Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stakkavíkur- menn óhressir með hugsanlegt kvótaþak Úr verinu á morgun ÚR VERINU NÝR hafnarbakki við Grundartangahöfn var formlega vígður í lok síðustu viku. Á þessu ári verður unnið að ýmsum frágangs- málum á svæðinu, bakland bakka verður aukið og aðstaða og búnaður varðandi sigl- ingavernd og lokun svæðis verða bætt. Við upphaf framkvæmda var það hafn- arstjórn Grundartangahafnar sem stýrði verki og fjármagnaði framkvæmdir, en með stofnum Faxaflóahafna sf. í lok árs 2004 þar sem Reykjavíkurhöfn, Akraneshöfn, Grundartangahöfn og Borgarneshöfn sam- einuðust tóku Faxaflóahafnir við verkinu, stýrðu framgangi og allri fjármögnun þess. Verkið hófst í maí 2004 með því að hafist var handa við fyllingar í sjó undir varn- argarða. Keyrðir voru síðan fram grjótgarðar og athafnasvæðið afmarkað. Stálþil til bakka- gerðar var boðið út og síðan fest kaup á þili um leið og útboð bakkagerðar fór fram. Bygging hafnarbakkans hófst síðan í byrj- un árs 2005 og lauk henni um síðustu ára- mót með því að bakkinn var malbikaður. Unnið er að ýmsum frágangsmálum við bakka og landrými við hann stækkað sam- hliða því að full notkun hans hefst í byrjun árs 2006. Að þessu verki hefur komið fjöldi aðila; ráðgjafar, verktakar og þjónustuaðilar. Hér er um mikið hafnargerðarverk að ræða og má nefna að heildarmagn fylling- arefnis sem til byggingar bakka og gerðar baklands hans fer er um 480.000 rúmmetr- ar. Heildarkostnaður við byggingu bakkans er nú orðinn um 500 milljónir króna og mun verða um 580 milljónir við lok framkvæmda við frágang bakka um mitt ár 2006. Allur kostnaður við þessar framkvæmdir hefur verið fjármagnaður af hafnarsjóði án rík- isframlaga, enda er það hlutverk Faxaflóa- hafna sf. samkvæmt hafnarlögum að byggja og reka hafnir á samkeppnisgrundvelli. Segja má að allar kostnaðar- og tíma- áætlanir hafi staðist í þessu verki og bakk- inn nú tilbúinn til notkunar um leið og flutningar aukast með aukinni framleiðslu Norðuráls, sem miðað er við að hefjist nú um miðjan febrúar. Nýr viðlegukantur er 250 metrar og burðargeta hans er 6 tonn á fermetra. Breidd landfyllingar er 40 metrar, þar af 30 metrar með bundnu slitlagi. Nýi hafn- arbakkinn er því um 10.000 fermetrar og með því baklandi bakkans sem nú er unnið að verður svæðið allt um 20.000 fermetrar. Dýpt við bakkann er 14 metrar og er þetta tvöföldun á langkanti hafnarinnar sem þá verður í heild 500 metrar. Nýr hafnarbakki vígður á Grundartanga Klippt á borðann Árni Þór Sigurðsson, fomaður stjórnar Faxaflóahafna, og Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri hafnanna, vígja nýja hafnarbakkann á Grundartanga á föstudaginn. Í KJÖLFAR stóraukins innflutn- ings Íslendinga á bifreiðum frá Bandaríkjunum á undanförnum ár- um hefur þeim tilvikum fjölgað ört þar sem erfiðlega gengur að færa barnabílstóla á milli bifreiða heim- ilisins. Að sögn Herdísar Storgaard, verkefnisstjóra hjá Lýðheilsustöð, fær hún talsvert af símhringingum frá fólki sem ekki tekst að festa barnabílstóla keypta hér á landi í bifreiðar fluttar inn frá Bandaríkj- unum og einnig að erfiðlega, eða alls ekki, að festa barnabílstóla frá Bandaríkjunum í bíla framleidda fyrir evrópskan markað. Vekur það spurningar um öryggi barna í bílum í umferðinni. „Í reglugerð um gerð og búnað bifreiða stendur að leyfilegt sé að flytja inn til landsins evrópska barnabílstóla, merkta ECER4403, og einnig FMVSS og CMVSS sem eru öryggisstaðlar fyrir Bandaríkin og Kanada. Ísland er eina landið sem heimilar þetta í reglugerðum í dag svo vitað sé. Árið 1995 varð breyting á ECER44-reglunum. Ástæðurnar fyrir þessum breyting- um voru að niðurstöður evrópskra rannsókna á bílslysum sýndu fram á að hægt væri að fækka alvarlegum áverkum í kviðarholi fullorðinna ef lítilvæg breyting ætti sér stað á staðsetningu neðri hluta bílbeltisins, var staðsetningu bílbelta breytt í Evrópu,“ segir Herdís og bætir við að einnig hafi þurft að breyta ECER44-reglunum um öryggisbún- að fyrir börn í bílum, m.a. urðu breytingarnar vegna þess að bílbelti eru notuð til að festa bílstólana. Þáverandi búnaður, sem notaður var fyrir árið 1995, var merktur ECER4402 en eftir að reglunum var breytt varð merkingin ECER4403. Í kjölfarið þurfti m.a. að breyta hönn- uninni á barnabílstólum og því getur verið ótryggt að nota bílstóla sem framleiddir eru fyrir 1995. Bílbelti voru ekki færð til í bifreið- um frá Bandaríkjunum og því er nauðsynlegt að athuga að kaupa réttan barnabílstól fyrir rétta gerð bíla. „Við vitum ekki hversu hættu- legt það er að nota bandaríska stóla í bíl sem framleiddur er fyrir evr- ópskan markað þar sem ekki hefur reynt á það. En við viljum ekki bíða eftir því að slysin gerist,“ segir Her- dís. Hún segir upplýsingar um þessi mál ekki nægilega aðgengilegar fyr- ir almenning og oft verið spurð ráða, til að mynda um hugsanlegar afleið- ingar þess að nota bandaríska barnabílstóla í evrópska bíla. Hún leitaði því sjálf svara og fékk hjá David Burley, sem var yfirverkfræð- ingur hjá einu stærsta fyrirtæki heims í framleiðslu öryggisbúnaðar fyrir börn í bílum, hann átti einnig sæti í ECE-nefnd sem fjallaði sér- staklega um öryggi barna í bílum. Burley benti á að engar upplýs- ingar væru til um slíka notkun en mælti eindregið gegn því að notaðir væru aðrir barnabílstólar en mælt væri með í viðkomandi bifreiðar. Takmarkaðar upplýsingar um fjölda bandarískra bílstóla Herdís segist vita mörg dæmi þess að illa gangi að festa evrópska barnabílstóla í bifreiðar fluttar eru inn frá Bandaríkjunum, og öfugt, ekki síst vegna þess að í bandarísk- um bílum er sérstakur búnaður til að festa stólana sem ekki er í evrópsk- um bílum. Þá segir hún öryggiskröf- ur barnabílstóla einnig vera mis- munandi, eftir því hvort þeir eru framleiddir í Bandaríkjunum eða Evrópu. Mun strangari reglur gilda í Evrópu um prófanir á öryggisbún- aði áður en stólarnir fara í sölu en í Bandaríkjunum. Afleiðingin er sú að mun oftar sjást innkallanir á hluta af öryggisbúnaði eða öllum öryggis- búnaðinum í Bandaríkjunum. Upp- lýsingar um barnabílstóla, sem hafa verið innkallaðir, eru hins vegar ekki vel aðgengilegar, þar sem aðeins eru ECER4403 stólar seldir hér á landi. Alvarlegt er hve litlar upplýs- ingar er að fá um stólana „Undirstaðan er sú að fólk á bílum keyptum hér á landi noti ECER- merkta stóla, sem eru þeir stólar sem eingöngu fást hér á landi, en ef fólk er á innfluttum bíl frá Banda- ríkjunum þá er mikilvægt að stóllinn komi einnig þaðan,“ segir Herdís og bendir á að mjög alvarlegt er hversu litlar upplýsingar eru um fjölda bandarískra stólar sem í notkun eru hér á landi. Frekari upplýsinga um barnabíl- stóla er hægt að finna hjá Umferð- arstofu og Lýðheilsustöð en í und- irbúningi er að hafa allar þessar upplýsingar aðgengilegri fyrir al- menning. Óvissa um öryggi bandarískra barnabílstóla sem notaðir eru í bifreiðar framleiddar fyrir Evrópumarkað Ekki sömu öryggis- staðlar sem gilda Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Eftir Andra Karl andri@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.