Morgunblaðið - 07.02.2006, Side 16

Morgunblaðið - 07.02.2006, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT HVERS vegna hefur orðið svo mikið uppþot vegna birtingar dagblaða á myndum af Múham- eð, spámanni múslíma? Menn eru ekki á eitt sáttir um svarið og reyndar að verða ljóst að margt í senn hefur ýtt undir deilurnar. En þótt nokkrir tugir þúsunda taki þátt í mótmælum og nokkur hundruð manna sameinist um að brenna sendiráð og hóti morðum er ekki rétt fullyrða að þorri 1.300 milljóna múslíma í heiminum sé sátt- ur við það hve mikil heift er hlaupin í sum trú- systkin þeirra. Vandinn er að mest ber á þeim sem grípa til ofbeldis, hinir láta lítið fara fyrir sér. Þeir vita líka að sums staðar er lífs- hættulegt að andmæla ofstækinu. Stundum stafar reiðin af misskilningi eða mistökum. Jyllands-Posten, sem birti hinar al- ræmdu teikningar í september í fyrra, segir að Margrét Danadrottning sé orðin skotspónn harmþrunginna múslíma, þannig hafi þátttak- endur í mótmælum í Damaskus borið myndir af henni í líki belju. Orsökin mun vera að í nýrri ævisögu Margrétar er haft eftir henni að brýnt sé að Danir verði virkari í samræðum við tals- menn íslams (d. at vi giver islam et modspil). Sumt af því sem íslamskir heittrúarmenn boði sé þó þess eðlis að ekki eigi að sýna því umburð- arlyndi, hún nefnir andúð þeirra á lýðræði. Ummælin birtust í breska blaðinu The Daily Telegraph í fyrra en ranglega var haft eftir Margréti að sýna yrði íslam „andstöðu“ (e. op- position), að sögn Jyllands-Posten. Arabíska dagblaðið Al-Hayat vitnaði í breska blaðið og síðan hefur ranga þýðingin birst víða í araba- ríkjum. Segja þarlendir fréttaskýrendur að ekki sé skrítið að Danir hati íslam þegar drottningin taki ofangreinda afstöðu. Aðrir benda á að myndirnar hafi verið not- aðar sem átylla af hálfu ýmissa aðila sem fiski nú í gruggugu vatni. Einræðisstjórnir og harð- stjórar eru fremur regla en undantekning í arabaríkjum og þar eru menn þjálfaðir í að mis- nota sér trúna í þágu eigin hagsmuna. Og harð- línumenn í Íran nota teikningarnar sem sönnun þess að vestrænar þjóðir fyrirlíti íslam og alla múslíma. Deilurnar um kjarnorkuvopnatilraun- ir Írana hverfa í skuggann af teikningunum en einnig vonast ráðamenn í Teheran til þess að múslímar styðji nú í auknum mæli Íran sem sætir þrýstingi af hálfu Vesturveldanna vegna vopnadeilunnar. Mótmæli með heimild stjórnar Assads Sýrlensk stjórnvöld hafa um hríð átt í vök að verjast á alþjóðavettvangi en Bashar Assad for- seti er úr minnihlutahópi alavíta sem margir múslímar líta tortryggnisaugum og telja vera trúleysingja. Lögreglumenn gerðu ekkert til að hindra árásir á sendiráð Dana og fleiri þjóða í Damaskus og segja stjórnmálaskýrendur að enginn vafi leiki á því að þeir hafi fengið skipun um að grípa ekki inn. Er líklegt að Assad hafi viljað koma sér í mjúkinn hjá heittrúarmönnum og gefa í skyn að hann sé dyggur vörður íslams. Mótmælendurnir, sem gengu hvað harðast fram á Gaza gegn Dönum og öðrum Evr- ópuþjóðum, voru úr röðum Fatah-hreyfing- arinnar sem missti óvænt völdin í hendur keppinautanna í Hamas í kosningunum nýver- ið. Fatah-menn eru enn fullir örvæntingar vegna úrslitanna og eru sagðir hafa notað tæki- færið til að safna liði og sanna að þeir gætu látið til sína taka. Teikningarnar hafi verið kærkom- in átylla. Líbanar eru sem fyrr margir sannfærðir um að Sýrlendingar, sem réðu þar lögum og lofum áratugum saman með aðstoð hernámsliðs, séu enn að reyna að efna til ófriðar og hafi ýtt undir óeirðirnar gegn Dönum í Beirút. Sé það ætlun Assads að etja saman múslímum og kristnum, sem eru um þriðjungur Líbana, í von um að aft- ur hefjist borgarastyrjöld og Sýrlendingar geti á ný sent her til landsins. „Það var eins og þeim [óeirðunum í Damask- us] væri ætlað að vera kennslustund fyrir suma Líbana og þeim sagt að feta í fótsporin,“ sagði forsætisráðherra Líbanons, súnní-múslíminn Fuad Saniora. Undirróður egypskra ráðamanna Athyglisvert er að velta fyrir sér hlut egypskra ráðamanna sem hafa setið undir ámæli vestrænna ríkja fyrir að koma ekki á raunverulegu lýðræði. Breski fréttamaðurinn John Simpson hjá BBC bendir á að það hafi fyrst og fremst verið hinn prúðmannlegi utan- ríkisráðherra Egyptalands, Ahmed Abu Gheit, sem hafi ýtt undir deilurnar, ekki Osama bin Laden og hans menn. Teikningarnar birtust í danska blaðinu í lok september. „Þegar í nóv- ember var hann [Gheit] farinn að mótmæla vegna teikninganna og kalla þær móðganir,“ segir Simpson. Hann segir að Gheit hafi minnt á teikningarnar á ýmsum alþjóðlegum fundum og að lokum hafi almenningur í löndum múslíma farið að veita málinu athygli. Sumum Egyptum líst þó ekki á blikuna. Rit- stjóri Soutelomma, óháðs blaðs í Kaíró, for- dæmdi þá sem hafa hafnað öllum afsök- unarbeiðnum Dana. „Hvers vegna viljum við meira af þessu? Viljum við að Danir verði músl- ímar? Viljið þið leggja Danmörku undir ykkur eða viljið þið að hermdarverkamenn ráðist á saklaust fólk og drepi það?“ spurði blaðið. Fiskað í gruggugu vatni Menn deila enn um ástæðurnar fyrir því að teikningarnar af Múhameð spámanni hafa valdið svo mikilli ókyrrð. Kristján Jónsson kynnti sér skrif fjölmiðla og stjórnmálaskýrenda. AP Margrét Þórhildur Danadrottning. Hún er nú í sumum múslímalöndum talin vera óvinur ísl- ams. Ástæðan er að sögn Jyllands-Posten þýð- ingarvilla í bresku dagblaði. kjon@mbl.is ’Og harðlínumenn í Íran notateikningarnar sem sönnun þess að vestrænar þjóðir fyr- irlíti íslam og alla múslíma.‘ OFT ER bent á að í lögum og hefðum íslams sé bannað að gera myndir af Múhameð á þeirri forsendu að hann hafi aðeins verið maður eins og aðrir menn en ekki Guð. Guð sé einn og aðeins einn. Markmiðið með mynda- banninu er af sama toga og í borðorðunum en þar segir Guð Ísraelsmönnum að þeir skuli „engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því sem er í vötnunum undir jörðinni“. Hættan er talin sú að menn fari þá að til- biðja skurðgoð en ekki hinn eina, sanna Guð. Kirkjunnar menn ákváðu á fyrstu öldum kristninnar að ákvæðið ætti ekki við um Krist þar sem Guð hefði í honum birst sem maður, „orðið varð hold“. Engar myndir eru af fólki í moskum múslíma og heldur ekki í sýnagógum (bæna- húsum gyðinga). En bannið við að gera myndir af Mú- hameð hefur ekki alltaf verið virt til fullnustu í löndum ísl- ams eða menn hafa farið í kringum það. Til er fjöldi handrita frá miðöldum, eink- um frá Íran og Tyrklandi, þar sem Múhameð er sýndur. En algengast mun þó vera að sýna hann án andlits, í stað þess er hvít eyða. Sjítar, sem eru um 10% allra múslíma, flestir í Íran, hika ekki við að veifa myndum af sínum helg- ustu mönnum að Múhameð frátöldum. Af þessu virðist ljóst að það sem mest hefur sært marga getur varla verið myndbirt- ingin sem slík heldur hitt að sumar af myndunum í Jyl- lands-Posten voru beinlínis skopmyndir eða ýttu undir þá skoðun að múslímar væru upp til hópa hryðjuverkamenn. Engar myndir en … AÐ minnsta kosti fimm manns biðu í gær bana í Afganistan í mótmælum sem tengdust birtingu dagblaða á Vesturlöndum á skopmyndum af Mú- hameð spámanni. Fjórtán ára dreng- ur dó ennfremur í átökum í Sómalíu, er tengdust birtingu myndanna, og einn beið bana í Líbanon á sunnudag er hann stökk út um glugga á brenn- andi húsi. Óánægja í múslímalöndum vegna skopmyndanna virðist magnast með degi hverjum og var bensínsprengj- um m.a. varpað að danska sendi- ráðinu í Teheran í Íran í gær og mót- mæli voru mun víðar; í Indlandi, Taílandi, Indónesíu og á Gaza-svæð- inu í Palestínu. Mótmæli voru víða í Afganistan og kom til átaka á nokkrum stöðum, m.a. við Bagram-herstöðina sem Banda- ríkjamenn reka, hún er um klukku- stundarakstur frá Kabúl. Þar biðu tveir bana og þrettán særðust þegar nokkrir mótmælendur skiptust á skotum við lögregluna, en alls tóku um fimm þúsund manns þátt í mót- mælunum að sögn AFP. Breska útvarpið, BBC, hafði síðan eftir Hamraz Ningarhari, héraðs- stjóra í Laghman, að þrír hefðu dáið í mótmælum þar. Hrópuðu mótmæl- endurnir „niður með Danmörku“ og „niður með Frakkland“ og kröfðust þess að allir franskir og danskir stjórnarerindrekar, sem og hermenn, sem nú þjóna með sveitum Atlants- hafsbandalagsins í Afganistan, færu þegar frá landinu. Um helgina gerðu mótmælendur árás á sendiráð Danmerkur í Sýr- landi og Líbanon en það var, sem kunnugt er, danska blaðið Jyllands- Posten sem fyrst birti skopmyndirn- ar af spámanninum. Eru dauðsföllin í gær hins vegar þau fyrstu frá því að spenna fór að magnast vegna mynd- birtinganna. Dagblöð víða í Evrópu hafa end- urbirt skopteikningarnar í nafni tján- ingarfrelsis. Engu að síður hafa mót- mælendur fyrst og fremst beint mótmælum sínum gegn Dönum og Norðmönnum, en norska blaðið Mag- azinet birti myndirnar næst á eftir JyllandsPosten. Danska blaðið hefur m.a. varið sig með því að segja að ekki sé sanngjarnt að gera íslam hærra undir höfði en öðrum trúarbrögðum, múslímar verði að taka því eins og aðrir að skopteiknurum sé ekkert heilagt. En teiknarinn Christoffer Zieler hefur að sögn Dagbladet í Nor- egi skýrt frá því að hann hafi árið 2003 sent Jyllands-Posten nokkrar teikningar þar sem gert er gys að Jesú Kristi og upprisunni. Blaðið hafi hafnað teikningunum. „Ég tel ekki að lesendur Jyllands- Posten muni ekki skemmta sér yfir teikningunum,“ skrifaði þáverandi ritstjóri sunnudagsútgáfu blaðsins, Jens Kaiser, í tölvupóstsvari til Ziel- ers. „Reyndar held ég að þær myndu valda miklum hávaða. Þess vegna vil ég ekki nota þær.“ Dönsk stjórnvöld vara fólk við ferðalögum til múslímalanda Einn maður dó í mótmælum í Sóm- alíu, sem fyrr segir, og einn í Líb- anon. Tilkynnti Hassan Sabeh, innan- ríkisráðherra Líbanons, afsögn sína eftir að hafa sætt gagnrýni vegna of- beldisins í Beirút í fyrradag. Hundruð manna mótmæltu við danska sendiráðið í Jakarta í Indóne- síu og fór fólkið fram á afsökunar- beiðni danskra yfirvalda. Masoud Mir-Kazemi, viðskiptaráðherra Ír- ans, tilkynnti að öllum viðskiptum við Danmörku væri hætt vegna birtinga skopmyndanna. Dönsk stjórnvöld birtu í gær lista yfir fjórtán múslímaríki, sem þau mælast til að danskir ríkisborgarar heimsæki ekki við núverandi aðstæð- ur, og þá hafa flugfélögin SAS og Sterling bæði hætt við flug til Egyptalands. Sterling, sem er í eigu FL Group, sagði að hætt yrði við allt flug á milli Kaupmannahafnar og Kaíró eftir 11. febrúar um óákveðinn tíma. Skrifstofur franska dagblaðsins France Soir voru rýmdar eftir að sprengjuhótun barst þeim, að sögn eins blaðamanns þess. France Soir birti í síðustu viku skopmyndirnar 12 af Múhameð, fyrst blaða utan Dan- merkur og Noregs. Ritstjóri pólsks dagblaðs baðst í gær afsökunar á því að hafa birt teikningarnar. Fimm biðu bana í mótmælum í Afganistan Reuters Palestínumaður, með grímu fyrir andlitinu, heldur á logandi, dönskum fána við Fæðingarkirkjuna í Betlehem í gær. Enn mikil reiði í múslímalöndum vegna skopmynda af Múhameð Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.