Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Reykjavík 871±2 nefnistlandnámssýningin áfornleifunum í kjallara íHótel Reykjavík Centr- um í Aðalstræti sem opnuð verð- ur 12. maí nk. sem liður í opn- unardegi Listahátíðar í Reykjavík. Á blaðamannafundi í kjallaranum í gær var skálarúst- in, sem er frá upphafi 10. aldar, ásamt veggjarbrotum frá því um 870, sem eru elstu mannvirki sem til þessa hafa fundist í Reykjavík, afhjúpuð í fyrsta sinn, en fram- undan er forvarsla á rústunum sem gerð er með kemískum efn- um sem gerir það að verkum að engum er vært í kjallaranum á meðan sú vinna fer fram. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns verkefnis- stjórnar, er vinnsla verksins að- eins á eftir áætlun þar sem í ljós hafi komið vatnsuppspretta undir rústunum sem gerði það að verk- um að mun hægar gekk að þurrka þær en áætlað hafði verið, en þurrkun rústanna er forsenda þess að hægt sé að forverja þær með fyrrgreindum efnum. Búið er að gera viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja fráfall uppsprett- unnar, en sökum þessarar tafar verður ekki hægt að ljúka for- vörslunni með öllu áður en sýn- ingin verður formlega opnuð í maí og þarf því að loka sýning- unni í stuttan tíma nk. vetur með- an forvarslan er kláruð. „Kannski hefur þessi vatnsuppspretta vald- ið því að mikill saggi hafi verið í skálanum sem leiddi til þess að fljótlega var flutt úr honum,“ sagði Ingibjörg Sólrún og benti á að vitað væri að ekki hefði verið búið lengi í skálanum. Þess má geta að upphaflega kostnaðar- áætlunin um forvörslu rústarinn- ar hafi riðlast nokkuð vegna upp- sprettunnar, en gerð verður ný áætlun þegar fyrsta áfanga for- vörslunnar lýkur eftir nokkrar vikur. Heildarfjárveiting til sýn- ingarinnar er 160 milljónir króna og er allt útlit fyrir að sú kostn- aðaráætlun standist. Margmiðlunartækni nýtt til að gera upplifunina sterka Aðspurður um nafngift sýning- arinnar segir Hjörleifur Stefáns- son, arkitekt og verkefnisstjóri um menningarminjar Aðalstræti, hana vísa til þess að landnáms- öskulagið svokallaða hafi fallið ár- ið 871, en talið er að tímasetning- unni geti skeikað um tvö ár af eða á. „Þetta öskulag gegnir afar miklu hlutverki í tímasetningu fornleifa,“ segir Hjörleifur og bendir á að tímasetning öskulags- ins byggi á borkjarnarannsóknum úr Grænlandsjökli. Segir hann að með nafngiftinni hafi menn viljað leggja áherslu á vísindalega nálg- un við gerð sýningarinnar. Að sögn Hjörleifs verður stuðst við margmiðlunartæknina á sýn- ingunni og verður m.a. tækniborð þar sem gestir geta fengið nánari upplýsingar um rústirnar á marg- miðlunarskjám með því að ýta á skjáina, einnig munu gegnumlýst- ar plötur þekja vegginn allan hringinn þar sem hægt verði að sjá umhverfi Reykjavíkur eins og það leit út árið 871. Þannig má nánast segja að sýningargestir geti gengið inn í veröld sem var. Veiddu geirfugl til matar Allt miðar þetta að því að upp- lifun gesta verði sem sterkust. Hjörleifur segir sérstaka áherslu verða lagða á að skýra hvernig vísindalegum aðferðum var beitt til þess að lesa úr margvíslegum ummerkjum sem fornleifafræð- ingar fundu í rústunum. Sem dæmi um hluti sem fundust nefn- ir Hjörleifur geirfuglsbein sem fundust í öskuhaug og benda til þess að menn hafi veitt fuglinn sér til matar. Einnig fundust í rústunum þrjár rostungstennur, en fræðimenn hafa leitt að því lík- ur að í Faxaflóa hafi verið rost- ungsnýlenda á landnámsöld sem hafði úrslitaáhrif á að menn völdu að setjast þar að. Forvörslu rústanna er stjórnað af dönsku fornleifafræðingunum Jannie Amsgaard Ebsen og Per Thorling Hadsund, en þau hafa unnið að verkefninu sl. þrjú ár og tekið ótal sýni sem flogið hefur verið með á rannsóknarstofu þeirra í Danmörku til að greina efnisinnihald rústanna og prófa hvaða efni hentaði best til for- vörslu. Aðspurð sögðu þau v með því mest spennandi hafa tekist á við, en skapi með því flóknara þess að forvarsla sem þe aldrei verið prófuð áður hafi þau þurft að þróa ferð. Þannig bentu þau á sem hellt væri yfir rústir skyni að gera þær ste hafi aldrei áður verið no andyra við forvörslu né torfrústum, aðeins á stein nefnist tetraethylsilicat anstendur af steinefnum etanól, sem gufar upp þe er að hella því yfir rústir höfðum prófað margar andi efnablöndur áður komumst að því að þes Gengið inn í ver Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Hjörleifur Stefánsson, arkitekt og verkefnisstjóri um menningar formaður menntaráðs borgarinnar, og Ingibjörg Sólrún Gísladó Til þess að forverja minjarnar verður efnablöndunni tetraethyls efnið þau áhrif að gera rústirnar, sem samanstanda af sandi, vat Elstu mannvistarleifar Reykjavíkur í Aðalstræti MENNINGARHEIMAR OG MISSKILNINGUR Æsingurinn vegna birtingarskopmynda af Múhameð spá-manni í danska blaðinu Jyl- lands-Posten er kominn úr böndunum, jafnt á Vesturlöndum, þar sem hvert blaðið á fætur öðru birtir myndirnar eða aðrar áþekkar, og í ríkjum múslíma, þar sem birtingu myndanna er mót- mælt með ofbeldi, hótunum og árásum á sendiráð Norðurlanda. Vestrænu blöðin, sem birta myndirn- ar og halda þannig áfram að ögra músl- ímum, segjast vilja verja tjáningar- frelsið. Fólkið, sem mótmælir úti á götum í íslömskum löndum, krefst þess að ríkisstjórnir Danmerkur og annarra vestrænna ríkja biðjist afsökunar á að hafa smánað trúarbrögð þeirra og setji fjölmiðlum stólinn fyrir dyrnar eða refsi þeim fyrir birtingu myndanna. Hér er um grundvallarmisskilning að ræða á báða bóga. Þeir, sem birta myndir, sem ögra múslímum, í nafni tjáningarfrelsis, virðast ekki spyrja neinna spurninga um þá ábyrgð, sem fylgir því að njóta þessa frelsis. Hér á landi eru þeir allmargir, sem hvetja alla fjölmiðla til að birta hinar umdeildu myndir. Og Morgunblaðinu eru jafnvel farnar að berast myndir af öðrum toga, þar sem hæðzt er að þeim trúarbrögð- um, sem flestir Íslendingar aðhyllast, þ.e. kristindóminum. Út frá sjónarmiði Morgunblaðsins væri jafnfráleitt að birta slíkar myndir og að birta myndirnar umdeildu úr Jyl- lands-Posten. Raunar eru til lög á Ís- landi sem slíkar myndbirtingar geta varðað við. Í 125. grein almennra hegn- ingarlaga segir að hver, sem opinber- lega dragi dár að eða smáni trúarkenn- ingar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skuli sæta refsingu. Það hefur verið bent á að þetta sé tæplega lifandi laga- bókstafur. Þannig rifjaði Sigurður Pálsson, sóknarprestur í Hallgríms- kirkju, það upp í prédikun sinni sl. sunnudag, að þrátt fyrir þessi laga- ákvæði hefði ríkissaksóknari haldið að sér höndum er Spaugstofan sendi frá sér sjónvarpsþátt fyrir nokkrum árum, sem særði margt trúað fólk. Sr. Sigurður spurði hins vegar: „Fylgir tjáningarfrelsinu engin ábyrgð? Gerir það engar kröfur um dómgreind? Gerir það engar kröfur um tillitssemi og virðingu fyrir öðrum? Gerir það enga kröfu um að menn geri sér grein fyrir hverju ögranir af þessu tagi geta komið til leiðar í þeirri spennu sem ríkir milli hins múslímska heims og Vesturlanda?“ Allt eru þetta spurningar, sem starfsmenn fjölmiðla ættu að sjálfsögðu að spyrja sig áður en þeir taka ákvarð- anir um birtingu efnis, sem getur orkað tvímælis. Það er því miður orðið svo, eins og Sigurður Pálsson segir, að margir telja sig mega vanvirða aðra í nafni tjáningarfrelsisins. Að því leyti eru umræðuhættir í fjölmiðlum, bæði hér á landi og víða annars staðar, komn- ir út á mjög hálar brautir. Starfsmenn vestrænna fjölmiðla, sem starfa í ríkjum þar sem meirihluti manna aðhyllist kristna trú, ættu að skilja að birting skopmynda af t.d. Jesú Kristi myndi særa tilfinningar margra. Geta þeir þá ekki skilið að birting skop- mynda af Múhameð spámanni særi til- finningar múslíma? Og áttu stjórnend- ur Jyllands-Posten ekki að geta áttað sig á að með því að hæðast að íslam kynnu þeir að auka á fordóma gagnvart minnihluta múslíma í Danmörku? Hin hliðin á málinu eru viðbrögð bæði almennings og stjórnvalda í mörgum ríkjum múslíma. Krafan um að vest- rænar ríkisstjórnir biðjist afsökunar eða taki fjölmiðla til bæna vegna birt- ingar skopmyndanna byggist ekki sízt á þeim misskilningi, að tjáningarfrelsið á Vesturlöndum sé sömu takmörkunum háð og í þeim ríkjum, þar sem einræðis- eða alræðisstjórnir eru við völd. Þessi misskilningur er auðvitað ekki bundinn við múslímaheiminn. Hann hefur t.d. komið upp í samskiptum íslenzkra stjórnvalda bæði við Sovétríkin fyrr á tíð og við Kína í seinni tíð. Ein ástæða þess að mótmælin í t.d. Sýrlandi hafa orðið jafnofsafengin og raun ber vitni er vafalaust sú að stjórn- völd hafa ekki brugðizt við þeim af sömu hörku og þau myndu gera ef þau beindust gegn þeim sjálfum. Þar í landi stýra yfirvöld fjölmiðlunum, umræðum og þar af leiðandi að talsverðu leyti því andrúmslofti, sem ríkir í samfélaginu. Stjórnvöld þar standa að mörgu leyti höllum fæti í deilum við Vesturlönd og það þjónar auðvitað þeirra hagsmunum að kynda undir andúð á vestrænum ríkjum og beina athyglinni frá eigin verkum. Hin ofsafengnu viðbrögð og ofbeldið sem þeim hefur víða fylgt er auðvitað ekki í neinu samræmi við tilefnið. En viðbrögð af þessu tagi einskorðast ekki heldur við múslímaríkin og það væri misskilningur að líta svo á að þau séu bundin viðkomandi menningu. Gerði ekki mannfjöldi aðsúg að sendiráðum bæði Bretlands og Bandaríkjanna í Reykjavík þegar þorskastríðin stóðu sem hæst á áttunda áratugnum? Hvernig hefði þá farið ef lögreglan hefði ekki gripið í taumana? Og gerðu íslenzkir andstæðingar aðildar að Atl- antshafsbandalaginu ekki árás á Al- þingishúsið árið 1949 þannig að varla var heil rúða eftir í húsinu? Öfgar af þessu tagi er því miður að finna í öllum menningarheimum og þjóðfélagsgerð- um. Það er áhyggjuefni að á tímum, þegar fréttir og upplýsingar eiga greiða leið á milli heimshluta nánast á sömu sek- úndu og atburðirnir gerast, skuli jafn- lítinn gagnkvæman skilning vera að finna á milli trúarbragða og menningar- heima. Að sumu leyti kann hér að vera við fjölmiðla að sakast; fréttaflutningur er oft allur á forsendum okkar eigin menningarheims, án þess að alvarleg tilraun sé gerð til að útskýra hvað ligg- ur að baki atburðum í fjarlægum lönd- um. Hugsanlega vantar fleiri tækifæri fyrir fólk af ólíkum trúarbrögðum og með ólíka menningu til að hittast og ræða málin til að leitast við að skapa gagnkvæman skilning, í stað þess að kynnast hvert öðru aðallega í gegnum yfirborðslega umfjöllun fjölmiðla. Fjölmiðlar eiga að sjálfsögðu að fjalla með gagnrýnum og opnum hætti um menn og málefni, burtséð frá menningu og trúarbrögðum. En það tekur ekki frá þeim þá ábyrgð að gera það með þeim hætti að eðlileg virðing sé borin fyrir öðru fólki og tilfinningum þess. Á fjöl- miðlum hvílir sú ábyrgð að setja sig í spor þeirra sem fjallað er um, ekki sízt í fjölmenningarsamfélagi nútímans. Það kallast ekki undirlægjuháttur, heldur að bera virðingu fyrir umfjöllunarefn- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.