Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 11 FRÉTTIR RÉTT rúmlega helmingur af hlutabréfaáhættu Landsbanka Ís- lands er í íslenskum hlutabréfum, en bankinn hefur á síðustu misserum einkum fjárfest í erlendum hluta- bréfum fyrir eigin reikning. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Halldórs J. Kristjánsson- ar, bankastjóra Landsbanka Íslands, á kynningarfundi bankans, sem haldinn var fyrir fjárfesta í London í gær í tilefni aðalfundar og útkomu á ársskýrslu bankans. Hann sagði á fundinum að hlutfall erlendrar hlutabréfaeignar bankans hefði hækkað úr um 15% í tæp 50% á einu til tveimur árum. Hlutabréfa- staða bankans, þ.e. hlutabréf hans sem hlutfall af heildareignum, hafi þó ekki breyst og hafi í langan tíma verið um 4%. Þá sé áhættudreifing í rekstri betri nú, en Landsbankinn er nú með rekstur í 12 löndum saman- borið við þrjú lönd fyrir rúmu ári. „Fjárhagsstaða bankans er meðal þess sem best gerist og það ásamt háu eignafjárhlutfalli og góðri áhættudreifingu staðfestir að Landsbankinn stendur vel undir því lánshæfismati sem hann nú hefur.“ Fjölþættar fjármögnunarleiðir Bankastjórar Landsbankans, þeir Halldór og Sigurjón Þ. Árnason, gerðu grein fyrir starfsemi bankans á kynningarfundinum í gær auk þess sem Halldór fór yfir helstu stærðir í efnahagslífinu á Íslandi. Halldór vék í máli sínu á fundinum að nýlegum greiningum erlendra aðila á íslenskum fjármálamarkaði, og sagði að þar hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til ýmissa jákvæðra þátta sem hefðu verið að gerast í ís- lenska fjármálakerfinu. Sumt hafi og verið byggt á misskilningi. Hann sagði það vera rétt sem fram hefði komið, að allir bankarnir á Ís- landi hefðu fjármagnað tiltölulega hátt hlutfall heildarumsvifa sinna með skuldabréfaútgáfu á alþjóðleg- um mörkuðum. „Landsbankinn hefur stöðugt hugað að sem fjölþættustu fjár- mögnunarleiðum og hóf m.a. töku innlána í London fyrir um þremur árum. Nú er svo komið að um 2/3 um- svifa bankans í Bretlandi, þ.e. öll starfsemi Heritable Bank og helm- ingur af útlánum útibús Landsbank- ans í London, eru fjármögnuð með innlánum. Þá hefur bankinn stuðst við verðbréfun, þ.e. sölu eignasafna, sem fjármögnunaraðferð í hluta bresku starfseminnar og mun þessi þáttur verða aukinn verulega og verðbréfun þróuð sem ný stoð fjár- mögnunar.“ Halldór greindi frá því að mikill vöxtur í útlánum Landsbankans að undanförnu hefði í raun aukið gæði útlánasafns bankans mikið. Um 35% af aukningu útlánanna sé til stærstu fyrirtækjanna á Íslandi, um 40% af aukningunni séu til traustra er- lendra aðila og íbúðalán, bæði á Ís- landi og í Bretlandi, standi undir 25% af aukningunni. Útlánavöxtur- inn hafi því verið í mjög öruggum út- lánum. Í stakk búinn til að mæta áföllum Landsbankinn er vel í stakk búinn til að mæta utanaðkomandi áföllum, ef þau skyldu koma upp, að sögn Halldórs. Hann sagði á fundinum að samkvæmt álagsprófi, þar sem gert er ráð fyrir 25% lækkun á hluta- bréfaverði, 20% lækkun á verðgildi fullnustueigna, 7% lækkun á verð- lagningu á skuldabréfum og 25% lækkun á gengi íslensku krónunnar, allt á sama tíma, þá myndi CAD- hlutfall bankans aðeins lækka um 2,5%. Þrátt fyrir þá lækkun myndi hlutfallið engu að síður vera 2,6% yf- ir lögbundnu lágmarki, sem er 8,0%. Þar fyrir utan sé meirihluti við- skiptavina bankans, sem hafa tekið lán í erlendri mynt, með greiðslu- flæði í erlendri mynt. Staða bankans sé því í alla staði mjög góð. Halldór sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, í tilefni af umfjöllun hans um ímynduð óvænt áföll á fund- inum, að ljóst væri að stoðir bankans eru mun styrkari og fjölþættari en áður. Einnig sé mikilvægt að benda á að geta ríkisins til að mæta áföllum og til að styðja atvinnulífið, ef þau yrðu, sé mikil gagnstætt því sem ýmsir erlendir aðilar hafi verið að halda fram. Það stafi m.a. af styrkum stoðum ríkissjóðs og lágri skuldsetn- ingu. Landfræðileg og atvinnugreina þátttaka bankans sé hins vegar það dreifð að hverfandi líkur séu á að á slíkt muni reyna. Engin verðbóla á hlutabréfamarkaði Í umfjöllun sinni um efnahagslífið á Íslandi sagði Halldór að engin merki séu um að verðbóla hafi mynd- ast á íslenskum hlutabréfamarkaði þrátt fyrir að Úrvalsvísitala aðallista Kauphallar Íslands hafi hækkað um tæp 65% á síðasta ári. Í yfirliti sem hann sýndi á fundinum kemur fram að þrátt fyrir að svonefnt V/H-hlut- fall fyrir félögin sem skráð eru í Kauphöllinni sé í efri mörkum, þá sé það þó í megindráttum í samræmi við þetta hlutfallið á hlutabréfamörk- uðum í helstu nágrannalöndum. V/H-hlutfall er hlutfallið á milli markaðsverðs félags og hagnaðar þess. Í erindi Halldórs kom fram að V/H-hlutfallið fyrir félögin í Kaup- höll Íslands sé 15,9. Hlutfallið sé það sama í Svíþjóð en það sé hærra bæði í Finnlandi og á Írlandi, þar sem það er 16,2. Hins vegar sé hlutfallið hærra hér á landi en í Þýskalandi, þar sem það er 14,6, í Frakklandi, 13,7 og í Bretlandi 13,4. Góð arðsemi vakti athygli Sigurjón Þ. Árnason gerði grein fyrir rekstri bankans á kynningar- fundinum í gær og greindi einnig frá því að grunnafkoma bankans hefði styrkst verulega að undanförnu. „Arðsemi af grunnstarfsemi bank- ans fyrir skatt var 23% árið 2004 og 30% árið 2005,“ sagði Sigurjón, en þá er átt við afkomu bankans án geng- ishagnaðar af hlutabréfum og kostn- aðar vegna fjárbindingar í hluta- bréfastöðum. Sigurjón sagði í samtali við Morg- unblaðið að góð arðsemi af grunn- starfsemi bankans hefði vakið mikla athygli meðal fundargesta, sem hefðu verið vel á þriðja hundrað tals- ins. Hann sagði það vera nýtt fyr- irkomulag hjá bankanum að reikna sérstaklega út afkomuna af grunn- starfseminni, þ.e. hagnað án geng- ishagnaðar. Hér eftir verði þessa sérstaklega getið í uppgjörum bank- ans. Erlend hluta- bréfaeign tæp- ur helmingur Morgunblaðið/Sverrir Bankastjórar Landsbanka Íslands, þeir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, fóru yfir stöðu bankans. Bankastjórar Landsbankans fóru yfir stöðu bankans á kynningarfundi fyrir fjárfesta í London í gær ÞRÖSTUR Harðarson hefur starfað í mötu- neytum skóla frá árinu 1998 og haustið 2004 tók hann við nýju mötuneyti í ungl- ingaskólanum Hagaskóla í vesturbæ Reykjavíkur. Hann vann náið með for- manni fræðsluráðs Reykjavíkurborgar og fræðslustjóra í eldhús- og matarmálum á árunum 2001–2003 og hefur sterkar skoð- anir á því hvernig starfsemi skólamöt- uneyta skuli háttað. „Mér finnst að það eigi að þjónusta börn- in eins vel og hægt er og vera með meira en einn rétt í boði hverju sinni,“ segir Þröstur. „Ég held að það sé vandamál að vera bara með einn rétt í boði og fer oft þá leið að vera með tvíréttað og jafnvel þrí- réttað.“ Þröstur þvertekur fyrir að aukinn kostn- aður fylgi þessari þjónustu við börnin og er alveg sama þótt vinnan verði meiri fyrir vikið. Hann segist hafa heimsótt mötuneyti á Keflavíkurflugvelli á síðasta ári og þar hafi verið boðið upp á nokkra rétti og allir fengið eitthvað við sitt hæfi. Verðið ekki aðalástæðan „Matvendni og ofnæmi hafa verið nefnd sem ástæður fyrir því að foreldrar kaupi ekki mat en það eru ekki mjög margir með ofnæmi og ég er sjálfur í persónulegu sam- bandi við þá krakka í mínum skóla,“ segir Þröstur. „Krakkar geta verið mjög mat- vandir en ég held líka að foreldrarnir séu seinir til að skrá þá í mötuneytin. Það get- ur líka verið að þeim sé skammtaður of naumur tími til að borða, þau nenni ekki að hanga í röð eftir matnum o.s.frv. Svo eru þau með peninga á sér og fara mörg bara út í næstu sjoppu. Svo fara sum heim í mat í hádeginu.“ Þröstur segist viss um að verðið sé ekki höfuðástæða þess að nær þriðjungur nem- enda nýtir sér ekki þjónustu mötuneytanna og að mikilvægara sé að reyna að höfða til krakkanna sjálfra svo þau vilji borða heita matinn í skólunum. „Þegar börn eru í fyrsta til sjöunda bekk eru það klárlega foreldrarnir sem ákveða hvort þau eru í mat eða ekki en þegar þau eru í 8. til 10. bekk eru þau sjálfráðari. Þess vegna dettur prósentutalan svona mikið niður. Í Hagaskóla er prósentan 55– 60% þegar mest er og svo geta þau keypt stakar máltíðir hjá mér fyrir pening ef þau dreplangar í það sem er í boði,“ segir Þröstur. „Verðið er ekki ástæðan og fé- lagsþjónustan veitir líka styrki vegna þessa. Ég veit hver réttindi fólksins eru í landinu og það getur hver sem er, ef þann- ig er ástatt fyrir honum, sótt um styrk til að greiða mat eða annað í skólanum. Í Hagaskóla kostar maturinn 270 krónur sem er auðvitað mjög lítið miðað við magn- ið af mat sem krakkarnir fá.“ Þröstur segir ómögulegt að neyða alla til að nýta sér mötuneytin en leggur áherslu á mikilvægi heitrar máltíðar í hádeginu. „Ég held nú að flestir vilji að börnin þeirra borði heitan mat í hádeginu, sér- staklega á unglingastiginu,“ segir hann. „Þetta eru krakkar sem eru að vaxa mikið og margir þeirra eru í miklum og krefj- andi íþróttum og listum. Þeir eru mjög lystugir á allan mat, hvort sem um fisk eða annað er að ræða. Þau fá ábót hjá mér ef þau vilja og þiggja það flest. Þess vegna er ég líka á móti því að það séu búnar til skammtastærðir fyrir þennan aldurshóp.“ Kostnaði við hráefni og laun blandað saman Þröstur segir að ekki megi gleymast að verðið eigi nú einnig að ná yfir hluta af launakostnaði mötuneytisstarfsmanna. „Hagaskóli ákvað að hafa verðið 270 krónur og ég hélt að það ætti að duga fyrir mat en nú á það að duga fyrir launakostn- aði líka að einhverjum hluta. Þetta er fá- ránlegt. Ég vil ekki blanda launum starfs- manna inn í hráefniskostnaðinn,“ segir hann. „Mötuneyti í leikskólum og grunn- skólum eru líka komin undir sama hatt og þetta er allt orðið sami potturinn eftir því sem ég best veit.“ Þröstur leggur mikla áherslu á að börnin borði hollan mat og nefnir að fiskur sé herramannsmatur sem ávallt sé í boði ferskur og góður. „Það var farið í að bjóða út fisk og nú stendur til að bjóða út kjötið líka en ég er á móti því. Ég vil að við séum sjálfráð um það hvar við kaupum og að við kaupum bestu fáanlegu vöruna á hverjum tíma, svo lengi sem við höldum okkur innan pen- ingarammans,“ segir hann. Bjóða þarf upp á fleiri rétti í einu Morgunblaðið/Árni Sæberg Þröstur Harðarson starfar í mötuneyti Hagaskóla og reynir að höfða til sem flestra með matseld sinni. Hann vílar ekki fyrir sér að hafa tvíréttað og jafnvel þríréttað fyrir krakkana. Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.