Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Anna PálínaJónsdóttir fæddist í Stykkis- hólmi 14. júlí 1922. Hún andaðist að kvöldi 30. janúar síðastliðins á Dval- arheimili aldraðra í Borgarnesi. For- eldrar hennar voru Jón Rósmann Jóns- son, f. 11. sept. 1884, d. 31. des. 1965, og Magdalena Svanhvít Pálsdótt- ir, f. 25. nóv. 1894, d. 4. sept. 1964. Eiginmaður Önnu var Halldór Kristinn Sigurbjörnsson, f. 17. des. 1920, d. 7. des. 1979. Þau giftust 26. september 1942. Anna og Halldór áttu fjórar dætur. Þær eru: 1) Inga Björk, giftist Markúsi Benja- mínssyni. Þau skildu. Börn þeirra eru Anna Dóra, Benjamín og Krist- ín. 2) Jenný, gift Guðmundi Finns- syni. Börn þeirra eru Halldór, Finn- ur, Elín og Sigur- björn Ingi. 3) Ása Helga, gift Ingva Árnasyni. Dætur þeirra eru Lilja og Fjóla. 3) Sigur- björg, giftist Ívari D. Webster. Þau skildu. Börn þeirra eru: Pálmi Ívar og Hall- dóra Janet. Barnabarnabörn Önnu eru 15. Útför Önnu verður gerð frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hún mamma mín var einstaklega geðgóð kona, mikil félagsvera, hafði yndi af ferðalögum, var alltaf vel til höfð, skemmtileg og hláturmild. Það var oft gaman og mikið hlegið á Böðv- arsgötunni, þegar við sátum oft allar systurnar með henni og fífluðumst og hlógum svo mikið að maður fékk verk í kinnarnar. Svo var almennt komið mikið við hjá henni, jafnt við sem aðr- ir, og tala nú ekki um barnabörnin sem hún hafði nú gaman af. Alltaf var mamma boðin og búin að hjálpa mér ef eitthvað vantaði, ekki stóð nú á því. Og ekki þótti henni nú leiðinlegt að gefa. Ef eitthvað var not- hæft af fötum sem ekki voru notuð á heimilinu þá var það tekið og gefið þeim sem voru í erfiðleikum. Svona var hún mamma. Það er svo margt sem rifjast upp í huga manns en ég vildi nú með þess- um fáu orðum fá að þakka þér allt sem þú gerðir fyrir mig og börnin mín. Guð geymi þig og verndi á nýja staðnum. Við systur og fjölskyldur okkar viljum koma á framfæri innilegu þakklæti til allra starfsmanna á Dval- arheimili aldraðra í Borgarnesi fyrir dásamlegt starf þeirra og umönnun móður okkar í öll þau ár sem hún bjó þar – einnig þessa síðustu daga er við fengum að vera með móður okkar. Minningin um þig, elsku mamma, verður geymd í hjörtum okkar. Ég elska þig. Þín dóttir Sigurbjörg (Sibba). Það var sumarið 1963 sem ég kynntist fyrst elskulegri tengdamóð- ur minni Önnu Pálínu Jónsdóttur sem nú er fallin frá eftir langvarandi veik- indi. Ég var ungur maður, aðeins tví- tugur, að feta mín fyrstu spor fjarri mínu æskuheimili er ég kynntist Jenný dóttur hennar. Tók hún mér strax vel ásamt eiginmanni sínum Halldóri Sigurbjörnssyni sem lést langt um aldur fram aðeins 58 ára að aldri, og varð ég fljótt eins og einn úr fjölskyldunni. Árið 1972 hófust þau handa við að byggja sumarbústað hér skammt fyrir ofan Borgarnes og að- stoðaði ég þau við það. Hugðust þau njóta efri áranna þar á sumrin, en eft- ir að Halldór féll frá var bústaðurinn seldur. Anna var heilsteypt og góð kona, og hún var mikill vinur vina sinna. Hún var félagslynd og hafði gaman af að skemmta sér í góðra vina hópi. Þá hafði hún mikla ánægju af að ferðast og fóru hún og Halli nokkrar ferðir til Kanada að heimsækja frændfólk hans þar og einnig fóru þau í hina frægu Baltikaferð með Karlakór Reykjavíkur, en sú ferð var þeim ógleymanleg. Þegar Lionessuklúbb- urinn Agla var stofnaður var hún einn af stofnfélögum hans, en Halldór var félagi í Lionsklúbbi Borgarness til dauðadags. Anna var glæsileg kona og hafði gaman af að klæða sig vel. Þær voru margar ánægjustundirn- ar sem við Jenný áttum hjá tengda- foreldrum mínum á Böðvarsgötunni, alltaf frábærar móttökur, alltaf mat- ur, kaffi og sérstakar „Önnu-pönnu- kökur“, svo ekki sé minnst á sherrýið sem alltaf var til staðar fyrir tengda- soninn (en það fengu kannski ekki aðrir). Alltaf var Anna tilbúin að rétta hjálparhönd, hvort sem var að gæta barnanna okkar eða hvað eina sem við þurftum hjálp við. Þá mun ég aldr- ei gleyma þeirri tryggð og vináttu sem hún og Halli sýndu foreldrum mínum alla tíð. Anna mín, ég er þess fullviss að þú sért hvíldinni fegin eftir erfið veikindi þessi síðustu löngu ár. Megi góður Guð geyma þig og einnig Halla þinn sem þú ert nú komin til. Þinn tengdasonur Guðmundur. Mig langar að minnast ömmu minnar, hennar Önnu Pálínu, með nokkrum orðum. Ég var fyrsta barnabarn ömmu og afa og er skírð í höfuð þeirra beggja. Er ég hugsa aft- ur í tímann þá eru bara sólskindagar í minningunni um þau. Ég fékk oft að sofa á milli þeirra, þá var nú mikið gantast og lesnar fyrir mig sögur. Fór í sumarfrí með þeim í sumarbú- stað í Ölfusborgum. Fór ótal ferðir með þeim að Gufá þar sem þau áttu sumarbústaðarland, alltaf var tekið með nesti og var gaman þegar það var borðað því mikið var hlegið og spjallað. Ég fór alltaf í kirkju á að- fangadag með ömmu og afa, yfirleitt í nýrri jólakápu sem amma hafði keypt á mig fyrir jólin. Þá sat ég við hliðina á ömmu en afi söng með kirkjukórn- um og ég man hvað ég var montin að vera með þeim þar. Amma og afi störfuðu bæði í Lions. Ég og Halli sem kom næst mér af barnabörnun- um fórum með þeim á Lions jólaböllin og ég man að við fengum að horfa á teiknimyndir á stóru breiðtjaldi áður en jólaballið byrjaði. Það var alltaf opið hús hjá ömmu og afa fyrir öll barnabörnin sem urðu alls 11. Heima hjá þeim á Böðvars- götu 2 og síðan hjá ömmu eftir að afi dó alltof snemma, aðeins 59 ára að aldri. Þar kynntumst við frændsystk- inin það vel að mér finnst þau öll vera eins og mín eigin systkini. Amma saumaði fullt af öskudagspokum handa okkur á öskudaginn og bjó til bolluvendi handa okkur öllum sem voru svo flottir að fólk vildi kaupa þá af ömmu. Seinna fór amma að búa til bolluvendi sem voru seldir í búðum í Borgarnesi. Svo á bolludagsmorgun fórum við barnabörnin snemma af stað til þess að ná ömmu og afa í rúm- inu og bolla þau með bolluvendinum og fórum svo heim með jafn margar bollur og við náðum að bolla þau á rassinn. Ég get haldið endalaust áfram að skrifa um þessar minningar sem eru svo bjartar og skemmtilegar. Það var mikið áfall fyrir alla fjöl- skylduna og sérstaklega ömmu þegar afi féll frá 7. desember 1979 á afmæl- isdegi mínum er ég varð 14 ára. í mín- um huga varð amma aldrei söm eftir það. Árið 1983 fórum ég og amma saman í 3 vikur til Mallorca og áttum þar margar góðar stundir saman. Þar kynntumst við mörgu góðu fólki, fór- um saman á diskó, í grillveislur, skoð- unarferðir og o.fl. Amma var alltaf svo glæsileg og smart klædd og ég leitaði ráða til hennar oft er ég var að kaupa föt. Amma var mjög flink í höndunum og listræn, glaðleg og sérstaklega um- hyggjusöm, alltaf tilbúin að hjálpa við allar aðstæður. Ég er í rauninni búin að syrgja þig í nokkur ár því þú fórst frá okkur inn í þinn heim fyrir nokkr- um árum. Það var sérstaklega vel hugsað um þig á dvalarheimili aldr- aða í Borgarnesi og er ég mjög þakk- lát starfsfólkinu þar. Ég er þakklát að hafa náð að kveðja þig á dánardaginn þinn. Í söknuðinum er ég líka glöð yf- ir því að þú fáir að hitta afa aftur. Þið voruð fyrirmyndir mínar. Ég þakka fyrir allar þessar björtu minningar sem þú og afi gáfuð mér. Þín dótturdóttir, Anna Dóra Markúsdóttir. Elsku Anna amma mín er fallin frá. Á svona stundu fljúga í gegnum hug- ann skemmtilegar æskuminningar sem tengjast henni ömmu minni og Böðvarsgötu 2 þar sem hún og afi bjuggu lengst af í minni æsku. Alltaf vorum við barnabörnin vel- komin til ömmu og afa og þangað var alltaf gaman að koma. Við barnabörn- in sóttum mikið í að fara þangað til að leika okkur, hjálpa þeim, skreppa út í búð og tala nú ekki um að vinna með þeim við þeirra litla einkaframtak að poppa fyrir bíó, sjoppurnar o.fl. Það var alltaf gaman. Árið 1979 féll afi frá og þá átti amma að sjálfsögðu erfiða tíma eins og allir í fjölskyldunni. Eftir það breyttist kannski margt á Böðvars- götu 2, það var náttúrulega enginn Halli afi lengur, en alltaf var gott að koma til ömmu og vera hjá henni, hjálpa til, spila og spjalla. Ég minnist þess að hafa oft komið við hjá ömmu á leið minni heim úr skólanum, bara til að spjalla, kannski fá kakó og ristað brauð og kannski smá súkkulaði úr ís- skápnum. Amma var alltaf lífsglöð og með bros á vör og alltaf fullt af lífi og fjöri í kringum hana. Hún var gjaf- mild, hjartahlý og alltaf góð við okkur barnabörnin. Hún Anna amma mín var mikil reglumanneskja og hvorki reykti né drakk, fyrir utan kannski eitt og eitt sherrystaup af og til. Nú er Anna amma mín komin í faðm Halla afa aftur og þau sameinuð á ný og ég veit að núna líður henni vel eftir erfiða baráttu við veikindi und- anfarin ár. Ég mun alltaf geyma minningarnar um þig, elsku amma, og þig í hjarta mér. Þinn dóttursonur, Halldór Guðmundsson. Það eru margar minningarnar sem ég á frá Böðvarsgötu 2, heimili ömmu minnar Önnu Pálínu. Þegar ég hugsa um ömmu nú og allar þær ljósmyndir sem ég hef séð af henni nýlega stendur það upp úr hvað hún var alltaf glæsileg. Hún var mjög falleg kona og það var svo mikill stíll yfir henni. Hún hugsaði líka um smáatriðin hvort sem það var klútur sem hún hafði um hálsinn eða næla í barmi sér. Amma var alltaf flott. Heimili hennar var ávallt opið fyrir mig þegar ég var krakki, hvort sem var til að kíkja í heimsókn, gista eina nótt eða til að dvelja lengur eins og þegar ég fékk lungnabólgu. Ég fór oft og iðulega til ömmu á daginn, þá var eldhúsið í miklu uppá- haldi því þar sat ég við endann á eld- húsborðinu og drakk besta kakóið í heimi og fékk bragðbestu pönnukök- ur sem hægt var að fá. Oft hef ég nú reynt að búa til þessar pönnukökur eftir uppskriftinni hennar ömmu minnar, en ekki tekist að ná töfrunum hennar fram í bragðinu. Ég mun sennilega aldrei smakka svona góðar pönnukökur aftur, því hún amma mín er ekki lengur á Böðvarsgötunni bak- andi pönnukökurnar sínar. Amma var dugleg að bjóða okkur öllum í kaffi eða mat, enda listakokk- ur. Við komum oft öll fjölskyldan, dæturnar hennar fjórar, eiginmenn þeirra og börn og áttum saman ynd- islegar samverustundir, alltaf gaman og mikið hlegið. Enda amma og dæt- ur hennar einstaklega hláturmildar. Að fleiru var hugað við eldhúsborð- ið hjá ömmu en matar eða drykkjar því amma var mikil handverkskona og allt sem hún bjó til var listavel gert. Hún seldi t.d. bolluvendi sem við krakkarnir hjálpuðum henni að búa til, einnig bjó hún til ýmiskonar stytt- ur og skraut sem hún síðan málaði. Amma prjónaði líka brúður, bjó til ýmislegt skemmtilegt úr íspinna- stöngum og margt fleira. Vinkonurn- ar kíktu líka oft í heimsókn því amma var góður gestgjafi og hún kunni líka að spá í bolla. Margt af því sem hún spáði fyrir rættist og komu þær alltaf aftur og aftur til að fá að vita meira. Einu sinni spáði hún fyrir mér að ég mundi eiga eftir að standa á verð- launapalli sem ég svo gerði oft á yngri árum. Þetta var ekki það eina sem amma gerði. Til að afla sér smá aukatekna seldi hún t.d. tertubotna og poppaði sitt fræga popp fyrir bíóið og gömlu Essósjoppuna. Man ég vel eftir gömlu hitavélinni sem ég vann við til að loka öllum popppokunum, það var alltaf jafn gaman að fá að hjálpa ömmu með poppið. Svo hljóp maður niður í sjoppu og í Neskjör með popp- ið og bolluvendina fyrir hana. Einu sinni langaði mig rosalega í ET dúkku sem fékkst í Jónsbúð og var það amma sem keypti hana fyrir mig í afmælisgjöf. Ég man að við fór- um saman til að kaupa dúkkuna. Ég hélt alltaf mikið uppá þessa dúkku og átti hana langt fram eftir aldri eins og flest allt sem hún gaf mér. Ég er afar þakklát fyrir að hafa átt svona frábæra og góða ömmu sem kenndi mér mikið og hugsaði svo oft um mig. Ég sé það nú hversu dýr- mætt það var að eiga svona ömmu sem ég átti alltaf athvarf hjá. Ég mun varðveita allar þær góðu minningar sem ég á af ömmu minni. Amma mín er nú farin en ég veit að hún er komin á betri stað og ég veit að afi er feginn að hafa fengið hana aftur til sín. Guð geymi þig, amma mín. Þín Kristín. Elsku amma. Nú þegar stundin þín er komin og þú farin á góðan stað að hitta afa, þá fer maður að rifja upp gamlar og góðar minningar. Og þegar maður rifjar upp, þá koma fleiri og fleiri skemmtilegar minningar. Þú, þessi glæsilega kona, varst allt- af svo fín og flott og áttir helling af flottum kjólum, fyrir utan alla skóna með hælunum og skartið. Þetta var alger fjársjóður fyrir svona litlar stelpur að fá að komast í og okkur systrum þótti svo rosalega gaman að koma til þín og leika okkur – klæða okkur í kjólana þína, vefja okkur flotta skartinu þínu og fara í alla pels- ana sem þú keyptir erlendis. Þú varst sú flottasta í bænum og sú allra glæsi- legasta. Og þegar þú varst að koma frá útlöndum þá fengu allir í fjöl- skyldunni gjafir og gersemar. Þú varst svo gjafmild og góð við þá sem í kringum þig voru, enda var gesta- gangur mikill á Böðvarsgötunni. Við munum þegar þú kenndir okkur barnabörnunum þínum fugladansinn þegar þú komst frá Mallorca eitt sinn og öll fengum við Mallorca-indíána- boli með kögri. Það var algert æði. Og alltaf gat maður doblað þig í hvað sem var, ef mamma og pabbi sögðu nei … þá var alltaf hlaupið til ömmu. Alltaf varst þú tilbúin að láta allt eftir okkur barnabörnunum. Þær voru ófáar næturnar sem við gistum heima hjá þér á sólstólum sem þú varst búinn að búa svo flott um að það var hið flottasta rúm, fengum kakó og kringlur og horfðum á sjón- varpið eða spiluðum á píanóið Allt í grænum sjó eða Litlu andarungarnir. Stundum voru öll barnabörnin komin þangað til þín að gista og þá var sko mikið fjör. Ekki var nú slæmt að fá poppið sem þú poppaðir, en þú varst lengi vel sú eina í Borgarnesi með alvöru popp- vél og poppaðir fyrir bíóið og seldir í sjoppurnar. Þá var maður að hjálpa þér að poppa, setja í poka og loka þeim í pokavélinni. Ég held að við höf- um ekki einu sinni gleymt því enn þann dag í dag hvernig maður átti að blanda saman olíunni, saltinu og maísnum. Uppskriftin er föst í koll- inum. Og krakkarnir í götunni og í bænum komu oft til þín og bönkuðu til að fá popp, og oftar en ekki gafstu þeim bara poppið og tókst ekki neina greiðslu fyrir. Nú spádómshæfileikar þínir voru heldur betur góðir, spáðir fyrir okkur í bolla og stundum var mikið rétt sem fram kom þar, en stundum hlógum við agalega þegar þú fórst að leika þér að því að bulla við okkur. Þegar árin liðu og við stækkuðum þá komst þú oftar en ekki til okkar á Berugöt- unni, horfðir alltaf á Santa Barbara eða Nágranna, hjálpaðir Lilju oft við að passa Ásu Lind litlu eða alveg þangað til hún var orðin 6 ára gömul. Börnum þótti alveg einstaklega gam- an að vera nálægt þér, þú söngst fyrir krakkana og varst stundum svolítið stríðin sem þeim þótti alveg ofsalega gaman að. Það voru ófá skipti sem Lilja fékk að lita á þér hárið, klippa eða setja í þig permanent. Henni fannst það svo gaman og spennandi og gott hafa ein- hvern til að æfa sig á. Enda varst þú þessi flotta kona sem leist alltaf svo vel út og hafðir þennan gráa flotta lokk í toppnum. Við vorum að horfa núna um daginn á upptöku síðan um jólin 1990, þá varstu svo glöð, söngst og varst að stríða Fjólu með að hún væri núna farin að kyssa stráka … Ofsalega var að gott að sjá þetta vídeó og gott að vita af því að maður á þess- ar minningar á myndbandi frá þér áð- ur en þessi erfiðu veikindi byrjuðu að herja á þig. Lífsglöð manneskja, í bláu glitr- andi dressi, flott skart og hárið alveg fullkomið, hlæjandi og syngjandi. Þetta er sú minning sem stendur hæst hjá okkur sem lýsir þér alveg fullkomlega. Það hefði verið ósk okk- ar að Ingvi Björn, Yasmine Liliana og Sóley Ananda hefðu fengið að kynn- ast þér betur og þú þeim. Þú varst með eindæmum barngóð og eru elstu barnabarnabörnin heppin að fengið að njóta þíns félagsskapar, ömmunn- ar sem vildi allt fyrir börnin gera. Síðustu árin hafa verið erfið hjá þér, elsku amma, í rauninni kvaddir þú okkur fyrir löngu, en ofsalega sterkt hjarta hafðir þú og sýndir það með þessari baráttu þinni núna síð- ustu árin. Við vitum það að þú ert komin á góðan stað og ert hamingju- söm með afa. Það er gott að vita að nú líður þér vel og ekkert angrar þig lengur. Við vitum að þú vakir yfir okkur og verndar sem eftir erum hérna á jarðríkinu. Við finnum fyrir því. Megi Guð blessa þig, elsku amma, og takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Það var mikil gleði að hafa þig nálægt og við værum ekki þær manneskjur sem við erum í dag ef þú hefðir ekki verið í okkar lífi. Ástar- og saknaðarkveðjur Lilja og Fjóla. Jæja amma mín, þá ertu farin. Ég gleymi aldrei þeim stundum sem ég eyddi hjá þér á Böðvarsgötunni. Það voru orðnir fastir liðir að ég rölti til þín eftir skóla og heimsótti þig. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn. Þú varst amma sem hafðir alla þá eig- inleika sem amma getur haft. Þú varst alltaf svo hress og kát en samt ákveðin. Þú varst alltaf tilbúin að gera eitthvað með manni, hvort sem það var að spila eða leyfa manni að hjálpa þér að poppa fyrir bíóið í stóru poppvélinni. Þar sem aðalsportið var náttúrulega að fá að loka popppok- unum í hitavélinni. Ekki var það verra að fá smáhjúpsúkkulaði á með- an og þú klikkaðir aldrei á því að eiga það til í ísskápnum. Í mínum augum var alltaf hálfgert ævintýri að koma til þín þar sem ég og Pálmi gátum leikið okkur tímunum saman hjá þér. Þú áttir svo mikið af skemmtilegum hlutum sem svona litlum gutta eins mér fannst gaman að skoða. Elsku amma, ég mun geyma allar okkar góðu stundir saman í mínu hjarta. Þinn Sigurbjörn. ANNA PÁLÍNA JÓNSDÓTTIR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.