér á undan og var líka haft eftir ríkisskattstjóra. Einfaldlega það að skattleys- ismörkin hafa lækkað mikið að raun- gildi. Sá sem er yfir 70 ára og hefur 100.000 krónur á mánuði árið 2005 greiddi ekki eina krónu fyrir sömu rauntekjur í tekjuskatta árið 1988. Nú árið 2006 greiðir hann hinsvegar 8,8% tekna sinna eða tæplega 9.200 kr. á mánuði. Þetta er aukning skattbyrði fyrir þann hluta tekna hans sem hafa í raun ekkert hækk- að. Og annar útúrsnúningur Fréttatilkynning frá fjár- málaráðuneytinu sem kom í blöðum helgina 28.–29. janúar sl. virðist gerð til að rugla fólk í ríminu. Svo birtast tvær dæmigerðar greinar um þessa útúrsnúninga eftir þing- mann og ráðherra Sjálfstæðisflokks- ins í Morgunblaðinu hinn 31. janúar sl. Alvarlegasti útúrsnúningurinn er þó sá að ráðuneytið ber saman 120 þúsund króna tekjur á mánuði árið 1994 við sömu krónutölutekjur, – endurtekið sömu krónutölutekjur – árið 2006 og 2007. Þeir bera ekki saman sömu raun- tekjur öll árin eins og rétt er að gera. Með þessari aðferð er stað- reyndum hagrætt. Þannig er skattbyrði fyrir 120 þúsund króna tekjur á mánuði nú, sem er 12,5% ( en 11,1% fyrir undir 70 ára með frádrátt vegna framlags í lífeyrissjóð) borin saman við skatt- byrði 120 þúsund króna tekna árið 1994 og fengið út að skattbyrði hafi lækkað úr 21,9%. Á föstu verðlagi 1994 jafngilda 120 þúsund í dag hins vegar aðeins 80.500 krónum árið 1994 og þá var greitt 12,1% af þeim tekjum í skatta. Þannig er smá- skattahækkun orðin að mikilli skattalækkun í meðförum ráðuneyt- isins og ,,æskileg niðurstaða fengin“. Þess má geta að 120 þúsund krónur árið 1994 jafngilda rúmlega 186 þús- und krónum árið 2007 og ætti því að bera við skattbyrði af þeim tekjum í þannig samanburði, en ekki við skattbyrðina af 120 þúsundum í dag eins og ráðuneytið gerir. Staðreyndin að lokum Í raun er líka mikið eðlilegra að miða við árið 1988 þegar núverandi skattkerfi byrjaði. Staðreyndin er sú að skattbyrðin hefur stóraukist á þessum tíma. Sá með 120 þúsund á mánuði árið 2006 greiðir 12,5% tekna sinna í skatta nú eða 15.035 krónur á mánuði (litlu minna eða tæpar 13.300 krónur ef hann er yngri en 70 ára og fær frá- drátt vegna greiðslna í lífeyrissjóð). Hann greiddi hins vegar aðeins 3,7% af sömu rauntekjum árið 1988 þegar staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp. Skattgreiðslan er 10.595 krón- ur hærri á mánuði á verðlagi í dag. Það gerir 127.140 krónur í aukna skattbyrði á ári þó að tekjur hans hafi ekkert hækkað umfram verðlag. Þannig fara meira en mán- aðartekjur í aukna skattbyrði af þeim hluta teknanna sem einungis breytist eins og verðlag. Þetta er hrein og klár skattahækkun. Svo er sagt að þetta heiti að lækka skatta. Það er ekki í lagi. Hálfsannleikur stjórn- valda leiðréttur Ólafur Ólafsson, Einar Árnason og Pétur Guðmunds- son fjalla um hálf- sannleik stjórn- valda og leiðrétta hann Ólafur Ólafsson ’Þeir bera ekki samansömu rauntekjur öll árin eins og rétt er að gera. Með þessari aðferð er staðreyndum hagrætt.‘ Ólafur er formaður Landssambands eldri borgara, Einar er hagfræðingur eldri borgara, Pétur er verkfræð- ingur og fyrrverandi stjórnarmaður í Félagi eldri borgara í Reykjavík. Einar Árnason Pétur Guðmundsson ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.