Morgunblaðið - 07.02.2006, Síða 19

Morgunblaðið - 07.02.2006, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 19 MINNSTAÐUR Stækkun skóla | Ljúka á við hönnun Grunnskólans á Egils- stöðum, bjóða stækkun út og ljúka verkinu innan tveggja ára skv. til- lögum fasteigna- og þjónustu- nefndar Fljótsdalshéraðs í fyrri viku. Nefndin telur að öll stoðrými sem eru í grunnskólum almennt verði að vera til staðar í nýrri við- bygginu við grunnskóla, svo sem sal- ur, eldhús og mötuneyti, ásamt full- búnum sérgreinastofum. Nefndin leggur til að tónlistarskóla verði fundinn staður innan nýrrar við- byggingar skólans, en með því móti megi stuðla að samfelldum skóladegi barna með þátttöku í tómstunda- starfi. Í drögum af þarfagreiningu vegna tónlistarskóla er gert ráð fyr- ir 500–600 fermetra rými fyrir skól- ann. Þá er lagt til að lokið verði við stækkun leikskólans Skógarlands fyrir árslok 2008, en nefndin bendir þó á að mikilvægt sé að endurskoða áætlanir um stækkun með tilliti til íbúaþróunar á tímabilinu. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Grunnskólinn á Egilsstöðum. AUSTURLAND Egilsstaðir | Halldór Grönvold, að- stoðarframkvæmdastjóri Alþýðu- sambands Íslands, segir stéttar- félög vera að færast yfir í að verða þekkingarfyrirtæki, þar sem starfs- menntamál njóti sérstakrar athygli. Þetta kom fram á málþingi sem AFL, starfsgreinafélag Austur- lands hélt á dögunum fyrir fé- lagsmenn sína í umönnunarstörfum. „Ég tel framtíðarsýn verkalýðs- hreyfingarinnar vera samfélag einnar stéttar menntaðra manna; kvenna og karla, sem byggir á lýð- ræði, frumkvæði og virðingu fyrir einstaklingnum, góðum störfum, jöfnuði og velferð fyrir alla“ sagði Halldór. „Ég trúi því að verkalýðs- hreyfingin sé eini aðilinn í samfélag- inu sem er líklegur til að ná þessum árangri. Hún byggir þrátt fyrir allt enn á hugsjónum. Stéttarfélögin eru þó líka að verða þekkingarfyr- irtæki þar sem starfsmenntamálin eru sett á oddinn. Þau eiga auðvitað að vera aðili sem getur aðstoðað fé- lagsmenn við að ná réttindum sín- um og aðstoðað gagnvart fyrirtækj- unum, en líka og ekki síður í lífinu sjálfu.“ Að sögn Halldórs hefur áhersla á sí- og endurmenntun starfsfólks m.a. orðið fyrir tilverknað verka- lýðshreyfingarinnar og hún þurfi nú að breyta sjálfri sér þannig að hún geti fylgt þeirri þróun eftir. Stéttarfélög verða þekkingarfyrirtæki Á STJÓRNARFUNDI Sambands sveitarfélaga á Austurlandi nýlega voru málefni innflytjenda til sér- stakrar umræðu. Á aðalfundi SSA 2005, þar sem kynnt var könnun Félagsvísindastofnunar H.Í. um Viðhorf innflytjenda á Austurlandi og Vestfjörðum, var samþykkt að þörf væri á víðtæku átaki til að efla íslenskukennslu og kennslu um ís- lenskt samfélag fyrir innflytjendur á Austurlandi. „Brýnt er að fræðsla af þessu tagi sé forgangsverkefni þannig að allir innflytjendur fái haldgóða fræðslu um tungumál og samfélag,“ segir í niðurlagi samþykktarinnar. Stjórn SSA hefur nú óskað eftir því við þrjú stærstu sveitarfélögin á Austurlandi, þar sem flestir inn- flytjendur búa, að þau tilnefni einn fulltrúa hver í samstarfshóp. Hon- um er ætlað að koma með tillögur um hvernig best verði náð þeim markmiðum sem fram koma í sam- þykkt aðalfundar. Þar sem málefni innflytjenda er samstarfsverkefni fjölda aðila, s.s sveitarfélaga, ríkis, atvinnurek- enda, verkalýðsfélaga ofl., mun starfshópurinn óska eftir samstarfi við fulltrúa þessara aðila. Fjöl- menningarsetrið á Vestfjörðum sem hefur verið í samstarfi við SSA hefur lýst yfir áhuga á verkefninu. Starfshópnum er ætlað að skila til- lögum sínum til aðalfundar SSA 2006. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fjölþjóðasamfélag Samband sveitarfélaga á Austurlandi vill að vel sé hugað að málefnum innflytjenda í fjórðungnum, ekki síst íslenskukennslu. SSA telur þörf á meiri íslenskukennslu Egilsstaðir | Viðar Örn Hafsteinsson hefur verið kosinn íþrótta- maður Hattar 2005. Hann var einn máttar- stólpa meistarflokks- liðs Hattar í körfu- knattleik á liðnu ári er liðið vann sig upp í úr- valsdeild. Hann var valinn í landslið Íslands í körfubolta 20 ára og lék í Evrópukeppni sl. sumar í Búlgaríu og þótti standa sig frá- bærlega. Viðar Örn er um þessar mundir einn stigahæsti íslenski leik- maðurinn í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik, en hann hefur leikið með Hetti í deildinni frá því sl. haust. Ljósmynd/Höttur Viðar Örn Hafsteinsson, hinn knái körfu- boltamaður, er íþróttamaður Hattar 2005. Fullt hús stiga AKUREYRI Meiri afsláttur Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Sími 462 3505. Opið virka daga 10-18, laugardaga kl. 10-16. ÚTSALA „ÉG VERÐ að hæla Eyfirðingum fyrir félagslegan þroska,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar Iðju, og vísar til þess að Norðlendingar fóru sameiginlega út í álvers- umræðuna, „og allir töluðu um að sætta sig við þá niðurstöðu sem yrði, hvaða skoðanir menn svo sem hefðu á því hvar besti staðurinn væri. Það samkomulag eru Eyfirð- ingar og Skagfirðingar að halda en það sama verður varla sagt um þá hérna austan við okkur“. Í liðinni viku var boðað til kynn- ingarfunda í Eyjafirði, Þingeyj- arsýslu og Skagafirði vegna hug- mynda Alcoa um að reisa álver á Norðurlandi. Þrír staðir koma til greina, Bakki við Húsavík, Dysnes í Eyjafirði og Brimnes í Skagafirði. Á fundinum á Húsavík kom fram að Þingeyingar muni aldrei sam- þykkja að orka af háhitasvæðum þeirra verði flutt til stóriðju í öðr- um byggðarlögum. „Þetta finnst mér vera skilaboð um að Þing- eyingar ætli ekki að vinna að þess- um málum í sameiningu,“ segir Björn. Aðalatriðið sé að stóriðja rísi á Norðurlandi, „það er númer eitt, ekki að vera með svona hót- anir eins og því miður hefur orðið raunin. Mér finnst menn ekki með þessu standa við þau fyrirheit að vinna saman að þessu máli. Svona yfirlýs- ingar; ef ég fæ ekki þetta, þá færð þú ekki hitt, lýsa ekki miklum fé- lagslegum þroska“, segir Björn. Vissulega kvaðst formaður Ein- ingar Iðju hafa sínar skoðanir á því hvar best væri að koma fyrir álveri, þ.e. í Eyjafirði, „en það þýð- ir ekki að ég muni taka mig til og stoppa umferð austur í sveitir ef sú verður ekki niðurstaðan. Þá segi ég: Til hamingju Húsvíkingar“. Hann kvaðst óttast að ef menn höguðu sér með þessum hætti yrði engin stóriðja reist á Norðurlandi, talið yrði að samstöðu skorti meðal heimamanna. „Hótanir af þessu tagi eru bara til bölvunar. Ég er því mjög ósáttur við þá stöðu sem mér sýnist vera að koma upp. Það voru allir sammála um að vinna að þessu sameiginlega og una nið- urstöðunni, en nú ganga menn fram og eru með hótanir, það finnst mér dapurlegt og gæti orðið til þess að spilla fyrir málinu.“ Liðin voru 100 ár nú í gær, 6. febrúar, frá því Verkamannafélag Akureyrar var stofnað, en það var forveri margra þeirra verkalýðs- félaga sem nú starfa á Eyjafjarð- arsvæðinu. Tímamótanna var minnst um liðna helgi og sóttu fjöl- margir sýningu sem nú stendur yf- ir í Alþýðuhúsinu þar sem til sýnis eru myndir og munir sem tengjast aldargamalli sögu verkalýðsfélag- anna. „Það eru miklir möguleikar í Eyjafirði og við viljum ekki vera með neina svartsýni á þessum tímamótum,“ segir Björn. Hann bendir þó á að atvinnuleysi sé hvergi meira á landinu en á Norð- urlandi „og stærsti hluti þeirra sem eru atvinnulausir er hér á Eyjafjarðarsvæðinu. Það vantar meiri grósku í atvinnulífið á svæð- inu. Það er engin spenna í því“, segir Björn. Það vanti vinnu fyrir ófaglært fólk, mikil fækkun hafi orðið hjá Strýtu, Skinnaiðnaður lagst af og tæknivæðing hafi í för með sér að færri hendur þarf til að vinna störfin í fiskvinnslu. „Þetta hefur allt áhrif,“ segir Björn. Byggingariðnaðurinn haldi at- vinnuástandinu uppi, en mikið hef- ur verið byggt af íbúðarhúsnæði undanfarin misseri. Þá nefndi Björn að störfum við þjónustu ým- iss konar hefði fjölgað, „en fram- leiðslugreinarnar eru frekar á nið- urleið. Það vantar allan kraft í þetta“. Björn Snæbjörnsson, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar Iðju, um stóriðju á Norðurlandi Hótanir geta orðið til þess að ekkert verði gert Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Björn Snæbjörnsson þreif þá sjálfa hátt og lágt. Sjálf brá Anna sér í sjóinn ásamt Þórnýju Jóhannsdóttur, vinkonu sinni, en þær stöllur hafa frá því í október á liðnu hausti synt tvisvar í viku í sjónum og láta nístingskulda ekki aftra sér, fara ofan í hvernig svo sem viðrar, „við höfum stund- um þurft að höggva vakir til að komast ofan í,“ segir Anna. „Þetta er auðvitað dálítið klikkað.“ Ótrú- leg lífsgleði, ánægja, styrkur og kraftur er það sem fylgir sjósund- inu segir Anna. „Ég er líka glöð yfir að geta þetta, húsmóðir af Brekkunni verð- ur að vita hvar mörkin liggja. Svo er maður líka í tengslum við nátt- úruna, það er gaman að sjá fjöllin hér í kring frá þessu sjónarhorni.“ HÚN kallar ekki allt ömmu sína, Anna Richardsdóttir, sem um helgina stóð fyrir „Alheims- hreingjörningi í 10 ár“. Hún hefur frá árinu 1999 flutt listaverk sitt, „Hreingjörning víðs vegar um heiminn“, m.a. gert miðbæ Ak- ureyrar hreinan vikulega í heilt ár og eins hefur hún farið með verkið í boði ýmissa listahátíða vítt og breitt. Fékk hún fjölmarga til liðs við sig nú, m.a. kafarana Tómas Knútsson sem hefur það markmið að hreinsa allar hafnir og fjörur landsins á 10 árum og Erlend Bogason sem m.a. hefur unnið við að hreinsa Akureyrarhöfn. Áður en þeir skelltu sér niður við Torfu- nefsbryggju tók Anna sig til og Sjósundi fylgir lífsgleði, ánægja og kraftur Ljósmynd/ Ragnhildur Aðalsteinsdóttir Hreint Anna Richardsdóttir þrífur kafarana Tómas Knútsson og Erlend Bogason en Þórný Jóhannsdóttir fylgist með, tilbúin að stökkva ofan í níst- ingskaldan sjóinn við Torfunefið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.