Morgunblaðið - 07.02.2006, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 07.02.2006, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF SBV bo›a til hádegisver›arfundar fimmtudaginn 9. febrúar kl. 12.00 – 13.30 í Skipagötu 14, Akureyri. Sta›a íslensks fjármálamarka›ar í evrópsku samhengi Ræ›umenn: Hrei›ar Már Sigur›sson, forma›ur stjórnar SBV mun fjalla um stö›u íslensks fjármálamarka›ar. Manfred Weber, framkvæmdastjóri fl‡sku bankasamtakanna mun fjalla um fjármálamarka›inn í fi‡skalandi, stö›u og framtí› evrópsks fjármálamarka›ar og mikilvægi skilvirkra leikreglna á EES svæ›inu. Fundarstjóri: Gu›jón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SBV Fundarsta›ur og fundargjald: Veitingahúsi› Striki›, Skipagötu 14, Akureyri b‡›ur upp á hádegisver› a› hætti hússins á kr. 1.500,- Teki› er á móti skráningum á fundinn í síma 460 4700 E in n t v e ir o g þ r ír 39 1. 0 0 0 Fréttir í tölvupósti AFKOMA leikfangaverslanakeðj- unnar Hamleys í Bretlandi var nei- kvæð um 3,6 milljónir punda, 400 milljónir króna, yfir tólf mánuði fram að 26. mars á síðasta ári. Frá þessu er greint í breska blaðinu The Sunday Times um helgina en þar segir jafn- framt að Baugur, sem er eigandi Hamleys, hafi lánað félaginu 3 millj- ónir punda. Upplýsingarnar mun blaðið hafa frá Corporal, móðurfélagi Hamleys. Í blaðinu er það sagt áhyggjuefni að fyrirtæki á borð við Hamleys, sem er í eigu einkahlutafélags, Baugs, skuli skila svo lélegri afkomu. „Þetta vekur frekari áhyggjur vegna fjárhagslegs styrks félaga sem hafa einkahlutafélög sem bakhjarla enda eru þessi félög oft mjög skuld- sett. Á síðustu fimm árum hafa hundruð fyrirtækja verið keypt af einkahlutafélögum og fimmtungur mannafla á vinnumarkaði í einkageir- anum starfar nú hjá fyrirtækjum sem eru í eigu einkahlutafélaga,“ segir enn fremur í The Sunday Tim- es. „Það er mjög auðvelt að komast að rangri niðurstöðu við lestur reikn- inga óskráðra félaga sem nýlega hafa gengið í gegnum yfirtöku. Eins og gjarnan er með slíkar yfirtökur, þá er stórum hluta hlutafjár fjárfest sem vaxtaberandi hluthafalánum og því fjármagnskostnaður hærri en ella. Þar að auki er um að ræða afskriftir óefnislegra eigna þannig að reiknuð niðurstaða verður talsvert frábrugð- in raunverulegu sjóðsstreymi sem er sá mælikvarði sem bankar og hlut- hafar hafa meiri áhuga á,“ segir Gunnar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri fjárfestinga Baugs í Bretlandi þegar Morgunblaðið innti hann eftir viðbrögðum við málinu í gær. Afkoma Hamleys neikvæð um 400 milljónir króna Morgunblaðið/Jónas Erlendsson DAGSBRÚN hf. hefur skrifað undir samning um kaup á öllu hlutafé Senu, með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda, að því er segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Sena er hluti af Degi Group og með kaupunum fylgir tónlistarút- gáfa, umboð fyrir tölvuleiki, tónlist og kvikmyndir, bíórekstur, hljóðver, tónlistarveitan tónlist.is og allur annar rekstur Dags Group sem heyrir undir afþreyingarsvið. Greitt verður fyrir kaupin annars vegar með 1.600 milljónum króna í reiðufé og hins vegar með hlutafé í Dagsbrún að nafnvirði um 267 millj- ónir króna. Í tilkynningunni segir að verði gengi Dagsbrúnar hærra en 7,5 í lok árs 2006 verði ekki um frek- ari greiðslur að ræða. Verði gengi Dagsbrúnar lægra en 7,5 kemur til viðbótargreiðslu sem getur þó aldrei orðið hærri en 400 milljónir króna og lækkar hlutfallslega frá genginu 6. Áætluð velta Senu á árinu 2006 er 2.650 til 2.850 milljónir króna. Dagsbrún kaupir Senu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.