Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 18
Nokkur fyrirtæki úr söluskrá Erum með óvenjulega góða söluskrá og mörg góð fyrirtæki til sölu. Eins og flestir vita erum við langelsta fyrirtækjasala landsins. Hér kemur smá sýnishorn úr söluskrá okkar. 1. Glæsilegt kaffihús í miðbæ Reykjavíkur. 2. Einn glæsilegasti matsölustaður borgarinnar. 3. Stór söluturn, tvær bílalúgur, mikil sala. 4. Sérverslun með kvenfatnað á Laugaveginum. 5. Lítil bílaleiga á besta stað. 6. Flott fataverslun í Kringlunni. 7. Hverfisveitingastaður með grill- og heimilismat. 8. Byggingaverktaki fyrir sumarhús. 9. Ein þekktasta ísbúðin í borginni. 10. Vinsæll tölvuskóli, mikið bókað fyrirfram. 11. Gamalgróin myndbandaleiga. Þetta er aðeins smá sýnishorn. Allir velkomnir til okkar. Upplýsingar veittar á skrifstofunni ekki í síma eða á netinu. Skráin á netinu: www.fyrirtaeki.is Lögg. fasteignasali: Bergur Guðnason hdl. Elsta fyrirtækjasalan á landinu. Skagaströnd | Í veðurblíðunni að undanförnu hefur verið unn- ið af fullum krafti við smíði nýju heilsugæslunnar. Það þykja nokkur tíðindi á Skagaströnd að hægt sé að steypa plötu 3. febrúar í algjöru snjóleysi og 4 stiga hita þegar venjan er að allt sé á kafi í snjó með tölu- verðu frosti. Helgi Gunnarsson, verktaki við byggingu heilsugæslunnar, fagnar góðri tíð og segir að hún skipti sköpum fyrir framgang verksins. Húsið sem á að reisa á sökklana og plötuna, sem nú er verið að steypa, er timb- urhús og er búið að smíða út- veggina í hlutum. Veggina og sperrurnar hefur Helgi látið smíða inni á verkstæði sínu og verður þeim síðan komið fyrir á sínum stað þegar óhætt er að fara að vinna á plötunni. „Í svona fínu sumarveðri er hægt að gera hvað sem er og þess vegna er verkið nú þegar komið töluvert á undan áætl- un,“ sagði Helgi Gunnarsson verktaki við fréttaritara. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Steypuvinna á þorra Vorveðrið Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Margrét Þóra Þórs- dóttir, maggath@mbl.is, 669-1117 og Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmunds- dóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi- @mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi (HSB) sem flestir kalla Héraðshælið fagnar um þessar mundir 50 ára afmæli sínu. Þessi stofnun hefur undangengin 50 ár verið mik- ilvægur hornsteinn í samfélaginu og bygg- ing sú sem starfsemina hýsir hefur sett mikinn svip á Blönduós. Nokkuð er ég viss um að ef spurt yrði um hvað helst kæmi upp í hugann þegar ekið væri gegnum Blönduós myndu margir nefna sjúkrahúsið næst á eftir eða undan Blönduóslöggunni. Þeir sem vilja kynna sér sögu þessarar ágætu stofnunar geta litið inn á vefinn hsb.is.    Þorrinn er í hámarki og líður ekki helgi án þorrablóta. Þessar skemmtanir eru oftast átthagatengdar og þeirrar gerðar að þar koma saman allir aldurshópar og skemmta sér. Í flestum tilvikum er lögð mikil vinna í þessar skemmtanir og árið gert upp í spé- spegli og fá sumir það þvegið en aðrir óþvegið og því óþvegnara sem það er, því betra og sá sem fyrir barðinu verður oftast sáttur við sinn hlut. Ekki skemmir mat- urinn sem fram er borinn, súrt sælgæti, pungar og sviðasultan sem Sölufélag A- Hún. er landsþekkt fyrir.    Ekki er hægt að ganga fram hjá um- ræðunni um hálendisveg þegar bæjarlíf á Blönduósi er kannað. Bæjaryfirvöld eru al- farið á móti þeirri hugmynd og hafa op- inberað það. En engin hugmynd er svo gal- in að ekki megi skoða hana þó ekki væri nema með öðru auganu. Það er öllum hollt að skoða nýjar hugmyndir og kanna sem nú er svo vinsælt að segja „ógnanir og tæki- færi“ Ef Blönduósingar skella skollaeyrum í þessari umræðu er hætt við að við verðum ekki hafðir með í ráðum ef ráðist verður í þessa framkvæmd.    Veðrið sem af er Þorra hefur leikið við Húnvetninga og jafnast fullkomlega á við síðastliðna haustmánuði. Þeir sem rölta um í blíðunni á bökkum Blöndu sér til gleði og heilsbótar geta alltaf átt von á því að rekast á rjúpur á vappi eða þá að selir sýni listir sínar og hika þeir ekki við að synda allt upp undir Blöndubrú svo sem flestir fái að njóta nærveru þeirra. Fleiri fugla en rjúpur má sjá og hefur stokkandafjöldinn á ánni sjald- an verið eins mikill og í vetur. Blanda, bakkarnir og ósinn eru eins og sjálskap- aður húsdýragarður jaft sumar sem vetur. Úr bæjarlífinu BLÖNDUÓS EFTIR JÓN SIGURÐSSON FRÉTTARITARA hafa nú aðeins að athvarfi hálfbráðnaðar víðáttur vegna hlýinda. Og hvað er þá annað til ráða, til að ná smávegis „fjalla- og Nú er hlýtt í veðriaustanlands. Berþá svo við að þau jeppatröll sem hafa verið á snjóþungum fjöllum torfærufílingi“ en að þeysa upp í næsta skafl og ímynda sér að maður sé komin í heljarinnar ófærur? Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Jeppatröll á smáfjalli Þorrablót Fóst-bræðra var haldiðum helgina og er jafnan mikið í lagt. Birgir Ísleifur Gunnarsson mætti í 33. skipti. Stefán Már Halldórsson orti: Óvenju mikil er Fóstbræðra fórn og flestir því vilja helst gleyma, að Birgir er horfinn úr bankastjórn og blýantinn nagar nú heima. Fóstbræður buðu Þresti Ólafssyni, fram- kvæmdastjóra Sinfóníu- hljómsveitar Íslands á há- tíðina. Þá rifjaðist upp að Fóstbræðrum var ekki boðið á tónleikana með Bryn Terfel, stórsöngvar- anum frá Wales. Stefán sendi Þresti þessa kveðju: Við töldum þig vera okkar vin, og víst er að margur bróðir því fagnar, var okkur þó ekki boðið á Bryn en boðskortin send á Ólaf Ragnar. Af Fóstbræðrum pebl@mb..is Selfoss | Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur samþykkt að skora á samgönguráðherra og Alþingi að gera ráð fyrir varanlegum endurbótum á leið- inni milli Selfoss og Reykjavíkur við end- urskoðun tólf ára samgönguáætlunar sem fram fer á þessu ári. Vill stjórnin að þeim verði lokið á næstu þremur árum. Jafnframt hefur stjórnin samþykkt að boða til opins fundar með samgönguráð- herra um málið 16. febrúar næstkom- andi. Fram kemur í ályktun SASS að í ljósi mikillar aukningar umferðar á síðustu árum leggi hún áherslu á að byggður verði fjögurra akreina vegur alla leiðina. Þá er einnig lögð áhersla á að byggð verði ný brú á Ölfusá ofan við Selfoss. „Markmið með þessum framkvæmdum er að vegtenging við höfuðborgarsvæðið verði þannig að hún anni þeirri umferð sem er til staðar og þeirri auknu umferð sem án efa verður á næstu árum, að um- ferðaröryggi aukist verulega og að sam- keppnishæfni Suðurlands við önnur vaxt- arsvæði í nágrenni höfuðborgarinnar verði tryggð,“ segir í ályktuninni. Fjögurra akreina vegur alla leið Vestmannaeyjar | Sofnað hefur verið Fé- lag óháðra borgara í Vestmannaeyjum. Það stefnir að því að bjóða fram í kosning- unum í vor, að því er fram kemur á sud- urland.is. Markmið félagsins er að berjast fyrir betra og öflugra samfélagi í Vestmanna- eyjum. Einn aðalhvatamaður að stofnun félagsins er Sigurjón Haraldsson, fyrrum forstöðumaður Nýsköpunarstofu í Eyjum, og er hann í stjórn félagsins. Óháðir hyggjast bjóða fram ♦♦♦ Skagafjörður | Stjórn Eignasjóðs Sveitar- félagsins Skagafjarðar hefur samþykkt að selja húsakynni Steinsstaðaskóla í fyrrum Lýtingsstaðahreppi fyrir 22 milljónir króna. Auk skólahússins er selt aðstöðuhús í landi Laugabóls. Kaupandi eignanna er ferðaþjónusta Steinsstaðaskóla, en ferðaþjónustan hafði haft eignirnar á leigu frá í júlí 2004. Kemur þetta fram á fréttavefnum skaga- fjordur.com. Gengið frá sölu Steinsstaðaskóla ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.