Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ VINSÆLA hádegistónleikaröðin í Hafnarborg hefur lengst af sérblínt á hina ekki síður vinsælu grein ein- söngslags með píanó, með þýzku óperettuna sem aðalaukabúgrein. Hvað sú grein getur verið fjörug hefur kannski far- ið fram hjá sum- um, en hér stað- festist það svo ekki varð um villzt í seinni laga- þrennu af tveim- ur, þegar tvær blóðheitar lista- konur frá sjálfu kjarnasvæði óperettunnar áttu í hlut. Fyrri þrennan var öll eftir stór- afmælisbarn ársins. Ljóðsönginn Der Zauberer (Ihr Mädchen, flieht, K472) samdi Mozart í maí 1786, sama mánuð og Brúðkaup Fígarós var frumsýnt í Burgtheater, og fylgdu passlega í kjölfarið tvær aríur þaðan, Voi che sapete fyrir buxnahlutverk Cherúbínós og Deh vieni non tardar fyrir súbrettu Súsönnu. E.t.v. var það sumpart fyrir litla upphitun, sumpart fyrir enn ekki fullmótaða óperurödd (maður þorir varla að nefna til viðbótar spengileg- an vöxt) – en miðað við eldfjöruga frammistöðuna í óperettuaríunum á eftir var alltjent eins og söngkonan unga hefði ekki alveg þá raddfyllingu til að bera sem þyrfti í Mozart, þó að andstutt ákefðin hæfði prýðisvel fyrstu ástargrillum unglingsins Cherúbínós í garð greifynjunnar. Úthald og kraftur jukust þó til muna í seinni hlutanum þar sem hin austurríska Katharina Th. Guð- mundsson var greinilega í essinu sínu. Madjörsk munúð ólgaði ómæld í Meine Lippen küssen so heiß eftir Franz [Ferenc] Lehár, og ekki flugu ástríðuminni púsztrar um loft í sí- gaunadillu Roberts Stolz, Spiel auf deiner Geige. Hvað þá úr þrætuþorpi hinnar (með kynningarorðum Anton- íu) „frekar lauslátu“ daðurdrósar í Messze a nagy erdö (Hör ich Cym- bal[cimbalom?]klänge) eftir Lehár, er sungið var á óaðfinnanlegri ung- versku. Þessi eldheitu lög frá balkönsku sléttunni gáfu glimrandi tækifæri til að tjalda dreyraystandi toppnótum, og náði hæst í síðasta laginu á smell- andi háu d’’’ eða því sem næst. Spillti fráleitt fyrir glaðkímið fas söngkon- unnar og tápmeiri sviðsútgeislun en lengi hefur sézt hér síðan Manúela Wiesler skartaði sinni flottustu flautufimi. Heitar undirtektir áheyrenda köll- uðu auðvitað á aukalag – Mein Herr Marquis (Hláturvalsinn) úr Leð- urblöku Joh. Strauss yngri, er borið var fram með viðeigandi ertniglans- andi glensi. Antonía Hevesí var sömuleiðis í fínu formi við slaghörp- una, og tendraði samstillt framlag þeirra stallna hlustendum kær- komna upplífgun úr grámósku mið- vetrar. Tælandi söngleikssúbretta TÓNLIST Hafnarborg Söngverk eftir Mozart, Lehár og Stolz. Katharina Th. Guðmundsson sópran, Ant- onía Hevesi píanó. Fimmtudaginn 2. febr- úar kl. 12. Hádegistónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Katharina Th. Guðmundsson Stóra svið SALKA VALKA Fi 16/2 kl. 20 SÍÐASTA SÝNING!. WOYZECK AUKASÝNINGAR Lau 11/2 kl. 20 Su 12/2 kl. 20 Fö 17/2 kl. 20 Lau 18/2 kl. 20 KALLI Á ÞAKINU SÍÐUSTU AUKASÝNINGAR UM PÁSKANA! CARMEN Fö 10/2 kl. 20S Su 19/2 kl. 20 Lau 25/2 kl. 20 UPPS. Fö 3/3 kl. 20 Lau 11/3 kl. 20 Su 12/3 kl. 20 RONJA RÆNINGJADÓTTIR Lau 11/2 kl. 14 FORSÝNING UPPSELT Su 12/2 kl. 14 FRUMSÝNING UPPSELT Lau 18/2 kl. 14 Su 19/2 kl. 14 Lau 26/2 kl. 14 Lau 4/3 kl. 14 Su 5/3 kl. 14 Lau 11/3 kl. 14 Nýja svið / Litla svið MANNTAFL Mi 22/2 kl. 20 AUKASÝNING ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 16/2 kl. 20 UPPS. Fö 17/2 kl. 20 UPPS. Lau 25/2 kl. 20 UPPS. Su 26/2 kl. 20 BELGÍSKA KONGÓ Fi 9/2 kl. 20 UPPS. Fö 10/2 kl. 20 UPPS. Lau 11/2 kl. 20 UPPS. Lau 18/2 kl. 20 Su 19/2 kl. 20 Fi 23/2 kl. 20 Fö 24/2 kl. 20 Lau 4/3 kl. 40 GLÆPUR GEGN DISKÓINU Su 12/2 kl. 20 Mi 1/3 kl. 20 NAGLINN Lau 11/2 kl. 20 UPPS. Su 12/2 kl. 20 Su 19/2 kl. 20 UPPS. Lau 25/2 kl. 20 HUNGUR FORSÝNINGAR, MIÐAV. 1.200- Kr. Þr 14/2 kl. 20 Mi 15/2 kl. 20 Fi 16/2 kl. 20 Fö 17/2 kl. 20 Lau 18/2 FRUMSÝNING UPPSELT Sýnt á NASA við Austurvöll Fimmtudagur 9. febrúar Örfá sæti laus Föstudagur 10. febrúar Sjallinn Akureyri Föstudagur 17. febrúar Sæti laus Föstudagur 24. febrúar Sæti laus Laugardagur 25. febrúar Sæti laus Húsið opnar kl. 20:00 - Sýningar hefjast kl. 20:30 Miðasala í verslunum Skífunnar, www.midi.is og í síma: 575 1550                                      ! "        #    $  #   %  &   # $  #    ' $  # (   # $  #  (   #) $  # ***     +                              ! "# $ %&  '&  ( )    *  &)+,)+-     & ! # #) MIÐASALA Í SÍMA 4 600 200 MIÐASALA LA ER OPIN FRÁ KL. 13-17 W.LEIKFELAWW G.IS ALA@LEIKFELAGMIDAS .IS Fullkomið brúðkaup Fös. 10. feb. kl. 20 Örfá sæti laus Fös. 10. feb. kl. 23 AUKASÝNING Lau. 11. feb. kl. 19 Örfá sæti laus Lau. 11. feb. kl. 22 AUKASÝNING Fös. 17. feb kl. 19 AUKASÝNING Lau. 17. feb kl. 22 AUKASÝNING Lau. 18. feb kl. 20 UPPSELT Lau. 18. feb kl. 22 UPPSELT - Síðasta sýning! Miðasala opin allan sólarhringinn á netinu. Maríubjallan Mið. 15. feb. kl. 20 FORSÝNING Fim. 16. feb. kl. 20 FRUMSÝNING - UPPSELT Sun. 19. feb. kl. 20 2.kortas Fim. 23. feb kl. 20 3.kortas Fös. 24. feb. kl. 19 4.kortas Lau. 25. feb. kl. 19 5.kortas Lau. 25. feb. kl. 22 AUKASÝNING Fim. 2. mars kl. 20 6.kortas 3/3, 4/4, 10/4, 11/4, 17/4, 18/4 Brúð- kaupið kveður! Ný íslensk tónlist og ungir einleikarar Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikarar ::: Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Örn Magnússon Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einleikarar ::: Júlía Mogensen Jóhann Már Nardeau Gunnhildur Daðadóttir Guðný Jónasdóttir Haraldur Vignir Sveinbjörnsson ::: Sjö byltur svefnleysingjans Þorkell Sigurbjörnsson ::: Þrenjar Eiríkur Árni Sigtryggsson ::: Stjöstirni Þorsteinn Hauksson ::: Sinfónía eitt FIMMTUDAGINN 9. FEBRÚAR KL. 19.30 myrkir músikdagar í háskólabíói LAUGARDAGINN 11. FEBRÚAR KL. 17.00 ungir einleikarar í háskólabíói SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Camille Saint-Säens ::: Sellókonsert nr. 1 Johann Nepomuk Hummel ::: Trompetkonsert Alexander Glazúnov ::: Fiðlukonsert í a-moll, op. 82 Edward Elgar ::: Sellókonsert í e-moll, op. 85 Sinfóníuhljómsveit Íslands býður þér nú afar góðan og spennandi kost: Þú greiðir fyrir eina tónleika en færð miða á tvenna. Þannig gefst þér bæði kostur á að hlusta á verk íslenskra tónskálda á Myrkum músíkdögum og heyra unga einleikara þreyta frumraun sína með hljómsveitinni. NÚ stendur yfir í Þjóðarbókhlöðu sýning á ýmsum útgáfum af Pass- íusálmum Hallgríms Péturssonar, allt frá eiginhandaruppskrift skáldsins frá 1659. Árið 1877 var keypt til Lands- bókasafns mikið handritasafn í eigu Jóns Sigurðssonar, og var það af- hent að honum látnum á árunum eftir 1879. Í safni Jóns var að finna það handrit sem hefur verið talið einn mesti dýr- gripur safnsins og jafnframt þessarar þjóðar frá síðari öldum, eiginhandarrit séra Hallgríms Péturssonar af Pass- íusálmunum með ártalinu 1659. Þjóðin lærði snemma að meta Passíusálmana. Voru þeir fyrst prentaðir árið 1666, og reyndar tvisvar á meðan Hallgrímur lifði, en alls 5 sinnum á 17. öld. Á 18. öld komu síðan út 16 útgáfur og á 19. öld 19 útgáfur, en samtals eru þær nú orðnar 83 að tölu – það er heild- arútgáfur sálmanna. Eru þetta margfalt fleiri útgáfur en komið hafa út af nokkurri annarri bók hér á landi. Þrátt fyrir svo margar útgáfur Passíusálmanna og sjálfsagt margar í tiltölulega stóru upplagi, miðað við sinn tíma, er frá því að segja að einnig eru varðveittar yfir 30 upp- skriftir eða handrit af sálmunum eftir hinum prentuðu bókum, sem flestöll eru rituð af ónafngreindum mönnum. Er þetta margfalt met – ef svo má að orði komast – þótt fleiri dæmi séu um uppskriftir á prentuðu efni – og undirstrikar enn og aftur ást þessarar þjóðar á sálmunum. Margar uppskriftanna eru óvenju fallegar, með stafaskreytingum sem lýsa alúð skrifaranna við viðfangs- efni sitt. Sýningin stendur til 30. apríl. Passíusálmarnir í Þjóðarbókhlöðu Hallgrímur Pétursson Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.