Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 27 Það hafa orðið miklar breyt-ingar á íslensku skóla-kerfi síðastliðinn áratug.Kennslustundum í grunn- skóla hefur fjölgað um rúmlega 2.300 og í framhalds- skóla um 400 frá árinu 1994. Þetta samsvarar því að grunnskólinn hafi verið lengdur um 2 ár og framhaldsskólinn um 13 vikur án þess að samsvarandi breyt- ingar hafi enn átt sér stað á námsefni og inn- taki náms á þessum skólastigum Þessi þróun var á sín- um tíma ákveðin m.a. með það í huga að stytta mætti námstíma til stúdentsprófs. Það er þetta svigrúm sem ligg- ur til grundvallar áformum um breytta námsskipan. Ísland er í dag eina landið á Evrópska efna- hagssvæðinu þar sem almennt bóknám í fram- haldsskólum miðast við fjögur ár en ekki þrjú. Þar sem skólaganga fram að háskóla er fjór- tán ár en ekki þrettán. Þrátt fyrir breytta námsskipan munu ís- lensk ungmenni fá fleiri kennslustundir fram að stúdentsprófi en annars staðar á Norðurlönd- unum. Þeir sem telja að ekki sé hægt að stytta námstíma til stúd- entsprófs verða jafnframt að svara þeirri spurningu hvers vegna ís- lensk ungmenni geti ekki lokið stúd- entsprófi á sama tíma og alls staðar í Evrópu. Hver eru rökin fyrir því að íslensk ungmenni þurfi lengri tíma fyrir sama nám og annars staðar í Evrópu? Með því að stytta námstíma til stúdentsprófs um eitt ár að með- altali geta íslensk ungmenni hafið háskólanám ári fyrr. Starfsævi þeirra lengist einnig um eitt ár og þar með grundvöllur ævitekna. Í þessu felst því ekki einungis mikill þjóðfélagslegur ávinningur heldur ekki síður ávinningur fyrir hvern einstakling. Breytingar sem þessar verður að gera í sátt og samvinnu við skóla- samfélagið og tel ég samkomulag það sem ég undirrit- aði síðastliðinn fimmtudag ásamt formanni Kenn- arasambands Íslands um tíu skrefa sókn í skólamálum í tengslum við áform um breytta náms- skipan til stúdents- prófs vera mikilvægt skref í þeim efnum. Við höfum lýst því yfir að við hyggjumst sameina krafta okkar til að hlúa vel að sam- fellu skólastarfs við breytta námsskipan og stefna að sveigj- anlegra skólakerfi. Markmiðið er breytt námsskipan að stúdentsprófi þannig að hægt verði að ljúka stúdents- prófi á þrettán árum í stað fjórtán án þess að skerðing verði á innihaldi og gæðum náms. Markmiðið er að nýta tímann betur án þess að draga úr kröfunum. Þeir tíu punktar sem við munum leggja til grundvallar í skólasókn okkar til framtíðar í tengslum við breytta námsskipan til stúdentsprófs eru: 1. Endurskoðun laga um leik-, grunn- og framhaldsskóla hefst vorið 2006. Meginmarkmið end- urskoðunarinnar er aukin sam- fella milli skólastiganna, sveigj- anleiki milli og innan skólastiga og að mæta breytilegum þörfum ólíkra nemenda. Lokamarkmiðið er betri menntun og betri náms- árangur nemenda. 2. Efling kennaramenntunar er ein helsta forsenda þess að hægt sé að þróa og styrkja íslenska menntakerfið. Nefnd um framtíð kennaramenntunar er nú að störfum og verður tekin ákvörð- un um markvissa eflingu kenn- aramenntunar á grundvelli nið- urstaðna hennar. 3. Framhaldsskólum verður gefinn fjögurra ára aðlögunartími til að takast á við breytta námsskipan, á grundvelli heildarendurskoð- unar á námi og breyttrar náms- skipunar skólastiganna, út frá eigin skipulagi. 4. Unnið verður að eflingu endur- menntunar kennara á öllum skólastigum í tengslum við end- urskoðun aðalnámskráa á grundvelli heildarendurskoð- unar á námi og breyttrar náms- skipunar skólastiganna. 5. Starfsheiti leikskólakennara verður löggilt. 6. Verk- og starfsnám í grunn- og framhaldsskólum verður eflt, skipulag einfaldað og hvatt til aukinnar aðsóknar í slíkt nám. 7. Almenn braut framhaldsskólans verður endurskipulögð og efld með víðtækum hætti, náms- og starfsráðgjöf styrkt og stuðlað verður að því að áfram dragi úr brottfalli í framhaldsskólum. 8. Námsefnisgerð allra skólastiga verður efld með nýjum lögum um Námsgagnastofnun, eflingu þróunarsjóða og námsefnisgerð- arsjóðs auk aukinnar áherslu á gerð stafræns námsefnis. 9. Fjar- og dreifnám verður skil- greint með skipulegum hætti í samræmi við gæðamat í því skyni að auka sveigjanleika skólakerfisins og fjölga val- kostum. 10. Aðilar vinna saman að því að starf kennara og starfsumhverfi verði aðlaðandi og eftirsókn- arvert. Sameiginlegt markmið okkar er betra skólakerfi fyrir börnin okkar í framtíðinni. Ég vona, líkt og for- maður Kennarasambands Íslands lýsti yfir á sameiginlegum blaða- mannafundi okkar á fimmtudag, að nú gefist næði til vinna að þessum málum íslensku skólakerfi til heilla. Tíu skref að betri skóla Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur ’Þrátt fyrirbreytta náms- skipan munu íslensk ung- menni fá fleiri kennslustundir fram að stúd- entsprófi en annars staðar á Norðurlönd- unum.‘ Höfundur er menntamálaráðherra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verkefnið sem þau að sama a sökum essi hefur r og því nýja að- á að efnið rnar í því eingerðar otað inn- heldur á na. Efnið og sam- , kísil og egar búið nar. „Við mismun- en við ssi lausn væri sú sem hentaði best fyrir ís- lenskt torf sem tekið hefur efna- breytingum í tímans rás,“ segir Ebsen og bendir á að hinir upp- runalegir þræðir torfsins séu löngu horfnir og því samanstandi rústirnar fyrst og fremst af sandi, lofti og vatni, sem geri þær afar brothættar og viðkvæmar. Vatnið varðveitti vel Hadsund bendir á að lindin eða vatnsuppsprettan undir rústunum hafi átt stóran þátt í því að varð- veita þær öldum saman jafn vel og raunin varð. „Geymsluskilyrðin hér minna á þær fornleifaaðstæður sem þekk- ist í mýrum eða fenjum þar sem lík, munir og víkingaskip hafa varðveist afbragðsvel,“ segir Hadsund og bendir á að eftir að búið hafi verið að grafa rústirnar upp og þurrka séu þær afar við- kvæmar þar til búið sé að for- verja þær. „Ef þessar rústir stæðu úti óvarðar þá myndu þær hverfa á einu hausti fyrir tilstuðlan rign- ingar,“ segir Hadsund. Til gamans má geta að mæli- tækin sem notuð eru til þess að meta þurrkinn í rústunum eru mælitæki sem þróuð væru til handa masíkornabændum í Bandaríkjunum, en þeir nota tækin til þess að fylgjast með þurrk á túnum úti og meta hve- nær tími sé kominn til að vökva plönturnar. röld sem var Morgunblaðið/Ásdís rminjar í Aðalstræti, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri, Stefán Jón Hafstein, óttir, formaður verkefnisstjórnar, gera grein fyrir starfseminni sem þarna verður. Morgunblaðið/Ásdís silicat hellt yfir rústirnar, en efnið samanstendur af steinefnum, kísil og etanól. Hefur tni og lofti, steingerðar sem gerir það að verkum að torfið í rústunum geti varðveist. verða varðveittar í sérstakri efnablöndu MENNTARÁÐ Reykjavíkurborg- ar hefur úthlutað styrkjum til fræðslu- og þróunarverkefna í leikskólum, grunnskólum og tón- listarskólum skólaárið 2006–2007. Alls var úthlutað um sjötíu millj- ónum króna. Er það um þrjátíu milljóna króna hækkun síðan í fyrra og hafa leik- og grunnskólar í Reykjavík aldrei fengið jafn háa styrki til þróunarverkefna. „Þetta eru mörg mjög spenn- andi verkefni og það er mikil aukning á milli ára til nýsköpunar og þróunarverkefna,“ segir Stefán Jón Hafstein, formaður mennta- ráðs Reykjavíkurborgar. „Styrkur til þróunarsjóðs leikskóla var til dæmis sexfaldaður, úr tveimur í tólf milljónir og nú voru líka í fyrsta skipti veittir þróunarstyrk- ir til að auka samstarf tónlistar- skóla og grunnskóla, en það er okkur kappsmál.“ Við úthlutunina að þessu sinni var að sögn Stefáns lögð höfuð- áhersla á samstarf leikskóla og grunnskóla, kennslu bráðgerra barna, enskukennslu fyrir yngri börn, fjölmenningu og íslensku- kennslu fyrir nýbúa. „Gríðarlega mörg verkefni fengu þó styrki og skólafólk er með alls konar hugmyndir sjálft,“ segir Stefán. „Það er mikilvægt að leyfa fólki sem er að vinna úti á vettvangi fá tækifæri til að láta sér detta eitthvað nýtt í hug og spreyta sig.“ Fjórir leikskólar hlutu styrki til fjöl- menningarverkefna. Meðal þeirra eru Lindarborg, Baróns- borg og Njálsborg sem standa saman að verkefninu Að brúa bilið milli menningar- heima. Þá fengu Ing- unnarskóli og Norð- lingaskóli styrki til að þróa námsmat í einstaklingsmiðuðu námi, sem er að sögn Stefáns höfuðstoðin í menntastefnunni hér. Lista yfir úthlutanir ráðsins má finna í heild sinni á mbl.is. Vægar hagræðingaraðgerðir Stefán nefnir líka sérstaklega viljann til að stuðla að því að yngri börn eigi kost á tónlistar- kennslu inni í grunnskólunum. „Þetta er hluti af því að slíta ekki skóladaginn í sundur og að það þurfi ekki að skutla börn- unum hingað og þangað út um all- an bæ,“ segir hann. „Við viljum gjarnan fá tónlistarskólana til að efna til samstarfs við grunn- skólana um þetta. Í Grafarvog- inum snýst verkefni á vegum Hörpunnar um að fara með blokk- flautukennslu inn í frístundaheimilin. Maður heyrir það alltaf meira og meira að fólk vill fá þetta allt saman í einum pakka.“ Stefán segir hækk- un styrkjaupphæðar- innar tilkomna vegna áherslunnar á að styrkja mannauðinn í skólastarfinu. „Við fórum að verðlauna nýsköpun- arverkefni fyrir þremur árum og þá komu mjög margar áhugaverðar tilnefn- ingar um verðlaun fyrir nýsköpun í skólastarfi,“ segir Stefán. „Þegar í ljós kom hvað var mikill áhugi á þessu og margt í gangi ákváðum við að styrkja þetta frekar.“ Stefán segir hækkunina mögu- lega með vægum hagræðingarað- gerðum. „Við hagræddum hér og þar innan ramma skólamála og bjugg- um til svigrúm,“ segir hann. „Það er ekki verið að taka þetta frá neinum nema í mjög litlum skömmtum.“ Aukin framlög til þróun- arverkefna í skólastarfi Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is Stefán Jón Hafstein Menntaráð Reykjavíkur úthlutar 70 milljónum króna  Meira á mbl.is/ítarefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.