Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 41 DAGBÓK Neyðarlínan 1-1-2 er 10 ára í ár. Af þvítilefni verður haldin ráðstefna umhlutverk 1-1-2 og þróun neyðarþjón-ustu á Íslandi. Þórhallur Ólafsson er framkvæmdastjóri Neyð- arlínunnar: „Ráðstefnan fjallar um hlutverk og skyldur 1-1-2 við almenning og viðbragðsaðila. Við ætlum að fara í gegnum það hvernig síðustu 10 ár hafa verið, hvað hefur breyst, hvar við stöndum í dag og hvað er framundan,“ segir Þórhallur. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra setur ráð- stefnuna en að því búnu verður tilkynnt val á skyndihjálparmanni ársins. „Síðan munu fulltrúar frá embætti Ríkislögreglustjóra, Landlækni, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Slysavarna- félaginu Landsbjörg halda erindi um reynslu þeirra af 1-1-2 og hvernig þeir sjá stöðu mála í dag og þróun í framtíðinni,“ segir Þórhallur. „Auk þess höfum við fengið framkvæmdastjóra finnsku 1-1-2 neyðarlínunnar, Jyrki Landstedt til ráðstefnunnar, en Finnar eru taldir einna lengst komnir í heiminum varðandi þróun samræmds neyðarnúmers, 1-1-2. Þess má geta að 1-1-2 er það neyðarnúmer sem notað er í öllum Evrópusam- bandsríkjunum.“ Ráðstefnan er haldin í tengslum við 1-1-2- daginn sem er 11. febrúar ár hvert, eða 11/2, og er sá dagur í flestum Evrópulöndum helgaður kynn- ingu á þjónustu neyðarnúmersins. Þórhallur segir reynsluna af 1-1-2 hafa verið góða á þeim tíu árum sem liðin eru frá því þjón- ustan var tekin í gagnið: „Á þessum árum hefur orðið gríðarleg þróun í neyðarþjónustu á landinu og hún hefur orðið til þess að stytta viðbragðs- tíma, og þar með auka líkur á því að mannslífum sé bjargað. Í dag berast um 300 þús. símtöl Neyð- arlínunni á ári, og þar af eru 126 þús. atvik sem skráð eru í málaskrá.“ Í skoðanakönnun sem gerð var hjá almenningi um ánægju með störf neyðarlínunnar svöruðu 96% að þeir væru ánægðir eða mjög ánægðir en 0,5% voru óánægðir. „Almenningur hefur aug- ljóslega kunnað að meta þessa þjónustu, og verð- um við vör við það. Störf Neyðarlínunnar eru þó erfið og reyna á starfsfólk okkar, en við höfum verið afskaplega heppin með starfsmenn og bygg- ist árangur neyðarlínunnar að miklu leyti á því góða fólki sem þar starfar,“ segir Þórhallur. Ráðstefnan „1-1-2 í tíu ár – hvað hefur breyst; hvað er framundan?“ er sem fyrr segir haldin 10. febrúar, á Hótel Loftleiðum, og hefst kl. 13. Ráð- stefnan er öllum opin en þátttakendur eru beðnir að skrá sig í síma 570 2000 eða með tölvupósti á 112@112.is. Ráðstefna | Fjallað um stöðu og þróun Neyðarlínunnar 1-1-2 Hlutverk og framtíð 1-1-2  Þórhallur Ólafsson er fæddur í Reykjavík 1952. Hann lauk námi í tæknifræði frá Köben- havns Teknikum 1979 og stundaði nám við University of Colorado í Boulder 1986. Þórhall- ur var umdæmistækni- fræðingur á Austur- landi og síðar Suðurlandi frá 1980 til 1995, aðstoðarmaður dóms- og kirkju- málaráðherra 1995–1999 en var þá ráðinn framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar. Þórhallur hefur sinnt ýmsum félags- og nefnd- arstörfum, m.a. formaður Umferðarráðs 1991– 2001. Þórhallur er kvæntur Gróu Dagmar Gunnarsdóttur og eiga þau tvo syni. Þakkir til Klöru á Kanarí VIÐ hjónin vorum stödd á Kan- aríeyjum milli 21. des. og 18. jan. og er það ekki í frásögur færandi eitt og sér. En málið er að ég þarf súrefni allan sólarhringinn og kemst ekki lönd né strönd án súrefnis. Að komast í svona loftslag, í þennan hita og þetta mjúka loft, er ómetanlegt fyrir sálartetrið og jákvætt hugarfar. Maður fær ekki gigt í sálina þegar maður dvelur á svona stað. En þarna á eyjunni er kona sem heitir Klara Baldursdóttir og er kennd við Klörubar eða Cosmos. Er hún tengiliður fyrir Borgarsjúkrahúsið í Reykjavík. Án hennar aðstoðar og hennar hjálpsemi hefði þessi ferð ekki verið farin. „Manjana“ heyrir maður oft á Spáni en það er ekki til í hennar orðabók. Hún afgreiðir hlut- ina núna. Við erum Klöru þakklát. Gunnar Guðnason, Erla Jósepsdóttir, Vesturgötu 2, Keflavík. Glæpatíðni vex á Karíbahafi SÚ var tíðin að Karíbahafið var róm- að og viðmót fólks víðast hvar eft- irminnilegt. Sennilega er það þannig enn, á flestum stöðum. Það fylgdu þó alltaf einhverjar viðvaranir til fólks sem kom sem far- þegar á farþegaskipum, eða dvaldi um hríð. Venjulega vissi fólk hvernig var í Kingston á Jamaica, sömuleiðis í Port au Prince á Haítí og fáeinum öðrum stöðum. Nú ber svo við að glæpatíðni hefur aukist undanfarin ár og er svo komið að Trínidad og Tóbagó trónir þar efst á lista og hefur slegið Jamaica við hvað það snertir. Fréttir hafa borist af voðaverkum í Trínidad þar sem 36 líflát skráðust á 28 dögum og er talið að her og lögregla hafi þar átt stóran þátt. Ég hef verið í áraraðir á Kar- íbahafi við vinnu og sem ferðamaður og leyfi mér að róma flesta þá staði sem ég hef haft viðkomu á eða dvalið á misjafnlega lengi. Fátækt er víða ríkjandi, misjafnlega mikil, almennt var kaup innfæddra um 1 dollari á dag fyrir 8 tíma vinnu, hefur þó lagast eitthvað, en atvinnuleysi er mikið. Að mæla með einhverjum sér- stökum stað á Karíbahafi er ansi erf- itt. Þeir sem yrðu fyrir valinu hjá mér væru Antigua, St. Lucia, Dom. Republic, Beguia og Guadeloupe og fleiri mætti nefna. Svanur Jóhannsson. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0–0 b5 6. Bb3 Bb7 7. d3 Bc5 8. Rc3 d6 9. a4 Ra5 10. Ba2 b4 11. Re2 Bc8 12. c3 bxc3 13. bxc3 Bb6 14. Rg3 Be6 15. d4 Bxa2 16. Hxa2 0–0 17. Bg5 exd4 18. Rh5 dxc3 Staðan kom upp í B-flokki Corus- skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi. Undrabarnið norska, hinn 15 ára Magnus Carlsen (2.625) hafði hvítt gegn hinum margreynda ofurst- órmeistara Alexander Beljavsky (2.626). 19. Rh4! Kh8 20. Rf5! og svartur kaus að leggja niður vopnin þar sem eftir t.d. 20. … Hg8 21. Rfxg7 er staða hans gjörtöpuð. Magnus mun tefla á Reykjavík- urskákmótinu sem hefst 6. mars næstkomandi og verður spennandi að sjá hvernig honum muni vegna á því sterka móti. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Alslemma grátin. Norður ♠753 ♥108 A/Allir ♦ÁD532 ♣D108 Suður ♠Á104 ♥ÁKDG93 ♦K1086 ♣– Sjö tíglar er glæsilegur samn- ingur, en suður lét hjartað ráða för og niðurstaðan varð sex hjörtu: Vestur Norður Austur Suður – – 1 spaði Dobl Pass 2 tíglar 2 spaðar 4 hjörtu Pass 5 hjörtu Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Útspilið er spaðatvistur. Það er alltaf hætta á því að tapa einbeitingunni við slíkar aðstæður, því sagnhafi sér um leið og blindur birtist að sjö tíglar eru nánast á borðinu. En þó að það sé sárt að missa alslemmu er enn verra að fara niður á hálfslemmu. Hér er raunveruleg hætta á ferðum, því tígullinn stíflast í 3-1 legunni (nema gosinn sé blankur). Reyndur sagnhafi bíður með að syrgja alslemmuna og einbeitir sér að því að hreinsa tígulstífluna. Norður ♠753 ♥108 ♦ÁD532 ♣D108 Vestur Austur ♠2 ♠KDG986 ♥652 ♥74 ♦G74 ♦9 ♣G96543 ♣ÁK72 Suður ♠Á104 ♥ÁKDG93 ♦K1086 ♣ – Sagnhafi tekur á spaðaás, fer inn í borð á hjartaáttu og spilar laufáttu úr borði. Væntanlega hoppar austur upp með kónginn, sem suður trompar. Hann fer inn í borð á hjartatíu og spilar nú lauf- tíu. Austur setur lítið og suður hendir nú tígli heima. Þá er stíflan hreinsuð og síðar má henda tveim- ur spöðum niður í tígul. Þetta er hættulítið því sagnir og útspil vesturs sanna að spaðinn er 6-1. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is ÞAÐ er ljúft að falla í freistni sem pí- anóunnandi og fara að hlýða á Helgu Bryndísi leika á tónleikum og freist- ingin enn stærri þegar jafnmikið pí- anóstykki er í boði og Fantasían op.17 eftir Schumann. Að venju var innifalinn málsverður lagaður af Ein- ari veitingamanni á Karólínu og hann ásamt Tónlistarfélaginu á Akureyri voru enn að sýna og sanna að þetta tónleikaform hentar ýmsum vel. Fyrir alla sem hrífast af róm- antískri píanótónlist þá er þessi Fant- asía Schumanns eftirsóknarverð. Það er varla hægt að nefna verk sem er dæmigerðara fyrir hið rómantíska flæði tilfinninga og þá miklu viðleitni rómantísku tónskáldanna að orðgera tónana, „ljóð án orða“, og í verki Schumanns eru heimildir sem bein- línis staðfesta það. Tónskáldið ætlaði upphaflega að semja píanósónötu, en fantasían sem úr því varð var samin undir áhrifum ljóðsins Runnarnir eftir þýska ljóð- skáldið Friedrich von Schlegel. Ljóðið var birt í efnisskránni í þýð- ingu Reynis Axelssonar og býr áheyrendur mjög vel undir að sökkva sér dýpra í verkið. Í lokaerindinu segir: „… í litríkum draumi jarðarinnar hljómar einn lág- vær tónn fyrir þann sem hlustar eins- lega“. Þar sem verkið er tileinkað ástinni hans stærstu, henni sem var á þeim tíma í fremstu röð píanóleikara í Þýskalandi, þá er freistandi að vitna í bréf sem Schumann skrifaði 1836 þjáður af óbærilegum en tímabundn- um aðskilnaði. Þar segir m.a. „Ert þú ekki leynilegi tónninn sem hljómar í gegnum verkið? Ég held að svo sé.“ Einnig er í fyrsta þætti vitnað í söngvasveig Beethovens „An die ferne Geliebte“ (Til hinnar heittelsk- uðu í fjarskanum). Það er næsta víst að án tilfinningalegrar nálgunar við Fantasíuna er ekki hægt að birta áheyrandanum þann „litríka draum“ sem í verkið er grafinn, svo ekki sé minnst á að framsögn verksins gerir ofurkröfur til tækni í píanóleik og út- heimtir mikið næmi og breidd í tján- ingu og túlkun. Helgu Bryndísi tókst mjög vel að birta áheyrendum litríkan draum í heillandi vöku. Andstæðurnar sem verkið samanstendur af málaði hún sterkum litum. Í öðrum kafla er geyst áfram og skaphitinn þar gríðarlegur, en ljúfsár stefin aldrei fjarri. Notkun pedals er endalaust um- ræðuefni og í hinum ríka hljómburði fannst mér pedalinn fullmikið not- aður. Í síðasta þættinum þá er það hið ljúfa sönglag sem aftur og aftur ber manni boðin um fegurðina. „Hinn leyndi tónn“ og tónninn hennar Klöru var þráðurinn í flutn- ingi Helgu Bryndísar frá byrjun til loka og hélt verkinu saman sem sann- færandi heild. Í litríkum draumi TÓNLIST Ketilhúsið Helga Bryndís Magnúsdóttir lék Fantasíu í C op.17 eftir Robert Schu- mann. Föstudag, 3. febrúar, kl. 12.15. Einleikstónleikar Morgunblaðið/Golli Helga Bryndís Magnúsdóttir Jón Hlöðver Áskelsson Í RABINAL í Gvate- mala hefur nú tekist að endurvekja forn- an helgileik Mæja- indíána, en leik- urinn var nánast glataður eftir 36 ára borgarastríð í landinu. Leikritið, sem kallast Achi, er talið vera frá því um 1400 og segir frá átökum tveggja konungsvelda í sögu Mæjanna. Sameinuðu þjóð- irnar hafa útnefnt Achi meist- araverk, og telja mannfræðingar að helgileikurinn hafi verið sýndur óslitið, kynslóð af kynslóð allt frá 15. öld. Þar með er Achi elsta þekkta leikverk Ameríku. Grím- urnar eru höfuðatriði í leiknum. Grímur í gömlum leik Reuters BRÖNDUKVÍSL - HÚS Á EINNI HÆÐ Mjög fallegt einlyft einbýlishús í Kvísl- unum í Árbænum með stórri og gróinni lóð. Eignin skiptist í forstofu, snyrtingu, hol, stofu, betri stofu, eld- hús, geymslu, baðherbergi og fjögur herbergi. Milliloft hjá holinu. Garð- urinn er með hellulagðri verönd, heitum potti og sturtuaðstöðu. Garð- urinn er afgirtur með hárri girðingu. V. 48,0 m. 5538 Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.