Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 17 ERLENT UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS GRUNNNÁM Í BÓKHALDI Helstu námsgreinar: Villt þú læra bókhald og tölvubókhald? 108 kennslustunda hagnýtt og hnitmiðað nám fyrir þá sem vilja læra bókhald frá grunni til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum. Námið hentar einnig einstaklingum með sjálfstæðan atvinnurekstur og þeim sem eru að hefja rekstur og vilja geta fært bókhaldið sjálfir. Virðisaukaskattur - reglur, skil og öll meðferð vsk. Tölvubókhald í Navision - rauhæf verkefni með fylgiskjölum Verslunarreikningur - það helsta sem notað er við skrifstofustörf Undirstaða bókhalds - mikið um verklegar æfingar Morgunnámskeið: Námið er 108 stundir og kostar 86.450.- stgr. eða með raðgreiðslum. Kennt mán.-, mið. og fös kl. 8:30 til 12:30. Frá 13. feb. til 24. mars. Kennt á mán.- og mið kl. 18:00 - 22:00 og á laugardögum kl. 13:00 til 17:00. Frá 13. febrúar til 25. mars. Kvöldnámskeið: „Með auknum umsvifum fyrirtækis okkar fannst mér ég sitja eftir hálf bjargarlaus. Eftir námið treysti ég mér í öll störf á skrifstofunni og get tekið að mér fleiri og stærri verkefni. Nú er ekki spurning um hvort heldur hvað ég ætla að læra næst ...“ Ragnheiður Einarsdóttir - Útgerðafyrirtækinu Pétursey Bangkok. AFP, AP. | Thaksin Shina- watra, forsætisráðherra Taílands, bannaði í gær frekari mótmæli á helsta torgi höfuðborgarinnar Bang- kok í líkingu við þau sem haldin voru á laugardag. Stjórnarandstaðan, með Sondhi Limthongkul í broddi fylkingar, sagði hins vegar að hún myndi hunsa bannið og að fólk myndi safnast saman á sama stað um næstu helgi í því skyni að krefjast af- sagnar Thaksins. Talið er að um fimmtíu þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum sl. laugardag en stjórnarandstæð- ingar segja þátttökuna til marks um að Thaksin sé að missa tökin á stjórnartaumunum. Segir andstæðing sinn „gelta að tunglinu“ Thaksin ítrekaði hins vegar í gær fyrri yfirlýsingar um að afsögn kæmi ekki til greina. Thaksin, sem er ríkasti maður Taílands, hefur sætt harðri gagnrýni í kjölfar þess að fjölskylda hans seldi hlut sinn í Shin Corp, símarisanum sem Thaksin sjálfur stofnaði, til fjár- festingafyrirtækis frá Singapúr. Sal- an fór fram 23. janúar og hagnaðist Thaksin og fjölskylda hans gríðar- lega á sölunni, en það sem ekki síst vakti óánægju var sú staðreynd að fyrirkomulag sölunnar þýddi að Thaksin sleppur við að greiða skatt af gróðanum, 1,9 milljörðum Banda- ríkjadala. Þá eru margir ósáttir við að símafyrirtækið sé nú komið í hendur útlendinga. Thaksin hefur hvatt landa sína til að hunsa tilraunir Sondhis, sem áður var stuðningsmaður forsætisráð- herrans, til að æsa til ófriðar. „Hald- ið ykkur heima. Ekki fara út á göt- urnar og ganga til liðs við hann. Ekki hlusta á þennan hrikalega lygara,“ sagði Thaksin á föstudag. „Leyfið þessum brjálæðingi að gelta einum að tunglinu.“ Thaksin bannar frekari mótmæli Vaxandi óánægja með taílenska leið- togann vegna sölu á símafyrirtæki Safaga. AP. | Hundruð ættingja fólks sem drukknaði með ferjunni sem sökk í Rauðahafið aðfaranótt föstu- dags réðust inn á skrifstofur eigenda ferjunnar í Egyptalandi í gærmorg- un og helltu þar úr skálum reiði sinn- ar vegna þess hversu illa þeim hefur gengið að fá upplýsingar um afdrif ástvina sinna og um tildrög slyssins. Talið er að um eitt þúsund manns hafi drukknað þegar ferjan sökk í hafið fljótlega eftir að hún lagði úr höfn í Sádi-Arabíu, en ferjan var á leið til Egyptalands. Aðeins hafa þó tæplega tvö hundruð lík fundist enn þá. Fjögur hundruð var bjargað. Ættingjar fórnarlambanna eru óánægðir með hversu seint og illa hafa fengist upplýsingar um það hverju fórust og hverjir eru á lífi. Réðust nokkur hundruð manns til inngöngu á skrifstofur El Salam Maritime, fyrirtækisins sem átti ferjuna sem fórst, í hafnarborginni Safaga í Egyptalandi í gærmorgun. Braut fólkið rúður og henti öllu lausu á skrifstofunni út á götu. Þá voru ýmsar skemmdir unnar á húsnæðinu og kveikt í munum, áður en lögregla kom og skakkaði leikinn. Í Hurgh- ada blossuðu einnig upp óeirðir eftir að forráðamenn sjúkrahússins í borginni birtu myndir af líkum fólks sem drukknaði. Lögregla kom hins vegar í veg fyrir að fólkið ylli skemmdum. Margt er enn á huldu um ferju- slysið en svo virðist sem ferjunni hafi verið siglt áfram þrátt fyrir að elds- voði væri kominn upp. Ættingjarnir krefjast svara Reuters Egypti heldur á lofti mynd af ættingja sem er saknað eftir skipskaðann í Rauðahafi sl. föstudag. Talið er víst að um 1.000 manns hafi farist. Amiens. AP. | „Nú hef ég andlit rétt eins og annað fólk,“ sagði Isabelle Dinoire á fréttamannafundi í Ami- ens í Frakklandi í gærmorgun en Dinoire varð fyrir rúmum tveimur mánuðum fyrst allra til að hljóta andlitságræðslu að hluta. „Dyr að framtíðinni hafa opnast,“ sagði Dinoire ennfremur, en þetta var í fyrsta sinn sem fréttamönnum gafst tækifæri á að ræða við hana og taka af henni ljósmyndir. Dinoire er tæplega fertug, frá- skilin, tveggja barna móðir. Hún átti erfitt með tal á fundinum í gær og virtist enn eiga erfitt með hreyf- ingar, m.a. virtist hún eiga erfitt með að loka munninum almenni- lega. En hún sagðist á fundinum í gær vera byrjuð að endurheimta tilfinningu í andlitið. „Ég get opnað munninn og borðað. Ég hef tilfinn- ingu í vörunum, nefinu og munn- inum,“ sagði hún. Dinoire rakti fyrir fréttamönnum í gær söguna af því er Labrador- hundur hennar réðst á hana í fyrra og beit af henni hluta andlitsins. Hún sagðist hafa misst meðvitund þegar hundurinn beit hana og hún hefði ekki strax áttað sig á hversu afskræmd hún var er hún vaknaði. Það hefði verið henni mikið áfall er hún leit í spegilinn. Nef, varir og hluti af hökunni voru grædd á Dinoire í aðgerðinni fyrir tveimur mánuðum, sem var sú fyrsta sinnar tegundar og tók um fimmtán klukkustundir. Gjafinn var heiladauður sjúklingur og þakkaði Dinoire aðstandendum mannsins fyrir að hafa gefið sér nýja von. „Ég geri ráð fyrir að geta á ný lifað eðlilegu lífi,“ sagði hún. Reuters „Nú hef ég andlit rétt eins og annað fólk“ Virginíu. AFP. | Frakkan- um Zacharias Moussaoui var í gær vísað út úr rétt- asal í Alexandríu í Virg- iníu-ríki í Bandaríkjunum fáeinum mínútum eftir að réttarhöld yfir honum hófust, en fyrir dóminum liggur að ákveða hvort Moussaoui hlýtur dauða- dóm eða vægari dóm fyrir aðild að hryðjuverkunum 11. sept- ember 2001. Val í kviðdóm var nýhaf- ið í gær þegar Moussaoui stóð upp og sagði hátt og snjallt að lögmenn, sem voru í salnum fyrir hans hönd, væru ekki talsmenn hans. „Ég er al-Qaeda maður, þeir koma ekki fram fyrir mína hönd.“ Bætti Moussaoui því við að réttarhöldin væru skrípaleikur. Vísaði dómari hon- um þá úr salnum. Zacarias Moussaoui Moussaoui vísað úr réttarsal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.