Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.02.2006, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 VELJIÐ HÉR AÐ NEÐAN KVIKMYNDAHÚS OG SÝNINGARTÍMA SEM 400 KR. Í BÍÓ * WALK THE LINE kl. 5.30. 8 og 10.30 B.i. 12 ára FUN WITH DICK AND JANE kl. 8 og 10 MEMOIRS OF A GEISHA kl. 5.20 WALK THE LINE kl. 5, 8 og 11 B.I. 12 ÁRA WALK THE LINE LÚXUS kl. 5, 8 og 11 B.I. 12 ÁRA FUN WITH DICK AND JANE kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 BROKEBACK MOUNTAIN kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA THE FOG kl. 8 B.I. 16 ÁRA CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 4 og 6 HOSTEL kl. 10.10 B.I. 16 ÁRA Epískt meistarverk frá Ang Lee „... ástarsaga eins og þær gerast bestar - hreinskilin, margbrotin og tilfinningarík...“  L.I.B. - Topp5.is 4 Golden Globe verðlaun TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA M.a. besta myndin, bestu leikarar, besta handritið og besti leikstjórinn.8 BESTA TÓNLISTIN, JOHN WILLIAMS GOLDEN GLOBE VERÐLAUN walk the line „Enginn ætti að láta Walk the Line framhjá sér fara því myndin er auðgandi fyrir augun, eyrun og hjartað.“ V.J.V Topp5.is STÓRKOSTLEG VERÐLAUNAMYND UM ÆVI JOHNNY CASH. NATIONAL BOARD OF REVIEW GOLDEN GLOBE VERÐLAUN BESTA MYND ÁRSINS, BESTI LEIKARI OG LEIKKONA ÁRSINS F U N VINSÆLASTA MYNDIN á Íslandi í dag! N ý t t í b í ó NEW YORK FILM CRITICS´ CIRCLE BOSTON SOCIETY OF FILM CRITICS SCREEN ACTORS GUILD (SAG) fjölskyldumynd...“ Óskarsverðlaunahöfunum Jamie Foxx og Chris Cooper. DÖJ, Kvikmyndir.com VJV, Topp5.is  H.J. MBL BESTA TÓNLISTIN, JOHN WILLIAMS VERÐLAUN Kvikmyndir.is Rolling Stone  Topp5.is VINSÆLASTA MYNDIN á Íslandi í dag!  Kvikmyndir.is Rolling Stone  Topp5.is „…Walk the Line er eins og klettur, sterk ástarsaga og mannlífsdrama sem lætur engan ósnortinn.“ S.V. Mbl. „Í heild er Walk the Line frábær kvikmynd; vönduð, átakanleg og bráðskemmtileg. Mynd sem ekki aðeins aðdáendur Cash ættu að njóta heldur allir sem hafa gaman af fyrsta fl okks kvikmyndum.“ M.M.J Kvikmyndir.com Eric Arthur Blair, sem síðartók sér nafnið George Or-well, fæddist á Indlandi 1903 en ólst upp á Englandi. Hann átti enskan föður en búrmíska móður. Þegar hann var nítján ára gamall gekk hann í þjónustu kon- unglegu lögreglunnar indversku og óskaði sérstaklega eftir því að fá að starfa í Búrma. Það var hann næstu ár á ýmsum stöðum, en fékk smám saman ógeð á starfinu og nýlendustjórn Englendinga. Fyrsta bók hans, Burmese Days, byggðist á reynslu hans af lífinu í Búrma og í henni koma fyrir margar persón- ur sem voru samtíða honum í Búrma. Er hann lá banaleguna hugðist hann skrifa aðra bók sem gerast átti í Búrma, stutta skáld- sögu, en náði ekki að ljúka nema við útlínu að söguþræði áður en hann lést í janúarlok 1950.    Emma Larkin, blaðakona sembýr í Bangkok og hefur oft komið til Búrma, fékk þá hugdettu að reyna að rekja slóð Orwells inn- an Búrma, fara á þá staði sem hann hafði starfað á, reyna að hafa uppi á fólki sem myndi eftir honum og eins að skoða kennileiti sem skilað hafa sér í bækur Or- wells. Snemma í bók hennar, Find- ing George Orwell in Burma, setur hún fram þá tillögu að Orwell hafi ekki bara skrifað eina bók um Búrma, hann hafi í raun skrifað þrjár: Burmese Days, sem rekur söguna af nýlendutímanum, Ani- mal Farm, sem segir frá árunum eftir að Búrma fékk sjálfstæði, og svo 1984 sem lýsi Búrma eins og landið er í dag. Það segir sitt um ástandið í Búrma að Emma Larkin er dul- nefni, enda vill hún ekki að skrif bókarinnar bitni á henni eða vin- um hennar í Búrma, en einnig er nöfnum allra sem hún spjallar við breytt til að forða þeim frá því að vera pyntaðir eða hnepptir í varð- hald. Málum er nefnilega svo hátt- að að í Búrma, mesta lögregluríki jarðar, má ekki tala neitt það við ókunnuga sem varpað gæti rýrð á ríkið eða herstjórnina. Kveður svo rammt að þessu að á hverju strái eru uppljóstrarar og stór hluti þjóðarinnar hefur hlotið refsingu fyrir að vera ekki á réttri skoðun eða fyrir að virðast ekki vera á réttri skoðun. Menn er hýddir og pyntaðir, barðir til bana ef það þykir henta, og lokaðir í fang- elsum árum saman, iðulega án þess að vita hvers vegna.    Í gegnum þetta ríki geðveikinnarfer Emma Larkin, reynir að rekja slóðina af George Orwell og tekst býsna vel upp, kemst til að mynda að því að líklega á Orwell afkomendur í Búrma, og hitti fyrir fjöldann allan af landsmönnum sem búa við kröpp kjör en taka líf- inu með þolgæði, en algengt tíma- kaup fyrir 45 stunda vinnuviku er um 2,50 kr. á tímann. Finding George Orwell in Burma er þó ekki bók um Búrma og ekki heldur bók um þá ótrúlegu herforingjaklíku sem þar ræður ríkjum heldur er þetta bók um George Orwell og ferð hans um Búrma, frá Mandalay, til árósa Irrawaddy, Rangoon, Moulmein, en þaðan var móðir Orwells, og Katha. Larkin fetar slóðina, lýsir aðstæðum í dag og getur sér til um lífshætti á þeim árum sem hinn ungi George Orwell var þar við vinnu sem útsendari nýlenduveld- isins. Eins og getið er er landstjórnin í Búrma ekki í aðalhlutverki í sög- unni, en alls staðar skal hún skjóta sér inn, eins og leiður ættingi sem lætur sér ekki skiljast rekur hún inn hausinn hvað eftir annað, treð- ur sér að borðinu í öllum sam- sætum. Kemur ekki á óvart í ljósi þess að nánast allir sem Larkin ræðir við hafa setið í fangelsi eða verið hart leiknir fyrir skoðanir sínar eða eiga ættingja eða vini sem setið hafa inni.    Allt er öfugsnúið í Búrma, landisem er bæði gjöfult og fallegt eins og Larkin lýsir því, en einna verst við að eiga er hve her- stjórnin er geðveikisleg, það virð- ist ekkert skipulagt í æðinu. Það er líka ekkert heilagt þegar valda- sýkin er annars vegar; ef sagan er til ama þá er henni breytt, saga lands og þjóðar endurskrifuð og þjóðþekktar persónur hverfa eins og þær hafi aldrei verið til, heilu hverfin eru rifin til að losna við götur sem hafa sögulega tilvísun ef sagan er mönnum ekki að skapi, og svo má lengi telja. Þannig skapaði það mikil vand- ræði fyrir herstjórnina þegar Aung San Suu Kyi sneri til Búrma 1988 og tók upp baráttu fyrir mannréttindum, því faðir hennar, frelsishetjan Aung San, sem myrt- ur var 1947, var með helstu tákn- myndum stjórnarinnar. Svar her- foringjanna var einfaldlega að fjarlægja allar myndir og styttur af Aung San og endurskrifa sög- una, smám saman hvarf hann úr sögubókum og heil kynslóð veit varla að hann hafi verið til. Það segir sitt um stjórnmála- ástandið að í gær var tekin í notk- un ný höfuðborg Búrma, Pyin- mama, sem er á hásléttunni um 3.000 kílómetra norður af Rango- on, gömlu höfuðborginni. Í nóv- ember síðastliðnum var nefnilega tilkynnt að flytja ætti höfuðborg- ina með hraði, en ekki kom fram hvers vegna þótt spurnir séu af því að það hafi verið að undirlagi stjörnuspekings herstjórans sem öllu ræður. Í höfuðborginni nýju er ekki búið að setja upp síma- kerfi, lítið er um húsnæði og raf- orka af skornum skammti, en þess má svo geta að bannað er að hafa farsíma um hönd og horfa á gervi- hnattasjónvarp. Þessi bók Emmu Larkin er bráð- fróðleg lesning þeim sem hafa auga á George Orwell og gefur óvænta innsýn í hugarheim hans, hann var ekki síður breyskur en við hin og upp fullur með mótsetn- ingar, en maður fær líka að skyggnast inn í óttalegt myrkur verstu harðstjórnar heims. ’George Or-well var ekki síður breysk- ur en við hin og upp fullur með mótsetn- ingar.‘ arnim@mbl.is AF LISTUM Eftir Árna Matthíasson George OrwellFinding George Orwell in Burma, eftir Emmu Larkin. Leitað að George Orwell UM Grétar Magnús Grétarsson, sem kallar sig Tarnús Jr. hef ég aldrei heyrt, hvorki fyrir né eftir að ég fékk heimabrugguðu plötuna Original Cowboy í hendurnar. Þar reynir hann sig við Radiohead- kennt rokk í víðasta skilningi þeirr- ar líkingar – hér má heyra rokkaða tóna í ætt við The Bends en einnig lög sem eru skyldari tilrauna- mennskunni sem hefur einkennt Radiohead á tuttugustu og fyrstu öldinni. Fjölbreytnin er því umtals- verð þótt gítarar, trommuheili í stað trommara og söngrödd bindi plötuna saman. Dæmi um rokkaðri hlið Tarnúsar yngri má heyra í hinu bráð- skemmtilega og glettna „Pussycat“. Þar nýtur mistækur söngvarinn að- stoðar ónefndrar söngkonu svo úr verður ágætis dúett. Lagið líður hins vegar fyrir afspyrnu vondan hljóm. Þessi ágalli hrjáir raunar plötuna alla og maður hlýtur að spyrja sig hvers vegna Tarnús Jr. veitti þessum grunnþætti ekki meiri athygli við gerð plötunnar. Þótt trommuheilar geti oft verið ágætir þá veit sjaldnast á gott að reyna að líkja eftir raunverulegum trommuleik með þeim. Það er hins vegar margoft gert á Original Cowboy. Fyrir vikið finnst hlust- andanum að hér séu á ferðinni ókláraðar prufuupptökur; upptökur sem voru gerðar meðan auglýst var eftir trommara. Slíkar upptökur eiga því miður lítið erindi við almenning. Tarnús Jr. er ekki hræddur við að vísa í áhrifavalda sína eins og heyra má í laginu „I Hear No Sound“. Lagið er byggt á átta tökt- um úr laginu „Contratempo“ með þýsku hljómsveitinni Lali Puna (af plötunni Scary World Theory). Slíkt er vel þekkt í seinni tíð, sér- staklega í hipphoppi, en Tarnús Jr. bætir hins vegar afskaplega litlu við taktana átta – hægir ögn á þeim og syngur síðan yfir. Það er ekki að heyra að neinu öðru sé bætt við eða unnið úr á nokkurn hátt. Listrænn tilgangur þess að nota hljóðbútinn fer þ.a.l. út í veður og vind og mað- ur spyr sig hvers vegna Tarnús Jr. lék ekki hljómaganginn fremur inn, svo einfaldur er hann. Original Cowboy vekur þannig fremur upp spurningar en svör. Hugmyndirnar sem hér er að finna eru ekki vondar, en ófagmannleg úrvinnslan gerir plötunni af- skaplega erfitt fyrir. Undirritaður ráðleggur Tarnús Jr. annaðhvort að fá sér trommuleikara eða snúa sér í ríkara mæli að forrituðum töktum. Eflaust myndi framkoma á tón- leikum einnig gera honum gott og hjálpa honum að finna eigin stíl – en lagasmíðarnar eru ansi ósam- stæðar. Taki hann sér síðan betri tíma í hljóðverinu þegar kemur að næstu skífu hlýtur maður að spyrja sig hvort útkoman verði ekki önnur og betri. Maður spyr sig … TÓNLIST Geisladiskur Öll lög eru eftir Tarnús Jr., Grétar Magnús Grétarsson, en hann naut aðstoðar Jóns Shcow í lögunum „The Key of Know- ledge“ og „Taxi Costume“. Textar eru yf- irleitt eftir Tarnús Jr., en Vilmar Pedersen í „The Key of Knowledge“, Margréti Ástu Guðmundsdóttur í „Pussycat“ og eftir Tarnús Jr. og Pétur Jóhann Einarsson í „I Hear No Sound“. Tarnús Jr. gefur út. Tarnús Jr. – Original Cowboy  Atli Bollason Morgunblaðið/Árni Sæberg Grétar Magnús Grétarsson, Tarnús jr., er ekki hræddur við að vísa í áhrifavalda sína að sögn gagnrýnanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.