Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. HLUTFALL erlendrar hlutabréfaeignar Lands- banka Íslands hefur hækkað úr um 15% í tæp 50% á einu til tveimur árum. Hlutabréfastaða bankans, þ.e. hlutabréf hans sem hlutfall af heildareignum, hefur þó ekki breyst og hefur í langan tíma verið um 4%. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Halldórs J. Krist- jánssonar, bankastjóra Landsbankans, á kynningarfundi bankans, sem haldinn var fyrir fjárfesta í London í gær í tilefni upp- gjörs fyrir árið 2005. „Fjárhagsstaða bankans er meðal þess sem best gerist og það ásamt háu eignafjár- hlutfalli og góðri áhættudreifingu staðfestir að Landsbankinn stendur vel undir því lánshæfismati sem hann nú hefur.“ Arðsemi af grunnstarfsemi Landsbank- ans fyrir skatt var 23% árið 2004 og 30% ár- ið 2005, að því er fram kom hjá Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra, en þá er átt við af- komu bankans án gengishagnaðar af hluta- bréfum og kostnaðar vegna fjárbindingar í hlutabréfastöðum. Sigurjón sagði í samtali við Morgunblaðið að góð arðsemi af grunnstarfsemi bankans hefði vakið mikla athygli fundargesta, sem hefðu verið vel á þriðja hundrað talsins. | 11 Fjárhagsstaða LÍ sögð með því besta sem gerist BANASLYS varð í Blesugróf í Bústaða- hverfi síðdegis í gær þegar karlmaður varð undir stórum aftanívagni fyrir vinnuvélar. Maðurinn var að gera við vagninn við heimili sitt og hafði hækkað hann upp á stoðir en svo virðist sem vagninn hafi runn- ið af stoðunum og maðurinn orðið undir með fyrrgreindum afleiðingum. Slysið var til- kynnt kl. 16.31 og var maðurinn látinn þeg- ar að var komið. Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins var kallað á vettvang með tækjabíl ásamt Vinnueftirliti ríkisins og lög- reglu. Nálægri götu, Stjörnugróf, var lokað á meðan lögregla og sjúkralið vann á vett- vangi. Hinn látni hafði um langt árabil starfrækt flutningabílaþjónustu sem einyrki. Ekki er hægt að birta nafn hans að svo stöddu. Varð undir vagni og lést Í TILEFNI af því að 100 ár eru liðin frá fæðingu Einars Sigurðssonar útgerðar- manns verður afhjúpað kl. 14 í dag í Vest- mannaeyjum listaverk eftir Gerði Helga- dóttur myndhöggvara. Verkið nefnist „Í minningu foreldra minna“ og hefur því verið valinn staður við suðurhafnargarðinn í Vestmanna- eyjum, norður af Skansinum. Skansinn var á árum áður í eigu Einars, en er nú í eigu bæjarfélagsins. Bergur Ágústsson bæjar- stjóri og Arnar Sigurmundsson, formaður bæjarráðs, veita verkinu viðtöku. Verkið er gefið af afkomendum Einars og Svövu Ágústsdóttur, konu hans, í minn- ingu þeirra hjóna. En Einar ásamt öðrum forystumönnum í SH og Ólafi Þórðarsyni í Jöklum styrktu Gerði til náms í Frakk- landi á sínum tíma. „Einar Sigurðsson var einn af öflugustu mönnum í atvinnulífi Eyjanna um langt skeið og bera fyrirtækin sem hann stóð að merki þess stórhugar sem hann var ávallt þekktur fyrir,“ segir Arnar. | 30 Listaverk í minningu Einars og Svövu í Eyjum FLUTNINGASKIP lagðist að bryggju gömlu Áburðarverksmiðj- unnar í Gufunesi í síðasta skipti í gærkvöldi en um eitt ár er liðið síð- an skip lagðist þar að síðast. Bryggjan þjónaði á sínum tíma Áburðarverksmiðjunni en fram- leiðsla áburðar hefur lagst af hér á landi og er eingöngu fluttur inn. Eftir brotthvarf Áburðarverk- smiðjunnar hefur önnur starfsemi tekið við á svæðinu en síðustu 6 ár hefur Íslenska gámaþjónustan haft starfsemi sína þar. Undanþága var veitt fyrirtækinu til að nota bryggjuna í gærkvöldi, en hún hafði verið formlega lögð af. Skip- ið, sem er finnskt, flutti um 400 nýja ruslagáma, þar af 150 flokk- unargáma fyrir dagblöð og mjólk- urfernur. Að sögn Jörgens Þráinssonar, markaðsstjóra Íslenska gáma- félagsins, er mikil starfsemi á svæðinu en um 150 manns starfa hjá fyrirtækinu. Skemmur gömlu verksmiðjunnar séu nýttar undir starfsemina auk þess sem skrif- stofur félagsins eru þar. Einnig hafi svæðið nýst til kvikmynda- gerðar að undanförnu en atriði úr nýjustu mynd Baltasars Kormáks, A little Trip to Heaven, voru tekin þar upp auk atriða úr nýjustu kvikmynd Stuðmanna, Í takt við tímann. Morgunblaðið/ÞÖK Bryggjan í Gufunesi notuð í síðasta skiptið STÓRA amfetamínmálið sem kom upp í Leifsstöð á föstudag er komið í rannsókn hjá lögreglunni í Reykjavík en lögreglan verst frétta af gangi rannsóknarinnar. Karl og kona, bæði Íslendingar, sitja í gæsluvarð- haldi vegna málsins, grunuð um tilraun til smygls á tæpum 4 kg af amfetamíni sem tek- ið var af þeim við komuna til landsins frá París. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar, er málið ný- komið til rannsóknar hjá lögreglunni en ekki fæst upplýst á þessari stundu hvort hin grunuðu voru burðardýr fyrir aðra eða hvort þau fjármögnuðu fíkniefnakaupin sjálf. Þá fást ekki staðfestar fregnir af því hvort ann- að þeirra eða bæði hafi komið við sögu vegna afbrota áður og enn fremur tjáir lögreglan sig ekki um hvort rannsóknin beinist að hugsanlegum vitorðsmönnum. Flestir á örvandi efnum Amfetamín er mjög örvandi efni og nú er svo komið að flestir þeirra sem fara í með- ferð hjá SÁÁ eru háðir örvandi fíkniefnum. Amfetamínið er það efni sem með réttu mætti kallast harðasta efni Íslendinga að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi. Amfetamín hefur hækkað stöðugt í verði frá því í apríl 2005 samkvæmt verð- könnun SÁÁ á ólöglegum fíkniefnum og kost- ar grammið nú 4.700 krónur, en var á 3.800 fyrir 10 mánuðum. Að sögn Þórarins hefur neysla örvandi fíkniefna aukist stöðugt undanfarin ár, hvort heldur er um að ræða kókaín, amfetamín eða e-töflur. „Sérstaklega er um að ræða fólk á milli tvítugs og þrítugs,“ segir hann. „Yfir 60% þeirra sem koma á Vog eru háðir örv- andi efnum. Fyrsta örvandi efnið á Íslandi hefur verið amfetamín og það er það efni sem fólk byrjar að sprauta í æð. Amfetamín er okkar harðasta efni og er engu betra en kók- aín nema síður sé og það er margt sem bend- ir til þess að það sé verra.“ Þótt Þórarinn segist ekki merkja jafnmikla neysluaukningu og var á árunum 1996–1998 sé staðan samt sú að stöðugt er verið að vinna með sjúklinga sem eru verulega illa staddir vegna amfetamínneyslu. „Við erum að vinna með afleiðingar þessarar miklu aukningar sem var en stór hluti fólks situr eftir, illa skaðað og á erfitt.“ Örvandi fíkniefni og harkalegra ofbeldi Skemmst er að minnast nýlegs samtals við Ásgeir Karlsson í Morgunblaðinu þar sem hann gat þess að svo virtist sem fólki þætti ekkert tiltökumál að fá sér örvandi efni af og til sem hluta af skemmtanamynstrinu. Hark- an í ofbeldinu hefði um leið aukist, sem dæmi um það væri mönnum ekki hlíft þótt þeir hefðu fallið í götuna eða á gólfið. Jafnvel væri ráðist fyrirvaralaust á fólk og af engu tilefni. Þá hafa starfsmenn á slysa- og bráðadeild Landspítalans í Fossvogi orðið oftar en áður fyrir ógnunum og árásum af hálfu þeirra sem þangað leita. Í vaxandi mæli er um að ræða menn sem koma á slysadeildina um helgar undir áhrifum örvandi fíkniefna og fjölgar þessum mönnum eftir því sem lengra líður á nóttina. Kristín Sigurðardóttir, læknir á slysadeild, sagði í sama viðtali að starfsfólk á slysadeild- inni hefði orðið illyrmislega vart við aukna fíkniefnaneyslu og undir það tók Hlynur Þor- steinsson, sérfræðilæknir á slysadeild. Amfetamín hækkar stöðugt í verði og ofbeldi eykst í takt við neysluna Yfir 60% þeirra sem koma á Vog háð örvandi efnum Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.