Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„ÉG ER ekki
hætt í stjórnmál-
um, þessi ákvörð-
un snýr fyrst og
fremst að þátt-
töku minni í
borgarmálun-
um,“ segir Anna
Kristinsdóttir, en
hún tilkynnti í
gær að hún ætl-
aði ekki að taka
sæti á lista Framsóknarflokksins í
borgarstjórnarkosningunum í vor.
Anna Kristinsdóttir sótti eftir
efsta sæti listans í prófkjöri Fram-
sóknarflokksins sem fram fór 28.
janúar síðastliðinn. Hún hafnaði
hins vegar í öðru sæti, á eftir Birni
Inga Hrafnssyni, en kosning í tvö
efstu sætin var bindandi.
Í yfirlýsingu sem Anna sendi frá
sér í gær sagði hún enga launung á
því að niðurstaða prófkjörsins hefði
orðið sér vonbrigði, enda hefði hún
sóst eftir stuðningi í fyrsta sæti
listans.
Anna segist ekki vera á leið úr
Framsóknarflokknum. Aðspurð
kveðst hún ekki útiloka framboð til
Alþingis á næsta ári, þetta hafi ver-
ið nefnt við sig og sé eitt af því sem
komi til greina hjá sér.
Á næstu mánuðum muni hún
meðal annars vinna að BA-ritgerð
sem hún eigi ólokið.
Færst frá miðjunni
Anna segir það mat sitt að Fram-
sóknarflokkurinn hafi fjarlægst
uppruna sinn undanfarin ár og
færst frá miðjunni.
„Á síðustu tveimur kjörtímabilum
hefur mér stundum fundist hann
vera meira til hægri en á miðjunni,“
segir Anna sem bætir við að hún
telji að þetta geti verið tímabundið
ástand. Hún hafi kallað eftir skýrari
stefnu Fram-
sóknarflokksins.
„Það er ekki bara
almenningur sem
á stundum erfitt
með að staðsetja
flokkinn heldur
ekki síður fólk
innan hans,“ seg-
ir hún.
„Ég á þennan
flokk alveg eins
og forystan, það er mjög skýrt í
mínum huga. Ég tel mig eiga hluta
af honum eins og hver annar sem
starfað hefur innan hans um árabil.
Ég hlýt að bera ábyrgð líka og er
tilbúin til þess að koma á seinni
stigum og reyna að breyta flokkn-
um í það horf sem ég vil sjá hann,“
segir Anna.
Uppstillingarnefnd mun
raða mönnum á listann
Björn Ingi Hrafnsson, sem varð í
efsta sæti í prófkjörinu á dögunum,
segist virða ákvörðun Önnu um að
gefa ekki kost á sér á listanum.
„Hún hefur sinnt störfum sínum í
borgarstjórn farsællega og ég hefði
kosið að hún tæki annað sætið á
listanum enda var kosningin bind-
andi í þessi tvö efstu sæti,“ segir
Björn Ingi sem kveðst óska Önnu
velfarnaðar í framtíðinni.
Næsta verkefni verði að stilla
upp lista fyrir kosningarnar og upp-
stillingarnefnd muni fara í það
verkefni.
Óskar Bergsson, sem hreppti
þriðja sætið í prófkjöri Framsókn-
arflokksins á dögunum, lýsti því yfir
að kjörinu loknu að hann myndi
íhuga hvort hann tæki það sæti á
listanum fyrir kosningarnar í vor.
Ekki náðist í Óskar Bergsson
þegar Morgunblaðið reyndi að ná
tali af honum í gærkvöldi.
Anna Kristinsdóttir ætlar ekki að taka
sæti á lista Framsóknarflokks
„Ég er ekki hætt
í stjórnmálum“
Anna
Kristinsdóttir
Björn Ingi
Hrafnsson
Hefði kosið að Anna hefði tekið annað
sætið, segir Björn Ingi Hrafnsson
DAGUR B. Eggertsson, formaður
skipulagsráðs Reykjavíkur, segir að
fyrr en fundist hafi viðunandi lausn á
staðsetningu Sundabrautar sem
sæmileg sátt sé um, sé ótímabært að
útiloka þann möguleika að Reykvík-
ingar fái að kjósa á milli innri og ytri
leiðar.
Í Morgunblaðinu í gær lýstu bæði
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borg-
arstjóri og Árni Þór Sigurðsson,
borgarfulltrúi VG, efasemdum og
andstöðu við hugmyndir um að láta
kjósa um þessar tvær leiðir. Dagur
varpaði sl. haust fram þeirri hug-
mynd að kosið yrði um legu braut-
arinnar samhliða borgarstjórnar-
kosningunum í vor.
Eru stundum of hræddir
„Ég held að við eigum að nota tím-
ann núna, í því samráði sem þarf að
eiga sér stað við íbúa beggja vegna
Kleppsvíkur, leggja öll gögn á borðið
og þróa bestu leiðir, bæði á ytri og
innri leið og sjá hvort menn ná sam-
stöðu um einhvern einn kost. Ef það
gerist ekki þá getur verið mjög eðli-
leg leið að almenn
atkvæðagreiðsla
ráði úrslitum,“
segir hann.
,,Ég held að
stjórnmálamenn
séu stundum of
hræddir við að
leggja svona stór
mál sem hafa
margar hliðar í
dóm kjósenda.
Ég er þeirrar skoðunar, að því gefnu
að búið sé að fullvinna hlutina og þeir
sem að málinu þurfa að koma, borgin
og samgönguyfirvöld, standi vel að
verki, þá geti þetta verið góð leið til
að höggva á hnútinn.“
Dagur segir að til að tryggja góða
þátttöku í kosningum um einstök
mál, sé heppilegt að láta þær fara
fram samhliða kosningum til sveit-
arstjórna og Alþingis. „Þetta þekkja
menn helst í atkvæðagreiðslum um
áfengisútsölur en það er einkenni-
legt ef lýðræðisþroski þjóðarinnar á
ekki að ná lengra en til þess að taka
ákvarðanir um áfengisútsölur og
hundahald,“ segir Dagur.
Dagur B. Eggertsson um mögulegar
kosningar um legu Sundabrautar
Getur verið góð
leið til að höggva
á hnútinn
Dagur B.
Eggertsson
NOKKUÐ harður árekstur varð á
gatnamótum Glerárgötu og Gránu-
félagsgötu á Akureyri um fimm-
leytið í gær. Málsatvik eru þau að
fólksbílar mættust á gatnamótunum.
Bíll, sem ók eftir Glerárgötu á nokk-
urri ferð, sveigði frá til að koma í veg
fyrir árekstur þegar bílarnir mætt-
ust og ók hann á tvo ljósastaura.
Annar staurinn brotnaði niður en
hinn skemmdist. Bíllinn er talinn
ónýtur en ökumann sakaði ekkert.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Bíllinn er talinn ónýtur eftir að hafa verið ekið á tvo ljósastaura. Ökumann sakaði ekki í árekstrinum.
Harður árekstur á Akureyri
TVEIR unglingar hafa játað inn-
brot í íbúðarhús á Akranesi fyrir
viku á meðan íbúarnir voru fjarver-
andi. Þaðan var stolið áfengi, pen-
ingum og úri.
Fjórir strákar, 15 og 16 ára, voru
færðir til yfirheyrslu vegna málsins
og hafa tveir þeirra viðurkennt að
hafa brotist þarna inn og það tvisv-
ar. Að sögn lögreglu hefur mestur
hluti þýfisins verið endurheimtur.
Þótt strákarnir séu ungir að árum
teljast þeir sakhæfir, en sakhæf-
isaldur er 15 ár.
Játuðu
innbrot á
Akranesi
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær karlmann á þrítugs-
aldri í 9 mánaða fangelsi, þar af 6
mánuði skilorðsbundið, fyrir að
stela veski á veitingastað í
Reykjavík og nota greiðslukort úr
því til að svíkja út vörur. Annar
karlmaður á fertugsaldri var
dæmdur í 30 daga skilorðsbundið
fangelsi fyrir þátttöku í fjársvik-
unum.
Sá sem þyngri dóminn fékk hef-
ur hlotið marga dóma fyrir ýmis
brot. Hann rauf með brotunum nú
skilorð dóms sem hann hlaut árið
2004.
Ásgeir Magnússon héraðsdóm-
ari dæmdi málið. Verjandi var
Hilmar Ingimundarson hrl. og
sækjandi Guðjón Magnússon,
fulltrúi lögreglustjórans í Reykja-
vík.
Fangelsi fyrir
þjófnað og fjársvik